Morgunblaðið - 02.02.1983, Page 27

Morgunblaðið - 02.02.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 27 Sannfærandi sig- ur breta í Stór- móti Flugleiða Brídge Arnór Ragnarsson BREZKA liðið svndi hvað í þeim bjó þegar þeir sigruðu örugglega í Stórmóti Flugleiða sem lauk að- faranótt mánudags. I»eir spiluðu 32 spila úrslitaleik gegn sveit Ólafs Lárussonar sem hélt í við Bretana þangað til í 24. spili. Brezka sveitin spilaði mjög vel í úrslitaleiknum en allir spilararnir eru meðal bestu spilara Breta. Þeir eru: Tony Sowter, Steve Lodge, Tony Forrester og Kaymond Brock. Úrslitaleikurinn var sýndur á sýningartöflu. Sveit ólafs fékk slæmt start og eftir 4 spil var staðan 18—0 fyrir Breta. í hálf- leik hafði leikurinn þó jafnast og höfðu Bretar aðeins yfir, 20 gegn 17. Fyrstu 4 spilin í síðari hálf- leik reyndust Ólafi og hans mönnum einnig erfið en að lokn- um 23 spilum voru þeir búnir að vinna það upp og gott betur og höfðu forystu, 39—38. Síðustu spilin voru svo einstefna Bret- anna. Skoruðu þeir látlaust og í 25. spili unnu þeir t.d. úttektar- ögn tvöfaldaða á báðum borðum. Verðlaun fyrir 1. sætið voru 1500 dollarar og 1000 dollarar fyrir annað sætið. Þá voru 500 dollara verðlaun fyrir 3. sætið og um það spiluðu Aðalsteinn Jörg- ensen og bandaríska sveitin. í hálfleik var staðan 27—25 fyrir Bandaríkjamenn. Þeir juku síð- an forskotið í þeim síðari og unnu með svipuðum mun og Bretar. Sveitir Þórarins Sigþórssonar og Hrólfs Hjaltasonar urðu í 5.-6. sæti í mótinu. Sveit ólafs Lárussonar kom mjög vel út úr þessari keppni. Var t.d. eina sveitin sem ekki tapaði leik í undanrásum. I sveit Ólafs Lárussonar eru ásamt honum: Hermann Lárusson, Hannes Jónsson, Óli Már Guð- mundsson, Svavar Björnsson og Sigtryggur Sigurðsson. Mótinu lauk um kl. 01 aðfara- nótt þriðjudags með því að fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða, Björn Theodórsson, afhenti verðlaun fyrir Flugleiða- mótið. Þakkaði hann erlendum gestum langt að komnum fyrir komuna og góðrar heimkomu. Það vakti athygli undirritaðs þegar forsvarsmaður Bretanna, Tony Sowter, sté í pontu og þakkaði fyrir sig og sína að hann gat þess sérstaklega að hann Að loknu Stórmóti Flugleiða sl. mánudagskvöld. Sigurlið breta á fremsta bekk talið frá vinstri: Raymond Brock, Tony Forrester, Stewe Lodge og Tony Sowter. Sigmundur Stefánsson, formaður BR lengst til hægri. Minni myndin er af Alan Sontag, einum þekktasta spilara heims, en sveit hans varð að láta sér lynda 3. sætið í keppninni. hefði sjaldan tekið þátt í svo vel skipulögðu móti og í góðum skorðum. Sagðist hann ætla að geta þess í bridgeblaði því sem hann ritstýrir, Popular Bridge Monthly. Stórmót Flugleiða var opið öll- um sveitum. Eftir þá reynslu sem fengizt hefir af þessu móti verður að telja að það sé nokkuð vafasamt að hafa engin takmörk fyrir þátttöku. T.d. má nefna að 24 sveitir voru skráðar en aðeins 21 mætti til leiks. Nokkuð bar á ölvun meðal áhorfenda og er það afar slæmt svo ekki sé talað um þegar einn- ig er farið að sjá á keppendun- um. Agnar Jörgensson stjórnaði bridgehátíðinni af mikilli rögg- semi með dyggum stuðningi formanns Bridgefélags Reykja- víkur, Sigmundar Stefánssonar, og forseta Bridgesambandsins, Kristófers Magnússonar. Una Einarsdóttir — Minningarorð Austurbæjarskólinn var byggð- ur af miklum stórhug, einhver mesti og fullkomnasti barnaskóli, sem byggður hefur verið hér á landi. Margt barna og að mörgu leyti valið kennaralið valdist að þessum skóla. Þetta ver beggja megin við hið söguríka Alþingis- hátíðarár 1930. Tvær litlar telpur tölta sín úr hvorum bæjarhlutanum, hittast í fyrsta sinn átta ára að aldri og bindast órjúfanlegum vináttu- böndum, því þær eru vinkonur enn þann dag í dag eftir 54 ár. Þetta er alllangur tími og fer ekki á milli mála að kynni verða allnáin við ættingja og vini. Fjölskylda vin- konu minnar var þá nýflutt í lítið hús að Vatnsstíg lOa og var faðir hennar, Magnús Jónsson tré- smíðameistari, að stofna sína þekktu trésmiðju er sérhæfði sig í glugga og hurðasmíði, Hklega fyrstu sinnar gerðar hér um slóð- ir. Man ég ljóslega þegar við vin- konurnar komum fyrst saman að þessu iitla vinalega húsi en það stóð fyrir framan væntanlegt verkstæði, en Mjólkurfélag Reykjavíkur hafði þá kornmyllu í þeim húsakynnum. Móðir vinkonu minnar stóð á tröppum íbúðar- hússins og þar hófust kynni mín við Unu Einarsdóttur, húsfreyju staðarins. Una var fædd 2. apríl 1894 að Heimalandi í Hraungerð- ishreppi í Árnessýslu. Foreldrar hennar voru Ingveldur Erlends- dóttir og Einar Þórðarson búend- ur þar. Síðar fluttust þau austur í Holt í Rangárvallasýslu en Una var drjúgan tíma hjá Einari gamla í Rifshalakoti og hans konu, þar sem henni þótti gott að vera. Hafði hún tækifæri til þess að komast til mennta í Odda á Rangárvöllum hjá séra Skúla Skúlasyni, en hann hafði einskon- ar unglingaskólahald. Bjó Una alla ævi að þessari menntun, þó skólahald þetta stæði aðeins í fjóra vetrarmánuði. Hún var til dæmis fulllæs á danska tungu og fleiri norðurlandamál. Eins og margar myndarstúlkur fer hún „suður" til Reykjavíkur til þess að afla sér þekkingar og frama. Með- al annars réði hún sig á fjarska fína og góða saumastofu og varð hún svo fær í saumaskap, að hún saumaði alla tíð öll föt á sjálfa sig og börnin. Hún sérhæfði sig þó einkum í kápusaumi en það þótti allnokkuð á þeim tímum. Er ég kynntist henni þótti mér hún jafn- víg á allar hannyrðir, svo sem prjón, hekl og útsaum og völundur að allri gerð og ótrúlega afkasta- mikil. Má nærri geta hvað þessi greinda og fallega stúlka hefur verið mikið húsfreyjuefni. Sá sem varð sá gæfumaður að eiga hana, 22. desember 1918, var Magnús Jónsson, Jónssonar beykis, er átti ættir að telja til fjarða sunnan Is- afjarðardjúps en móðir hans var Anna Marie frá Haugasund í Nor- egi. Magnús fæddist og ólst upp í Noregi en fjölskyldan fluttist til íslands er börnin voru uppkomin og keypti hús við Klapparstíg og Hverfisgötu vestanvert. Jón beyk- ir var mjög kunnur maður á sinni tíð. Hann og kona hans gáfu til dæmis stóra fjárhæð til Elliheim- ilisins Grundar, sem þeim var mikill sómi af. Jón var iátinn er ég kynntist fjölskyldunni, en ég man hvað til þess var tekið hvað Una hefði hjúkrað tengdaföður sínum vel í langri og erfiðri banalegu hans heima á Klapparstíg. Frú Önnu Marie man ég vel, hún var yndisleg, fínleg og sanntrúuð manneskja. Einnig hlúði Una vel að tengdamóður sinni þó svo að hún væri sjálf með stóra fjöl- skyldu. Tengdaforeldrar Unu eft- irlétu henni garðskika í svokölluð- um Aldamótagörðum, en þeir voru sunnan við Landspítalann rétt við hliðina þar sem nú stendur gróðr- arstöðin Alaska. Sem og í öðru féllu henni garðyrkjustörfin vel úr hendi, garður hennar var alltaf í góðri rækt og vel hirtur. Með fjöl- skyldunni og frændliði átti ég margar ánægjustundir þar, oft var slegið upp kaffiveislu með meðlæti. Engir bílar voru til þess að flytja veisluföngin í þá daga, en myndir á ég úr þannig veislu þar sem Magnús átti vandaða mynda- vél. Allt greri undan höndum Unu hvort sem voru blóm í glugga, fjöl- breytt ræktun á svölunum eða ríkuleg uppskera úr garðinum. Una og Magnús réðust í það að festa kaup á hálfri jörðinni Stóra-Fljóti í Biskupstungum, en henni fylgdi allmikill hluti hvera- hitans þar. Magnús reisti þar sumarbústað og auðvitað hafði Una sinn jurtagarð þar. Þau nefndu jarðarpart sinn Fljótsholt. Sundlaug og skólahús voru á Stóra-Fljóti og byggðist þar fljót- lega sumarhúsahverfi. Við æsku- vinkonurnar dvöldum þar eitt sinn með eiginmönnum okkar og börn- um. Una og Magnús eignuðust fimm börn; telpa, lést kornabarn, hin voru Jón, útvarpsvirkjameistari, látinn, ekkja hans er Ingibjörg Pálsdóttir frá Sauðárkróki, Ásta, skrifstofumaður hjá Reykjavík- urborg, gift Einari Einarssyni bíl- stjóra, Einar, trésmiður, kvæntur Sigrúni Gunnlaugsdóttur, og Inga Marie, gift Eberg Elefsen, vatna- mælingamanni frá Siglufirði. Þegar fjölskylda þeirra Unu og Magnúsar stækkaði réðust þau í það að bæta hæð ofan á húsið við Vatnsstíginn og voru þá sett í það bað og ýmis nútíma þægindi. Að þessu var mjög notalega og smekklega staðið. Una var alla tíð ákaflega lifandi manneskja, hún gat verið skap- föst, hafði sínar ákveðnu skoðanir og stóð fast á þeim. Hún var mikill áhugamaður um ferðalög og þekk- ingu á fósturjörðinni og þau hjón bæði. Hún var um áraraðir for- maður ferðanefndar í kvenfélagi Hallgrímssóknar og aðstoðaði Magnús maður hennar hana dyggilega þar meðan hans naut við, en hann lést snögglega langt fyrir aldur fram 4. júlí 1963. Ekki lét Una deigan síga þó harmur hennar og söknuður væri mikill enda var mikil eftirsjá í Magnúsi. Hann var stórgreindur maður, og afar frásagnarglaður og skemmtinn. Hann var alla ævi bindindismaður á vín. Hjónaband þeirra var með miklum ágætum, heimilið ávallt notalegt og menn- ingarlegt, þar voru keypt blöð, bækur og tímarit og auðvitað dönsk blöð. Á heimilinu var til danskt leksikon sem okkur krökk- unum þótti mikill fengur í. Und- arlega þægilegt andrúmsloft ríkti þarna ávallt, enda gestagangur mikill. Ekki síður komu þar gestir utan af landi, jafnvel alveg vanda- laust fólk, sem dvaldi þar í lengri eða skemmri tíma. Einnig gestir og venslalið erlendis frá. Oft var það erfitt meðan litla húsið var óbreytt, en stórlagaðist þegar hús- ið var stækkað sem fyrr segir. Undraðist ég oft stórum hvað Una gat lagt á sig í viðbót við stóra fjölskyldu. Það var eins og ekkert væri sjálfsagðara en að veita öll- um gistingu og mat. Mikið fjör var líka í kringum verkstæðið, sem var allstórt um tíma. Oft hjúkraði Una piltunum þar ef smá slys urðu, því ekki voru slysavarðstof- ur þá til. Á sumrin efndu þau Una og Magnús til ferðalaga með mönnum sínum í einn til tvo daga og fengum yið þá vinkonur og skólasystur Ástu að fara með og var það að vonum mjög gaman. Ferðalögum sínum hélt Una áfram þó hún væri orðin ekkja, fór oft norður i Jökulfirði að Stað í Grunnavík til Maríu Maack. Hún ferðaðist hérlendis og erlendis, lá jafnvel í tjaldi þó hún væri orðin áttræð, þvílíka unun hafði hún af því að ferðast. Hún var iðin við það að snyrta og bæta hús sitt og eitt sinn kom ég að henni þar sem hún var að mála stofuna og her- bergið, þá hátt á áttræðisaldri. Alltaf sami dugnaðurinn, ég var í rauninni alltaf svolítið hreykin af fjöri og lífsstíl þessarar vinkonu minnar, því það varð hún er árin færðust yfir. Hún var sönn vin- kona mín, sem ég nú kveð með söknuði og mikilli eftirsjá, færi kærar þakkir og óska góðrar ferð- ar. Sigríður Björnsdóttir + Faöir okkar og tengdafaöir, JÓHANNBÖOVARSSON, Norðurgötu 49, Akureyrí, andaöist i Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 31. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Guölaug Jóhannsdóttir, Sigþór Ingólfsson, Sigríöur Gréta Þorsteinsdóttir, Agnar Urban. t Innilegar þakkir fyrir auðsynda samúö og vinarhug við andlát og útför ASGEIRS RAGNARS SIGURÐSSONAR, sérstakar þakkir til starfsfólks útvarps og sjónvarps. Fyrir hönd systkina, barna og aöstandenda, Ingíbjörg Jónsdóttir, Siguröur Þóröarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.