Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 2
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 ERLENT NAMSKEIÐ LT Konur í stjórnunarstörfum Á liönum áratug hafa konur í vaxandi mæli ráöiö sig til starfa í stöður stjórnenda innan fyrirtækja og stofnana. Vegna hefðbundinna viöhorfa í þjóðfélaginu ná konur oft ekki aö skipa þann sess innan fyrirtækisins sem stjórnun- arstaöa þeirra gefur tilefni til. Á námskeiöinu veröur m.a. fjallaö um eftirfarandi atriði: — Hlutverk stjórnandans. — Eöli stjórnunarstarfa og forysta. — Mannleg samskipti. — Konan sem stjórnandi. — Viðurkenndar stjórnunaraöferöir. — Þróun eigin stjórnunarhæfileika. Námskeíö þetta er ætlaö konum sem hafa meö höndum stjórnunarstörf inn- an fyrirtækja eða stofnana. Leila Wendelken Staöur og tími: Hótel Esja, 2. hæð, 23.-25. febrúar kl. 09.00—17.00. sía*^°inandi á námskeiðinu er Leila Wendelken, en hún sta. ,5r Sem framkvæmdastjóri eigin ráögjafarfyrirtækis í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. STJÚRNUNARFÉLAG ISLANDS SIÐUMULA 23 SIMI 82930 ÞAKRENNUR úr plasti eöa stáli? Plátisol er lausnin Plátisol þakrennur, niöurföll og tilheyrandi er framleitt úr 0,7 mm þykku galv. stáli sem er húöaö meö PVC efni í lit. • Meö þessari aöferö hefur rennan styrk stálsins og áferö þlastsins. • Efniö er einfalt í uþpsetningu. • Viö seljum þaö og þú setur þaö upp án þess að nota lím eöa þéttiefni. • Hagstætt verð. Kaupið þakefnið hjá fagmanninum m) Lindab Plátisol Þakrennukerfi framtíðarinnar Heildsala — smásala. 'B BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF Leitió nánari upplýsinga aó Sigtúni 7 Simi:29022 Mþ wm* Knimmi á Kleifaheiði og hefill Vegagerðarinnar í fjarska. Saga af hröfnum og vegagerðarmönnum á Kleifaheiði: „Þeir éta iðulega allt nestið okkar“ „HRAFNARNIR tveir bíða okkar alltaf við Ósa og fylgja okkur suð- ur yfir Kleifaheiði niður í Hauka- bergsdal, en þar hverfa þeir sjón- um okkar enda komið að endi- mörkum yfirráðasvæðis þeirra. Hrafnarnir eru ákaflega spakir og sækja ætið sitt — þeir éta iðulega allt nestið okkar,“ sagði Eiður Thoroddsen, veghefilstjóri hjá Vegagerö ríkisins á Patreksfirði í samtali við Mbl. „Ég hóf störf hjá Vegagerð- inni 1969 og þá voru tveir hrafn- ar, sem höfðu fylgt vegagerðar- mönnum á heiðinni um nokkurra ára skeið. Fyrir nokkrum árum drapst annar fylgdarhrafninn, en hans skarð var fljótlega fyllt. Við þekktum þann er hvarf á göngu- laginu; hann hafði fótbrotnað og stakk við fæti. Hrafnarnir krefjast ætis síns og engra refja, enda stundum lít- ið að hafa á heiðinni. Þeir sjást sjaldan á sumrin, sem von er, enda nóg æti að fá. Hrafnarnir setjast á ljóskeilur veghefilsins þegar þeir eru soltnir. Og ef æti gengur af, þá stinga þeir því í ruðning og hylja. Þeir eru ekki hrifnir af ókunnugum — eitt sinn reyndum við að gefa þeim te til þess að ylja sér á í nepjunni, en þá kom bifreið aðvífandi og þeir flugu á brott. Þeir hopa nánast undantekningalaust ef ókunnugir nálgast. Einnig er þeim lítt um aðkomuhrafna gef- ið og reka þá miskunnarlaust á brott, ef þeir slæðast inn á yfir- ráðasvæði þeirra á heiðinni," sagði Eiður. r* t Það er lítið æti að hafa á Kleifaheiði yfir vetrarmánuðina og hrafnarnir bíða þá matar síns, sem vegagerðar- menn gauka að þeim. lenna- Ivinir Sautján ára japönsk stúlka með áhuga á íþróttum, tónlist og mats- eld: Satomi Watanabe 1-1 Ohata-Danchi, Kumagaya-city, Saitama-ken, 360 Japan. Atján ára piltur í Ghana, sem safnar póstkortum auk annarra áhugamála: Georg Pinkrah, Community one, Tema, Ghana. Færeysk stúlka, 25 ára gömul, búsett í Kaupmannahöfn, óskar eftir pennavinum: Iiirgit Hansen, Esbern Snares Gade 14, St.Th., 1725 Köbenhavn V. Denmark. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á íþróttum: Miyako Tachibana, 1455 Inabazaki-cho, 3-chome, Nobeaka-shi, Miyazaki, 882 Japan. Fimmtán ára piltur í Ghana með margvísleg áhugamál: Oppong Doris, Box 2, Bomaah-Bar, Ghana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.