Morgunblaðið - 02.02.1983, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.02.1983, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakið. Tekst Sjálfstæðis- flokknum að sameinast? Frá athöfninni á Patreksfirði. Samúó og góðvild og h Iumræðum manna á meðal undanfarið um prófkjör og gildi þeirra hefur þess viðhorfs fremur gætt, að gott væri að staldra við og íhuga hvort önn- ur leið væri ekki heppilegri við val á frambjóðendum heldur en að prófkjörin væru eini kostur- inn. Morgunblaðið hefur löng- um verið þeirrar skoðunar, að prófkjör eigi alls ekki að vera algild regla við skipan fram- boðslista og þess vegna fagnar blaðið því nú þegar þetta við- horf þess nýtur meiri stuð- nings en oft áður. Það er ljóst að prófkjör leysa ekki allar framboðsraunir og einnig er vitað að ekki eru allir jafn ánægðir með ákvarðanir sem teknar eru af rétt kjörnum fulltrúum flokkanna í kjör- nefndum eða kjördæmisráðum. Sjálfstæðismenn í Vest- fjarðakjördæmi ákváðu að viðhafa ekki prófkjör til að raða mönnum á framboðslist- ann vegna væntanlegra þing- kosninga. Allar ákvarðanir um það mál voru teknar af rétt- kjörnum mönnum innan flokksins. Eftir að listinn hafði verið ákveðinn risu menn upp meðal sjálfstæðismanna á Vestfjörðum og lýstu því yfir, að þeir gætu ekki sætt sig við þessa meðferð mála, það hefði átt að fara fram prófkjör. í þessum hópi var Sigurlaug Bjarnadóttir, sem var þing- maður Sjálfstæðisflokksins fyrir Vestfjarðakjördæmi eitt kjörtímabil og síðan varaþing- maður. Síðan hafa þessir óánægðu aðilar látið í veðri vaka, að þeir muni bjóða fram sérstakan lista á Vestfjörðum. í kosningunum 1979 buðu sjálfstæðismenn fram sérstak- an lista í tveimur kjördæmum, Norðurlandskjördæmi eystra og Suðurlandskjördæmi. Er ekki að efa að þessi sundrung spillti áiiti flokksins meðal kjósenda um land allt. Nú hafa farið fram prófkjör í þessum tveimur kjördæmum og ekki ber á öðru en menn uni úrslit- unum án þess að ætla að stofna til sprengiframboðs. Ef vest- firskir sjálfstæðismenn klofna vegna skipan manna á fram- boðslista er ekki að efa, að ým- is þau öfl sem vilja hlut sjálf- stæðismanna sem minnstan muni nota þá sundrungu til að grafa undan trú manna á Sjálfstæðisflokknum og í því skyni að efna til sprengifram- boðs víðar. Hinir óánægðu sjálfstæðismenn á Vestfjörðum komast ekki hjá því að meta eigin gjörðir í víðara samhengi, reynslan frá 1979 segir þeim það. Samstaða sjálfstæð- ismanna í öllum kjördæmum er forsenda árangurs í þing- kosningunum. Vilji menn að Sjálfstæðis- flokkurinn endurheimti styrk sinn og fyrri stöðu verða þeir að byggja þá baráttu á sameig- inlegu átaki allra sjálfstæð- ismanna. Það kann að þykja lítils metið nú á tímum upp- lausnar og stjórnleysis að hafa það að leiðarljósi að standa vörð um sinn gamla flokk, eins og það er oft orðað. Slík varð- staða er þó forsenda þess að stjórnmálaflokkur njóti fylgis og trausts. Ef þeir sem um lengri eða skemmri tíma hafa verið dyggir stuðningsmenn flokks svo ekki sé rætt um þá sem kosnir hafa verið í trúnað- arstöður af flokksmönnum bregðast þannig við lögmætum ákvörðunum að þeir rjúfa frið- inn verður öllum ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð tökum á vandamálum sínum. Það er í senn óviturlegt og hryggilegt ef hópur manna á Vestfjörðum ætlar að rjúfa þá skjaldborg sem nú er nauðsyn- legt að slá um Sjálfstæðis- flokkinn. Að hugsa fyrst Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, er sannarlega fær um að klúðra hvalamálinu eins og öðrum málum. Æskilegt væri að ráð- herrann gæfi sér stund til að hugsa áður en hann lýsir því til dæmis yfir, að það sé „óviðeig- andi“ að Bandaríkjastjórn skuli bjóða íslenskum skipum að stunda fiskveiðar í 200 mílna lögsögu sinni. Svo virðist sem ráðherrann telji, að í þessu viðkvæma máli sem aðeins formlega er á valdsviði ríkis- stjórna geti hann boðið al- menningsáliti um allan hinn lýðfrjálsa heim byrginn með því að þykjast móðgaður yfir ráðherrabréfi, dyntir Stein- gríms hér verða vafalaust til að espa hvalavini enn frekar. Það kemur íslendingum ekki á óvart að formaður Framsókn- arflokksins gleymir stundum að hugsa áður en hann talar en ógjörlegt er að segja hvaða áhrif þetta hugsunarleysi kann að hafa meðal annarra þjóða. Rœða séra Þóraríns Þór prófasts við útförina á Patreksfirði Útíor og minningarathöfn um þá fjóra sem létu lífið í krapaflóðinu á Patreksfirði var gerð frá félagsheimilinu á Patreksfirði í gær að við- stöddu miklu fjölmenni, en milli 500 og 600 manns voru við athöfnina. Séra Þórarinn Þór prófastur jarðsöng og flutti minningarorð að við- stöddum forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, og fleiri aðkomnum gestum. Það var fagurt veður á Pat- reksfirði í gær og sólin sendi geisla sína um glugga félags- heimilisins að kistunum fjór- um, en prófasturinn fjallaði í ræðu sinni um sáran trega og söknuð þeirra sem um sárt eiga að binda. Það var harm- þrunginn blær yfir friðsælli byggð Patreksfjarðar og víða blakti íslenzki fáninn í hálfa stöng. Með virðuleika og reisn í styrkri trú fór athöfn- in fram. Hér fer á eftir ræða séra Þórarins Þór prófasts. Nád sé med yður og friður frá Guði föður vorum og drottni Jesú Kristi. Amen. í Davíðs sálmum standa þessi orð: Kg hugsaói um hvernig ég ætti aó skilja þaó. þad var erfitt í augum mínum unz ég kom inn í helgidóm (íuðs. Vertu eigi varbúinn revnslunni er þú kemur að þjóna drottni Guði. Vertu einbeittur og hugsterkur og óttast eigi er á reynir. ilaltu þér fast við hann og slepptu honum eigi svo að þú vaxir að vizku um síðir. Taktu öllu er að höndum ber og vertu þolinmóður í þjáningu og eymd. I»ví að eins og gull prófast í eldi prófist guðhræddir menn í nauðum. Náðugur og miskunnsamur er drottinn. Hann styður alla þá, sem ætla að hníga, og reisir upp alla niðurbeygða. Drottinn er nálægur öllum, sem ákalla hann í |einlægni. Hann heyrir hróp þeirra og hjálpar þeim. Ámen. Minningarorð séra Þórarins Þór prófasts í Patreksfirði um fjór- menningana sem létu lífið í krapa- flóðinu á Patrksfírði 22. janúar sl. en í ræðu prcstsins flutti hann fjöl- rnargar kveðjur til ættingja og vina hinna látnu, m.a. frá biskupi ís- lands, forsætisráðherra og ýmsum bæjarfélögum, félagasamtökum og einstaklingum. Sigrún Guðbrandsdóttir sex ára, fædd 3. desember 1976. Indæl lítil stúlka, yngsta barn og eftirlæti foreldra sinna Guðbrands Haraldssonar og Vigdísar Helga- dóttur. Eldri eru tveir bræður. Lenti annar þeirra í flóðinu og grófst með systur sinni en var bjargað eftir hálfa aðra klukku- stund og sýndi mikla stillingu og dugnað svo ungur piltur, aðeins 12 ára gamall. Mikill harmur er kveðinn að þessari fjölskyldu, ungum foreldr- um og sonum þeirra tveim og öðr- um ástvinum öllum. Líkami litlu stúlkunnar verður fluttur til greftr- unar í Reykjavík við hlið langafa og langömmu hennar næstkomandi mánudag. — Við kveðjum hana hér og felum Guði ódauðlega sál hennar til varðveizlu um alla eilífð. Vér erum hér samankomnir, — kristinn söfnuður — frammi fyrir augliti Guðs — á sorgardegi, til þess að inna af hendi dapurlega þjón- ustu. Hér er stund saknaðar og trega er við minnumst og kveðjum þau fjögur, úr okkar hópi, sem hamslaus og heiftúðugur náttúru- kraftur kramdi til bana, er hann með skyndingu og fyrirvaralaust spratt fram úr fjallinu og ruddist niður yfir byggðina með slíku helj- arafli og þvílíkum feiknamætti að allt varð undan að láta, sem á vegi hans varð. Hús brotnuðu í spón — heimili ónýttust — húsbúnaður og persónulegir hlutir splundruðust og grófust undir aurbleytu og snjó, — allt ónýttist, sem fyrir varð, bílar klesstust saman eða rifnuðu eins og úr pappír væru — og enginn mundi geta sloppið lifandi úr þessum ósköpum, sem í þeim lenti. Þar hlaut bráður bani að .vera búinn bæði mönnum og skepnum. A.m.k. varð ekki annað séð þá, þótt annað Vertu sæl, vor litla Ijúfan blída. l,of aé Guði, búin ertu að siríða. ( pp til sælu sala saklaust barn án dvala. Lærðu ung við cngla (íuðs að tala. Drottinn veiti huggun og styrk. I Jesú nafni. Amen. Sigurbjörg Sigurðardóttir Hún fæddist í Bolungarvík 13. ágúst 1924. Foreldrar hennar voru Kristín Angantýsdóttir og Sigurður Sigurðsson sjómaður. Missti föður sinn 10 daga gömul og var þá tekin í fóstur af föðprbróður sínum Guð- bjarti í Skálavík og var þar til 7 ára aldurs. Fór þá aftur til móður sinn- ar, sem giftist Jóhannesi Gíslasyni í Gilsbakka hér á Patreksfirði. Átti heima hér alla tíð upp frá því. Hún giftist Eggert Skúlasyni sjó- manni og áttu þau heimili sitt lengst af á Brunnum 13. Þau eign- uðust einn son, Jóhannes, sem er uppkominn með eigið heimili, konu og börn. Sigurbjörg var væn kona, atorku- söm og myndarleg í verkum sínum. Barngóð og hjartahlý kona og er hennar nú sárt saknað af eigin- manni sínum, syni, tengdadóttur og börnum þeirra, öðru venzlafólki og ættingjum. kæmi síðar í ljós. Og þegar kyrrðust þessar hamfarir — vantaði þau fjögur, sem hér hvíla í hvítum kist- um. Þau fundust öll látin í helgreip- um dauðaskriðunnar, sem loksins nam staðar í sjónum. — Auðn og rúst og dauða skildi hún eftir í sinni slóð — voða og tjón — söknuð og sorg. Hver var sá óvinur, sem svo grátt lék þessa friðsælu byggð? Það sagði einn fréttamaður eftir að hafa lýst náttúruhamförunum og sýnt héðan verksummerki í sjón- varpinu, þar sem sást hve^nig skrið- an lá eins og svartur óþrifnaður á breiðu svæði þvert í gegnum byggð- ina — eins og óhreinindi á bjartri ásjónu þorpsins: Langur tími mun líða þar til grær um heilt og bættur verður sá skaði, sem orðinn er með ósköpum í þessu friðsæla sjávar- þorpi. Hann hafði rétt fyrir sér. Við munum aldrei gleyma því, sem gerð- ist hér 22. janúar sl. — Og lengi Vér kveðjum hana í Jesú nafni og biðjum henni blessunar á eilífð- arbraut. Svo hvíl þá rólt á hinzla bcdi þú holdsin.s duft — en andi þinn nú býr þar eilíf blómgast gleði og bjartur Ijómar himinninn hjá honum, sem kom ofanað með eilíft líf og gaf oss það. Drottinn Guð, lát þitt eilífa ljós lýsa henni. — í Jesú nafni. Amen. Valgerður Elinborg Jónsdóttir var fædd á Skriðnafelli á Barða- strönd 23. janúar 1906. Voru for- eldrar hennar Jón Guðbjartur Elí- asson bóndi á Skriðnafelli og kona hans Jóhanna Ebenezersdóttir. Hún ólst þar upp og átti þar heima alla ævi þar til fyrir fáum árum að hún flutti hingað á Patreksfjörð með yngsta son sinn í húsið númer 79 við Aðalstræti. — Elinborg gift- ist Pétri Bjarnasyni frá Siglunesi. Hann dó 1961. En Valgerður hélt áfram búskap með sonum sínum meðan þess var nokkur kostur. Þau hjón eignuðust 5 börn, 4 þeirra fylgja móður sinni og bróður til grafar. Valgerður Jónsdóttir var dug- mikil bóndakona af aldamótakyns- lóð og skilaði oft erfiðu ævistarfi Fjórmenningarnir .<

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.