Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 44
ns
_ ^uglýsinga-
síminn er 2 24 80
jntgpttltfMfafrÍfr
_,skriftar-
síminn er 830 33
I>RIÐJUDACíUR 4. JANÚAR 1983
Gjaldeyrisdeildir lokaðar:
Rætt um 9% gengis-
fellingu krónunnar
— og síðan hratt gengissig í kjölfarið
VEGNA óvissu í gengismálum hefur geng-
isskráning veriö felld niður frá opnun banka í
dag, en samkvæmt upplýsingum Mbl., er talin
þörf á um 9% gengisfellingu krónunnar, sem
þýðir um 11% meðaltalshækkun erlendra
gjaldmiðla, vegna 14% hækkunar á fiskverði.
Var í rétti —
ók af slysstað
Á GAMLÁRSDAG, rétt um klukk-
an 1S, varð harður árckstur á mót-
um Vífilstaðavegar og afleggjarans
að iþróttahúsinu Ásgarði. Okumað-
ur Datsun-birreiðar ók frá Ásgarði
og hugðist bevgja austur Vífils-
staðaveg, en tókst ekki betur til en
svo, að hann ók í veg fyrir bláa
Subaru-fólksbifreið sem ekið var
vestur Vifilstaðaveg, en biðskylda
var á Datsuninn.
Varð af harður árekstur og er
Datsuninn stórskemmdur og
mun svo einnig um Subaruinn.
Ökumenn fóru út úr bifreiðum
sínum og ræddust við. Settust
síðan hvor upp í sína bifreið, en
ökumanni Datsunins brá heldur
en ekki í brún þegar Subarunum
var ekið á brott, svona alveg
fyrirvaralaust, einkum þegar
haft er í huga að Datsuninn var í
órétti.
Logreglan í Hafnarfirði biður
ökumann Subaru-bifreiðarinnar
vinsamlega að gefa sig fram.
14% fiskverðshækkun hefur
í för með sér um 7% kostnað-
araukningu fyrir fiskvinnsluna
og síðan kemur til 4% útflutn-
ingsgjald.
Jóhannes Nordal, seðla-
bankastjóri, sagði aðspurður í
gærdag, að bankastjórn Seðla-
bankans myndi væntanlega
koma saman til fundar seinni-
partinn í dag og ræða stöðu
málsins, en von væri á tillögum
frá ríkisstjórninni um málið
fyrripartinn í dag.
„Það er hins vegar ekki hægt
að segja um það á þessari
stundu hvort málið verður til
lykta leitt á þessum fundi og þá
hvenær gjaldeyrisdeildir verða
opnaðar að nýju,“ sagði Jó-
hannes Nordal ennfremur.
Samkvæmt upplýsingum
Mbl. er rætt um framan-
greinda 9% gengisfellingu, en
síðan komi til hratt gengissig í
kjölfarið.
9% gengisfelling hefur í för
með sér um 11% meðaltals-
hækkun á erlendum gjaldeyri.
Sem dæmi um hækkunina má
nefna, að sölugengi Banda-
ríkjadollars var skráð 16,620
krónur fyrir áramót, en myndi
við 9% gengisfellingu verða
18,448 krónur.
Sölugengi vestur-þýzka
marksins var skráð 6,9803
krónur fyrir áramót, en myndi
hækka í 7,7481 krónu við 9%
gengisfellingu.
Gamla árið kvatt í útsynningi
Pessi mynd var tekin í höfuðborginni í gamlárskvöld, en það kvöld viðraði
illa til flugeldaskota. Þegar nýja árið gekk í garð sást varla nokkurt blys
vegna veðursins, en sumsstaðar í borginni rofaði þó aðeins til. Er þessi mynd
tekin undir slíkum kringumstæðum. Mbl. kók.
Hinn látni var með
4 stungusár á baki
TUTTUGU og átta ára gam-
all maður, Óskar Árni
Blomsterberg, til heimilis aö
Hátúni við Rauðavatn,
var
Gunnar Sigurður Oskarsson
Páll Ragnarsson
Sigurður Pétursson
Þrír íslendingar létust
í slysum á nýársdag
ÞRÍR íslendingar biðu bana í slysum
á nýársdag. Tveir menn, Páll Ragn-
arsson, 30 ára að aldri, og Gunnar
Sigurður Oskarsson, 39 ára að aldri,
biðu bana þegar þeir hröpuðu i hlíðum
Vífilsfells og Sigurður Pétursson, 28
ára að aldri, lést af slysforum í ('hile i
Suður-Ameríku.
Tildrög slyssins í Vífilsfelli eru
þau, að þeir Páll og Gunnar hugðust
ganga á fjallið ásamt Víði Óskars-
syni, bróður Gunnars. Þeir lögðu
upp um hálftíu á nýársdagsmorgun.
Þeir voru komnir upp að hamrabelti
efst í fjallinu og voru að ganga yfir
ísbreiðu þegar Páll missti fótanna
og hrapaði. Þeir Gunnar og Víðir
snéru við, en þá missti Gunnar fót-
anna á íshjarninu, hrapaði og hvarf
sjónum bróður síns. Þeir munu hafa
hrapað um 300 metra niður snar-
brattar hlíðar fjallsins og hlotið al-
varleg höfuðsár þegar þeir skullu á
stórgrýti í fjallshlíðinni.
Víðir kom að mönnunum helsærð-
um, hlúði að þeim og fór eftir hjálp.
Hann kom skömmu fyrir klukkan 13
í lögreglustöðina í Árbæ og voru þá
þegar hafnar aðgerðir til þess að
bjarga mönnunum. Lögregla, lækn-
ar og björgunarsveitir fóru á stað-
inn. Þá lenti þyrla Landhelgisgæzl-
unnar skammt frá slysstað. Aðstæð-
ur til björgunar voru afleitar,
mennirnir lágu helsærðir í 2—300
metra hæð í fjallinu, veðurofsi mik-
ill og gekk á með dimmum éljum.
Þeir voru látnir þegar komið var
með þá í sjúkrahús.
Páll Ragnarsson var fæddur 4.
maí 1952. Hann lætur eftir sig konu
og 2 börn. Gunnar Sigurður
Óskarsson var fæddur 3. apríl 1943.
Hann var ókvæntur og barnlaus.
Sigurður Pétursson var á ferða-
lagi um Suður-Ameríku þegar hann
lést. Hann var staddur í Chile ásamt
erlendum ferðafélögum. Hann var á
sundi við baðströnd, kom ekki til
lands og fannst skömmu síðar lát-
inn. Sigurður var fæddur 30. janúar
1954. Hann var ókvæntur og barn-
laus.
Sjá: „Við snenim við en þá missti Gunn-
ar lika fótanna og hrapaði", á bls. 3.
stunginn til bana á sjötta
tímanum að morgni nýárs-
dags, í íbúð að Kleppsvegi 42
í Reykjavík. Óskar var gest-
komandi í íbúðinni.
Þórður Jóhann Eyþórsson, 25
ára gamall bifreiðastjóri, sem
einnig var gestkomandi, hefur ját-
að að vera valdur að dauða Óskars
og hefur hann verið úrskurðaður í
gæzluvarðhald til 9. marz næst-
komandi og gert að sæta rannsókn
á geðheilbrigði sínu og sakhæfi.
Tildrög þessa voðaatburðar eru
ekki að fullu ljós. óskar heitinn
mun hafa dvalið um hálfa klukku-
stund í íbúðinni þegar atvikið átti
sér stað. Að því er Mbl. kemst
næst, mun Þórður hafa sótt stóran
eldhúshníf fram í eldhús. Til ein-
hverra deilna kom þeirra í millum
og enduðu þær með því, að Þórður
stakk Óskar fjórum stungum í
bakið þar sem hann var í stofu.
Óskar náði að komast fram á
gang íbúðarinnar, en lést skömmu
eftir að lögreglu bar að garði.
Hringt var á lögreglu og sjúkralið
úr íbúðinni. Sjö manns voru í
íbúðinni þegar atburðurinn átti
sér stað og voru allir færðir til
yfirheyrslu, en hefur verið sleppt
utan Þórðar, sem er í gæzluvarð-
haldi.
Ástæður ódæðisins eru full-
Óskar Árni Blomsterbérg
komlega óljósar, en þeir Öskar og
Þórður munu hafa verið lítt kunn-
ugir. Þó er Mbl. kunnugt um, að
tvívegis áður hafði komið til átaka
þeirra í millum en langt var um
liðið. Samkvæmt heimildum Mbl.
mun Þórður hafa borið haturshug
til Óskars.
óskar heitinn lætur eftir sig
unnustu, dóttur og fósturdóttur.
Hann var fæddur 17. október 1954.
Kleppsvegur 42 — ódæóið var framið á 4. hæð til vinstri.