Morgunblaðið - 16.02.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.02.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 13 í síðustu viku voru nokkrir skólanemendur í starfskynningu á Morgunblaðinu. Þeir unnu þessa grein, texta og myndir um ald- urstakmarkanir unglinga að skemmtistöð- um. Greinarhöfundar eru á myndinni: Þorkell Egilsson og Þorvaldur S. Arnarson, Æfingaskóla Kennaraháskólans, Kristján Maack Snælandsskóla, Elín Illugadóttir, Ólafur Kristjánsson og Jóhanna Valdi- marsdóttir, Víðistaðaskóla, Einar Ragnar Sigurðsson Breiðholtsskóla, Berglind Jónsdóttir Víðistaðaskóla og Sigurður Jó- hannesson Húnavallaskóla. Morgunblaðið/Jón S. Gísli (.uóbrandsson, löj»rt*i;lumaöur Svava Borg „Tel að árgangur- inn eigi að ráða“ - segir dómsmálaráðherra um aldurstakmarkanir að skemmtistöðum „ÞETTA mál er ekki til sérstakrar athugunar núna, en mín skoðun er sú, að rétt væri að láta ekki fæðingardag heldur fæðingarár ráða, þegar um er að ræða aðgang að skemmtistöðum. Með því móti væri komizt hjá því að bekkjarheildir og félagahópar riðluðust,“ sagöi dómsmálaráðherra, Friðjón l'órðarson, er Morgunblaðið innti hann álits á því hvort fæð- ingardagur eða fæðingarár ætti að ráða þegar um aldurstakmörk á skemmtistöðum væri að ræða. Morgunblaðið leitaði einnig álits nokkurra vegfarenda á þessu máli og voru flestir á þeirri skoðun, að rétt væri að fæðingarár gilti en ekki fæðingardagur. Fara svör þeirra hér Laufeyju Sigurðardóttur og Að- alheiði Jónsdóttur hittum við fyrst í Austurstraeti. Þær sögðu að fæðingarárið ætti að ráða svo að krakkar í sama bekk gætu skemmt sér saman. Iöunn Kristj- ánsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Svala Jónsdóttir eru allar konur á efri árum. Þær sögðu: „Já, okkur finnst að fæðingarárið eigi að ráða, en helst ætti að fella þessi aldursmörk niður. Þegar við vor- um ungar þá skemmtu allir sér saman. í Austurstræti hittum við líka þá Guðjón Einarsson og Hjört Narfason. Þeir eru báðir 16 ára. Hirti fannst að árgangurinn ætti tvímælalaust að ráða, en Guðjóni fannst að fæðihgardag- urinn ætti að ráða því hvort maður fengi að komast inn á skemmtistaðina eða ekki. á eftir: Inni á Hlemmi hittum við Gunnar Andrésson, hann er 12 ára. Hann sagði: „Fæðingarárið á að ráða, að minnsta kosti í bíó- in.“ Þegar við komum út af Hlemmi hittum við Agnar Hauks- son. Hann er ungur maður sem afgreiðir í sölutjaldi í Austur- stræti. Hann sagði að fæðingar- árið ætti að ráða. Á Laugaveginum hittum við Stefán Kristjánsson, hann á heima í Hafnarfirðinum og verð- ur 16 ára eftir 2 daga. Hann sagði: „Mér finnst asnalegt að fólk sem ekki væri orðið 16 ára kæmist ekki inn.“ í vefnaðar- vöruverslun á Laugaveginum hittum við Þóru Pétursdóttur, 21 árs, hún sagði að árgangurinn ætti að ráða. Það væri nefnilega ósanngjarnt þegar vinir ætluðu út að skemmta sér og sumir kæmust ekki inn útaf því að þeir væru ekki búnir að ná tilteknum aldri, en þau sem væru kannski mánuði eldri kæmust inn. í sömu verslun hittum við Guð- bjart Þór Kristjánsson.llthlíð 3, hann verður 16 ára í nóvember. Að hans mati ætti árgangurinn að ráða, því ef hann fer út að skemmta sér með vinum sínum komast þeir ekki inn út af því að hann er ekki orðinn 16 ára. Svava Berg sem er 55 ára göm- ul sagði að fæðingarárið ætti að ráða til um það hvort maður kæmist inn eða ekki. Sonja Felton sagði líka að fæð- ingarárið ætti að ráða. Hún sagði ennfremur: „Krakkar sem verða 16 ára á þessu ári ættu að komast inn á Safarí, því að mér finnst betra að þeir séu þar en að hanga niðri á plani þar sem eng- inn veit hvað gerist." Loks gengum við inn á lög- reglustöðina við tollinn. Þar hittum við Gísla Guðbrandsson, honum fannst að afmælisdagur- inn ætti að ráða, annars væru alltaf árekstrar. Iljöriur Narfason (■uöjón Kinarsson (iunnar Andrósson \j;nar llauksson Sit*fán Kristjánsson Þóra Pútursdóttir Sonja Kollon lóunn Kristjánsdóttir oj; systurnar (iuórún oj; Svala Jónsda*tur, allar frá Vestmannacyjum Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! Innihurðir Hagstætt verð/góð greiðslukjör Biðjió um myndaiista ísíma 18430 Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTÍG 1 S. 1 8430 j SKEIFAN 19 S. 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.