Morgunblaðið - 02.02.1983, Page 15

Morgunblaðið - 02.02.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 I gær, 1. fcbrúar, voru fjögur ár liðin frá því að Khomeini erkiklerkur sneri heim úr útlegðinni til að taka við völdum í íran í kjölfar byltingarinnar gegn keisaranum. Vegna þessa hefur verið efnt til mikilla hátíðahalda, sem nefnast „Tíu daga dögunin" og standa eiga fram til 11. þ.m. Myndin var tekin þegar Ayatolah Kani (fyrir miðju) setti hátíðina. AP. Aftökum fjölgar sífellt í íran l'arís, 1. febrúar. Al'. Aðalandspyrnuhreyfing írana, sem staðsett er í París, sagði í fréttatilkynningu í gær, að aftök- um á vegum stjórnarinnar í Te- heran færi fjölgandi jafnt og þétt. Er átt við aftökur pólitískra fanga og að sögn andspyrnumanna er líkum fórnarlambanna komið fyrir í leynilegum fjöldagröfum eftir aftökurnar. Flestir ef ekki allir eru hengdir og fjölskvldur hinna látnu fá litlar eða rangar upplýsingar um hvar hinir líflátnu eru niðurkomnir. í tilkynningunni sagði að ekk- ert lát væri á daglegum aftök- um í Evin-fangelsinu í Teheran, þeim hefði fjölgað frekar en hitt. Þá hefur aftökum einnig fjölgað í norðurhéruðum íran, t.d. voru tíu manns líflátnir samdægurs í borginni Amol við Kaspíahafið. í Teheran gerðist það svo fyrir nokkru, að tveir óopinberir fjöldagrafreitir fundust. Aðstandendur póli- tískra fórnarlamba fundu graf- irnar er þeir leituðu ástvina sinna. ________________________15 Útlend- inga leitað hús úr húsi í Lagos Lagos, I. febrúar. Al*. Innflytjendaráðuneytið i Nígeríu skýrði svo frá í dag, að her landsins heföi byrjaö leit í gistihúsum, veit- ingastöðum og á vinnustöðum að ólöglegum útlcndingum, sem enn dveljast í landinu þrátt fyrir fyrir- mæli stjórnvalda um brottrekstur þeirra, sem gengu í gildi á miðnætti á mánudag. Engar fréttir hafa þó borizt um ofbeldisaðgerðir og leitin hefur fram að þessu farið fram átakalít- ið. Lögreglumenn og hermenn voru í dag engu fjölmennari á göt- um Lagos en venjulega. Miðborg Lagos var ekki heldur með öðru yfirbragði í dag en gengur og ger- ist. Hins vegar ríkti nokkur glundroði í hafnarhverfi borgar- innar, þar sem þúsundir manna frá Ghana biðu þess að komast um borð í skip, sem áttu að flytja þá burt. Tvö skip frá Ghana voru í höfninni, en þau voru þegar orðin yfirfull af fólki, sem hugðist yfir- gefa Nígeríu. Hefur sjónvarpið í landinu skýrt svo frá, að margt fólk hafi drukknað við að reyna að komast um borð í skipin. Begin: „Við erum þrjósk þjóð“ Beirúl, 1. fobrúar. Al'. Friðarviðræður Líbanonmanna og ísraela með þátttöku Bandaríkja- manna héldu áfram í gær, en fundirnir hafa nú verið fluttir til ísraelsku borg- arinnar Netanya. Kngin yfirlýsing var gefin út eftir fyrsta fundinn í Netanya f gær, en Avi Pazner, talsmaður ísra- elska utanríkisráðuneytisins, sagði hins vegar að samningum hefði miðað nokkuð áfram og meiri stígandi væri merkjanleg í viðræðunum. Menachem Begin, forsætisráð- herra fsrael, ávarpaði þingið í gær og sagði að viðræðurnar gengu brösulega. Hann bætti þó við: „En við höfum glímt við meiri vandamál og alvarlegri og unnið bug á þeim, við erum þrjósk þjóð. Við verðum að leggja áherslu á að tryggja að ástandið geti aldrei leitað aftur í sama horf. Við heimtum aðgerðir í raun, ekki einungis á pappírum." Þarna átti Begin við, að Israelar krefjast þess að ísraelskt herlið verði áfram í Líbanon til að hafa eftirlit með hugsanlegum ferðum Menarhem Begin Palestínuskæruliða. Þessu hafna Líbanir gersamlega, einnig Bandaríkjamenn. Kristnir hægri menn og Drúsar börðust áfram með fallbyssuskot- hríð í fjallahéruðum Mið-Líbanon. Mannfall varð talsvert, 17 manns féllu og 34 særðust. Talsvert eigna- tjón varð auk þess í þorpum þeim og borgum þar sem átökin fóru einkum fram. „Sjálfsmorð að beita kjarn- orkuvopnum að fyrra bragði“ l.ondon, 1. frbrúar. Al*. FYRRUM hershöfdingjar frá Banda- ríkjunum, Vestur-Þýskalandi og Bretlandi hvöttu til þess í gær að ríkisstjórnir Vesturlanda lýstu yfir sameiginlega að þau myndu aldrei verða fyrri til að beita kjarnorku- vopnum gegn Sovétríkjunum eða fylgiríkjum þeirra. Þá hvöttu þeir til þess að Vesturlönd einbeittu sér fremur að því að styrkja hinar hefð- bundnari hernaðarþætti, skriðdreka- deildir, landgönguheri o.fl. Það eru samtök vísindamanna sem sömdu tilkynninguna og for- sendan er sú, að Rússar og Var- sjárbandalagslöndin hafa nokkra yfirburði í hinum hefðbundnari vopnabirgðum í Evrópu og banda- lagið gæti náð Vestur Evrópu á sitt vald án þess að beita kjarnorkuvopnum. Sérfræðingar í Bandaríkjunum hafa viðurkennt að styrkur Rússa sé slíkur að það gæti gerst. Því hefur Reagan lýst því yfir að hugsanlegt væri að beita kjarnorkuvopnum gegn slíkri árás. Vísindamennirnir telja að það megi aldrei gerast og tala hers- höfðingjarnir gömlu máli þeirra. Einn þeirra, Lord Carver hinn breski, segir Bandaríkjamenn annað hvort vera að blekkja Rússa eða að þeir ætli sér hreinlega að fremja sjálfsmorð með yfirlýstum mögulegum aðgerðum sínum, „Það er gersamlega út í hött að svara árás með hefðbundnum hernaði með kjarnorkuvopnum þegar mót- herjinn er fullfær um að svara í sömu mynt. Þess vegna gæti það gert friðarhorfum óendanlega mikið gagn ef NATO-ríkin lýsa yfir að þau myndu aldrei beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði, það hafa Sovétríkin og þeirra fylgilönd gert," segir Carver og bætir við að rétta leiðin sé að efla hefðbundnar hernaðarvarnir Vestur Evrópulandanna. Skæruliðar vinna borg í E1 Salvador San Salvador, 1. frbrúar. Al*. SKÆRULIÐAR vinstrimanna í El Salvador náðu í gær, mánudag, á sitt vald iðnaðarborginni Berlin í austurhluta landsins eftir tveggja daga ákafa bardaga. í Berlin búa um 30.000 manns og er hún stærsta borgin, sem skæruliðar hafa komist yfir til þessa. Hörðustu bardagarnir voru í miðborginni þar sem höfuð- stöðvar þjóðvarðliðsins eru til húsa og stóðu margar byggingar í björtu báli áður en yfir lauk. Talsmaður Rauða krossins í Berlin taldi, að um 40 óbreyttir borgarar hefðu fallið í átökun- um. Borgarbúar hafa flúið unnvörpum en um 2000 þeirra hafa leitað hælis í tveimur stöðvum Rauða krossins. Fréttamenn segja frá liðs- flutningum stjórnarhersins til borgarinnar og er búist við, að hann muni fljótlega leggja til atlögu við skæruliðana á ný. Skæruliðar eru vanir að hafa þann háttinn á að reyna að leggja undir sig borgir og bæi en hörfa síðan til fjalla að því búnu. I héraðinu Morazan í Norðaustur-El Salvador heldur stjórnarherinn áfram sókn sinni á hendur skæruliðum og virðist hafa orðið nokkuð ágengt. Til marks um það er, að útvarpsstöð skæruliða hefur hætt að flytja fréttir af átökunum þar. Grænland: Kaldasti vetur í manna minnum Nuuk, Grænlandi, 31. janúar. Al*. Á SAMA tíma og margir skírtastartir í Evrópu eru snjólausir með öllu er harrt- asti vetur sem sögur fara af á Græn- landi. Til marks um það er Davis-sundið, sem er um 560 metra breitt, frosið þannig, að hægt er að ganga milli Grænlands og Kanada um þessar mundir, hafi einhverjir áhuga á slíku. Bátar við strendur Vestur- Grænlands eru einnig lokaðir inni vegna ísa og farþegabáti sem flytur Grænlendinga> á milli bæja hefur orðið að leggja. Jafnvel harðgerðustu menn viður- kenna að kalt sé og blaðið „Græn- lands-pósturinn" hefur ráðlagt öll- um að klæðast selskinni frá toppi til táa. „Þegar svona kalt er í veðri er „Quallunaartat" eða fatnaður hvíta mannsins ekki nægilega góður” sagði í frétt blaðsins. Hitastigið hefur ekki farið niður fyrir mínus tuttugu gráður á celsíus í Nuuk um nokkurt skeið, og í Syðra Straumfirði, þar sem aðalflugvöllur landsins, er var forstið um 48 gráður á celsíus á laugardag. Nýr árangur interferons Lyfinu nú beitt gegn krabbameini í nýrum llouston, Texas, I. frbrúar. Al*. KRABBAMEIN í nýrum, sem er ólæknanlegur og venjulega banvænn sjúkdómur, virðist nú í fyrsta sinn í sögunni vera mót- tækilegt gagnvart meðferð með lyfinu „interferon" úr mönnum. Er frá þessu skýrt í febrúarhefti tímaritsins „Cancer Research", sem gefið er út í Bandaríkjun- um. Segir þar, að hópur lækna við læknadeild Anderson-sjúkra- hússins í Texas hafi með mikilli inngjöf þessa lyfs tekizt að ná nokkrum árangri í meðferð 12 af 19 sjúklingum, sem haldnir eru þessum sjúkdómi. Interferon er efni, sem mannslíkaminn framleiðir af sjálfu sér til varnar vírussýk- ingu. Sjúklingar þeir í Hous- ton, sem lyfið var reynt á, voru allir haldnir krabbameini, sem átt hafði uppruna sinn í nýr- unum og síðan dreifzt til lungna, út í bein eða lifur. „Æxlismyndunin hætti eða minnkaði í umtalsverðum fjölda sjúklinganna af völdum interferongjafar" er haft eftir dr. Jordan U. Gutterman, sem stjórnaði þessum aðgerðum. Hann sagði hins vegar, að þessar rannsóknir leiddu ekki í ljós, hvort unnt væri að lækna sjúkdóminn að svo komnu, en bætti síðan við: „Þetta er þó mikilvægt framfaraskref í baráttunni gegn þessari teg- und af krabbameini. Mikið starf er enn framundan, en nú höfum við lyft fætinum yfir þröskuldinn."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.