Morgunblaðið - 16.02.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.02.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 33 fclk í fréttum Dýrír drykk- ir í París + Lögreglan í París lokaði nú á dögunum næturklúbbi nokkrum í hinu alræmda Pigalle-hverfi og hafa eigandi hans og fram- kvæmdastjóri verið sakaðir um óheyrilegt okur á viðskiptavin- um staðarins, sem einkum eru ferðamenn. Reikningarnir, sem gestirnir fengu í hendur, voru oft hinir ævintýralegustu, gátu numið allt að 16.000 kr. fyrir drykkj- arföngin ein, og ef þeir tregðuð- ust eitthvað við að borga komu útkastararnir á vettvang og „töluðu þá til“. Aðferðin við að plata sveita- manninn var alltaf sú sama. Leigubílstjórar komu ferða- mönnunum á framfæri við vændiskonur, sem lofuðu þeim öllu fögru eftir að þeir hefðu boðið þeim upp á veitingar á til- teknum stað og var sjaldan neitt í veginum með það. Ferðamenn- irnir máttu hins vegar heita góðir ef þeir voru borgunar- menn fyrir víninu, hvað þá að þeir ættu fyrir blíðu gleðikvenn- anna. + Patrick Duffy, öðru nafni Bobby í „Dallas", er margt til lista lagt. Hann þykir t.d. góður söngv- ari og nú ætlar hann að fara að syngja inn á plötu með frönsku söngkonunni Mireille Mathieu. Munu upptökurnar fara fram í Las Vegas. / stöðugu stríði við aukakílóin .+ Charlene Tilton, eða Lucy í Dallas-þáttunum, fékk mömmu sína, Kathrine Mance, í heim- sókn til sín í stúdíóið nú ekki alls fyrir löngu og var þá þessi mynd tekin af þeim saman. Kathrine mamma á við það sama að stríða og dóttirin, hún stendur í eilífu stríði við auka- kílóin. Charlene reynir að ná þeim af sér með steppi og dans- æfingum og segist hafa lést all- nokkuð upp á síðkastið. Innst inni óttast hún þó, að hún verði að lokum jafn þrifleg og mamma hennar. Þeim mæðgunum kemur mjög vel saman enda hefur Charlene ekki gleymt því hve mamma hennar þrælaði fyrir henni í æsku og til að hún menntaði sig. Faðir Charlene lét sig hverfa þegar hún var tveggja mánaða og þá brá Kathrine á það ráð að yfirgefa sitt heimaland, Jógóslavíu, og gerast innflytj- andi í Bandaríkjunum. Kathrine finnst það alveg stórkostlegt, að dóttir hennar skuli vera orðin kvikmyndastjarna en ánægðust er hún yfir ömmubarninu, henni Cherry litlu. + Það er bandarískur hugvitsmaður, sem á heiðurinn af þessu sérkenni- lega farartæki hér á myndinni. Það er 13 metra langt og kemst hraðar en nokkurt annað farartæki, sem eingöngu er knúið vöðvaafli. Vélin samanstendur af fimm íþrótta- mönnum og er sá fremsti með sér- stök gleraugu til að geta séð út um plasthlífina framan á „Vindlinum" eins og farartækið hefur verið kall- að. Þegar það var reynt á íþrótta- leikvangi í Los Angeles komst hrað- inn upp í 65 km á klst. en hins vegar fylgdi það ekki sögunni hve lengi mennirnir héldu hann út. — Minntu mig á að vid þurfum að láta gera við læsinguna. + írski gamanleikarinn Dave Allen, sem íslenskum sjónvarpsáhorfend- um er að góðu kunnur, og kona hans, Judith Scott, eru nú skilin eft- ir 19 ára hjónaband. Þau hafa ekki búið saraan í tvö ár og nefna það sem eina af ástæðunum fyrir skiln- aðinum. Þau eiga þrjú börn saman. „Það er ekkert um þetta að segja. Allir sem vettlingi valda standa nú í því að skilja og við viljum ekki vera neitt öðru vísi en annað fólk,“ segir Dave Allen. Morþfunblaðiö/ Steinar llöfn, 11. febrúar. í dag kom Gissur Hvíti til Hafnar eftir 8V2 mánaða klössun í Esbjerg í Danmörku. Skipt var um aðalvél og sett 880 hestafla Callesen vél í staðinn fyrir 450 hestafla Stork vél. Kinnig voru settar nýjar Ijósavélar og skipt um öll spil, rafmagn og sett auto-troll útbúnaður. Voru gerðar ýmsar breytingar til bóta. Báturinn hélt strax á netaveiðar. Leigjendasamtökin: Undirbúa stofnun bygg- ingasamvinnufélags „þAÐ ER mikill áhugi í okkar sam- tökum fyrir stofnun byggingasam- vinnufélags," sagði Jón frá Pálm- holti, formaður Leigjendasamtak- anna, í samtali við Morgunblaðið í gær. Jón staðfesti að unnið væri að undirbúningi stofnunar bygg- ingarsamvinnufélags af hálfu Leigjendasamtakanna. Af hálfu samtakanna væru fulltrúar þeirra á leið til Svíþjóðar til að kynna sér starfsemi hliðstæðra byggingasamvinnufélaga þar í landi. Jón sagði að þar sem ástandið á leiguíbúðamarkaðinum væri slæmt og útlitið dökkt, teldu menn einna vænlegast að ráðast í stofnun byggingasamvinnufé- lags. Aðspurður kvaðst hann vart búast við stofnun félags fyrr en með vorinu, en í framhaldi af því yrði líklegast sótt um bygg- ingarlóð og ráðist í framkvæmd- ir. Bestu kveðjur og þakkir til allra sem sýndu mér vinarhug á sjötugsafmæli mínu. Lifið heil. Jóhann Kr. Pétursson Svarfdælingur. Prófkjör Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi 26.—27. febrúar 1983 Stuðningsmenn Ólafs G. Einarssonar hafa opnað skrifstofu aö Skeiðarási 3, Garðabæ (húsi Rafboða hf.). Skrifstofan verður opin kl. 17—22 virka daga og kl. 13—19 um helgar. Sími 54555 Amsterdam Páskar, vorþeyr og menning í alda- gömlum höfuöstaö lista í Hollandi. TakiÖ ykkur viku hvíld og njótiö lífsins á lúxushóteli. Brott- för 29. mars. Vesturgötu 4. Sími 17445. f erða+UrUitoían IFarandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.