Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983
79
• Brasilíumaðurinn Roberto skoraði tvö mörk í sínum
fyrsta leik fyrir Barcelona. Tíu vikum síðar tilkynnti félagið
að hann væri ómögulegur og að það gæti ekki notað hann.
• Tveir þeirra tuttugu og sex drengja sem ganga í knatt-
spyrnuskóla Bareelona. Avellan, 16 ára (til vinstri) mark-
vörður, og Covelo, 18 ára sem leikið hefur ellefu unglinga-
landsleiki fyrir Spán.
• Flest allir leikmenn Barcelona nota sér kapellu félagsins á
Nou Camp vellinum, sérstaklega á leikdögum þar sem þeir
biðja að liðið megi sigra og að þeir sleppi óskaddaðir úr
leiknum.
• Udo Lattek, Vestur-Þýski þjálf-
arinn, sem áður starfaði hjá Bay-
ern Miinchen og Borussia Mönch-
engladbach. Hann vildi ógjarna
selja Allan Simonsen frá félaginu,
en það er ekki í hans valdi að
ákveða slíkt. Stjórn félagsins tekur
ákvarðanir þar að lútandi.
• Nou Camp — leikvangur Barcelona — séður utan frá. Eftir að þessi mynd var tekin hefur verið bætt við
fjórðu hæð áhorfendastæðanna þannig að hún nær allan hringinn.
• Forseti félagsins, fjármálasnill-
ingurinn Nunes.
þegar blaðamenn fengu stjórnina
til að senda Roberto aftur til Bras-
ilíu eftir aöeins tveggja mánaða
reynslutíma. Fólk var ekki hrifið af
leikaðferðum hans og þegar
blaðamennirnir komust á snoðir
um það þá nánast knúöu þeir
stjórnina til aö endursenda Rob-
erto."
Vandamálið
— Schuster
Bernd Schuster nær ekki inn í
hjörtu almennings. Hann er fólki
ekki eins kær og Johan Nesskens
og það ber ekki eins mikla virðingu
fyrir honum og Allan Simonsen.
En það verður ekki frá honum
tekið að hann er snjall
knattspyrnumaöur og happasæll
er hann. Lítur fólk nánast á hann
sem illa nauösyn í liðinu. Hann fær
óspart aö heyra þaö þegar hann
leikur slæma leiki, og ekki jók þaö
hróður hans aö hann neitaöi að
tala við móður sína þegar hún sló
á þráöinn til hans á spítalann í
Köln þar sem hann lá vegna
meiðsla í hné. Hann vildi hvorki
hitta föður sinn eða móöur því þau
voru andsnúin kvonfangi hans og
sögöu stúlkuna stjórna syninum og
þar ofaná bættist aö hún birtist
nakin í vikuríti einu fyrir nokkrum
árum.
Schuster á heldur ekki upp á
pallboröið hiá blaðamönnum
vegna óvingjarnlegrar framkomu.
En er hann í rauninni eins hroka-
fullur og hann lítur út fyrir að vera
við fyrstu sýn? „Nei,“ segir Allan
Simonsen. „Hins vegar skortir
hann sjálfstraust og aukinn
þroska. Gleymið ekki aö hann er
aðeins 22ja ára gamall. Mér finnst
gott að umgangast hann og ég
hitti hann og fjölskyldu hans oft
utan vallar og er ég áreiöanlega sá
eini í félaginu og e.t.v. sá eini í allri
Barcelona.“
Mistök —
og þó
Almennt er taliö aö FC Barce-
lona hafi oft veðjaö á rangan hest
— ef svo má segja — og tapað á
því. mörgum milljónum; félagiö
greiðir tafarlaust háa fjárhæð fyrir
einhvern leikmann og lætur hann
síðan fara, án sjáanlegra von-
brigða, eftir skamman reynslutíma,
ef hann stenst ekki gæðaprófið.
En í rauninni er þetta ekki svo
mikið fjárhagslegt tap fyrir Barce-
lona; það er bara minna um þaö
fjallaö hvað félagiö fær fyrir leik-
mann heldur en hvaö það kostar
félagið að fá leikmann.
Sem dæmi má nefna tvö
stærstu mistökin: kaupin á austur-
ríska framherjanum Hans Krankl
og brasilíska framherjanum Ro-
berto, sem voru keyptir á ca. 6
milljónir kr. hvor, á sínum tíma.
Krankl var rekinn tvisvar á 12
mánuðum, en náði aö leika 51
deildarleik og að verða meö
markahæstu í 1. deildinni á fyrsta
keppnistímabili sínu, en Roberto
var látinn fara eftir 10 leiki.
Barcelona fékk 400.000.- kr.
meira fyrir Krankl en félagið haföi
greitt fyrir hann og fyrir aö leyfa
Roberto að fara aftur til síns fyrra
félags fékk Barcelona allt kaup-
verðið endurgreitt. Svona leit fjár-
hagslega hlið málsins út en hinu er
ekki aö leyna aö af þessu hlaut
félagið mikinn álitshnekki.
Hjá Barcelona er þaö yfirleitt
framkvæmdastjórinn sem velur og
kaupir nýja leikmenn. Hins vegar
var þaö þáverandi þjálfari Joaquin
Rifé, sem stakk upp á Roberto til
að leysa Krankl af, sem Rifé átti í
útistööum við. En kaupin á Ro-
berto uröu til þess aö Rifé missti
starf sitt. í hans stað var ráðinn
Helenio Herrera og tryggöi hann
FC Barcelona þátttöku í UEFA-
keppninni. Að launum var hann
gerður að tæknilegum ráögjafa
með það fyrst og fremst fyrir aug-
um að finna erlenda leikmenn sem
gætu glatt augu og hjörtu áhorf-
enda á Nou Camp.
Þá var Ladislao Dubala ráöinn
yfirþjálfari, en hann hafði áður
starfað sem landsliösþjálfari. Ekki
leist öllum jafnvel á þá ráöningu,
þar á meöal Marcial Pina, sem
hafði leikið undir hans stjórn, og
spáöi hann Kubala stuttum stans
hjá FC Barcelona.
Hefndin
Pina hafði lög að mæla. Barce-
lona byrjaöi keppnistímabiliö illa
undir hans stjórn. Þar á meöal var
tap þeirra gegn FC Köln, 0—4, á
Nou Camp. Ætluðu þá áhorfendur
vitlausir að verða og rifu stólsetur
upp og hentu þeim í átt að þjálf-
arabekknum. Sá eini sem hlaut
meiösl af látunum var hins vegar
Hollendingurinn Rinus Michels
sem árið 1974 leiddi Barcelona til
síðasta meistaratitils félagsins.
Nunez boöaöi til skyndifundar
og laust eftir miðnætti var Kubala
sagt upp störfum. Herrera, sem
var beðinn að taka aftur við þjálf-
arastarfinu, hafði fengið hefnd. Ár-
ið 1958 þegar hann var fyrst ráð-
inn sem þjálfari hjá Barcelona, var
Kubala leikmaöur í 1. flokki og
augasteinn allra. En Herrera var
ekkert um hann gefið og í Evrópu-
keppni árið 1960 setti Herrera
hann útúr liðinu. Þá ætlaöi allt um
koll að keyra og meölimir Barce-
lona heimtuðu að Herrera yrði rek-
inn, og fengu þeir vilja sínum fram-
gengt.
Uppsögnin hefur varla komið
Kubala á óvart. Hann mátti vita aö
starf hans var í hættu þar sem ekki
var gert svo lítiö sem spyrja hann
um álit þegar stjórnin, með Herr-
era i forsæti, undirritaöi samning
við Bernd Schuster sem þýddi að
annað hvort Krankl eða Simonsen
var ofaukiö í liðinu.
En Kubala fékk þaö hlutverk aö
ákveða hvor þeirra skyldi látinn
fara. Flestir bjuggust viö aö Sim-
onsen fengi sparkiö þar sem hitt
myndi virka hjákátlegt að reka
Krankl í annað skipti á nokkrum
mánuðum. Meðan Kubala hugsaði
ráð sitt átti Simonsen stjörnuleik á
móti FC Köln og þar sem liðið átti
miöherja fyrir þar sem var Enrique
Quini ákvað Kubala að láta Krankl
fara. Að vonum var Krankl ekkert
ánægður meö hlutskipti sitt en gat
þó huggað sig með því aö FC
Barcelona borgaöi honum eftir-
standandi samningstímbil, sem var
eitt og hálft ár, meö því skilyröi að
hann léki ekki með ööru liði um-
rætt tímabil.
Neeskens
og eiturlyf
FC Barcelona er fyrirtæki sem
byggir á atvinnuknattspyrnu en
hefur þó alltaf sett metnað sinn í
að standa við gerða samninga og
er félagiö ætíð reiöubúið að gera
vel við leikmenn sína, sem hafa
sýnt trúmennsku og heiöarleik
gagnvart félagi sínu.
Skilnaöargjöf félagsins til sljks
leikmanns, sem innt hefur af hendi
langa og trygga þjónustu, er sér-
stök athöfn; knattspyrnuleikur, en
allur ágóöinn rennur óskiptur í
vasa leikmannsins sem verið er að
kveðja.
Carlos Rexach, sem hefur aldrei
leikið fyrir annaö félag en Barce-
lona fékk leik á móti þáverandi
heimsmeisturum, Argentínu-
mönnum og komu 90.000 áhorf-
endur á leikinn. Juan-Manuel As-
ensi, einn af fremstu leikmönnum
Barcelona og veröugur fulltrúi
knattspyrnunnar fékk leik á móti
sínu nýja félagi: Puebla frá Mexíkó.
Johan Neeskens, hollenski
harðjaxlinn, fékk að fara frjáls
ferða sinna — og varð auöugur af
þar sem hann skrifaöi stuttu
seinna undir samning við New
York Cosmos.
Meölimir og aðdáendur Barce-
lona hófu mikil mótmæli er þeir
fregnuðu aö selja ætti Neeskens
og höfðu í hótunum viö stjórnend-
ur félagsins. Þeir hömpuðu Neesk-
ens og gátu ekki sætt sig viö að
hann færi frá félaginu. En þeir
vissu ekki þá að Neeskens var far-
inn aö neyta örvandi lyfja og
stundaði illa æfingar.
Það varð ekki opinbert fyrr en
seinna, þegar hann á ný var fallinn
í eiturlyfjaneyslu í New York.
FC Barcelona íhugaöi á sínum
tíma að gera Neeskens að yfir-
þjálfara. En Nunez féll frá þeirri
hugmynd: „Stjórnandi, þjálfari svo
og leikmaður á að vera fyrirmynd
allra drengja og því miður er ekki
hægt að segja að Neeskens sé
það, allavega ekki í dag.“
Fótboltaskólinn
í því gamla en snotra félags-
heimili FC Barcelona viö Nou
Camp eru nú búsettir 26 ungir og
efnilegir piltar á aldrinum 13 til 17
ára. Auk venjubundinnar skóla-
göngu hljóta þeir þar kennslu í
frönsku og ensku — og að sjálfs-
ögöu fótbolta. Þeir æfa í tvær klst.
á degi hverjum og keppa á sunnu-
dögum.
„Við erum með menn um allan
Spán sem leita að góðum efniviöi í
skólann okkar. Aö fengnum upp-
lýsingum frá þeim bjóðum við svo
efnilegasta ungviðinu að búa hjá
okkur, að ganga í félagið/skólann,
en að sjálfsögðu að foreldrunum
forspurðum," segir varaforseti fé-
lagsins Nicolau Casaus. „Það var
Nunez sem fékk þessa hugmynd
fyrir fjórum árum. Á þeim tíma hef-
ur okkur tekist að eignast þrjá 1.
deildarleikmenn: Estella, Manolo
og Sanchez. Þó að þaö skari ekki
margir framúr hjá okkur á knatt-
spyrnusviðinu bera piltarhir ekki
skaöa af dvölinni hér, þar sem viö
veitum þeim bóklega uppfræðslu.
Nokkrir þeirra drengja sem ekki
komast i 1. deildarhópinn komast
á samning hjá dótturfyrirtæki
okkar, Barcelona Atletic. Auk þess
falast hin knattspyrnufélögin ár-
lega eftir þessum piltum. Meira að
segja Espanol hefur ráöið til sín
pilt úr skólanum okkar.“
FC Barcelona hefur náð langt
frá þvi Svisslendingurinn Hans
Gamper stofnsetti félagið árið
1899. En barnið er ekki fullskapaö
enn — og óvíst hvort og hvenær
svo verður, meðan hinar háleitu
hugsjónir Nunez ráða ríkjum.
Hans takmark er: „Ennþá
stærra Barcelona."