Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 78 Fræg knattspyrnufélög F.C. Barcelona Á fjórum árum hefur athafnamaöurinn og auðkýfingurinn Josep Lluis Nunez gert „el Barca“ aö ríkasta og frægasta knatt- spyrnufélagi í heimi — hins vegar segir hann vini sína; hina 95.000 meölimi, eiga heiöurinn af því. „Aö vera númer eitt er ekki allt; aö vera númer tvö er ekki neitt,“ eru einkunnar- orö Josep Lluis Nunez, forseta FC Barce- lona, auöugasta félags heims. „Þaö er mitt æsta takmark aö veita knattspyrnumönnum, heimsins besta knattspyrnufélag í heimsins besta and- rúmslofti — og þaö sem allra fyrst,“ segir Nunez ennfremur. Að vera númer eitt er ekki allt en að vera númer tvö er ekki neitt Þótt hann hafi lítið vit á knatt- spyrnu hefur hann mikiö fjármála- vit. Þegar hann komst til valda hjá félaginu, sumariö 1978, voru þar fyrir mörg vandamál en fáir peset- ar; i dag á FC Barcelona stóran leikvang, marga leikmenn og nóg af seölum. Strax af afloknu fyrsta keppnis- tímabilinu gat hinn-^nýi leiötogi Nunez státaö af tekjuafgangi sem nam hvorki meira né minna en 14 milljónum kr. Næsta tímabil á eftir tvöfaldaöist sú upphæð og áriö 1980 nam hagnaöurinn nokkrum tugum millj. kr. Ekkert útlit er fyrir versnandi afkomu félagsins, en þó svo ólíklega færi, þarf Nunez ekki aö óttast um stööu sína þar sem hann var endurkjörinn forseti fé- lagsins sl. sumar til fjögurra ára. Árið 1981 voru meðlimir í FC Barcelona 95.000 talsins, sem ár- lega greiöa félagsgjald og hljóta þar meö aögang aö öllum leikjum félagsins á heimavelli — hvort heldur er um aö ræða fótbolta, handbolta, körfubolta eöa eitthvaö annaö. Veröið á félagskortunum er misjafnt eftir því hvar á Nou Camp fólk vill vera. T.d kostaöi stæöi bak viö annaö markið kr. 1.200 yfir eitt keppnistímabil. Áriö 1981 voru áhorfendur á heimateikjum félagsins í spönsku deildarkeppnunum 87.058, aö meöalali, en seldir miöar voru 95.000 — þrátt fyrir aö völlurinn rúmi aöeins 95.000 áhorfendur. Nýtingin má því teljast nokkuö góö! Eíns og alls staðar vill veröa dró nokkuö úr fjölda áhorfenda þegar liöiö var í lægö eöa þegar lítiö þótti til mótherjans koma og svo haföi slæmt veður einnig áhrif á aösókn- ina, en þaö vandamál þekkja is- lendingar mætavel. Þar sem meðlimir félagsins eru svo margir sem raun ber vitni — og fleiri heldur en áhorfendapallar rúma — liggur þaö í augum uppi aö lítið er um miöasölu fyrir hvern einstakan leik, og eiga aökomu- menn því oft i erfiöleikum meö aö útvega sér miða ef þá fýsir aö komast inn á Nou Camp — hinn fræga leikvang „el Barca”. Markmiöið er 140.000 meðlimir Áhangendum FC Barcelona fjölgar stööugt, og fyrir heims- meistarakeppnina á Spáni sl. sumar (setningarathöfnin fór fram á Nou Camp) lét Nunez byggja viö áhorfendapallana þannig að þeir rúmuöu 110.000 manns, því eins og hann sagöi: „Bæöi félagið og meölimir þess eiga þaö skiliö." í viöbyggingunni, sem er 3. hæöin ofan á áhorfendapallinn öðrum megin og bak viö bæöi mörkin, voru innréttaðar 40 lúx- usstúkur meö frábæru útsýni yfir völlinn. Þær rúma 16 manneskjur hver, og voru þær boönar-út til leigu til fimm ára fyrir 40.000.- kr. hvert keppnistímabil, innifalinn var hádegisveröur fyrir hvern leik fyrir 16 manneskjur. Umsóknirnar sem bárust voru 115 talsins. Ásóknin í þessi 15.000 nýju fó- lagskort var meö slíkum eindæm- um að Nunez og hinir 17 aöilarnir í stjórninni ákváöu aö hefjast handa um byggingu fleiri einkastúka og stækka Nou Camp þannig aö hann tæki 140.000 áhorfendur. En hagnaöurinn eykst þó ekki að sama skapi þar sem Nunez hef- ur lofaö meölimum sínum lækk- andi miöaveröi meö hverju ári, og það loforö mun hann standa við aö áliti flestra. Forsetinn og fólkiö Nunez gerir allt til aö geöjast aödáendum FC Barcelona. Hann lifir eftir einkunnarorðunum: Vin- semd fólksins er minn styrkur, og þar á hann áreiöanlega kollgátuna. Hann notar hvert tækifæri til aö lofa áhangendurna eöa — „vinir mínir“ einsog hann kallar þá „Gleymiö ekki aö án ykkar heföi el Barca ekki naó svona langt" skrif- aði hann í ársskýrslu félagsins og ennfremur: „Meö ykkar aöstoö er allt hægt." Það var aö frumkvæöi Nunez aö stjórnin hóf skipulagöar ferðir fyrir áhangendur á leiki félagsins utan heimavallar. Veröinu var stillt í hóf, ekki aðeins vegna feröalanganna heldur einnig vegna leikmannanna, því eins og forsetinn sagöi: „Viö sláum tvær flugur í einu höggi. Áhangendurnir hljóta góöa skemmtun og leikmennirnir and- legan stuöning." Eftirminnileg er ferö þeirra til Madrid á úrslitaleik spönsku deild- arkeppninnar í fótbolta. Þá leigöi FC Barcelona 1200 langferöabíla og bauð meölimum sínum ókeypis ferö til leiksins. FC Barcelona sýnir oft slikt göfuglyndi enda í sam- ræmi viö stefnuskrá þeirra, því þeir láta sig varöa almenningsheill og stofna á stundum til leikja til styrktar góðgeröarstarfsemi. Enda á félagið aðdáendur um allan Spán, þó flestir þeirra séu aö sjálfsögöu í heimaborginni Barce- lona. Sagt er um athafnamanninn og auökýfinginn Nunez, aö hann sé sniilingur í peningamálum, bæöi þegar i hlut eiga hans eigin pen- ingar og félagsins. Stækkunin á Nou Camp í 110.000 áhorfenda leikvang, kost- aöi rúmar 100 milljónir kr. Kostn- aðurinn greiöist upp meö andviröi félagsgjalda hinna nýju meölima á fimm árum. Þá má nefna hinar tvær raf- knúnu risastóru markatöflur (20 m á breidd og 7,5 m á hæö), sem eru á efstu hæö bak viö hvort markiö. Þær voru reistar félaginu og meö- limum þess algjörlega aö kostnaö- arlausu. Nunez seldi auglýsinga- rými á töflunum, sem ekki einungis greiddi niöur kostnaöinn á töflun- um, sem nam 15 millj. kr., heldur færa auglýsingarnar félaginu tekj- ur næstu 10 árin sem nema 30 millj. kr. Eitt og annað eru þeir meö á prjónunum i fjárfestinga- málum, svo sem byggingu mini fótboltavallar fyrir 14.000 áhorf- endur. Hin hræöilega staðreynd Real Madrid er og veröur draumafélagiö á Spáni; þaö er óskafélag hvers knattspyrnu- manns. Real hefur unniö meistar- atitil 20 sinnum en Barcelona aö- eins 9 sinnum. Real vann ennfrem- ur Evrópumeistaratitilinn fimm fyrstu skiptin sem um hann var • Hér heíur Quini skorað og Allan Simon- sen (nú hjá Charlton í Englandi) Bernd Shcuster og félagar þeirra fagna honum innilega. keppt og á glæstari feril aó baki á knattspyrnusviöinu en el Barca. Hjá Real Madrid viröist allt ganga sjálfkrafa upp, en hin ýmsu vandamál eru sífellt aö skjóta upp kollinum hjá Barcelona sem e.t.v. koma til af því aö kröfurnar sem geröar eru til félagsins eru óheyri- lega miklar. Þar af leiöir aö andlegt álag á leikmönnum er svo mikiö aö þeir standa ekki undir því, og þar hafa fjölmiölar ótrúlega mikil áhrif. í Barcelona eru starfandi þrjú íþróttablöö sem magna oft vandann og valda miklum usla, svo sem þegar Barcetona tapaði 2—0 fyrir Betis í Sevilla. Þetta var í fyrsta skipti í 16 leikjum sem Barcelona tókst ekki aö skora mark. Öll þrjú dagblööin voru sammála í dómum sínum daginn eftir: „Hin hræöilega staðreynd: El Barca getur ekki lengur skoraö mark.“ Þegar fjallað er um Barcelona er þaö annaö hvort svart eöa hvítt; allt er svo dásamlegt þegar liðið vinnur og allt jafn vonlaust þegar þaö tapar. Þegar hinn snjalli vestur-þýski leikmaöur Bernd Schuster dró sig í hlé vegna meiösla í hné hófu dagblööin strax leit aö erlendum leikmanni sem gæti komiö í hans staö. I 15 daga samfellt sögöu þau lesendum frá því aö FC Barcelona myndi skrifa undir samning viö til- tekinn erlendan leikmann — nýr maður dag hvern, svo sem Klaus Allofs, Diego Maradona, Socrates, Liam Brady, Bernd Förster, Jan Peters og Johnny Metgod. Þó svo að Nunez og stjórn hans væri orðin vön slíkri fréttamennsku olli þetta þeim áhyggjum. Þeir bera einhvern rótgróin ótta til fjölmiöla og leggja sig i líma við aö þóknast blaöamönnunum, sem svo gera allt til að geöjast lesendum sínum, þ.á m aödáendum og meölimum FC Barcelona. Og e.t.v. var það vegna blaða- skrifa sem til álita kom aö fram- lengja samninginn viö Allan Sim- onsen eftir síöasta keppnistímabil. Hinn vinsæli Simonsen Allan Simonsen hefur staöiö sig frábærlega vel og sjálfum finnst honum hann jafn góður og þegar hann var kjörinn besti leikmaöur Evrópu. Eitt af íþróttablööunum i Barcelona spuröi lesendur sína: „Á Simonsen aö vera áfram hjá liö- inu?“ 85 prósent svöruöu játandi og vildu eindregiö að FC Barce- lona framlengdi samning sinn viö Simonsen. Þar meö var Nunez kominn i klípu. FC Barcelona má aöeins nota tvo útlendinga í senn og einn er þar fyrir; Bernd Schust- er. Auk þess haföi hann lofaö „vin- um sínum" aö koma meö nýtt stórt nafn á Nou Camp eftir sumarleyfi — helst þann athyglisveröasta í heimsmeistarakeppninni sem fram fór sl. sumar, og fyrir valinu varö sem kunnugt er Maradona. En Nunez bar fram þá tillögu sl. vor, viö spánska knattspyrnusam- bandió aö þaö gæfi heimild fyrir þremur útlendingum. Ekki varö þaö viö bón hans enda lítinn stuöning aö fá frá hin- um knattspyrnufélögunum þar sem þau höföu ekki nægilegt fjár- hagslegt bolmagn til aö færa sér í nyt slíka heimild. Áöur en samningur Simonsen rann út þann 31. mat sl., og enn var óljóst um framhaldsráöningu hans, sagöi hann í blaöaviötali: „Ég vildi gjarnan halda áfram hjá Barcelona; ég hef veriö farsæll leikmaöur undanfariö og jafnframt vilja fjölmiölar og lesendur blaö- anna aö ég veröi áfram. Stjórn fé- lagsins tekur í ríkum mæli miö af vilja blaöanna, þ.e.a.s. lesend- anna. Dæmi því til sönnunar er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.