Morgunblaðið - 02.02.1983, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.02.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 25 Innréttingar í Borgarspítal- ann smíðaðar í Eyjum TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI Erlendar Péturssonar í Vestmannaeyjum hef- ur samið við Reykjavíkurborg um smíði innréttinga fyrir 5. og 6. hæð B-álmu Borgarspítalans, en þar er um að ræða ailar innréttingar, skápa og handrið. Trésmíðaverkstæði Erlendar Péturssonar var með lægsta tilboð í verkið, upp á liðlega 1 millj. kr., en verkinu á að vera lokið um mánaðamótin apríl-maí. Aðspurður sagði Erlendur Pét- ursson í samtali við Mbl. að 7—10 menn myndu vinna verkið, en hann sagði að þeir hefðu áhuga fyrir því að leita fyrir sér með verkefni víðar en í Eyjum. „Það er greinilegt," sagði Erlendur, „að við erum fullkomlega samkeppn- isfærir, bæði hvað varðar verð og afgreiðslutíma." Ýmsar hindr- anir fyrir konur að hefja aftur störf KVENRÉTTINDAFÉLAG fslands hélt ráðstefnu sl. laugardag í Reykjavík, þar sem fjallað var um möguleika kvenna á því að koma aftur til starfa á vinnumarkaðnum eftir að hafa verið frá útivinnu um langan tíma, t.d. við heimilisstörf. Ráðstcfnan sóttu 100 konur og í samtali við Esther Guðmundsdóttur, þjóðfélagsfræðing og formann Kvenréttindafélagsins sagðist hún vera mjög ánægð með ráðstefnuna, hún hefði verið jákvæð og mikill áhugi væri hefði verið á henni. Áformað er að þau 12 erindi sem flutt voru á ráðstefnunni verði prentuð og send ýmsum aðil- um, bæði félögum og einstakling- um og sveitarfélögum. Á ráðstefn- unni kom m.a. fram að það virðist ýmsum erfiðleikum bundið fyrir konur að hefja aftur störf á vinnu- markaðinum eftir hlé, og markmið með ráðstefnunni var m.a. að kanna hvernig hægt sé að sjá við þeim vandamálum í framtíðinni. ^fVskriftar- síminn er 830 33 Samkomulag kaupmanna og Vífílfells: 2% staðgreiðsluafsláttur nú þegar og 1% í viðbót síðar SAMKOMULAG hefur tekist milli Kaupmannasamtakanna og Coca- Colav-erksmiöjunnar Vífilfells, um staðgreiðsluafslátt af vörum verk- smiðjunnar. Verður gefinn 2% af- sláttur fljótlega, og síðar verður hækkaður í 3%, eða til jafns við þann afslátt er gosdrykkjaverk- smiðjan Sanitas veitir kaup- mönnum, að því er Gunnar Snorra- son, formaður Kaupmannasamtak- anna, sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. „Við erum ánægðir með að samkomulag hefur tekist," sagði Gunnar, „og væntum þess að eðlileg viðskipti haldist, en þau hófust aftur á miðvikudaginn.“ Gunnar sagði staðgreiðslu- afsláttinn vera sambærilegan við það er Sanitas veitir, og fylli- lega sambærilegan við það sem sælgætis- og matvælaframleið- endur veittu. Hann sagði til at- hugunar að Ölgerðin veitti einn- ig afslátt, sem raunar væri þeg- ar fyrir hendi í öðru formi, það er lánakjörum. Pétur Björnsson, forstjóri Víf- ilfells, sagði í samtali við Mbl. í gær, að Vífilfell hefði ekki viljað ræða þessi mál við einstaka kaupmenn eins og í fyrstu hefði verið krafist. Þeir hefðu hins vegar viljað ræða þessi mál við Kaupmannasamtökin, og ágrein- ingi hefði nú verið eytt. „Við höf- um hins vegar ekki verið þvingaðir til eins eða neins,“ sagði Pétur, „heldur er um það að ræða að við gátum nú veitt 2% staðgreiðsluafslátt vegna breyttra verðlagsreglna. Send- um við bréf um þetta eftir fund með kaupmönnum, sem haldinn var hjá Verslunarráði, og sögð- umst jafnframt geta síðar bætt við 3. prósentinu," sagði Pétur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.