Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 47 Bridge Arnór Ragnarsson * Alyktun stjórnar BSÍ vegna ölvunar á Bridgehátíð 1983 Neyzla áfengis er ekki sam- rýmanleg þátttöku í keppnis- íþróttum. Þetta á alveg sérstak- lega við um hugaríþróttir, sem krefjast mikillar einbeitingar, eigi árangur að nást. Þetta hafa bridgespilarar skilið og hefur af þeim sökum alls ekki borið á ölv- un meðal keppenda á mótum, sem Bridgesamband íslands hef- ur staðið fyrir undanfarin 10 ár. Sá ósiður, að spilarar á spila- kvöldum einstakra bridgefélaga „væru með í glasi" hefur einnig horfið á þessum tíma. f sveitakeppni Bridgehátíðar 1983, sem haldin var sunnudag- inn 30. janúar, tóku þátt um 100 spilarar, íslenzkir og erlendir. Á sunnudagskvöld bar því miður nokkuð á því, að spilarar væru undir áhrifum áfengis. Þar var þó einungis um 5 spilara að ræða, sem allir voru í sveitum, sem ekki áttu möguleika á að komast í undanúrslit. Stjórn mótsins var vegna þessa í veru- legum vanda, þar eð ekki var unnt að vísa viðkomandi sveitum úr keppni, þar sem það hefði haft bein áhrif á það, hvaða sveitir komust í undanúrslit vegna leikja á milli sveita með möguleika og þeirra, sem að hluta voru skipaðar spilurum undir áhrifum áfengis. Líklegt var, að ölvun einstakra spilara hefði einnig áhrif á úrslit leikja, sem og varð. Stjórn mótsins átti engra góðra kosta völ, en valdi að dæma ekki sveitir í raun upp í undanúrslit á kostnað annarra, sem urðu að vinna sigra sína sjálfar. f þeirri von, að hér hafi verið um einangrað tilvik að ræða, sem einnig er frávik frá því ástandi, sem ríkt hefur undan- farin ár, mun stjórn BSÍ láta við það sitja að áminna þá spilara, sem hér um ræðir, mjög alvar- lega. Af þessu tilefni samþykkir stjórnin einnig, að komi slíkt til- vik fyrir aftur muni það varða tafarlausri frávísun frá keppni, án tillits til stöðu mótsins og banni við þátttöku í mótum á vegum BSÍ í ekki skemmri tíma en 1 ár. Á Bridgehátíð bar einnig lítil- lega á ölvun meðal áhorfenda. Þótt leitt sé, var það ekki meira en við má búast, þegar margir áhorfendur eru á móti, sem fram fer á hóteli, þar sem rekinn er bar. Meginregla í slíkum málum er að vísa áhorfendum af móts- stað, ef þeir valda truflun og var það einnig gert á Bridgehátíð. Sama regla verður látin ráða í mótum, sem haldin eru á vegum BSÍ í framtíðinni. Reykjavík 4. febr. Bridgefélag Hafnarfjarðar Sl. mánudag var spilaður eins kvölds tvímenningur vegna stórmótsins. Röð efstu para: Þórarinn — Andrés 192 Þorsteinn — óskar 179 Hafsteinn — Eysteinn 174 Halldór — Kristján 170 Sigurður — Finnbogi 168 Á mánudaginn verður haldið áfram með „Butler“-tvímenning- inn. Laugardaginn 12. febrúar á að gera víðreist og halda upp á Skaga og etja kapp við heima- menn. Barðstrendinga- félagið í Reykjavík Eftir 8 umferðir í Aðalsveita- keppni félagsins er staðan þessi. Viðar Guðmundsson 125 Ragnar Þorsteinsson 104 Sigurður Kristjánsson 103 Einar Flygering 96 Þórir Bjarnason 87 Þorsteinn Þorsteinsson 81 Sigurður ísaksson 76 Arnór Ólafsson 72 Bridgedeild Rangæ- ingafélagsins Fjórar umferðir eru búnar í sveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: Gunnar Helgason 70 Hjörtur Elíasson 62 Pétur Einarsson 58 Eiríkur Helgason 47 Næsta umferð verður á mið- vikudaginn í Domus Medica og hefst keppnin kl. 19.30. Bridgefélag Breiðholts Staðan í aðalsveitakeppni fé- lagsins eftir 6 umferðir er nú þessi: Rafn Kristjánsson 88 Baldur Bjartmarsson 85 Gunnlaugur Guðjónsson 80 Gísli Tryggvason 78 Keppnin heldur áfram á þriðjudag, kl. 19.30. Spilað er í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi við Austurberg. Bridgefélag Kópavogs Síðastliðinn fimmtudag var spilað 3. og 4. umferð í aðalsveitakeppni félagsins. Efstu sveitir: Friðjón Þórhallsson 57 Grímur Thorarensen 55 Stefán Pálsson 55 Ármann J. Lárusson 0 51 Tafl- og bridge- klúbburinn Aðalsveitakeppni TBK hófst fimmtudaginn 4. febr. sl. Eftir 2 umferðir (2x16 spila leiki) er staða efstu sveita þessi: Viktor Björnsson 31 Bernharður Guðmundsson 30 Auðunn Guðmundsson 24 Hulda Steingrímsdóttir 21 Gísli Tryggvason 21 Karl Nikulásson 21 Alls taka 12 sveitir þátt í móti þessu, næst verður spilað fimmtudaginn 10. febr. kl. 19.30 í Domus Medica. Bridgedeild Breið- firðingafélgasins Tólf lotum af 47 er lokið í stóru barometer-keppninni og er staða efstu para þessi: Guðmundur AronsSon — Sigurður Ámundason 266 Halldór Helgason — Sveinn Helgason 174 Högni Torfason — Steingrímur Jónasson 165 Ása Jóhannsdóttir — Sigríður Pálsdóttir 144 Jón G. Jónsson — Magnús Oddsson 142 Baldur Ásgeirsson — Magnús Halldórsson 136 Jón Stefánsson — Þorsteinn Laufdal 132 Steinunn Snorradóttir — Vigdís Guðjónsdóttir 120 Alison Dorish — Helgi Nielsen 118 Gunnar Karlsson — Sigurjón Helgason 114 Meðalskor 0. Hæstu skor í setu síðasta kvöld fengu Elín Jónsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir, 94 af 115 mögulegum. Bæjarleiðir — Hreyfill Einni umferð er nú ólokið í að- alsveitakeppni bílstjóranna og er staða efstu sveita þessi: Daníel Halldórsson 181 Anton Guðjónsson 163 Birgir Sigurðsson 128 Kristján Jóhannesson 127 Jón Sigurðsson 127 Jón Heiðar 99 Síðasta umferðin verði*r spil- uð á mánudaginn í Hreyfilshús- inu kl. 20. Annan mánudag hefst barometer-keppni. Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Að loknum 14 umferðum í að- altvímenningskeppni félagsins er röð og árangur efstu para þessi: Guðlaugur Jóhannsson — Örn Arnþórsson 169 Aðalsteinn Jörgensen — Stefán Pálsson 155 Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson 141 Hrólfur Hjaltason — Jónas P. Erlingsson 139 Ásgeir Ásbjörnsson — Jón Þorvarðarson 128 Guðmundur Arnarson — Þórarinn Sigþórsson 125 Björn Eysteinsson — Guðmundur Hermannsson 124 Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson 119 Friðrik Guðmundsson — Hreinn Hreinsson 119 Helgi Jóhannsson — Hjálmtýr Baldursson 103 Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 103 Næstu 8 umferðir verða spil- aðar nk., miðvikudag í Domus Medica kl. 19:30. Bridgedeild Skagfirðinga Síðastliðinn þriðjudag var fram haldið aðalsveitakeppni. Staða efstu sveita er þessi: Sveit stig Lárusar Herm. 88 + fr. leikur Hjálmars Pálssonar 73 Guðrúnar Hinriksdóttur 71 Hildar Helgadóttur 65 Spilað er í Drangey, félags- heimili Skagfirðinga, Síðumúla 35.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.