Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983
49
Það vissu hins vegar fáir þá, að
hún hafði búið í óhamingjusömu
hjónabandi með manni sem hún
nánast fyrirleit. Þegar þetta gerð-
ist hafði Archibald Christie,
ofursti, um skeið haft kynni af
mun yngri konu, Nancy Neele, og
reyndi lítið að fela framhjáhaldið
fyrir konu sinni. Kvöldið sem Ag-
atha hvarf var eiginmaður hennar
í samkvæmi í Godalming, þar sem
hann hugðist tilkynna „trúlofun"
sína og ungfrú Neele, sem talið er
að hafi ekki vitað að hann væri
kvæntur. Agatha vissi um „ráða-
haginn" og auk þess er vitað að
hún hafði áður fengið taugaáfall í
hjónabandinu.
Fréttamenn höfðu umsátur um
heimili þeirra hjóna að Styles og
Christie ofursti varð fyrir hörðum
atlögum af þeirra hálfu. Frétta-
menn rannsökuðu fyrri verk Ag-
öthu í leit að hugsanlegum vís-
bendingum og sífellt mögnuðust
kjaftasögurnar. Það var yfirþjónn
á Hydro-hótelinu í Harrogate sem
loks fann hana. Hann hringdi í
blaðið Daily News, sem boðið
hafði verðlaun, og sagði að kona
sem væri gestur á hótelinu kæmi
heim og saman við lýsingu á Ag-
öthu Christie. Blaðamaður Daiiy
News kom svo að henni í setustofu
hótelsins þar sem hún var að lesa
blaðafrásagnir af eigin hvarfi.
Hún hafði skráð sig í gestabókina
undir nafninu Theresa Neele, eft-
irnafni ástkonu eiginmanns síns.
Læknir staðfesti síðan að hún
þjáðist af minnisleysi, en gestir á
hótelinu sögðu að hún hefði sagst
vera ferðamaður frá Suður-
Afríku.
Þrátt fyrir úrskurð læknisins
urðu afleiðingar málsins óþægi-
legar fyrir Agöthu. Háværar deil-
ur urðu í blöðum um hver ætti að
bera kostnaðinn af leitinni, en
hann var áætlaður um 3000 pund.
Næsta skáldsaga hennar, „The Big
Four“, fékk kuldalegar undirtekt-
ir, og margir létu í ljós grun um að
>,þún hefði sett hvarfið á svið í
auglýsingaskyni.
Atburður þessi hvíldi alla tíð
eins og mara á Agöthu og ef til vill
er hann skýring á feimni hennar
og tregðu við að koma fram opin-
berlega, og þau fáu blaðaviðtöl
sem hún leyfði voru veitt með því
skilyrði að aldrei yrði minnst á
atburð þennan. Á sjálfsævisögu
hennar er heldur ekkert að græða
varðapdi þetta mál. Málið er því
enn jafnmikil ráðgáta og það var
árið 1926 þótt menn hafi vissulega
komið með ýmsar tilgátur um
hvað vakti fyrir henni. Margir
halda því fram að henni hafi orðið
svo mikið um þá ákvörðun ofurst-
ans að yfirgefa hana fyrir Nancy
Neele að hún hafi fengið tauga-
áfall og misst minnið. Aðrir eru
þeirrar skoðunar að hún hafi með
þessu viljað ná sér niðri á manni
sínum með því að draga fram-
hjáhald hans fram í dagsljósið og
aðrir telja að hún hafi verið að
undirbúa sjálfsmorð.
Dame Agatha Christie
Árið 1928 skildu þau Agatha og
Archibald Christie, en hann
kvæntist ungfrú Neele. Hún lést
árið 1958 en hann árið 1962. Árið
1930 giftist Agatha virtum forn-
leifafræðingi, Sir Max Mallowan,
og með honum ferðaðist hún víða
um heim. Hún tók oft þátt í forn-
leifarannsóknum eiginmannsins
og var þá oftast fullgildur meðlim-
ur í leiðöngrum, m.a. í Miðaustur-
löndum, og þau kynni, sem hún
þannig hafði af framandi þjóðum,
nýtti hún í sumum sögum sínum
seinna.
Agatha hélt stöðugt áfram að
skrifa og varð brátt einn þekktasti
og vinsælasti rithöfundur leyni-
lögreglusagna og auk þess sá af-
kastamesti því áður en yfir lauk
voru bækurnar orðnar um níutíu
talsins. Agatha skrifaði auk þess
fjölda leikrita, bæði fyrir svið og
útvarp, og eftir að kvikmynda-
tæknin náði sér á strik fóru menn
að kvikmynda sögur hennar. Hún
skrifaði einnig nokkrar skáldsög-
ur, sem ekki fjölluðu um morð eða
lausn glæpamála, en þá skrifaði
hún undir nafninu Mary West-
macott. Þá hefur komið út eftir
hana bók með sögum og ljóðum
fyrir börn, „Star over Bethlehem",
og höfundurinn var þá Agatha
Christie Mallowan. Hún var eitt
sinn spurð að því, hvað fyrir henni
vekti með ritstörfunum og sagði
þá: „Ég lít svo á að ritstörf mín Agatha ásamt dóttur sinni Rosalind, sem hún átti meö fyrri manni sínum.
««•«»« •n.-umut. w<r»m* », m
3REAT NEW SERIAL BY EOOAR WAIXACE 3TARTS TO-OAY: 8EE PAQE €
xt'xo.w, nrc>wu:b Www, <uh;i. _____
ÍTOf 0F MRS. CHRISTIE AND A PUBLIC DEMAND
* W.P.N." Interviewer Ashs
Important Questiom.
fASTED MðNEY AND
T,M£
tiort Vrgmt Catft X. Wf
and Waman in
Hydro ,
NSTANCE OF NURSE Wj#,
DANIEIS. JmTÆ
By Jamt* Tevnan.
‘‘ »,/«•»/. », 'V/rt o\ *
■P. ~
Blaöaúrklippa og myndir frá þeim tíma þegar hvarf Agöthu varð æsifréttaefni í Bretlandi.
skipti litlu máli. Tilgangur minn
er aðeins að hafa ofan af fyrir les-
endum mínum."
Eins og áður segir hlaut Agatha
Christie aðalsnafnbót fyrir rit-
störf sín árið 1971 og var eftir það
titluð Dame, en sá titill jafngildir
riddaranafnbót. Hún lést á heimili
sínu í nágrenni Lundúna í janúar
árið 1976, hálfníræð að aldri.
Dæmigerðar
sakamálasögur
En hvað er það sem gerir sögur
Agöthu Christie svona vinsælar
meðal almennings? Um það eru
sjálfsagt skiptar skoðanir þótt
vísast sé það listilegur hæfileiki
höfundarins til að halda lesendum
sínum í spennu og óvissu fram á
síðustu stundu, sem þar vegur
þyngst á metunum. Sögusvið
hennar var oftast umhverfi
breskrar yfirstéttar og söguþráð-
urinn morð og lausn gátunnar um
glæpamanninn. Bækur Agöthu
eru dæmigerðar sakamálasögur,
þar sem byggð er upp spenna, —
morðið er framið og síðan er tekið
til óspilltra málanna að finna
morðingjann og er hann oftast sá
sem minnstur grunur fellur á.
Þungamiðjan er sem sagt spurn-
ingin um hver morðinginn sé. Og
stundum tekst Agöthu svo vel að
vekja forvitni lesandans, að hann
stenst ekki þá freistingu að fletta
aftast í bókina til að gá.
Tvær þekktustu sögupersónur
Agöthu Christie eru Hercule
Poirot, sem áður er nefndur, og
fröken Marple. Þau voru ólíkar
persónur, en stóðu jafnfætis í því
að leysa morðgáturnar, — og bæði
voru þau oft grunsamlega nærri
þegar morð var framið. Hercule
Poirot, litli belgíski heimsborgar-
inn, var hégómlegur og eilítið
derringslegur en þó siðfágaður
fagurkeri sem hélt virðingu sinni
við ótrúlegustu aðstæður, drakk
piparmyntulíkjör að lokinni mál-
tíð og gekk brilljantíngreiddur í
gegnum lífið. Fröken Marple var
hins vegar elskuleg roskin kona,
glúrin en dálítið spaugileg og jafn-
vel klaufsk ef svo bar undir. En
það brást ekki að hún, eins og
Poirot, fann alltaf lausnina, sum-
part vegna þess að ódæðismönn-
unum var gjarnt að vanmeta
hana.
Hér verður ekki lagt bók-
menntalegt mat á verk Agöthu
Christie enda eru sjálfsagt mis-
jafnar skoðanir manna á því eins
og öðru. Hins vegar bendir allt til
að sögur hennar muni enn um
sinn njóta vinsælda sem hingað til
og þá ef til vill ekki síst vegna þess
áreynsluleysis sem einkennir upp-
byggingu þeirra.
(— Sv.G. tók saman)
Kvöldstund með Agöthu
„Kvöldstund með Agöthu
Christie" heita sjónvarpsþætt-
ir sem íslenska sjónvarpið hef-
ur nú tekið til sýninga og eru
þættirnir að vonum mikill
hvalreki á fjörur aðdáenda
þessarar víðlesnu skáldkonu.
Þættirnir heita á frummálinu
„The Agatha Christie Hour“
og eru framleiddir af fyrir-
tækinu „Thames Television
International". Hér er um að
ræða röð tíu þátta sem byggð-
ir eru á smásögum eftir Ag-
öthu og í þeim leyna sér ekki
fimleg vinnubrögð höfundar-
ins. í kynningu með þáttum
þessum segja framleiðendur
að tilgangurinn sé meðal ann-
ars sá, að vekja athygli á þess-
um smásögum, sem hafa fallið
nokkuð í skuggann fyrir hin-
um þekktari skáldsögum Ag-
öthu. Þættirnir gerast flestir
á árunum milli heimsstyrjald-
anna og endurspegla vel það
umhverfi sem sögupersónur
Agöthu hafa jafnan lifað og
hrærst í. Þær sögur sem til-
heyra þessari myndröð eru:
The Red Signal, The Case of
the Middle-Aged Wife, The
Mystery of the Blue Jar (sem
sýnd var nýverið), In a Glass
Darkly, The Case of the Dis-
contented Soldier (fyrsta
myndin sem sjónvarpið
sýndi), The Girl in the Train,
Jane in Search of a Job, Magn-
olia Blossom, The Manhood of
Edward Robinson og The
Fourth Man.
Ekki er ástæða til að fjöl-
yrða nánar um efni þessara
þátta enda er sjón sögu ríkari.