Morgunblaðið - 16.02.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.02.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 29 spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Um áfengismál og önnur vímuefni Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu, mun blaðið á næstunni birta spurningar og svör um áfengisvaldamálið og önnur vímucfni. Lesendum Morgunblaðsins er gefinn kostur á því að hringja inn spurningar um hvað eina, sem snertir þessi málefni og mun SAA hafa milligöngu um að afla svara sérfróðra aðila til þessum spurningum. Þeir, sem hafa áhuga, eru beðnir að hringja í síma 10100 frá kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og verða þá spurningar teknar niður. Spurningar og svör birtast síðan í Morgunblaðinu nokkrum dögum síðar. Hér fara á eftir spurningar og svör: Hringið í síma 10100 frá mánudegi til fóstudags Áhrif coffacyl á líkamann Kona spyr: Hvaða áhrif hafa coffacyl-töflur á heilsu manna. Sest efnið fyrir í líkamanum eða losar hann sig við það? Fylgja aukaverkanir notkun- inni? Þórarinn TyrOngsson læknir svarar: Aðal ókostur þessa lyfs er, að það er samsett, en það þýðir, að í sömu töfluna eru sett mörg virk efni. Þannig er um nokkrar verkjatöflur, að í þeim er róandi þáttur af barbítúrsýruuppruna. Stundum leiðast menn út í það að sækjast eftir þessum áhrifum lyfsins og taka þá öll hin efnin, sem í töflunum eru, í alltof stór- um skömmtum. Þannig geta hin bestu lyf, sem við eigum völ á, orðið mönnum til skaða. Það eru þá einkum nýrun og maginn, sem verða fyrir barðinu á þess- ari misnotkun. Sjaldgæft er þó að þetta ákveðna lyf sé misnotað eitt sér. Ég man aðeins eftir einum sjúkl- ingi, sem það hafði gert. I hverju er lækning á alkóhólisma fólgin? í hverju er lækning á alkóhól- isma fólgin? Þórarinn Tyrfingsson læknir svarar: Það er ærið verkefni að út- skýra varanlegan bata hjá drykkjusjúklingum og þátt með- ferðar í honum. Varla eru tök á að gera því viðhlítandi skil hér, en drepa má á nokkur atriði. Fá hinn sjúka til að þiggja aðstoð eða meðferð. Efalaust er þetta erfiðasti hjallinn og oft er ekkert hægt að gera nema að vona. Eitt af megineinkennum hins sjúklega ástands er blinda sjúklings á, hversu langt hann er leiddur. Þetta köllum við stundum afneitun. Hans sannleikur og heimur er allur annar en okkar hinna. Þannig geta menn drukk- ið sig í hel og fundist það sjálf- um heimsins eðlilegasti hlutur. Að breyta þessu og koma „vit- inu fyrir" sjúkling getur verið býsna erfitt. Meginreglan er sú að reyna smám saman að loka öllum leiðum nema einni, sem liggur í viðeigandi og fullnægj- andi meðferð. Læknar og lið þeirra, ættingjar og atvinnu- rekandi verða hér að leggjast á eitt. Oftast duga orð og hótanir lítið, athafnir einar koma að haldi, því að segja má að sjúkl- ingurinn sé hættur að leggja við hlustir. Komir þú einhvern tíma þarna nærri, kemstu fljótt að því, að margar spurningar leita á þig. Hvenær er ég góður, hvenær vondur, hvenær sanngjarn og hvenær ósanngjarn, hvenær á að leysa vandamálið til bráðabirgða og hvenær er tímabært að stefna að frambúðarlausn? Þetta getur reynst öllum hin mesta eldraun og kostað ótaldar andvökunætur. Reglan er einföld en framkvæmdin mun flóknari, enda fólk hér á ferð. Þegar sjúklingur er kominn til meðferðar. Hann er þá alla jafna í vímu eða illa haldinn af eftirköstum og fylgikvillum. Það fyrsta, sem þarf að snúa sér að, er því oftast hið líkamlega ástand. Með þeim lyfjum og þekkingu, sem við höf- um nú yfir að ráða, er þetta oftast auðvelt hvaða vímugjafar sem eiga í hlut. Hér veltur allt á tímanum, sem sjúklingurinn gefur okkur. Að þessu loknu og um leið er hægt að fara að snúa sér að hin- um raunverulega sjúkdómi og lausn til frambúðar. Það, sem að er, býr í sjúklingi sjálfum en ekki í ytri aðstæðum. Þarna er sjúklingurinn ekki sammála manni og býr oft yfir ótrúlegum sannfæringarkrafti og manni getur orðið á að trúa honum. Maður á á hættu að vill- ast af leið og fara að trúa því, að best sé að laga ytri aðstæður og efalaust geti sjúklingurinn aldr- ei hætt að drekka. Til þess að vinna að málinu á réttan hátt þarf samhentan hóp af starfsfólki. Þar getur ganga- stúlkan riðið baggamuninn og gert læknum og öðrum kleift að koma sínu að. f slíkum hópi verður að ætla afturbatabyttum stóran þátt. Sjúklingurinn getur verið staddur á staðnum hálfnauðugur og með blendnum huga. Mikil- vægasti þátturinn er að nálgast hann á réttan hátt og vinna trúnað hans. Áður en það tekst er ekkert hægt að gera. Þegar hér er komið verður fyrst fyrir að létta afneitun, sem áður var minnst á. Með skipu- lögðum fyrirlestrum, hópum- ræðum og einkaviðtölum er hægt að fá sjúklinginn til þess að sjá hvert ástandið er 1 raun og veru. Þá má virkja hann og fá honum vopn í hendur til að vinna að endurreistri sjálfsvirð- ingu og bug á ágöllum, sem hafa verið honum fjötur um fót í eðli- legum mannlegum samskiptum. Brautin er þá rudd, en sjálfur verður hann að feta hana. Ávanahætta róandi lyfja Kona spyr: 1) Hvaða áhrif hefur notkun ró- andi lyfja samfara áfengis- neyslu? 2) Getur 'A tafla tvisvar sinnum á dag af valíum skaöað mann og hversu lengi getur maður tekið það án þess að verða háður því? Þórarinn TyrFmgsson læknir svarar: Mönnum er löngu ljós ávana- hætta og eftirköst diazepam og skyldra lyfja. Fram að þessu hefir þó verið talið, að hættan væri í beinu sambandi við skammtastærð. Lækninga- skammtar (diazepam 15—20 mg á dag) án þess að áfengi eða önn- ur vímuefni kæmu þar nærri, hafa allt fram á þennan dag ver- ið taldir hættulausir. En nú eru blikur á lofti og vís- indamenn hafa þóst geta fundið fólk, sem hefir ánetjast þessum lyfjum og átt við slæm eftirköst að stríða, þó að aldrei hafi verið notað meira en 15—30 mgr á dag. Þarna skýtur nokkuð skökku við, því að varla getum og eins, við hugsað okkur að maður, sem ekki drekkur nema einn bjór á dag, eigi á hættu að verða alkó- hólisti. Raunin virðist því vera sú, að þó að læknisskammtar af þessum lyfjum séu saklausir flestu fólki, þá séu til einstakl- ingar, sem bregðist á annan hátt við þeim. Afengislömun og áfengiseitrun Karlmaður spyr: Hvað er áfengiseitrun hvaö er áfengislömun? Þórarinn Tyrfingsson læknir svarar: Almenningur notar stundum þessi orð, en ég held að merking þeirra sé oftast ærið óljós. Þegar talað er um áfengislömun held ég að menn eigi oftast við hluta- lömun í fótleggjarvöðvum. Það, sem þar er á ferðinni, er sam- bland af eituráhrifum áfengis, B-vítamínskorti og þrýstingi á taugar og æðar. Þessi þrýstingur skapast venjulega er menn sofa þungt og hreyfingarlaust, gjarn- an með krepptan fót undir sér. Orðið áfengiseitrun er enn óljósara. Ég hefi t.d. heyrt það notað um skyndilega áfengiseitr- un með lömun á öndunarstöðv- um heilans, sem leiðir til dauða. Þetta ástand skapast þegar áfengismagn í blóði verður geysimikið og er fremur sjald- gæft. Einnig hefi ég heyrt þetta orð notað um ýmsa líkamlega hrörnun, sem fram kemur við langvarandi áfengisnotkun. „World Press Photo ’82“ fer til Akureyrar og Egilsstaða Fréttaljósmyndasýning World Press Photo ’82, sem Arnarflug fékk hingað til lands, verður sett upp í Egilsbúð á Neskaupstað dagana 17.—20. febrúar. Sýningin er nokkru minni en sú sem var í Listasafni alþýðu, en af rúmlega hundrað myndum verða sýndar allar verðlaunamyndir W.P.P. frá upphafi, 23 talsins. Sýningin er haldin í samráði við Menningarnefnd Neskaupstaðar. Frá Neskaupstað fer sýningin til Akureyrar og verður sett upp í Listsýningarsalnum, Glerárgötu 34. Aðeins er hægt að hafa sýning- una opna frá 26. febrúar til 2. mars, en eftir það verður hún send aftur til Hollands. F íer mn á lang flest heimili landsins! Líkamsrækt i JSB Dömur athugið Nýtt námskeið hefst 21. febrúar Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum • aldri. ★ 50 mín. æfingakerfi meö músík. ★ Morgun-, dag- og kvöldtímar. ★ Tímar tvisvar eöa fjórum sinnum í viku. ★ „Lausir tímar“ fyrir vaktavinnufólk. ★ Almennir framhalds- og lokaðir flokkar. Fyrir þær sem eru í megrun 3ja vikna kúrar. Tímar fjórum sinnum í viku. Mataræði, vigtun, mæling. Verið brúnar og hraustar allt árið. Sólbekkirnir eru í Bolholti. Ath.: Einnig ný Ijós í Suöurveri. Sauna og góö búnings- og baðaðstaða á báöum stööum. S -V* ft Stuttir hádegistímar í Bolholti. 25 Kennsla mín. æfingatími — 15 mín. Ijós. fer fram ___________________________ á báöum stööum. INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í SÍMUM 83730, SUÐURVER OG 36645, BOLHOLT. I íliQmer'nbí ICD Suðurveri, sími 83730. «| LIKamSrXKl uod, Boihom e, ■■m, 3588»* . a -48.*• 15% afsláttur af myndavélatöskum LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN h.f. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI85811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.