Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 71 ÁFÖRNUM VEGI Matur er mannsins megin + Matur er mannsins megin. Þessi einfalda staðrej nd mannlegrar tilveru er undirstaða mætvælafræðinnar, elstu og mikilvægustu atvinnugreinar mannsins. En tvær aðrar staðreyndir skipta líka máli í þessu sambandi; menn eru matvandir og hafa ólíkan smekk. Og á þessum staðreyndum byggja kokkarnir atvinnu sína og hús- mæður vinsældir sínar. En eins og kokkar og húsmæður vita manna best þá er það list hin mesta að „gjöra góða máltíð", og það gildir um þessa list- grein sem aðrar, að upplagið eitt sér hrekkur skammt ef ekki er þjálfun og æfingu til að dreifa. Á meðfylgjandi mynd er skóla- stjóri Hótels- og veitingaskóla ís- lands, Friðrik Gíslason, að súpa seyðið af einhverju, vonandi ekki gumsi, sem nemendur skólans voru að dunda sér við að matbúa. Svipur- inn er fullur einbeitingar og kokk- arnir bíða fullir eftirvæntingar eftir úrskurði dómarans. Hótel- og veitingaskóli lslands er til húsa við Suðurlandsbraut 2. Þar eru fjórar kennslustofur, auk þess sem skólinn hefur aðgang að eldhús- inu á Esju. í vetur eru 96 nemendur í skólanum, verðandi hótelkokkar, sjókokkar eða þjónar — eða eins og það heitir á fínna en leiðinlegra máli, framreiðslumenn og mat- reiðslumenn. Friðrik sagði að þetta væri óvenju stór árgangur, og raun- ar allt of stór fyrir þá bágbornu að- stöðu sem skólinn byggi við. Það tekur 3 ár að læra til þjóns en 4 að verða útlærður kokkur. Náminu er þannig háttað að nemandinn vinnur á samningi hjá veitingahúsi tvo þriðju hluta ársins, en stundar bóklegt nám í 4 mánuði á ári. Skól- inn var stofnaður árið 1958 og hafði þá aðsetur í Sjómannaskólanum, sem átti að verða bráðabirgðahús- næði, en þar var skólinn þó allar götur fram til 1980. Islendingar á krabba við Alaska + Á íslendingasamkomu í Seattle tók Olafur K. Magnússon, Ijós- myndari Morgunhlaðsins þessa mynd af fjórum íslendingum, sem búsettir eru í Bandaríkjunum og stunda sjó, a.m.k. um stundarsakir. Skipstjórinn (annar frá vinstri) og bátseigandinn er Pétur Njarð- vík. Hann gerir aðallega út á Al- askamiðum og veiðir krabba. Sagði hann Ólafi að þær veiðar væru allt öðru vísi en á íslandi, unnið í törnum meðan krabbatím- inn stæði, enda engin vökulög. Hægra megin við hann er Gunnar Jóhannsson, útvarpsvirki, sem um stundarsakir er kokkur á bátnum hjá honum. Gunnar starfaði á ís- landi sem útvarpsvirki, sá m.a. mikið um þjófavarnarkerfi fyrir fyrirtæki og var drjúgur félagi í Flugbjörgunarsveitinni, þar sem hann sá um allar sendistöðvar og radiótæki. Lék allt slíkt í höndum hans. En við hér á Morgunblaðinu könnumst við manninn lengst til hægri, Agnar Milner, sem var á sínum tíma í 4 ár sendill hjá okkur. Að sjálfsögðu löngu áður en hann fluttist til Bandaríkj- anna. Lengst til vinstri er svo Othar Smith flugvirki, af alkunn- um Reykjavíkurættum, sonur Er- lings Smith og Matthildar Maríu Erlingsen. Hann starfaði hjá Loftleiðum hér heima og var einn- ig flugvirki í Bandaríkjunum fyrst. En hefur síðan lagt ýmis- legt fyrir sig. M.a. hefur hann gert upp báta fyrir auðkýfinga og stundað veiðar við Alaska. Hann kom í heimsókn til fslands fyrir fáum árum með konu sinni Huldu Gústafsdóttur og fjölskyldu. Það gerði Gunnar Jóhannsson líka. En Rósa Sigurðardóttir kona hans er í skautbúningi á minni myndinni. Hún var fjallkona íslendingafé- lagsins í ár og las upp ljóð eftir Einar Benediktsson við opnun Grænlandssýningarinnar í Nor- ræna safninu í Seattle, þegar for- seti ísiands var þar vegna kynn- ingarinnar Scandinavia Today. + Þrjár ungar og fallegar stúlk- ur úr áttunda bekk Hvassaleit- isskóla litu inn á Morgunblaðið í vikunni og léku hlutverk blaða- manns og ljósmyndara í einn dag. „A meðan níundi bekkurinn er í samræmdu prófunum erum við send í starfskynningu," sögðu þær til skýringar. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það, þær fengu sína starfskynn- ingu, sátu fund með fréttastjóra, þeystu að því búnu á blaða- mannafund til að éta snittur og luku svo erilsömum vinnudegi með því að taka viðtal og myndir af viðmælendum sínum. Vel af sér vikið hjá þeim Rebekku Sig- urðardóttur, Diljá Þórhallsdótt- ur og Sigríði Ástu Eyþórsdóttur. Viðtalið sem þær tóku er hér á síðunni undir fyrirsögninni „Hér versla helst unglingar og pönk- arar.“ Á myndinni eru svo blaða- konurnar upprennandi. Til vinstri er Rebekka Sigurðardótt- ir, í miðjunni er Diljá Þórhalls- dóttir, en lengst til hægri er Sig- ríður Ásta Eyþórsdóttir. Hér versla helst unglingar og pönkarar + Nú stendur útsöluvertíðin sem hæðst. Af því tilefni brugðum við okkur í bæinn og litum inn í verslunina Kjallarann Vestur- götu 3. Kjallarinn er óvenjulegur af því leyti að þar er verslað bæði með gömul og ný föt. Við tókum að tali Odd Pét- ursson eiganda verslunarinnar og Ingu Friðjónsdóttur af- greiðsludömu. Þau sögðu að út- salan gengi alveg bærilega og ekki bar á öðru þegar við komum að. — Hvernig fólk verslar aðal- ega hjá ykkur? „Það eru helst unglingar og pönkarar en þó er það allskonar fólk á öllum aldri. — Hvernig stóð á því Oddur, að þú byrjaðir með búð sem er frekar ólík öðrum búðum? „Ég hafði alltaf haft áhuga fyrir svona fötum og hafði séð margar svona búðir í Bretlandi sem höfðu gengið vel, en þær búðir eru yfirleitt kallaðar „Sec- ond hand“ búðir og fatnaðurinn er I nýbylgju stíl.“ — Er ekki stundum þreytandi að vinna í svona búð? „Stundum er mjög þreytandi að standa allan daginn en þetta er skemmtilegt starf,“ sögðu þau að lokum. MorKunblaöiö/Kristján. Þrjár ungar og fallegar í starfskynningu Inga Friðjónsdóttir og Oddur Pétursson Mynd/Sinriöur Asta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.