Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 14
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 Pottarim Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Vísubrotið hér að ofan var greinilega ekki samið í gær, heldur þegar túkallar voru enn einhvers virði. Þeir tímar geym- ast víst aðeins í elztu manna minnum ... En ekki stendur til að gera hér úttekt á verðlags- þróun, heldur á saltkjöti. Margir hugsa sér víst gott til glóðarinn- ar þessa dagana, nú þegar saltkjötsdagurinn mikli, sprengidagur, er framundan. Þessa dagana keppast kjöt- búðir við að lokka okkur til að kaupa þorramat, flestir vita víst hvernig matur það er. Við virð- umst borða þorramat í hádeg- inu, af plastbakka í vinnunni, og förum svo á þorrablót á kvöldin. Ég geri mér ekki grein fyrir, hvort eftirspurnin er þannig til komin, að auglýsingarnar hafi búið hana til. Allavega er stað- reynd að þessi matur er mikið keyptur. En við skulum ekki gleyma, að hér áður fyrr var þessi matur ekki aðeins borðaður á þorran- um, heldur meira eða minna ár- ið um kring. Það er óneitanlega skemmtilegt, að hefðbundinn, íslenzkur matur skuli vera jafn vinsæll og raun ber vitni. Það eina sem er kannski ögn sorg- legt er að maturinn er allur keyptur tilbúinn en ekki búinn til á heimilunum, og eins það að súrmaturinn er að mestu súrs- aður í ediksblandaðri mysu en ekki í súr eins og upprunalega var gert. Og mysan eins og hún er í fernunum dugir hreint ekki til að súrsa í henni, það vita allir sem það hafa reynt. Einhverjum finnst það vafa- laust fortíðarrómantík og aft- urhaldssemi að kvarta og kveina yfir því að þorramaturinn sé orðinn verksmiðjuframleiðsla, og benda á að við verðum aðeins SALTKJÖT OG BAUNIR, TÚKALL sióða að bíta í það súra epli, að heimil- in séu að verða áningarstaður fjölskyldunnar, fremur en vinnustaður hennar. Það þýði iítið að berja höfðinu við stein- inn, svona sé það í nú- tímaþjóðfélagi með háþróaðri verkaskiptingu. Þessu má svara með því, að það er sjálfsagt að hafa aðra möguleika í huga en þá sem helzt eru uppi, og það má vissulega spyrja hvort svona þurfi fyrirkomulagið að vera, við tökum ekki neitt sem gefið í þessum efnum. Og gleymum því ekki, að matarmenning sem er aðeins haldið uppi af matvæla- iðnaðinum er aðeins steingerð uppákoma, en ekki menning sem hver og einn á þátt í. Það er skapandi að búa til mat, en það er varla hægt að segja að það sé skapandi að borða ... En hefðbundin íslenzk matar- gerð hvílir sem betur fer ekki aðeins á súrmatnum. Og þar get- um við komið aftur að saltkjöt- inu. Þó við kaupum saltað kjöt, þá matreiðum við það altént sjálf og getum því sjálf tekið þátt í að halda við hefðbundinni matargerð. En hefðbundin mat- argerð þarf ekki að vera iðkuð eftir fyrirfram gefnum for- skriftum. Það er sjálfsagt að láta hugmyndaflugið bregða á leik og nota t.d. það hráefni sem nú fæst, þó það hafi ekki fengizt hér á öldum áður. Með því að nota hefðbundin íslenzk hrá- efni, bæta við nýrri hráefnum og matreiða á hefðbundinn hátt, þá endurnýjast íslenzk matargerð og heldur velli. Hún þarf þá ekki að víkja fyrir algjörlega inn- fluttum og rótlausum venjum ... Með þetta í huga fylgir hér uppskrift að saltkjöti með svo- lítið öðrum hráefnum en þeim sem við erum vönust, en þessi hráefni fást nú hér allt árið um kring og eru því ekkert sérstakt nýnæmi, nema þið hafið enn ekki vanizt þeim. Fyrir þá sem geta ekki hugsað sér neitt annað en sína gömlu góðu uppskrift á sprengidag, er aðeins að minna á að það er hægt að borða saltkjöt aðra daga en sprengidaga ... Góða skemmtun! Saltkjöt með hvítum baunum (Handa fjórum) í þessa uppskrift eru notaðar hvítar baunir. Þær eru nokkuð stórar, stærri en gular baunir sem flestir nota annars í salt- kjöt. í Frakklandi er til bauna- réttur sem kailast cassoulet, bú- inn til með kjöti og grænmeti og getur verið býsna margvíslegur. Þaðan er fengin hugmyndin að nota hvítar baunir í saltkjötið og baunirnar okkar. Sellerí fæst hér næstum árið um kring. Það er afar gott í pottrétti og gefur þessum rétti frábært bragð. Ég mæli með að nota stöngulsellerí, en það er einnig hægt að nota rótina. Hér eru ekki notaðar kartöflur, en það er hægurinn að bæta þeim í, ef ykkur finnst þær ómissandi. Og svo er hægt að nota meira eða minna af grænmeti, baunum og kjöti, eft- ir því sem ykkur sýnist bezt, og það er hægt að hafa meira vatn, ef þið viljið hafa meiri súpu. Og daginn eftir er hægt að hita upp afganginn, e.t.v. með meira vatni, og hafa sem fyrirtaks- súpu, e.t.v. kjötlausa. Og réttinn er einnig hægt að sjóða kvöldið áður ef þið viljið flýta fyrir ykk- ur þegar bera á réttin fram, því hann þarf langa suðu. Þeir sem búa svo vel að eiga hraðsuðu- pott, geta notað sér hann og þá þarf rétturinn aðeins um 45 mín. suðu. Baunirnar þarf að leggja í bleyti daginn áður en á að sjóða þær. En það er einnig hægt að láta þær í pott með vatni, láta suðuna koma upp og láta þær svo standa í nokkrar klst., eða yfir daginn, ef þið kjósið það fremur. f stað þess að sjóða þær svo með kjötinu getið þið soðið þær sérstaklega, marið þær svo í gegnum sigti og sett stöppuna saman við réttinn. En þær verða mjög góðar ef þær sjóða með kjötinu, því þá draga þær svo vel í sig kjötbragðið. 200 gr hvítar, þurrkaðar baunir 800 gr saltkjöt 'A stöngulselleríhöfuð 4 laukar 2—4 hvítlauksrif 3 lárviðarlauf 1 msk timjan 1 I vatn 5 gulrætur 1. Þvoið baunirnar vel og tínið úr þeim óhreinindi, ef með þarf. Leggið þær í bleyti í miklu vatni og látið liggja í um sólarhring, eða setjið þær í pott með miklu vatni, látið suðuna koma upp og slökkvið undir um leið og suðan kemur upp. Látið standa í nokkrar klst., eða yfir daginn. 2. Setjið kjötið og vatnið í pott, látið suðuna koma upp og fleytið þá froðuna ofan af. Þvoið baun- irnar vel og bætið þeim í pott- inn. Þvoið og hreinsið selleríið og skerið í um 3 sm bita. Saxið hvítlaukinn, skerið laukinn í væna báta og bætið í pottinn. Setjið kryddið í, eða annað krydd eftir smekk. Látið nú kjötið sjóða í um 2 klst., eða þar til það er laust frá beinunum og baunirnar vel mjúkar. Skerið gulræturnar í um 3 sm bita og látið sjóða með síðasta hálftím- ann, eða lengur, ef þið viljið þær alveg mjúkar í gegn. Það er bæði hægt að sjóða réttinn á eldavélinni og eins að láta réttinn malla í ofninum í vel lokuðum potti. Ef ykkur finnst súpan of þykk, þá er einfalt að bæta vatni í hana. m IÐNSYNING’83 Samkeppni um einkunnarorð Sýningarnefnd Iðnsýningar F.í.l. 1983 hefur ákveðiö að efna til samkeppni um einkunnarorð sýningarinnar. Tilefni Á þessu ári eru 50 ár liðin frá stofnun Félags íslenskra iðnrekenda. Af því tilefni verður efnt til sýningar á íslenskum iðnaðarvörum í Laugardalshöll dagana 19. ágúst til 4. september n.k. Meginmarkmió sýningarinnar er að sýna getu og möguleika íslensk iðnaðar og efla þannig skilning almennings og stjórnvalda á mikilvægi iðnaðarfyrir atvinnu-og efnahagslíf þjóðarinnar. Reglur Samkeppnin er opin öllum. Verðlaun fyrir bestu tillöguna eru kr. 15.000,- Tillögur ásamt upplýsingum um nafn og heimilisfang þátttakenda skal senda í lokuðu umslagi fyrir 5. mars n.k. merktu: Iðnsýning '83 einkunnarorð Félag íslenskra iðnrekenda Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík FÉLAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA l. 000 manna kjarnorku- varnarbyrgi Peterbrough, Knglandi, 27. jan. Al*. HÓPUR kaupsýslumanna í Peter- brough hefur lýst yfir áformum sín- um að reisa kjarnorkuvarnarbyrgi upp á 3 milljónir dollara á næstunni. Verður byrgið úr járnbentri stein- steypu með bestu hugsanlegum kjarnorkusíum. Hér verður ekki um neitt kot að ræða, byrgið á að hýsa allt að 1000 manns og í því verður m. a. bókasafn, íþróttaaðstaða, sjúkraskýli og kapalsjónvarpskerfi. Talsmaður hópsins sagði við fréttamenn í gær að ætlunin væri að skrá um 250 fjölskyldur sem eignaraðila og þær yrðu að leggja til 3000 dollara hver. „Við von- umst til að laða að okkur lækna, smiði, rafvirkja, málara o.s.frv., svo ekkert skorti," sagði umrædd- ur talsmaður. Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.