Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
Hugleiðingar um
verðbólgu, verð-
bætur og hagvöxt
eftir tHfrö Friðjónsson
hagfrϗing
Hér fer á eftir í heild erindi, sem
l>órður Friðjónsson hagfræðingur,
efnahagsráðunautur forsætisráð-
herra, flutti á ráðstefnu Verktaka-
samhands íslands fyrir skömmu.
Verðbólga, vísitölur og verðbæt-
ur eru síður en svo óalgeng hugtök
í íslenskri efnahagsmátaumræðu
og reyndar í þjóðmálaumræðu al-
mennt. Fá hugtök hagfræðinnar
hafa fléttast jafn mikið inn í til-
finningaheitar umræður, þar sem
hátt hitastig hefur komið miklu
róti á þjóðfélagið og samskipti
manna og haft afleiðingar, sem
e.t.v. flestir voru ósáttir við að
lokum.
Sumir telja vísitöluna og henn-
ar fylgifiska, þ.e.a.s. verðbótakerf-
ið, nánast undirrót alls hins illa f
efnahagslífinu. Hún auki að jafn-
aði verðbólgu, í besta falli haldi
henni óbreyttri þegar vel stendur
á, en tryggi að ógerningur sé að ná
varanlegum árangri í verðbólgu-
hjöðnun. örar verðhækkanir dragi
úr þrótti efnahagslífsins og valdi
þar með verri lífskjörum. Aðrir
telja hins vegar vísitölukerfið
helgasta vé launamanna. Án þess
sé ekki unnt að tryggja kaupmátt
né viðunandi tekjuskiptingu í mik-
illi verðbólgu. Afleiðingin yrði
stöðug átök á vinnumarkaði og
órói í þjóðfélaginu.
Vísitalan sjálf hefur á margan
hátt fengið óverðskuldaða athygli.
Hún er í reynd ekki annað í því
tilviki sem hér um ræðir en mælir,
sem sýnir verðbreytingar milli
tímabila.
Vísitalan er því aðeins tækni-
legt fyrirbæri, sem á að vera unnt
að leysa á þeim vettvangi ein-
göngu. Margvíslegar ástæður
liggja hins vegar til þess að vísi-
talan hefur fengið á sig skærara
ljós en henni ber. Veldur þar öðru
fremur hugtakaruglingur. Verð-
vísitalan er aðferð til að mæla
verðbreytingar. Verðbótafyrir-
komulag getur síðan verið með
ýmsum hætti. Þessu tvennu verð-
ur að halda vandlega aðskildu.
Það hefur hins vegar oltið á ýmsu,
hvort þarna sé gerður nægjanlega
skýr greinarmunur á. Sumir virð-
ast álíta að unnt sé að ráða niður-
lögum verðbólgunnar með því að
breyta mælireglum á verðbreyt-
ingum. Það gengur hins vegar ekki
frekar en að hitastigið úti hækkar
ekki þó kynt sé undir kvikasilf-
urskúlunni og tíminn breytist ekki
þó einhver færi til vísana á einka-
úri sínu.
En þessi hugtakaruglingur hef-
ur alið af sér tortryggni, sem m.a.
kemur fram á þann hátt, að mik-
illar viðkvæmni gætir gagnvart
nauðsynlegri endurnýjun á reikni-
grunni ýmissa vísitalna. Einkum
gildir þetta hugarfar gagnvart
framfærsluvísitölunni, enda er
kaupgjald tengt henni.
Nýr vísitölu-
grundvöllur
Lögum samkvæmt er það Kaup-
lagsnefnd, sem sér um útreikninga
á framfærsluvísitölunni; en Hag-
stofa íslands sér um framkvæmd-
ina. Auk formanns, sem skipaður
er af Hæstarétti, er Kauplags-
nefnd skipuð einum fulltrúa frá
Alþýðusambandi íslands og einum
frá Vinnuveitendasambandi Is-
lands. Þrátt fyrir að þessari skip-
an mála hafi upphaflega verið
ætlað að eyða tortryggni varðandi
útreikninga og meðferð fram-
færsluvísitölunnar, kann að vera
að hún hafi jafnvel stuðlað að
hinu gagnstæða, eða torveldað
nauðsynlegar endurbætur á vísi-
tölunni. Oft er auðveldara að ná
samkomulagi um óbreytt ástand,
þegar viðkvæm deilumál eru ann-
ars vegar.
óbreytt ástand, þegar nauðsyn
breytinga eru auðsæjar, getur
hins vegar alið af sér tortryggni.
Með einföldun má e.t.v. líkja þessu
við að mæla hitastig með mæli,
sem vitað er að er ekki réttur.
Jafnvel þó frávikin séu kunn sam-
kvæmt einhverjum reikniformúl-
um, getur slíkt valdið ýmsum
erfiðleikum, þegar kemur að út-
skýringum, sem ætlast er til að
allir skilji. Það er því íhugunar-
efni, hvort ekki sé eðlilegast að
fela einum hlutlausum aðila, t.d.
Hagstofunni, að sjá um að bera
ábyrgð á útreikningum á verð-
breytingum, en svo mun vera í
flestum nálægum löndum.
Grundvöllur núgildandi fram-
færsluvísitölu var lagður fyrir
hartnær 20 árum. Frá þeim tíma
hafa miklar breytingar átt sér
stað á neysluvenjum fólks. Hag-
vöxtur, tækniframfarir og breyt-
ingar á smekk gera það að verk-
um, að nú eru ýmsar vörur fyrir-
ferðarmiklar í útgjöldum þorra
fólks, sem annaðhvort voru ekki
til fyrir tuttugu árum eða fáir
gátu leyft sér að kaupa. Á móti
hefur neysla annarra vara hlut-
fallslega minnkað. Þess vegna
hafa þær vogir, sem notaðar eru
til að vega saman mismunandi
verðbreytingar á vöru og þjón-
ustu, breyst verulega. Dæmi um
þetta eru útgjöld vegna einkabíls,
sem hafa verulega aukist. Á hinn
bóginn hefur hlutur matvöru t.d.
dregist umtalsvert saman.
Núverandi grundvöllur fram-
færsluvísitölunnar gefur því eng-
an veginn rétta mynd af raun-
verulegri neyslu heimilanna, eins
og hún er nú. Hvort slík misvísun
í vísitölugrunninum felur í sér, að
hlutfallslegar verðbreytingar
mælist öðruvísi, þegar á heildina
er litið, er hins vegar annar hand-
leggur. Reynslan bendir til þess að
frávikin séu óveruleg, þegar langt
tímabil er haft til viðmiðunar.
Ákaflega lítill munur er t.d. á
hækkun framfærsluvísitölunnar á
verðbólguárunum frá 1973 til 1981
og hækkun byggingarvísitölunnar.
Framfærsluvísitalan hækkaði um
1473% og byggingavísitalan um
1704% á þessum árum. Hugsanleg
skýring á þessu fyrirbæri gæti
verið sú, að í þeim greinum at-
vinnulífsins, þar sem framfarir
eru örar, er gjarnan langtíma til-
hneiging til hlutfallslegrar verð-
lækkunar, en hið gagnstæða á sér
oft stað í stöðnuðum greinum.
Neyslan færist því yfir á ódýrari
vörurnar, en vægi þeirra breytist
ekki í vísitölugrunninum. Þessu
getur verið öfugt farið varðandi
framleiðsluvörur greina, sem
minni framþróun sýna.
En gallinn er sá, að úreltur vísi-
tölugrundvöllur kann að valda
efasemdum um, að opinberar
verðmælingar séu réttar og gerðar
á viðunandi hátt. Jafnframt er
viss hætta á, að innbyggð skekkja
þróist í hagkerfinu, ef verðlags-
aðhald eða efnahagsaðgerðir
stjórnvalda mótast að einhverju
leyti af misvísun í vísitölukerfinu.
„Til að viðhalda og bæta
núverandi lífskjör þarf
veruleg umskipti í
atvinnumálum. Umskipti,
sem líklega má helst
líkja við uppbyggingu
sjávarútvegs upp úr alda-
mótunum, ef vel á að
vera. Slík atvinnuþróun,
sem byggði á fjölþættri
eflingu atvinnulífsins,
getur ekki átt sér stað að
mínu viti, nema sigrast
verði á verðbólgunni.
Það er e.t.v. unnt að
halda í horfínu hvað sjáv-
arútveg varðar og fjölga
stóriðjuverum. En þrótt-
mikið atvinnulíf á breið-
um grunni dafnar ekki í
grýttum og ófrjósömum
verðbólgujarðvegi.“
Af þessu má ljóst vera, að ákaf-
lega þýðingarmikið er, að verð-
mælingar séu gerðar á viðunandi
hátt, þótt niðurstaðan geti verið
svipuð og þegar ófullkomnari að-
ferðum er beitt.
Kostir og gallar
vísitölubindingar
Ýmsir kostir fylgja vísitölu-
bindingu við langvarandi og mikla
verðbólgu. Vísitölubindingin líkir
eftir því ástandi, sem væri við
stöðugt verðlag. Hún er því til-
raun til að gera lífið bærilegt,
þrátt fyrir örar verðbreytingar.
Við lærum að lifa við verðbólgu,
búa við sjúkdóminn, án þess að
verða átakanlega mikið vör við
hann frá degi til dags. Það er þó
vitaskuld háð verðbólgustigi,
hversu auðveld slík aðlögun er.
Við litla verðbólgu eru vandamál-
in leysanleg — þolanleg — en
reynslan hefur sýnt að við mikla
og vaxandi verðbólgu, vex eftir-
spurnin eftir stöðugu verðlagi.
En kostir vísitölubindingar fel-
ast m.a. í því öryggi, sem hún veit-
ir. Þannig getur t.d. launþega-
hreyfingin samið um kaup og kjör
til lengri tíma, án þess að eiga á
hættu stórfelldar sveiflur í kaup-
mætti. Með öðrum orðum vísitölu-
binding launa ætti að auðvelda
kjarasamninga og stuðla að
vinnufriði. Á fjármagnsmarkaði
er unnt að leggja peninga til hlið-
ar án þess að taka þá áhættu, að
þeir gufi upp með tímanum. Einn-
ig verða e.t.v. fremur sveiflur í
tekjuhlutföllum milli starfsstétta
í verðbólgu vegna mismunandi
styrkieika þeirra á vinnumarkaði.
Ótilætlaðar tekjutilfærslur eiga
sér síður stað, t.d. frá fullorðnu
fólki, sem hefur hætt vinnu og á
erfiðara með að koma við vörnum
gegn verðbólgunni, til vinnandi
fólks. Varðandi fjármagnsmark-
aðinn getur vísitölubinding komið
í veg fyrir tilfærslu fjármuna frá
sparifjáreigendum til lántakenda.
Margvíslegar hættur felast
einnig í vísitölubindingu. Þar er
auðvitað þýðingarmest, hvort vísi-
tölukerfið festir hagkerfið í eilífri
verðbólgu, kemur í veg fyrir að við
hana verði ráðið, eða jafnvel felur
í sér innbyggðan verðbólguhvata.
Ef sú er raunin, er lyfið sem tekið
er við verðbólguþrautum, þ.e. vísi-
tölubinding, orðið ávanalyf, sem
sjúklingurinn þarf stöðugt meira
af uns það ríður honum að fullu
eða hann þarf sérstaka meðferð.
Vísitölubinding getur aldrei orðið
allsherjartrygging fyrir alla í
þjóðfélaginu, sem gildir hvað sem
á gengur.
Verðbólga, a.m.k. umfram
ákveðin mörk, er ótvírætt skaðleg
og þeim mun meiri og óútreiknan-
legri sem hún er hefur hún alvar-
legri hliðarverkanir. Dæmi um
skaðsemi verðbólgu er auðvelt að
benda á hér á landi. Fjárfestingar
bæði fyrirtækja og einstaklinga á
undanförnum árum bera þessu
glöggt vitni. Eða er hér nokkur,
sem telur að fjárfestingar hefðu
orðið þær sömu og raun varð á, ef
engin verðbólga hefði verið hér á
landi síðustu tíu árin?
Einnig hvetur verðbólgan til
aukinnar neyslu og breytir jafn-
framt neyslumynstrinu. Kaup eru
aukin á ýmsum varanlegum vör-
um, heimilistækjum, myndbönd-
um og alls konar græjum, eins og
það er gjarnan nefnt. Hluti af
þessum vanda hefur að vísu verið
leystur með vísitölubindingu á
lánamarkaði, þó ótvírætt gæti enn
flótta frá gjaldmiðlinum í varan-
legar vörur og fjárfestingar. En
eftir því sem verðbólgan vex og
sveiflast meira til er m.a. einn
mikilvægur þáttur til staðar, sem
ekki verður leystur með vísitölu-
bindingu. Kostnaður við að afla
upplýsinga og bera saman valkosti
vex stöðugt með hraðgengari verð-
hækkanaskrúfu. Það verður hverj-
um manni og hverju fyrirtæki of-
viða að taka skynsamlegar
ákvarðanir byggðar á raunsæju
mati og góðri yfirsýn.
Hraðinn er fyrir mestu, enginn
hefur efni á að glata tækifæri.
Þannig myndast ringulreiðin,
þrátt fyrir vísitölubindingu, vel
hlaðna rafreikna og hraðvirkar
tölvur. Áhrifin á lífskjör og vel-
ferð verða ekki umflúin.
Vísitölubinding launa
og verðbólga
Vísitölubinding launa virðist
vera allrótgróinn þáttur í íslensku
efnahagslífi. Hana má rekja allt
aftur til áranna um og eftir 1920,
þrátt fyrir að víðtæk og formleg
vísitölubinding launa hafi fyrst
verið tekin upp með lögum árið
1939. Það er hins vegar fjarri, að
vísitölukerfið hafi verið látið
óáreitt frá þeim tíma. Frádráttur
í einu eða öðru formi hefur verið
til staðar öll árin að undanskild-
um árunum 1945—1947. Búvöru-
frádráttur var tekinn upp með
lögum árið 1950 og áfengis- og
tóbaksfrádráttur árið 1974. En
auk þessara frádráttarliða, sem
hafa öðlast nokkuð fastan sess,
hafa einhvers konar viðbótar-
skerðingar fremur verið regla en
undantekning. Þannig teljast árin
einungis 8, sem ekki hefur komið
til annar frádráttur en vegna bú-
vara og áfengis og tóbaks. Samtals
standa því eftir 32 ár, þar sem ein-
hver viðbótarskerðing hefur verið
við lýði. Og á árunum 1960—1964
var vísitölubinding launa bönnuð
með lögum.
Þetta stutta yfirlit sýnir, að
vísitölutenging launa hefur ekki á
sér eins fast form og oft er látið í
veðri vaka. Meginafskipti af vísi-
tölukerfinu hafa verið fólgin í að-
gerðum, sem hafa gengið í þá átt
að fella niðurstöður kjarasamn-
inga og getu þjóðarbúsins, ann-
aðhvort vegna efnahagserfiðleika
eða að þar hafa ekki samrýmst af-
köstum efnahagsstarfseminnar.
Það hefur þó oltið á ýmsu, hvernig
slíkar efnahagsaðgerðir hafa
gengið fyrir sig og hvort aðstæður
hafi verið á þann veg, að nægjan-
lega skjótt hafi verið unnt að
grípa inn í víxlgang verðlags og
launa. Fátt er hægt að tína til,
sem rennir stoðum undir, að þetta
fyrirkomulag sé ákjósanlegt út frá
efnahagslegum sjónarmiðum,
enda hefur þessi framkvæmd sætt
mikilli gagnrýni. Ef hins vegar
inngrip í vísitölukerfið eru undan-
tekning og unnt er að halda verð-
bólgunni í skefjum væri ekki
ástæða til að hafa verulegar
áhyggjur.
Þegar litið er á verðlagsþróun í .
OECD-löndum og þau flokkuð
lauslega eftir formi vísitölubind-
ingar launa, er ekki greinanlegt að
vísitölutenging launa sé verð-
bólguhvati. Meðaltalsverðbreyt-
ingar eru svipaðar, hvort sem vísi-
tölubinding er viðhöfð eða ekki, ef
ísland er undanskilið. Vísitölu-
fyrirkomulag í þessum löndum er
hins vegar afskaplega mismun-
andi. Ef einhvern lærdóm má
draga af slíkum tölum þá virðist
vísitölubinding launa ekki nauð-
synlega fela í sér aukna verðbólgu.
Þeirri spurningu er hins vegar
ósvarað, hvort visitölukerfið komi
í veg fyrir að hægt sé að ná var-
anlegum árangri í verðbólgu-
hjöðnun eftir að verðbólga hefur
orðið veruleg um árabil eins og
hér á landi. I því efni er erfiðara
um svör, því fáum löndum, ef
nokkrum, á síðari tímum hefur
tekist að draga að gagni úr lang-
varandi verðbólgu, sem náð hefur
einhverjum tugum, nema með því
að ganga í gegnum vítiselda óða-
verðbólgu og algera uppstokkun
efnahagslífsins. I Þýskalandi fór
verðbólgan t.d. í 1400% á mánuði
árið 1923 og í Kína í 250% árið
1948. Þetta er þó vitaskuld engin
sönnun fyrir því, að verðbólga sé
óviðráðanleg eftir að hún hefur
náð ákveðnu stigi.
Vísitölubinding
og hagvöxtur
Þrátt fyrir að launakostnaður
sé yfirleitt einungis tiltölulega lít-
ill hluti af heildarkostnaði hvers
fyrirtækis, er heildarþáttur launa
í framleiðslu gríðarlega mikill,
þegar öll laun eru lögð saman.
Þannig eru launatekjur lang-
stærsti hluti þjóðartekna, hér á
landi 75—80%. Tengslin milli
verðbreytinga og breytinga á
launatekjum hljóta því óumflýj-
anlega að vera sterk að teknu til-
liti til framleiðnibreytinga. Sumir
telja að þarna séu nánast bein og
órjúfanleg tengsl, sem feli í sér, að
kjarasamningar séu í raun ekkert
annað en samningar um verð-
bólgustig. Kjarasamningar, sem
fela í sér meiri hækkanir en þjóð-
arbúið standi undir, leiði til auk-
innar verðbólgu, sem síðan dragi
úr kaupmætti. Þegar öllu er á
botninn hvolft ráði þjóðartekjur
lífskjörum og launum í þjóðfélag-
inu.
Á hinn bóginn halda aðrir því
fram, að þrýstingur á launahækk-
anir hvetji fyrirtæki til að hag-
ræða og auka framleiðni. Þess
vegna sé brýnt að standa stífa
vakt og halda atvinnurekendum
við efnið. En í þessu efni eins og
öðrum er hægt að skjóta yfir
markið. Ef launakröfur, sem
knúnar eru fram með afli, leiða til
verðhækkanasprenginga, getur
þessi röksemd ekki haldið. Sé
fyrirfram vitað að stjórnvöld komi
í veg fyrir stöðvun fyrirtækja,
hindri að atvinnuleysi myndist,
geta þau að sjálfsögðu hækkað
verð nægjanlega til að bera við-