Morgunblaðið - 12.03.1983, Side 17

Morgunblaðið - 12.03.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 17 Frakkar hafa tvær löggjafarsam- komur, þar sem önnur er skipuð fulltrúum sveitarstjórna og hér- aðssamtaka. Fullyrðingar í blöðum og fjöl- miðlum að undanförnu, og er þá gjarnan vitnað í velvirta fræði- menn, um að allar lýðræðisþjóðir hafi í reynd viðurkennt jafnan at- kvæðisrétt, eru rangar eða ekki skoðaðar með hliðsjón af því að oft er um að ræða tvö löggjafar- þing, þar sem réttur byggðarlag- anna er sérstaklega virtur í öðru, eins og framangreind dæmi sýna. í Weimar-lýðveldinu, þ.e. í Þýskalandi eftir fyrri heimsstyrj- öldina, var komið á fullkomnu jafnrétti atkvæða. Landið allt var eitt kjördæmi og atkvæðisréttur jafn. Flestir stjórnmálafræðingar telja þetta vera einn af höfuðveik- leikum þess stjórnkerfis, en þá sögu þekkja allir. Jöfnun atkvæðisréttar Það er ljóst að of mikið mis- ræmi um gildi atkvæða hefur ver- ið við lýði hér á landi hin síðari ár. Hef ég undanfarin ár barist fyrir sanngjarnri leiðréttingu, jafn- framt hef ég vakið athygli á því að efla þyrfti sjálfsstjórn héraðanna meira en gert hefur verið. Algjört jafnrétti atkvæða hef ég alltaf tal- ið fjarstæðu miðað við núverandi aðstæður. Hef ég gjarnan vitnað til Norðmanna, en þeir hafa viður- kennt að tvö atkvæði í Osló jafn- giltu einu atkvæði í Finnmörk. Norðmenn viðurkenna þennan að- stöðumun milli íbúa eftir því hvar þeir búa. Ekki er mér kunnugt um neinar óánægjuraddir frá Osló- búum vegna þessa, enda þótt þetta misvægi sé samþykkt í stjórn- arskrá landsins. Telji Norðmenn ástæðu til að auka vægi atkvæða í Finnmörk á kostnað þéttbýlisins, þá er enn meiri ástæða fyrir okkur að gera slíkt hið sama. Byggðaþróun hér á landi hefur gjörbreyst á síðustu 70 árum eða frá fyrri heimsstyrjöld. Nær helmingur þjóðarinnar hefur sest að á höfuðborgarsvæðinu og virð- ist þessi þróun halda enn áfram. Ástæður fyrir þessum fólksflutn- ingum eru margvíslegar, en hér skiptir samt mestu að um mikinn mismun er að ræða í þjónustu og ungar gætir meðal vestfirskra sjálfstæðismanna. Sundrungin er vatn á þeirra myllu og gefur þeim vonir um að þeim megi takast að fella annan mann Sjálfstæðis- flokksins og taka sæti hans. Það væri vissulega ömurlegt til þess að vita ef sérframboð „óánægðra sjálfstæðismanna" nú yrði til þess að fleyta fulltrúa Alþýðubanda- lagsins á Vestfjörðum inn á þing. „Sérframboð“ fær lítinn hljómgrunn Það er engin tilviljun að mál- gögn Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins, Tíminn og Þjóðviljinn, hafa verið einkar áhugasöm um sérframboð hinna „óánægðu". Linnulausar frásagnir þessara blaða hafa verið til þess gerðar að kynda undir eldum óánægju og sundrungar meðal vestfirskra sjálfstæðismanna. Til- gangurinn hefur vitanlega verið sá að grafa undan fylgi Sjálfstæð- isflokksins og efla Alþýðubanda- lagið og Framsóknarflokkinn. Frásagnir og fréttamat Tímans og Þjóðviljans helgast fyrst og fremst af pólitískum hagsmunum þeirra afla er standa að útgáfu þessara blaða. Uppsláttur þeirra á yfirlýsingum sérframboðssinna eru greinilegt dæmi um það. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, er sérframboð „óánægðra sjálfstæðismanna" fyrst og fremst vatn á myllu and- stæðinga Sjálfstæðisflokksins. Tilkomu þess er fagnað í þeim fjölmiðlum, sem berjast gegn hug- sjónum flokksins. Vestfirskir sjálfstæðismenn hafa vitanlega gert sér þetta ljóst og því hefur sérframboð hlotið lítinn hljóm- grunn á meðal þeirra. Bolungarvík, 27. febr. 1983, Hinar K. Guðfinnsson. aðstöðu fólksins á fjölmörgum sviðum. Orsakir eru margar og samverkandi og fátt hefur verið gert til þess að snúa þessari þróun við eða hamla gegn henni á raun- hæfan hátt. Tekið skal eitt dæmi um orsakir þessarar þróunar. Skipakomur milli íslands og út- landa dreifðust nokkuð á milli landshluta fyrir síðari heimsstyrj- öld, enda voru skipin smá og gerð út frá mörgum stöðum á landinu. Vegna legu t.d. Austurlands voru skipakomur milii þess landshluta og Evrópu og þó sérstaklega Nor- egs mjög góðar, enda fjölgaði i þessum landshluta mest á þeim tíma. Eftir fyrri heimsstyrjöldina og fram til dagsins í dag eru nær allar beinar samgöngur í gegnum Reykjavík. Afleiðingin er sú m.a. að allt vöruverð er verulega hærra úti á landsbyggðinni en í höfuð- borginni. Fjölmörg svipuð dæmi mætti nefna t.d. varðandi sam- göngumál, raforkumál, menn- ingarmál og fræðslumál og flest alla þjónustustarfsemi í landinu. Að mínu mati liggur ein aðalor- sökin hjá löggjafanum að hafa ekki nægjanlega varðveitt sjálf- stæði héraðanna og reynt að stuðla að þéttbýliskjörnum víðs- vegar um landið. Það er því mál, að við hættum öllum stóryrðum og illdeilum og tökum höndum saman um að finna þjóðarsátt í stjórnarskrár- málinu. Slíkt er hægt, ef vanda- málin verða krufin til mergjar og þau rædd öfgalaust og með gagn- kvæmum skilningi. Stjórnarskrármálið er mál þjóðarinnar allrar Ég fagna því að lagðar hafa ver- ið fram tillögur að breytingum á stjórnarskránni, sem nú eru til umræðu á Alþingi. Þessar tillögur gera ekki ráð fyrir verulegum brcytingum á henni og ég tel þær ekki nægjanlegar og mun taka þær til sérstakrar umfjöllunar fljótlega. Engu að síður eru þær ágætur umræðugrundvöllur og mörg nýmæli horfa til bóta. Nú- verandi stjórnarskrá er lítið breytt frá 1874, en hún hefur reynst vel og verið hornsteinn lýð- ræðis og mannréttinda hér á landi frá þeim tíma til dagsins í dag. Ákveðið hefur verið að fresta endanlegri afgreiðslu þeirfa á Al- þingi og ber að fagna því. Ljóst er samt að verulegar breytingar verða samþykktar á kjördæma- skipuninni til jöfnunar atkvæðis- réttar og það ekki óeðlilegt, ef löggjafinn jafnframt tryggir sjálfstæði sveitarfélaganna og bætir aðstöðuna á raunhæfan hátt, en því verkefni er ólokið. Eðlilegra hefði verið, að kjördæmabreytingin hefði fengið málefnalegri og ítarlegri umræðu og frekari jöfnun atkvæða verður að bíða uns málefni dreifbýlisins hafa verið stórbætt. Að lokum legg ég áherslu á að stjórnar- skrármálið er og verður mál þjóð- arinnar allrar. Seyðisfirði, 7. mars 1983, Sigurður Helgason. ALLT í STL Hægt er aö fá nær allar innréttingar I sama „Stíl“ eldhús - baö - skápa í anddyri og svefnherbergi - skilveggi - hurðir og meira aö segja stigahandrið. Hvað viltu meira? Þessar innréttingar eru svo vandaöar og sérstæðar aö margir eru ekki lengi aö ákveöa sig, ef þeir á annaö borö, eru aö kaupa innréttingar. Þú verður að gera þér ferð í Borgartún 27 til að sjá þessar glæsilegu innréttingar, sem hannaðar eru af Birni Einarssyni, íslenskum innanhússarkitekt. SÝNINGARSALUR OPINN UM HELGINA Laugardag kl. 10-5 og sunnudag kl. 2-5 Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.