Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRUAR 1983 59 hafði gefið léyfi til. Fór fermingin þannig fram að bróðir hennar svaraði fyrir hana, mun það nær einsdæmi — og áreiðanlega hneykslað marga á þeim tíma er fólk var strangtrúað mjög. Sjálf mun Sæunn hafa verið mjög trúuð og óttaðist um sáluhjálp sína áður en hún fermdist. Má ráða af setn- ingum sem varðveist hafa úr máli hennar að hún hugsaði töluvert um trúarmál og átti nokkurn orðaforða á því sviði: IFFA ÚM FÚFFA IBB GATIGGA (guð vill ekki að menn séu vondir), IFFA HA-AM FÚFFA KO-KO (Guð vill að menn lesi orð hans), IFFA Í-INNA DA-ARÐIGGA (guð er alls staðar nálægur), IFFA í ADDIGGA (guð veit allt). IFFA KOMBA sagði Sæunn þegar hún bað guð hjálpa sér. „hæja offo- UMH IGG AVV-AVV“ Varðveist hafa nokkur slitur úr Sæunnarmáli. „Auðséð er að guð og ljós hafa verið skyld hugtök hjá henni", skrifar Jón Helgason. „Guð hét IFFA, en ljós nefndi hún IFF-IFF. Sólina nefndi hún líka IFFA-UMHA ÚFA-HARA, en tunglið hét bara ÚFA-HARA HO-FAKK og stjörnurnar ÚTA- DA-DA HO-FAKK. Þetta skyrist betur, ef menn vita, að HO-FAKK þýddi nótt. Annars var HÚJA einnig tákn ljóssins, og þess vegna hét hvítasunnan OFFINA HÚJA, en venjulegir sunnudagar OFFÍNA MORÐA. Dag án nánari skilgreiningar kallaði hún MORÐA HÚJA. Snjórinn var tengdur birtunni og hét HÚJARA, og úr því að sumarið nefndist MAH-MAH, hét veturinn MAH- MAH HÚJARA, snjótíminn eða hin hvíta árstíð. Efasamara er, hvort litur jökulvatnsins hefur stuðlað að því nafni, er það fékk — O-HÚJA. Eldur nefndist aðeins KA ... AMH-AMH merkti bæði það, sem gott var og fallegt — ME- POK-ILL AMH-AMH, sauðurinn er fallegur — en það, sem var frábærlega ljótt, var OFFO- LOKK. HA-AM táknaði vilja og löngun: OFFO HA-AM KO-KO þýddi: Mikið langar mig til þess að lesa. Þegar vitað er að KO-KO þýddi lestur eða að lesa, verður skiljanlegra, að sendibréf nefndist BRIN KO-KO. UMH táknaði leiða eða hrvggð og IGG getuleysi: HÆJA OFFO-UMH IGG AVV- AVV, Sæunni þykir fjarska leitt að geta ekki talað. AVV-AVV þýddi nefnilega að tala, og þar er ÚM merkti viljaleysi, sagði hún stundum, ef hún hirti ekki um að svara ávarpi: ÚM AVV-AVV, vil ekki tala. ÚMRA var neitandi orð og táknaði að vita ekki, en HAM- HAM þýddi fyrirætlun, að ætla að gera eitthvað. ATT-ÆJA, sagði Sæunn, þegar henni lá eitthvað í léttu rúmi. Bollaleggingar um Sæunnarmál Karlmenn nefndi hún FÚFFA, stúlkur HALL-HALL, barn RO- RO og mann án tillits til kyns MORÐO. Svefn var IBO, sjór SA- ODO, regn FA-FA, prestur FAFF-FAFF, kaupmaður TRAPA, kóngur KONDÚRA, fat TAMPA, fátækt DOJU. FÍ-FÍ þýddi að syngja. en MAMBA gefa.“ Mörg orð í máli Sæunnar drógu þó greinilega dám af íslenzku s.s. heiti algengra hluta og dýra. Þannig kallaði hún t.d. brauð BRAUJA, graut DRAUKA, skó DÓNA, sokka DOKKÍNA, vettl- inga VEKKÍNA, ljá HEY-JÁDD, sög HANDA-JÁDD, ask AKKU- DREKKA, sauðamjólk ME- DREKKA, kúamjólk KILLA- DREKKA, pott POKKA, ausu RAUKA, jörð JÖRRA, rokk ROKKÍNA, hest HÍ-HÍ, fisk FÍKK, bát BA-BA, rautt RAURA, svart FAKK. Svo fræg varð Sæunn af máli sínu að um hana birtust tvær greinar í dönsku tímariti. Aðra skrifaði Sigurður L. Jónasson embættismaður en hina danskur háskólaprófessor, Daníel Esch- richt. Sigurður hafði sjálfur heyrt Sæunni tala, og fullyrti að mál hennar væri gerólíkt íslenzku, bæði að hreim og málmyndun. Danski prófessorinn vildi hins vegar rekja uppruna þess til af- bökunar og hljóðlíkingar, en sumar ályktanir hans þóttu bera vitni um vanþekkingu á íslenzku máli. Fljótt á litið virðist ekki ósennilegt að tilviljanakennd hljóðtákn og hugsmíðar Sæunnar hafi blandast saman við afbakanir og hljóðlíkingar, en upphaf málsmíða hennar átt hliðstæðar rætur og tungutal. Samantekt: — bó. Skilaboð Eitthvert hið ein- kennilegasta tilfelli um tungutal sem komið hefur upp snerist um svissneska miðilinn „Héléne Smith“ (sem var dulnefni Catherine Élise Miiller, 1861—1926). Hún fullyrti að hún gæti yfir- gefið líkama sinn að vild og heimsótt furðuverur á reikistjörnunni Mars, er kennt hefðu henni „Mars- r/'f srr. i frr irtiic cíjícir ÍC XrT Y^Á.Ct' t (>c íi-ITcM ruit- jij$j Ci fc im f)írv ■rc itKi^irr 5 í, rzirtcJ d-c fc zr i&r. \lckc. cTcirr Hc\clr &íi2 r frá marz tungumálið", sem hún bæði talaði og skrifaði (t.v.). Þá talaði „Héléne Smith“ einnig Hindustani þegar hún var í transi, — mál sem hún sagðist alls ekki skilja í venjulegu vökuástandi. Prófessor Theodor Flournoy við Genova-háskóla rannsak- aði hana um skeið og upp- lýsti að hún talaði raun- verulega Hindustan í transi. Varðandi „Mars- tungumálið" hafði hann hins vegar efasemdir — það reyndist nákvæmlega eins uppbyggt og franskan sem hún talaði. Taldi pró- fessorinn ljóst að „Mars- tungumálið“ væri ekki annað en tilbúningu frúar- innar — sem hann sagði hafa óvenju víðfeðma og skapandi undirmeðvitund. Og nú þegar vitað er að ekkert líf þrífst á Mars, verður að viðurkennast að frúin hefur látið ímyndun- araflið hlaupa heldur bet- ur með sig í gönur. Japan: Vitnisburð- ur sovésks njósnara til umræðu Tókíó, 3. frbrúar. Al*. YASUHIRO Nakasone forsætisráð- herra tilkynnti þingnefnd í dag, aö stjórnvöld hafi áhuga á vitnisburði sovéska njósnarans Stanislav Levch- enko í Bandaríkjunum varðandi njósnasamstarf Japana og Sovét- manna í Japan. Nakasone sagði að stjórnvöld myndu reyna að safna eins mikl- um upplýsingum og mögulegt væri um vitnisburð Levchenko fyrir bandarískri þingnefnd á síðast- liðnu ári. „Stjórnvö.ld sýna þessu máli jafn mikinn áhuga og raun ber vitni vegna þeirra þjóðar- hagsmuna sem í veði eru,“ sagði hann. Sagt hefur verið í Bandaríkjun- um að Levchenko hafi tjáð banda- rísku þingnendinni sem að málinu vann, að meira en 200 japanir, þ.á m. leiðtogar sósíalistaflokks- ins, hafi aðstoðað hann við njósnir í Japan. Metsöhibhd á hverjum degi! Rýmingarsala - 30% afsl. ,® A Bestu kaupin o3 Við rýmum fyrir nýjum vörum. Stærðir: 178x62x160 (B.H.D.) Kr. 4.222.- 3.300.- Hagstæðustu bíltækjakaupin. í bflinn Skipholti 19, sími 29800 Verslið í sérverslun með litasjónvörp og hljómtæki Spe"&agóðu0ve'ð;- K°n«ð‘B óðkaoP oggertðð00 r,róðurhúsinu'/iöSigtÚn: .Símaf rrúnn' liv-- kr. -I95r>ú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.