Morgunblaðið - 16.02.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 Samtök áhugamanna um jafnan kosningarétt: Skora á þingmenn að bíða niðurstaðnanna — Um tíu þúsund manns hafa þegar tekið þátt í skoðanakönnuninni SAMTÖKUM áhugamanna um jafnan kosningarétt hafa nú borist svör frá um það bil tíu þúsund kjósendum í Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi í skoðanakönnun þeirri er nú stendur yfir. Þótt enn sé ekki búið að flokka öll svörin, gefa þær þús- undir, sem búið er að telja, marktækar niðurstöður um vilja kjósenda. Til þess að forðast að hafa áhrif á könnunina vilja Samtökin ekki birta sundurlið- aðar niðurstöður fyrr en að henni lokinni. Hins vegar benda tölurnar til þess, að mikill meirihluti kjósenda í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi vilji fara allt aðra leið í kjördæmamálinu en þá sem þingmenn virðast vera að koma sér saman um án umboðs frá kjósendum, segir í fréttatilkynningu frá Samtök- um áhugamanna um jafnan kosningarétt. Formönnum stjórnmálaflokk- anna og þingflokka þeirra hafa verið látnar í té bráðabirgðanið- urstöður úr skoðanakönnuninni sem trúnaðarmál. Með tilliti til þess, að svo margir kjósendur hafa lagt það á sig að koma skoðunum sínum á framfæri, vilja Samtökin skora á stjórn- málamenn að fresta frekari að- gerðum þar til endanlegar niðurstöður úr skoðanakönnun- inni liggja fyrir. Forsætisráð- herra til Dan- merkur í dag Forsætisráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, og kona hans, frú Vala Thoroddsen, halda í dag utan til Danmerkur í opinbera heimsókn. I Danmörku verður forsætisráðherrann, Paul Schlúter, gestgjafi Gunnars. í tilefni 100 ára afmælis Framtídarinnar, málfundafélags Menntaskólans í Reykjavík, var haldinn málfundur í Casa Nova í gærkveldi. Þar komu fyrrverandi forsetar Framtíðarinnar saman til ræðukeppni, þar sem hver og einn talaði í ákveðinn tíma og um sjálfvalið efni. Á myndinni má sjá hluta fundarmanna, og Gunnar Stein Pálsson fyrrum formann Framtíðarinnar í ræðustól, en hann valdi sér dauðarefsingu að umræðuefni. Um bókun í ríkisstjórn og póli- tíska ábyrgð má endalaust deila segir Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, í tilefni af deilunni um vísitölufrumvarpið FORMHLIÐ vísitölufrumvarpsins, sem Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, lagði fram á þingi á mánu- Karvel býður sig fram gegn Sighvati — „Ætla að berjast fyrir 1. sætinu,u segir hann í bréfi til stuðningsmanna „HANN hefur fullan rétt til að bjóða sig fram í hvaða sæti sem hann vill. Ég hef frétt að hann hafi sent út bréf þar sem hann tilkynnir að hann ætli að berjast fyrir 1. sætinu. Ég hef ekki séð þetta bréf ennþá og hann hefur ekki rætt það við mig,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Al- þýðuflokksins og efsti maður á lista flokksins í Vestfjarðakjördæmi, er Mbl. spurði hann álits á þeirri ákvörðun Karvels Pálmasonar, sem skipar annað sæti á lista Alþýðuflokksins í kjördæminu, að berjast við Sighvat um 1. sætið. í bréfum sem Karvel hefur sent in á þennan hátt þá verði það ekki stuðningsmönnum flokksins á Vestfjörðum segist hann bjóða sig fram í 1. sæti og „ætla að berjast fyrir því“. Karvel sagði aðspurður það rangt vera að hann væri að biðja fólk um að kjósa sig í 1. sæti. „Ég hvet fólk aðeins til að taka þátt i prófkjörinu, en ég dreg eng- an dul á að ég berst um fyrsta sætið. Ég hlýt að hafa sama rétt til þess og aðrir," sagði hann. Hann kvað það alls ekki rétt vera að hann væri að bjóða sig fram gegn einum eða neinum. Sighvatur Björgvinsson sagði að samstarfið við Karvel hefði ætíð verið prýðisgott. Hann sagði einn- ig: „Ég vona að þó baráttan sé haf- til að varpa skugga á hana. Ég hef ekkert frumkvæði um slíkt haft.“ Aðspurður í lokin um hvort hann túlkaði þetta sem vantraust af hálfu Karvels, sagði hann: „Nei, en mér hefði þótt vænt um að frétta af þessu með öðrum hætti.“ O' INNLENT dag hefur orðið deiluefni á Alþingi. Ráðherrann situr í efri deild en lagði frumvarpið fram f neðri deild eins og um stjórnarfrumvarp væri að ræða. Kom málið til kasta Sverris Her- mannssonar, forseta neðri deildar, sem úrskurðaði það sem stjórnar- frumvarp þótt ráðherrar Álþýðu- bandalagsins væru því andvígir. Byggði þingforseti úrskurð sinn á því, að forseti Islands hefði áritað frum- varpið og fallist á flutning þess eins og um stjórnarfrumvarp væri að ræða. Forseti ber ekki ábyrgð á stjórnarat- höfnum og fer því að tillögu ráðherra í rnálum sem þessum. í samtali við Olaf Jóhannesson, utanríkisráðherra, sem birtist á miðsíðu Morgunblaðsins í dag er hann spurður: „Nú segir Alþýðu- bandalagið, að forsætisráðherra sé að brjóta ákvæði stjórnarsáttmál- ans með því að flytja vísitölufrum- varpið. Til þess hafi þurft samþykki allra aðila ríkisstjórnarinnar. Hvert er þitt álit á þessu? „Þeir segja, að flutningur forsæt- isráðherra á þessu máli brjóti í bága við hin skráðu ákvæði stjórn- arsáttmálans," sagði utanríkisráð- herra. Sem sé ekki leynisamkomulagið? „Ef þú vilt kalla hina óbirtu yfir- lýsingu við stjórnarmyndunina því nafni. En menn verða að átta sig á því að ríkisstjórnin er ekki fjölskip- að stjórnvald. Einstakir ráðherrar hafa forræði hver á sínu sviði. Þeir leggja mál fram í ríkisstjórninni og þar geta ráðherrar að vísu gert at- hugasemdir en ekki svipt aðra for- ræði þeirra mála sem undir þá heyra. Stjórnskipulega ætti þetta að duga til að ráðherra flytji mál sem stjórnarfrumvarp, en hugsan- lega gæti hann gerst brotlegur við stjórnarsamning eða pólitískt sam- komulag. Þá eru til mál sem ríkis- stjórnin verður lögum samkvæmt að standa að í heild og við meðferð þeirra getur komið til þess að í rík- isstjórn myndist meirihluti en minnihlutinn kjósi að bóka sérstöðu sína. Hitt er annað mál sem ég vil ekki fara út í, hvort menn geta firrt sig ábyrgð með bókun einni saman. Vafalaust má segja að það sé unnt hvað lagalegu ábyrgðina varðar en um pólitísku ábyrgðina er enda- laust deilt.““ (Sjá viðtal við Olaf Jóhannesson á miðopnu blaðsins um flugstöð- ina, varnarliösframkvæmdir, kjördag, kjördæmamálið, neit- unarvaldið, stjórnskipulegt vald ráðherra og hvort Olafur ætli að verða forsætisráðherra á ný.) Regnboginn: Sjötti sýningar- salurinn bætist við — og enn fleiri síðar SJÖTTI sýningarsalurinn mun innan tíðar verða tekinn í notkun hjá kvikmynda- húsinu Regnboganum í Reykjavík, að því er Jón Ragnarsson forstjóri Regnbogans sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkveldi. Nú eru fimm sýn- ingarsalir í Regnboganum, sem samtals rúma tæplega 700 sýningargesti, en nýi salurinn mun taka 90 manns í sæti að sögn Jóns Ragnarssonar. Jón kvað nýja salinn verða í sama húsnæði og nú hýsir myndbanda- leigu, við hlið Regnbogans. Mynd- bandaleiguna sagði hann verða þar áfram, og stefnt væri að því að hinn nýi salur yrði aðeins sá fyrsti af fleiri, sem opnaðir yrðu í því hús- næði, en munu tengjast því húsnæði sem Regnboginn er í nú þegar. Sjötti salurinn verður tekinn í notkun eftir mánuð eða þar um bil, en Jón sagðist ekki geta sagt hvenær fleiri fyrir- hugaðir salir yrðu teknir í notkun. Storð kemur út í 25.000 eintökum Gengismunargjald á skreið: Móti í fyrradag með í gær — breytileg afstaða Guðmundar J. EINS og fram kom í þingfréttum Morgunblaðsins í gær greiddi Guð- mundur J. Guðmundsson (Abl.) atkvæði með breytingartillögu sjálfstæð- ismanna við bráðabirgðalögin, eftir aðra umræðu þeirra í fyrradag, þess efnis, að niður falli 6,5% gjald af skreiðarafurðum. Tillagan var samþykkt með 19:18 atkvæðum, svo máli skipti, hvoru megin hryggjar atkvæði þingmannsins lá. Þá vakti það athygli að Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, sat hjá við atkvæðagreiðslu um breytingartillögu Magnúsar H. Magnússonar (A) um ráðstöfun gengismunar. Sú tillaga féll, þrátt fyrir hjásetu ráðherrans, svo afstaða hans réð engum úr- slitum. Steingrímur Hermannsson. sjávarútvegsráðherra, flytur til- lögu um að taka gengismunar- gjald á skreiðarafurðir enn á ný við þriðju umræðu, nú að vísu 5,5% í stað 6,5%. Þá bregður svo við að Guðmundur J. Guð- mundsson (Abl.) greiðir atkvæði með gjaldinu og ráðherra. Finn- ur því sitt hvað til foráttu í ræðustól, en kveðst greiða at- kvæði með því, til sátta. Tillagan fellur engu að síður, 19:19. FVRSTA tölublaðið af STORl), hinu nýja tímarití, sem Almenna bókafélagið og Iceland Review eru að búa sig undir að gefa út sameiginlega, verður prentað í 24.000—25.000 eintökum, sem er að sögn útgefanda, langtum stærra upplag en tíðkast um íslensk tímarit. Nýlega áttu aðstandendur STORÐAR fund með fulltrúum auglýsingastofanna og kynntu þeim málið og af því tilefni hafði Mbl. samband við Brynjólf Bjarnason, framkvstj. Almenna bókafélagsins. Sagði hann, að undirbúningur væri á lokastigi og ákvörðun hefði verið tekin um að senda fyrsta eintakið til allra meðlima í bókaklúbbi Almenna bókafélagsins, sem eru 15.000. Ritið yrði að sjálfsögðu líka á almennum markaði, verið væri að leggja drög að kynningarmálum — og að öllu samanlögðu hefði niðurstaðan orðið sú að prenta í þessu stóra upplagi. „Auglýsendur okkar eru líka hressir yfir þessu stóra upplagi. Það var ekki fyrr en um síðustu helgi að við byrjuðum að bjóða auglýsingar og viðbrögð hafa orðið mjög góð eftir því sem ég best veit,“ sagði Brynjólf- ur. „Við leggjum áherslu á hágæðarit, ef ég mætti svo að orði komast — og nægir í því sambandi að benda á Ice- land Review, sem að vissu marki er hliðstæða hvað frágang snertir. Rit- stjóri beggja er hinn sami, Haraldur J. Hamar." “Við ráðgerum að fyrsta tölublað STORÐAR líti dagsins ljós í apríl, það verður ársfjórðungsrit. Rit- stjórnarlega er því að mestu lokið, við erum aðallega að hugsa um 2. og 3. tölublað núna — og svo auðvitað að taka við auglýsingum í fyrsta tölublaðið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.