Morgunblaðið - 02.02.1983, Síða 3

Morgunblaðið - 02.02.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 3 Varðarfundur: Samningur- inn um Keldna- land kynntur Landsmálafélagið Vörður held- ur almennan fund um samning- ana um Keldnaland, í kvöld mið- vikudagskvöld kl. 20.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Davíð Oddsson borgarstjóri mun kynna samninginn og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður skipulagsnefndar mun kynna nánar það svæði sem til umfjöllunar er i samn- ingum og byggð mun rísa á. Davíð Oddsson Eins og fyrr segir er fundur- inn opinn öllum þeim, sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson áhuga hafa á að kynna sér hinn nýgerða samning. Landsvirkjun tekur um 400 millj.kr. lán LÁNSSAMNINGUR tnilli Landsvirkjunar og Yamaichi Sec- urities Company og nokkurra annarra japanskra lánastofn- ana varðandi skuldabréfalán til Landsvirkjunar, að fjárhæð 5 milljarðar yena, eða um 400 milljónir króna á núverandi gengi, var undirritaður í Tokyo í vikunni, segir í frétt Lan' virkjunar. Af hálfu Landsvirkjunar var lánssamningurinn undirritaður af Halldóri Jónatanssyni, aðstoðar- framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Lánið er til 10 ára og eru fyrstu 6 árin afborgunarlaus. Vextir eru 8,6% á ári. Lánsfénu verður varið til fjármögnunar Blönduvirkjunar og annarra framkvæmda Lands- virkjunar í ár. 4IMNLEN"r Þorsteinn Pálsson VSÍ: Þorsteinn Pálsson lætur af starfi framkvæmdastj. „ÉG HEF valist til þess að vera í framboði, og það samrýmist ekki þessu starfi, sem ég hef gegnt, og því kom það af sjálfu sér sem nú hefur orðið, að ég léti af því,“ sagði Þor- steinn Pálsson í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær. Þor- steinn hefur sem kunnugt er valist til að skipa fyrsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurlands- kjördæmi við næstu alþingiskosn- ingar. Morgunblaðinu barst í gær svo- hljóðandi fréttatilkynning frá Vinnuveitendasambandinu: „Þorsteinn Pálsson, sem undan- farin fjögur ár hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Vinnuveit- endasambands íslands, hefur óskað eftir að láta af því starfi frá deginum í dag að telja. Framkvæmdastjórn Vinnuveit- endasambandsins hefur á fundi sínum í dag fallist á þessa ósk.“ Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Spurt og svar- ad um skattamál MOKGPNBLADID veitir nú les- endum sínum þá þjónustu að afla svara við spumingum þeirra um skattamál. (ieta lesendur hringt í síma 10100 klukkan 10—12 á mánudegi til föstudags og borið upp spurningar sínar viðvíkjandi skattamálum, útfyllingu framtals- eyðublaðs, frádráttarreglum og fleiri atriðum. Morgunblaðið leitar svara hjá skrifstofu ríkisskattstjóra í Reykjavík og birtast þau síðan i blaðinu ásamt spurningum. Nauðsynlegt er að spyrjendur gefi upp nafn sitt og heimilis- fang. Þessi lesendaþjónusta verður veitt þar til skilafrestur skattaframtala einstaklinga er úti, þ.e. fimmtudaginn 10. febrú- ar. Síminn er 10100 milli klukk- an 10 og 12 virka daga. VERÐLÆKKUN! í snjónum hefur SCHAEFF sýnt yfirburði sína, því aö í sumum tilfellum hefur hann afkastaö eins og tvær vélar af öörum gerðum. Skýringin er augljós, því aö þessi vél er í raun kattlipur hjólaskófla, meö ótrúlega eiginleika. Hjá Mosfellshreppi hefur SCHAEFF meö snjóruöningstönn veriö í fullri notkun í vetur og haldiö götum opnum. Nú getum viö boöið nokkrar af þessum frábæru vélum á ótrúlegu veröi. SCHAEFF fæst i tveimur stærðum: SKB-600 (6 tonn), SKB-800 (8 tonn). Aka má vélinni úr aftursæti Vökvaflæði er 142 I pr. mínútu á SKB-600 og 2001 pr. minútu á SKB-800. Stiglaust vökvadrif kassa. Öryggishús með sérstaklega góðu útsýni. Liðstýring — kostir hennar eru augljósir. Hægt er að fá opnanlega fram skóflu og lyftaragaffla, hvor tveggja með hraðtengiútbúnaði Fjórhjóladrif og öll hjól eru jafn stór er mikið atriði. Þegar SCHAEFF-inn er hjóla skófla án gröfuarms er þyngd arjöfnunarlóðum rennt auð veldlega úr frambrettum i aft urbretti. SKB-600 hefur 3.6 tonna há markslyftikraft, SKB-800 hefur 4ra tonna há markslyftikraft. SKB-600 hefur 9.5 tonna brot kraft, SKB-800 hefur 13.0 tonna brot kraft. SCHAEFF-inn sýnir vestur þýskt hugvit og hönnun Þeir fylgjast meö sem þekkja SCHAEFF. ;X xbíioom Gafflar fyrir lyftivinnu t.d. fisk- kassa, timbur o.fl. Gröfuarmur losa : jr bragðLr-' sinn, tve,; yngdarj :!*un Höfðabakka 9 Simi 8-52-60

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.