Morgunblaðið - 16.02.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.02.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 t Eiginmaöur minn, KRISTJAN JÚLÍUS FINNBOGASON, vélstjóri, Hliðarbyggð 2, Garöabæ, lést á gjörgæsludeild Landspitalans 10. febrúar. Þórunn Kristín Bjarnadóttír. t Eignmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi, ÞORKELL V. ÞÓRÐARSON, Hörgshlíð 6, Reykjavík, sem andaöist 10. febrúar sl., veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 17. febrúar nk. kl. 1.30 e.h. Guðrún Kristjánsdóttir, Ragnheiður Þorkelsdóttir, Helgi Sigfússon, Þóröur Þorkelsson, Svanhildur Guönadóttír, Óskar Þorkelsson, Sigurbjörg Sighvatsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum hjartanlega auösýnda samúö viö andlát og útför GUDRÚNAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Marteinstungu. Sérstakar þakkir færum viö félögum í kvenfélaginu Einingu fyrir aöstoö viö útförina. Guttormur Gunnarsson, Elke Gunnarsson, Dagbjartur Gunnarsson, Ólöf Gunnarsdóttir, Kristján J. Gunnarsson, Þórdís Kristjánsdóttir. Sveinbjörn Kr. Stefáns- son veggfóðrarameistari — Minningarorð Fæddur 21. september 1895 Dáinn 7. febrúar 1983 f gær var til moldar borinn heiðursmaðurinn Sveinbjörn Kr. Stefánsson. Sveinbjörn fæddist að Ási í Hrunamannahreppi 21. sept- ember 1895, sonur hjónanna Stef- áns Jónssonar, bónda að Ási, og Kristínar Sveinbjörnsdóttur. Hann átti eina systur sem Guðrún hét og er látin fyrir nokkru, hún bjó allan sinn búskap í Ási. Sveinbjörn ólst upp við hin ýmsu sveitarstörf eins og algengt var um drengi á þeirri tíð. En atburðarásin varð svo að hinn ungi sveinn hélt til Reykja- víkur árið 1914 og nam þar bók- band. Ekki þótti hinum unga Hreppsmanni það arðvænleg at- vinnugrein og sneri sér fljótlega að öðru, það er að segja veggfóðr- araiðn, sem hann starfaði við eftir það. Einnig nam einkasonur hans, Stefán Kristinn veggfóðrara- meistari, iðnina og starfaði alla tíð með föður sínum meðan kraft- ar Sveinbjörns entust. Sveinbjörn kvæntist ungri Reykjavíkurmær, Ingibjörgu Kristinsdóttur, 10. maí 1919 og hófu þau sinn búskap að Baróns- stíg 30 og síðan að Njarðargötu 45, þar sem þau bjuggu alla tíð síðan, ásamt syni sínum og tengdadótt- ur, Ólínu Kristleifsdóttur, en þau eiga fjögur börn sem öll eru gift. Ég kynntist Sveinbirni og Ingi- björgu árið 1971 er ég kvæntist Ingibjörgu sonardóttur þeirra. Mér var og er það mikill heiður að hafa kynnst þessum sæmdarhjón- um og átti ég með þeim margar ánægjustundir, þar sem þau fræddu mig um liðna atburði. Árið 1981 missti Sveinbjörn konu sína eftir langvarandi heilsuleysi hennar, og var það honum mikið áfall, hann var aldrei sami maður upp frá því. Sveinbjörn var mjög fróður maður, t.d. í landafræði og sögu, og hafði hann mikla ánægju af að ferðast um landið, einkum hálend- ið. Einnig hafði hann kynnt sér t Þökkum af alhug öllum sem sýndu okkar samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför HELGA GUNNLAUGSSONAR frá Hafursstöðum. Dætur, tengdasynir og barnabörn. t Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og jarðarför ÞORSTEINS MAGNÚSSONAR, Höföa, Akranesi. Magnús Þorsteinsson, María Jakobsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, og barnabörn. t Alúöar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og fósturföður, BJARNA H. GUÐMUNDSSONAR, fyrrverandi hafnarvarðar, Bárugötu 19, Akranesi. Jósefína Guðmundsdóttir, Örn Hjörleífsson og fjölskylda. Þökkum innilega auðsýnda samúö og vináttu viö andlát og útför SIGURÐAR EINARSSONAR frá Gvendareyjum. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, þar sem hann dvaldist siðustu árin. Guðrún Sigurðardóttir, Margrét Sigurðardóttir, Kristín Sigurðardóttir, Sigrún Siguröardóttir, Jón Sigurðsson, Sólveíg Sigurðardóttir, Einar Sigurösson, og aörir aðstandendur. Sveinbjörn Kristjánsson, Jóhann Jónasson, Bergsveinn B. Gíslason, Kristín Sigbjörnsdóttir, Kristinn B. Gíslason, Margrét A. Siguröardóttir ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Sveinbjörn Þórhalls son — flugvirki í dag er kvaddur frá Neskirkju í Reykjavík, Sveinbjörn Þórhalls- son flugvirki, en hann andaðist í Borgarspítalanum 8. febrúar, að- eins 60 ára að aldri, eftir skamma legu. Sveinbjörn var fæddur þann 30. ágúst 1922 á Akureyri. Foreldrar hans voru þau merkishjón Þór- hallur Bjarnason prentari og bókaútgefandi, fæddur 21. júlí 1881 að Hléskógum í Grýtubakka- hreppi, S-Þingeyjarsýslu, dáinn 27. ágúst 1961, og Jónína Eyþóra Guðmundsdóttir, Jónssonar frá Tjarnarkoti í Miðneshreppi, Gull- bringusýslu, f. 3. júní 1893 og verð- ur hún því 90 ára á komandi sumri. Sveinbjörn var næstelstur fjög- urra barna þeirra hjóna, en hin eru Sigurleif, ekkja Aðalsteins Sigurðssonar bókbandsmeistara, Guðríður, kennari í Reykjavík, og Guðmundur bókbandsmeistari, kvæntur Björk Guðjónsdóttur. Sveinbjörn fluttist með fjöl- skyldu sinni árið 1929 til Reykja- víkur og átti þar heima til ævi- loka, ef undan eru skilin námsár hans í Bandaríkjunum. Að loknu skyldunámi hér í Reykjavík dvaldi Sveinbjörn við nám að Héraðs- skólanum á Laugarvatni og lauk þaðan prófi vorið 1942. Sveinbjörn hafði snemma sýnt flugi og flugmálum áhuga og dvaldi oft sem unglingur á Sandskeiði og sýndi svifflugi mik- inn áhuga. Árið 1944 hóf Svein- björn nám í flugvirkjun í Kali- forniu I Bandarikjunum og lauk þaðan prófi með sérnámi 1947. Að námi loknu fluttist hann til íslands og vann lengst af hjá Flugfélagi íslands, en nokkur ár vann hann við eigið fyrirtæki sem annaðist þjónustu við litlar flug- vélar. Síðan vann hann hjá Flug- leiðum eftir sameininguna við Loftleiðir. Sveinbjörn kvæntist banda- rískri konu 28. desember 1946, Golda Helen Montgomery, en þau slitu samvistum fyrir nokkrum ár- um. Þeirra börn eru: Jón Þór út- varpsvirki, fæddur 1. maí 1948, búsettur í Bandaríkjunum, Stefán, fæddur 19. apríl 1951, prentari, búsettur í Reykjavík, Jónína María, fædd 2. ágúst 1952, húsfrú, búsett á Kjalarnesi, og Hrafnhild- ur, fædd 25. júní 1957, tölvufræð- ingur í Reykjavík. Sveinbjörn bjó lengst af í Vest- urbænum ef undan eru skilin hin síðari ár er hann bjó í Austurbæn- um. Hann festi aldrei rætur aust- an lækjar, og langþráður draumur rættist á sl. ári er hann flutti aft- ur í Vesturbæinn. Hann stofnaði heimili þar með ágætri konu, Herdísi Jónsdóttur, og voru þau mjög samhent í því að búa í haginn það heimili er þau festu sameiginlega kaup á að Hagamel 37 hér í borg og horfðu björtum augum til framtíðarinnar Ég kynntist Sveinbirni fyrir tæpum tveimur áratugum og leiddu þau kynni til vináttu sem aldrei hefur borið skugga á. Sveinbjörn var afar hógvær mað- ur. Honum féll vel að hlusta á aðra og staðreyndin er sú, að oft verða slíkir menn fyrirhafnar- laust bestu vinir manns. Svein- björn var þeirrar gerðar að hann gerði meiri kröfur til sjálfs sín en annarra. Hjálpsemi hans var viðbrugðið. Hann var mjög fær maður í sínu starfi og naut virð- ingar samstarfsmanna og yfir- manna. Skaphöfn Sveinbjörns var á þann veg að mönnum leið vel í návist hans. Hann hafði ríkulegt skopskyn og naut þess vel að vera með vinum sínum á góðri stund. Hann hafði yndi af veiðiskap og þær voru margar veiðiferðirnar er við fórum í saman, ýmist í góðra vina hópi eða einir saman. Fátt er ánægjulegra en að dvelja við straumlygna á eða „Fjallavötnin fagurblá" og renna fyrir silung eða lax. Veiðin var ekki alltaf mik- il, en útiveran og góður félags- skapur bættu það upp í ríkum mæli. Ég minnist þess er við fór- um í síðustu veiðiferðina í Grímsá á sl. sumri og veiðin var varla til skiptanna. Þá komum við á heim- leiðinni við á Kjalarnesinu hjá dóttur hans og fjölskyldu hennar. Mikil var ánægja dóttursonar hans er Sveinbjörn rétti honum undirmálsfisk sem endurgjald fyrir einn ánamaðk sem drengur- inn hafði gefið afa sínum í upphafi ferðar. Með Sveinbirni er genginn góð- ur maður er sárt verður saknað af öllum þeim er höfðu af honum ein- hver kynni. Mestur er þó missir Herdísar og ekki síður aldraðrar móður, en óvenju náið var samband þeirra mæðgina. Sama gildir um börnin, mjög vel rit dr. Helga Péturssonar og annarra fræðimanna. Svein- björn var einn af stofnendum Lúðrasveitar Reykjavíkur árið 1922 og starfaði með henni í 47 ár. Margt fleira mætti nefna, en þess- ar línur eiga ekki að rekja ævi- atriði hans í smáatriðum heldur flytja örfá kveðjuorð. Blessuð sé minning hans. Ég votta syni hans, tengdadóttur og öðrum ættingjum samúð mína. Kristján Daníelsson barnabörnin og systkini, aðra ætt- ingja og venslafólk allt. Eg sendi öllum ástvinum Sveinbjörns mína dýpstu samúð. Ég sakna vinar í stað. Blessuð sé minning Sveinbjörns Þórhallssonar. Gunnar R. Magnússon Getur nokkuð betra en kynnast elskulegum og ljúfum manni í faðmi náttúrunnar um hásum- arsskeið þegar gróðurinn og fugla- lífið, já allt lífið, syngur skaparan- um lofsöngva og dirrindí. Þannig bar fundum okkar Sveinbjarnar fyrst saman við Laxá í Leirár- sveit. Báðir höfðum við ekki minni áhuga á að lesa blóm og hlusta á óð fuglanna en fanga laxinn. Við gleymdum okkur í þeim unaði. Sá félagsskapur sem þá var stofnað til fyrir um tveimur áratugum, hefur síðan staðið og stendur enn. Þótt veiðiferðir hafi verið strjálli á seinni árum, höfum við alltaf komið saman á „hafnarnefndar- fund“ öðru hverju og ætíð gert miklar áætlanir um næsta starfs- ár jafnframt því sem þær fyrri voru ausnar gleymsku. Nú er eitt sæti autt í þessum elskulega hópi og það sem ekki var síst skipað. Glettnin og glensið átti þar heima og kátínan. Við „veiðifélagarnir" sitjum hnípnir eftir og biðum eftir „vegum fjalla nýjum“. Við biðjum allar góðar vættir að styrkja háaldraða móð- ur Sveinbjarnar, Herdísi konu hans, börn hans og systkini. Genginn er góður drengur um aldur fram. Hjálmar Olafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.