Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
jjKlæðum og bólstrumj
ígömul húsgögn. Gott<j
^úrval af áklæðum
BÓLSTRUNi
ÁSGRÍMS,
Bergstaðastræti 2,
Simi 16807.
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
HULL:
Jan ........... 7/2
Jan ........... 21/2
Jan ............ 7/3
Jan ........... 21/2
ROTTERDAM:
Jan ............ 8/2
Jan ........... 22/2
Jan ............ 8/3
Jan ........... 22/3
ANTWERPEN:
Jan ............ 9/2
Jan ........... 23/2
Jan ............ 9/3
Jan ........... 23/3
HAMBORG:
Jan ........... 11/2
Jan ........... 25/2
Jan ........... 11/3
Jan ........... 25/3
HELSINKI:
Mælifell ...... 16/2
Helgafell ...... 3/3
LARVIK:
Hvassafell .... 14/2
Hvassafell .... 28/2
Hvassafell .... 14/3
GAUTABORG:
Hvassafell .... 31/1
Hvassafell .... 15/2
Hvassafell ..... 1/3
Hvassafell .... 15/3
KAUPMANNAHÖFN:
Hvassafell .... 16/2
Hvassafell ..... 2/3
Hvassafell .... 16/3
SVENDBORG:
Hvassafell .... 17/2
Disarfell ...... 3/3
Hvassafell .... 17/3
AARHUS:
Hvasssafell ... 17/2
Hvasssafell .... 3/3
Hvasssafell ... 17/3
GLOUCESTER MASS.:
Skaftafell .... 22/2
HALIFAX, KANADA:
Jökulfell ...... 4/2
•Skaftafell ..... ">
..... 24/2
m.
SKIPADEILU
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavik
Sími 28200 Telex 2101
Schultz til Kína í dag:
Mun líklega frið-
mælast við kín-
verska ráðamenn
Birgitte Bardot
Kaupmannahófn, I. febrúar. AP.
GRÆNLENZK sendinefnd undir for-
ystu Jonathans MotzfeldLs, forsætis-
ráðherra grænlenzku landstjórnarinn-
ar, er lögð af stað frá Kaupmannahöfn
í langferðavagni og hyggst ferðast víða
og sannfæra Evrópumenn um, að
grænlenzkir veiðimenn drepi ekki
selskópa né nokkra þá selategund,
sem hætt sé við útrýmingu. { París ætla
Grænlendingamir að hitta leikkonuna
frægu, Brigitte Bardot, að máli, en hún
er einn helzti talsmaður hreyfingar,
sem berst gegn drápi á selskópum við
Nýfundnaland og að fólk kaupi vörur
úr sclskinni, hvaðan sem þær koma,
þar á meðal Grænlandi.
„Við mótmælum og við hörmum,
að vanþekking og misskilningur í
Vestur-Evrópu er í þann veginn að
eyðileggja veiðimannamenningu
okkar,“ sagði Motzfeldt við brottför
sendinefndarinnar frá Kaupmanna-
höfn. Er ætlunin, að ferðalag hennar
standi yfir í 9 daga og að á þeim
tíma heimsæki hún Hamborg,
Frankfurt, París, London, Brussel og
Haag.
Margrét Danadrottning hefur lýst
yfir stuðningi sínum við för sendi-
nefndarinnar, en hún á sjálf kápu úr
selskinni. Þá hefur maður hennar,
Hinrik prins, einnig lýst yfir stuðn-
ingi sínum. Jafnvel Grænfriðunga-
samtökin, samtök umhverfisvernd-
armanna, sem berjast gegn drápi á
selskópum, hafa tekið málstað
Grænlendinganna.
„Við höfum ekkert á móti selveið-
Veður
víða um heim
Akursyn +9 skýjað
Amsterdam 5 rigning
Aþena 13 rigning
Berlln S skýjað
Brussef 3 rigning
Chicago +1 skýjað
Dublin 8 skýjað
Feneyiar 4 skýjað
Franklurt 6 skýjað
Faereyjar +1 léttskýjað
Genf 5 skýjað
Helsinki *1 skýjað
Hong Kong 23 skýjað
Jerúsalem 13 heiðskirt
Jóhannesarborg 30 rigning
Kaupmannahöfn 4 heiðsktrt
Kairó 19 skýjað
Las Palmaa 23 Mttskýjað
Lissabon 16 heiðskfrt
London 9 skýjað
Los Angeies 20 haiðskírt
Madrid 17 heiðskírt
Maliorca 17 heiðskfrt
Malaga 17 hálfskýjað
Mexikóborg 24 heiðskírt
Miami 24 iteiðsklrt
Moskva 0 snjókoma
Nýja Delhi 18 heióskírt
New York 8 heiðsktrf
Ósló +5 skýjað
París 12 skýjað
Peking 1 snjókoma
Perth 24 heiðskfrt
Reykjavík 4« alskýjað
Rio de Jeneiro 37 skýjaö
Rómaborg 13 heiöakírt
San Francisco 14 akýjað
Stokkhólmur 1 snjðkoma
Tel Aviv 16 heiðskírt
Tókýó 10 heiðskfrt
Vancouver 10 skýjað
Vfnarborg 5 skýjað
Jónatan Motzfeldt
um við Grænland," er haft eftir
Mikael Nielsen, talsmanni grænfrið-
unga. „Við hörmum, að herferð
okkar hefur, án þess að það hafi ver-
ið ásetningur okkar, orðið ógnun við
samfélag veiðimanna á Grænlandi."
MIKIÐ „stríð“ hefur brotizt út milli
bandaríska sendiráðsins í Osló og
verkamannaflokksins í Noregi með
Gro Harlem Brundtland, formann
flokksins, í fararbroddi. Af hálfu
sendiráðsins hefur verið brugðizt
harkalega við því að í fyrirlestri, sem
frú Brundtland flutti um helgina, dró
hún í efa vilja Reagans Bandaríkja-
forsela um að fara samningaleiðina í
kjarnorkuvopnaviðræðunum í Genf.
Hefur hún haldið því fram, að samn-
ingavilji Carter-stjórnarinnar hafí
verið mun meiri á þessu sviði.
Tokyo, 1. febrúar. AP.
GEORGE P. Schultz, utanrfkisráð-
herra Bandaríkjanna heldur í dag
áleiðis til Kína, eftir að hafa lokið
gagnlegri heimsókn til ráðamanna í
Japan. John Hughes, talsmaður
utanríkisráðuneytisins hefur til
þessa séð um opinberar yfirlýsingar
í ferðinni og hann sagði að ferðin
hefði verið afar gagnleg og lagt
grunninn að greiðari viðskiptasam-
böndum þjóðanna í milli, „eitt sem
var alveg Ijóst í ferðinni, það var
einlægur vilji og ætlun Japana að
standa við gefln loforð og samþykkt-
ir sem forsætisráðherra þeirra,
Nakasone, stóð fyrir er hann kom til
Washington," sagði Hughes. Þá
hafa Bandaríkjamenn lýst ánægju
sinni yflr því að Japanir hafi í hyggju
að efla varnir sínar.
Ráðamenn í Bandaríkiunum
Frú Brundtland, sem er þekkt
fyrir skapsmuni sína, hefur gagn-
rýnt bandaríska sendiráðið fyrir að
blanda sér í norsk innanríkismál.
Þá hefur hún haldið því fram, að
Carter, fyrrverandi forseti Banda-
ríkjanna, hafi verið reiðubúinn til
þess að ábyrgjast persónulega
samningsvilja Bandaríkjamanna í
Genfarviðræðunum. Hins vegar
kveðst hún ekki vera sannfærð um
samningsvilja Reagans í þessum
viðræðum nú.
I fréttatilkynningu, sem banda-
ríska sendiráðið í Osló lét frá sér
hafa ekki sett markið ýkja hátt
varðandi komandi viðræður
Schultz við kínversku ráðamenn-
ina, segja heimsókn hans þangað
fyrst og fremst til þess ætlaða að
gefa Schulz tækifæri til að kynn-
ast leiðtogum kínversku þjóðar-
innar. Undir niðri hvílir þó sú von
að Schulz verði vel ágengt og
heimsókn hans létti á stífninni
sem verið hefur í samskiptum
risaveldanna tveggja vegna Tai-
wan-málsins. Schultz tjáði Naka-
sone í Tokyo, að Bandaríkjamenn
myndu aldrei fallast á afvopnun-
arsamning sem fæli í sér að Sov-
étmenn færðu hluta af meðal-
drægu flaugum sínum til Asíu.
Búist er við því að utanríkisráð-
herrann bandaríski gefi kínverska
leiðtoganum sams konar loforð.
fara í gær, er brugðizt harkalega
við ummælum frú Brundtland og
sagt, að þau feli í sér persónulega
árás á heiður Reagans forseta og
snerti öryggi allra landa innan
Atlantshafsbandalagsins.
Leiðtogar annarra norskra
stjórnmálaflokka hafa verið tregir
til þess að blanda sér í þessar deil-
ur. Kaare Willoch forsætisráð-
herra, leiðtogi hægri flokksins, hef-
ur látið sér nægja að segja, að það
væri hættulegra en nokkuð annað,
ef sundrung kæmi upp milli Banda-
ríkjanna og Vestur-Evrópu.
Njósnarinn Erickson lést í yikunni:
Fjölmargir heldri
Svíar anda léttar
— nöfn fjölda kvislinga fóru með í gröfina
FJÖLMARGIR heldri Svíar anda léttar um þessar mundir,
eða eftir aö þeir fréttu um lát Ericks Erickson í Frakklandi
í vikunni. Erickson var 92 ára gamali og varð hann bráð-
kvaddur.
Það fóru mörg meiriháttar og
viðkvæm leyndarmál með Svían-
um í gröfina. Hann vissi ýmis-
legt um samborgara sína sem
hefði getað kollsteypt viðskipta-
veldum og dregið mikils metna
stjórnmálamenn ofan í duftið.
Hann vissi nöfn allra þeirra Svía
sem veittu nasistum liðveislu í
síðari heimsstyrjöldinni, nöfn
þeirra sem sest hefðu í lepp-
stjórn ef Hitler hefði hertekið
Svíþjóð. En öll fór vitneskja
þessi í gröfina með Erickson.
Það var Dwight Eisenhauer,
fyrrum Bandaríkjaforseti, sem
hvatti hann til að ljóstra ekki
upp um föðurlandssvikarana,
„hann sagði mér að það myndi
gera meiri skaða en gagn og ég
var honum sammáía," sagði
Erickson í blaðaviðtali árið 1972.
Erickson var merkilegur mað-
ur. Hann var njósnari fyrir
bandamenn í stríðinu. Hann var
fæddur í Bandaríkjunum, af
sænskum foreldrum, og gerðist
sænskur ríkisborgari á fjórða
áratugnum. í Svíþjóð var hann
fyrst um sinn fulltrúi banda-
rísks olíufélags, en setti síðan
sitt eigið fyrirtæki á stofn,
Penco. Helsta viðskiptaland
hans var Þýskaland og fljótlega
eftir að stríðið braust út bauð
hann bandamönnum að starfa
sem njósnari. Hann spilaði sig
forfallinn nasista og olíuvið-
skipti hans við Þýskaland komu
honum í náin kynni við þá
Himmler og Göring. „Ég hafði
andstyggð á fasisma og því barð-
ist ég gegn honum,“ sagði Erick-
son.
Erickson var mikils metinn af
Þjóðverjum og komst hann í að-
stöðu til að miðla bandamönnum
upplýsingum um bráðmikilvæg
skotmörk. Eisenhower forseti
sagði síðar að upplýsinga-
streymið frá Erickson hafi verið
slíkt að það hefði stytt stríðið
um nokkur ár. Á árunum frá
1939 til 1945 fór Erickson 31 ferð
til Þýskalands og betrumbætti
jafnóðum njósnanet sitt. Svo
mjög var honum treyst, að hann
gekk um með áritað bréf frá
Himmler sem tryggði honum
ferðafrelsi hvert sem hann vildi í
þýska ríkinu, hann gat komið og
farið eins og honum hentaði.
En andleg átök varð Erickson
að glíma við. Eitt sinn þótti
hann tortryggilegur. Ef sam-
band hans við ástkonu sína að
nafni Marianne hefði sannast
hefði það verið endalokin fyrir
Erickson. Nasistarnir gengu
gjarnan óþrifalega til verks og
hugðust sanna sekt Ericksons
með því að skjóta Marianne fyrir
augum hans. Það gerðu þeir, en
Erickson sýndi ekki svipbrigði.
„Þetta var hryllilegasta stund
lífs míns,“ sagði hann síðar.
Skömmu fyrir lok stríðsins var
Erickson síðan í lest á leið til
Leipzig, er hann hitti mann,
mikinn og eldheitan nasista, sem
vissi að Erickson lék tveim
skjöldum. Þeir höfðu hist fyrir
stríðið og Erickson talaði ekki
blíðlega um nasista á þeim ár-
um. Er lestin kom til Leipzig
veitti Erickson manni þessum
eftirför og fór hann strax inn í
símklefa og byrjaði að hringja
til aðalstöðva Gestapo í borg-
inni. En hann náði aldrei að
ljúka því, Erickson vatt sér inn í
klefann og drap hann með ber-
um höndunum.
Erickson var söguhetjan í
metsölubók ALexanders Klein,
„The Counterfeit Traitor", sem
þýða mætti „Gervinjósnarinn".
Síðan var gerð kvikmynd upp úr
bókinni og lék William Holden
hlutverk Erickson. Mynd sú hef-
ur verið synd í íslenska sjón-
varpinu. Erickson var einnig
ráðgefandi er gerð var kvikmynd
eftir sögu John Le Carre,
„Njósnarinn sem kom inn úr
kuídanum". Hann þótti rólyndur
og yfirvegaður, ólíklegur til að
búa yfir vitneskju sem hefði
hrist stórkostlega upp í sænska
þjóðfélaginu.
(Byggt á Observer.)
Vilja ræða við
Brigitte Bardot
Grænlendingar verja selveiðar sínar
Deilir á Reagan
Osló, 1. Tebrúar. Frá Jan Krik Lauré,
frétlaritara Morgunblaðsins.