Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 12
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 Listbyltingin mikla - í sjónvarpinu á sunnudögum Viðtal við höfundinn, gagnrýnandann Robert Hughes Um þessar mundir sýnir Sjónvarpið síðdegis á sunnudögum eða milli Hússins á sléttunni og Stundarinnar okkar, merkan myndaflokk um nútímalist og aðdraganda hennar. Nefnist þátt- urinn Listbyltingin mikla í þýðingu Hrafnhild- ar Schram í íslenzka sjónvarpinu. Ekki er í dagskrá blaðanna getið höfundar þáttanna, en það er hinn kunni gagnrýnandi Robert Hughes. Þættirnir eru átta talsins og hafa þrír þegar verið sýndir hér. Um það leyti sem þeir voru sýndir í sjónvarpi í Bandaríkjunum átti Jane Boutwell viðtal við höfundinn um þá í New York. Robert Hughes er höfundur og flytjandi þáttanna um nútímalist, aðdraganda hennar og framvindu, sem íslenzka sjónvarpið sýnir á sunnudögum. Hér stendur hann fyrir framan málverk eftir Rauchenberg. Robert Hughes, sem er höfundur og kynnir í „The Shock of the New“, sjónvarpsþáttum fyrir al- menning er rýna viðfangsefnið nú- tímalist, er skemmtilega gneist- andi gagnrýnandi, sem varpar frá sér hugmyndum og skoðunum eins og gneistaflugi af báli. Yfirlýsingar hans eru kannski ekki eins og mað- ur á að venjast („Á 19. öld dó guð, og listamennirnir voru ekkert hressir heldur") eða sérstaklega fræðandi („Ég hefi ekki trú á að málverkið sé komið á leiðarenda, en möguleikar þess skreppa ótrú- lega hratt saman. Ef til vill fer best á því að það umvefji sína eigin skreytilist, en það er langt frá þeirri framtíðarsýn sem Kand- insky, Malevich og Mondrian höfðu fyrir þess hönd“). Sviðsmynd hans er nokkurs konar elektroniskt brotakennd þáttasería í 8 hlutum, sem fer ofan í það sem hefur verið að gerast í myndlist á undanförn- um 100 árum. Markmið hans er að fá áhorfendur til að endurmeta við- tökur þeirra á nútímalistinni, sem þeir hafa gleypt í sig ógagnrýnið. Hefur verið ýtt undir það jafnt í kennslustofunni sem á torgum. Við spurðum Hughes hvort þætt- irnir hans hefðu verið byggðir upp í kring um eitt allsherjar stef. Hann svaraði að grundvallarhug- mynd sín væri sú að nálgast nútímalist sem liststefnu á loka- skeiði í sögunni." Ég hefi það á til- finningunni að svokallaður mod- ernismi eða nútímalist sé ekki eilífðarfyrirbrigði, heldur sé hún afmarkað sögulegt skeið eins og ít- alski Renesansinn," sagði hann. „Nú getum við að vísu ekki sagt að Renesansinum hafi lokið kl. 10 fyrir hádegi þriðjudaginn fagran desemberdag á árinu 1546. En við getum þó bent á að krafturinn í honum fjaraði út um það leyti og að mörg af formunum úr honum héldu áfram að vera til sem menn- ingarlegir steingervingar. Á sama hátt má nálgast nútímalistina. Hægt er að sjá hvernig hljómsveit- in fer að stilla sína strengi með Courbet um 1850, og fylgst með því þégar upprunalegi drifkrafturinn fjarar út meira en 100 árum síðar. Énn eru listamenn að vinna af- bragðs málverk og höggmyndir, en þessi stórkostlegu gneistandi verð- mæti — þessi tilfinning um raun- verulega yfirburðamöguleika — slíkt er alveg horfið. Ég man að ég var dálítið taugaóstyrkur í fyrstu gagnvart slíku viðfangsefni, vegna þess að „nútímalist" er orðin að hinni opinberu menningu hjá okk- ur. Það liggja gífurlegar fjárfest- ingar í sýningarsölum, í skipulagi menntunar, í söfnum — og for- sögnin að þessu öllu byggir á þeirri hugmynd, að á ferðinni sé samfelld söguleg hreyfing að nafni modern- ismi sem teygi sig áfram inn í ókomna framtíð og að New York sé þar í fararbroddi. Annar vandi er svo að reyna að skynja sögulega fjarlægð aftur í fyrstu ár nútíma- listar. I söfnunum erum við látin halda að listin sé óumbreytanleg nútíð, en minnumst þess þegar við erum að skoða fyrstu kúbistaverkin eftir Braques og Picasso að kon- urnar, sem fyrstar litu þau augum, voru í hafti í níðþröngum síðpils- um.“ Við spurðum Hughes hvernig hann hefði staðið að undirbún- ingsvinnu þáttanna. Hann út- skýrði, að fyrirkomulagið hefði verið að fylgja hugmyndafræðilegu stefi í hvert sinn, vegna þess að svo margt hefði gerst samtímis á list- um á 20. öldinni. „Ég byrja á Eiff- elturninum, þessari lifandi og tilviljanakenndu þjóðfélagsímynd nútímalistar í Frakklandi um alda- mótin,“ segir hann. „Og held svo áfram og vek spurningu: „Hvað áttu listamenn við um 1890, þegar þeir töluðu um sjálfa sig sem „des gens modernes" (nútímafólkið)? Á þeim tíma var ímynd modernisma eða nútímalistar hluti af því sem kölluðust framfarir. Hún boðaði nýjan himin og nýja jörð, og tengd- ist óaðgreinanlegu hugmyndinni um góðu vélina, sem ætti eftir að breyta lífsháttum. Um 1900 voru líka á lofti sterkar umbótastefnur og væntingar um þúsund ára ríkið. Listamönnum fannst, að ef þeir reistu nýja tegund af byggingum, máluðu allt öðruvísi myndir en fyrr, lærðu nýtt höggmyndamál, þá mundi umbunin falla þeim í skaut. Ég reyni að skýra hvernig þeir fundu fyrir þessu, með því að sýna myndakippur til að ná tengslunum milli kúbisma — undirstöðu lista- hreyfingar 20. aldarinnar — og þessarar hetjulega bjartsýnu nýju heimsmyndar. Til dæmis voru Braque og Picasso alveg frá sér numdir yfir óendanlegum mögu- leikum nýrrar aldar, sem byggðist á hraðri, fleygri umsköpun og til- finningu fyrir afstæðum alheimi. Þeir litu jafnvel á sjálfa sig eins og Wright-bræðurna: Picasso kallaði Braque gælunafninu „Vilour" og hann letraði á margar af kúbísku myndunum sínum á árunum 1911 og 1912 setninguna „Notre avenir est dans l’air" eða „framtíð okkar er í loftinu“.“ Hversu lengi stóð þessi loftsýn, spyrjum við. „Fram að fyrri heimsstyrjöld- inni,“ svarar Hughes. „Og um það fjallar einmitt annar sjónvarps- þátturinn. Stríðið reif stórt gat á tiltrú og öryggi hverrar tilfinn- inganæmrar og menningarlega sinnaðrar manneskju í Evrópu. Það gekk af helgisögninni um góðu vél- ina dauðri, og fletti ofan af þeim hinum sama afdrifaríka klofningi milli opinberrar túlkunar og raunverulegrar reynslu sem Bandaríkjamenn máttu síðar reyna í Víetnam. Afleiðingin var m.a. Weimarmenningin, fráhvarf frá hugsjónum yfir í algert hlutleysi, dadaisminn í Þýzkalandi, vantrú á stjórnmálalegu skipulagi eins og það kom fram hjá fólki á borð við Grosz og Hoch, og alþjóðleg þróun valdakerfisins í arkitektúr stjórn- málanna, sem kom bæði frá hægri og vinstri. Þriðji sjónvarpsþáttur- inn (sem sýndur var á íslandi um síðustu helgi) sýnir hvernig hala- rófa listamanna — þar á meðal Cé- zanne, Picasso, Matisse, Fauvist- arnir — byggðu upp dásamlegar landslagsmyndir með fastmótuðum unaðssemdum í ramma Miðjarðar- hafsins. Fjórði þátturinn (sá sem sýndur er í dag, sunnudaginn 6. febrúar) fjallar um Bauhaus- hreyfinguna og þennan draumóra- kennda þátt í nútíma byggingar- list. Fimmti þátturinn beinir sjón- um að súrrealismanum og áhrifum hans í Ameríku. Sjötta þáttinn má kenna við umbun og skelfingu. Hann hefst með van Goch og Munch, tekur fyrir þýzka express- ionismann og ameríska abstrakt- expressionismann og endar á lista- mönnum eins og Francis Bacon. Sá sjöundi, sem ég kenni við eðli menningarinnar, sýnir þegar manngert þéttbýlislandslag ryður sér til rúms í listum, og fjallar um áhrifin sem sjónvarp og myndprent hefur á málverkið. Hann hefst á poppþættinum í kúbismanum, þá „Á sínum tíma var ímynd nútímalistar hluti af því sem við köllum framfarir. Hún boðaði nýjan himin og nýja jörð og tengdist hugmyndinni um góðu vélina, sem «tti eftir að breyta lífsháttum", segir Robert Hughes, sem hér sést í þáttunum í einni af þessum vélum. Bómullarefni — Cannon handklæði — Bútasaumspakkar — Rúmföt o.fl. o.fl. VIRKA Klapparslig 25—27, sími 24747. Skiptafundur Skiptafundur í þrotabúi Fiskó hf., n.nr. 2342—8369, sem tekiö var til gjaldþrotaskipta meö úrskuröi upp- kveönum 24. janúar 1983, verður haldinn í réttarsal embættisins aö Auöbrekku 57, föstudaginn 11. febrúar 1983 kl. 13.30. Á fundinum veröur tekin ákvöröun um ráöstöfun eigna búsins og ráöningu skiptastjóra. Skiptaráöandinn í Kópavogi, 3. febrúar 1983. Rúnar Mogensen, ftr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.