Morgunblaðið - 12.03.1983, Side 1

Morgunblaðið - 12.03.1983, Side 1
1 48 SÍÐUR OG LESBOK 59. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gdansk: Hvatt til mót- mæla Varsjá, II. mars. AP. VERKAMENN í Lcnín-skipasmída stöðinni í Gdansk hafa nú hvatt til mótmæla fyrir utan stöðina á sunnu- dag og mánudag og í dreifibréfi sem hefur verió dreift á laun er þess krafist að starfsemi Samstöðu, óháðu verkaiýðsfélaganna, verði leyfð á ný, segir í opinberum heim- ildum í dag. „Við krefjumst þess að starf- semi Samstöðu verði lögleg á ný og að endir verði bundinn á allar refsiaðgerðir," segir í dreifibréfi sem komið var til allra vestrænna tengiliða aðfaranótt föstudags. Opinberir starfsmenn í Gdansk viðurkenndu að útbreiðsla dreifi- bréfs þessa væri mikil þar í borg, en það er stílað á pólska þingið frá starfsmönnum skipasmíðastöðv- arinnar. Walesa var í dag viðstaddur annan hluta réttarhalda yfir Önnu Walentynowicz, fyrrverandi leiðtoga Samstöðu, en hún er ákærð fyrir að hvetja til verkfalla í skipasmíðastöðvunum eftir að herlög voru sett á í Póllandi, 13. desember 1981. Balkar látinn Belgrad, 11. marz. AP. TYRKNESKI sendiherrann, Galip Balkar lézt í Belgrad í dag, tveimur dögum eftir að hann varð fyrir skot- árás tveggja Armena í miðborg Belgrad. Balkar, sem var 47 ára gam- all og ókvæntur, hafði verið meðvit- undarlaus, frá því að skotið var á ha -« rétt fyrir hádegi á miðvikudag. Balkar var þá strax fluttur á sjúkrahús, þar sem gerð var skurð- aðgerð á heila hans til þess að ná burt annarri kúlunni, sem hæfði hann. Hin byssukúlan, sem lent hafði rétt við hrygginn, var einnig fjarlægð. En þrátt fyrir mikla við- leitni lækna fór heilsu Balkars stöð- ugt hrakandi. Blóðþrýstingur hans féll stöðugt og varð æ óreglulegri, unz hann lézt í dag. Annar árásarmannanna var skot- inn af júgóslavneskum leynilög- reglumanni í árásinni og særðist alvarlega. Hinn árásarmaðurinn var handtekinn 8 klukkustundum síðar 1 bænum Novi Sad um 70 km fyrir norðan Belgrad. Humberto Calderon Berti, olíuráðherra Venezúela, spjallar við fréttamenn í hádegisverðarhléi í gær. Símamynd AP. Ekkert samkomulag í nánd hjá OPEC Lundúnum, 11. mars. AP. DEILUR Saudi-Araba og írana virtust í kvöld standa í vegi fyrir samkomulagi allra OPEC-ríkjanna og tilraunum þeirra til að komast hjá verðstríði á olíumarkaðnum. Hinir þrettán ráðherrar olíu- útflutningsríkjanna, sem sýndu greinileg þreytumerki eftir tíu daga fundahöld og þjark, sögðu lítið hafa færst i samkomulagsátt varðandi olíuframleiðslumagn á hvert ríki. Þeir hittust á fámenn- um aðskildum fundum síðdegis. „Ég er hræddur um að við séum enn víðs fjarri hvor öðrum í skoð- unum varðandi framleiðslumagn á hvert ríki,“ sagði Mana Saeed Oteiba, olíuráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna í kvöld, en Humberto Calderon Berti, olíuráðherra Venuzúela, sagði „al- mennan skilning" ríkja gagnvart því að olíuverð þyrfti að lækka niður fyrir 34 dollara á tunnu. Hann neitaði hins vegar að tjá sig um það hversu mikil lækkunin gæti orðið, en heimildir herma að nýja verðið verði 29 dollarar á tunnu. Það hefur tekið olíuútflutnings- ríkin meira en viku að komast að samkomulagi um olíuverðið, en talið er að enn meiri ágreiningur ríki um framleiðslukvótann. íran- ir og Saudi-Arabar hafa deilt mánuðum saman um atriði varð- andi framleiðsluna, og er orsökin að hluta til sú hversu ólík viðhorf til stjórnmála rikja í löndum þeirra. íranir saka Saudi-Araba um offramleiðslu sem þjóni hags- munum iðnríkjanna. Fjárhagsaðstoð Saudi-Ar- aba við Iraka undanfarin tvö og hálft ár í stríði írana og íraka hefur enn aukið fjandskapinn milli þessarra tveggja stærstu olíuframleiðenda í OPEC. Saudi Arabar ásaka hins vegar írani um að undirbjóða verð á olíu sinni og brjóta þannig gerða samninga OPEC-ríkjanna. Verð á gulli féll og gengi dollar- ans var óstöðugt á gjaldeyris- mörkuðum í dag vegna óvissu um olíuverðið. Óvissa þessi hafði einnig áhrif á aðra gjaldmiðla í Evrópu. Gjaldeyriskerfi Evrópu, sem er byggt á samkomulagi ríkjanna um að láta gengið ráðast af fram- boði og eftirspurn er í hættu, þar sem gengi franska frankans hefur aldrei verið jafn lágt gagnvart þýska markinu. Verkföllum aflétt í Svíþjóð: Samning- ar tókust flestum að óvörum Stokkhólmi, 11. mars. Frá fréttaritara Mbl. Cuðfinnu Kagnarsdóttur. VERKFÖLLUNUM í Svíþjóð, sem hófust á Töstudagsmorgun, hefur nú verið aflétt eftir tæplegan hálfan sól- arhring. Eins konar forsamningar tókust í kvöld með sænska verka- lýðssambandinu, LO, og atvinnurek- endasambandinu, SAF, eftir að rík- isstjórnin hafði hvatt deiluaðila til að ræða málin nánar. Samningarnir komu flestum mjög á óvart þar sem búist hafði verið við, að atvinnurekendasam- bandið boðaði til verkbanns, sem gengi í gildi í næstu viku. Verka- lýðssamtökin fengu um 2% í kauphækkun og loforð um launa- uppbætur eins og þau höfðu kraf- ist. Það var einmitt um þessar uppbætur, sem aðaldeilan stóð. í samningunum er þó sett hámark á þessar uppbætur og verkalýðs- samtökin og atvinnurekendur komu sér saman um að vinna að því að minnka þýðingu launa- uppbótanna í framtiðinni. Þar með er vinnufriður fenginn fyrir tvær milljónir launþega en ekkert miðar þó enn í samningsátt hjá opinberum starfsmönnum. Um hálf milljón ríkisstarfsmanna er í yfirvinnubanni og á föstudag- inn í næstu viku hafa opinberir starfsmenn boðað til víðtækra verkfalla meðal annars hjá starfs- fólki á sjúkrahúsum og dagheimil- um. Heldur Nkomo til Bretlands? Noregur: Samið um sölu salt- fisks til Portúgal Ósló, II. mars. Frá fréUaritara Mbl. TEKIST hafa samningar um sölu norsks saltfisks til Portú- gals fyrir um 570 milljónir ísl. kr. að því er greint var frá í Ósló í dag. Norðmenn leggja á það ríka áherslu, að um saltfisk- söluna hafi samist án þess að Portúgalar fengju auknar heimildir til veiða í norskri lögsögu, og það þótt þeir hafi nýlega samþykkt áframhald- andi veiðar Portúgala við Noreg eftir 15. nóvember þegar núverandi samkomu- lag rennur út. Kvóti þeirra nú hljóðar upp á 1.500 tonn en verður 2.500 tonn eftir 15. nóvember. Portúgalar hafa tilkynnt Norðmönnum, að þeir ætli að senda fimm togara á miðin við Svalbarða og það hafa Spánverjar einnig gert. Sam- kvæmt tvíhliða samkomulagi Sovétmanna og Norðmanna er öðrum þjóðum heimilt að veiða alls 5.000 tonn á þess- um miðum. Lundúnum, 11. mars. AP. BRESKIR embættismenn hafa haft samband við Joshua Nkomo, annan helsta lciðtoga blökkumanna í Zimbabwe, sem flúið hefur land sitt, til að afla upplýsinga um það hvort hann hyggst sækja um hæli í Bret- landi, að því haft er eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins. Talsmaðurinn bætti því við, að ekki hefði komið nein umsókn um neitt slíkt frá Nkomo, en óstað- festar fregnir herma að hann hafi í hyggju að fljúga til Lundúna ein- hvern tíma yfir helgina frá Gab- orone. Utanríkisráðuneytið sagði að samband hefði verið haft við Nkomo gegnum embættismann krúnunnar í Botswana, en ekki var nánar kveðið á um hvað þeim hefði farið í millum. Nkomo flúði til Botswana fyrr í þessari viku, þar sem hann hélt því fram að forsætisráðherra Zimbabwe, Robert Mugabe, vildi sig feigan. Hann flúði eftir að her- menn Mugabes gerðu húsleit á heimili hans í Bulawayo og drápu bílstjóra hans. Joshua Nkomo Mugabe sagði á blaðamanna- fundi í Nýju Delhí í dag að það væri reginfirra að hann vildi Nkomo feigan. „Ég er ekki morð- ingi. Hvað væri áunnið með því að drepa hann?“ bætti Mugabe við, en hann situr um þessar mundir leiðtogafund óháðu ríkjanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.