Morgunblaðið - 12.03.1983, Page 26

Morgunblaðið - 12.03.1983, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 Kostnaðarþátttaka í tannviðgerðum: Gull upp í lands- menn úr Het Wapen — spurði Guðrún Helgadóttir á Alþingi Jóhanna Siguróardóttir (A) og átta þingmenn úr Alþýðu- og Sjálf- stæóisflokki flytja frumvarp til laga, þess efnis, að Almannatryggingar greiði 20% kostnaðar við tannlækningar fyrir þá einstaklinga, sem ekki falla þegar undir ákvæði um kostnaðarþátttöku. Jóhanna sagði í þing- ræðu að hún hefði flutt frumvarp um svipað efni á síðasta þingi. Heilbrigðisráðherra hafi þá talið að koma ætti til móts við almenning um skattaleið en ekki trygginga, að því er varðar þennan kostnað. Hún hafi því cinnig flutt frumvarp um þá leið. I»á hafi ráðherra brugðizt svo við að kunngjöra, að hann hyggðist, með samþykki ríkisstjórnar, breyta reglugerð þann veg, að 20% tannlæknakostnaðar greiddist úr trygg- ingakerfinu. ,,l*ar sem ég tel að lagaheimild skorti til greiðslunnar flyt ég og fleiri þingmenn þetta frumvarp til að tryggja ráðherra þá lagastoð, sem vant er.“ • Halldór Ásgrímsson (F) kvað mál þetta illa undirbúið. Ráð- herra gæti ekki upplýst, hvað samþykkt af þessu tagi kostaði. Ég hygg að kostnaðurinn sé vel yfir 100 m.kr. Staða ríkissjóðs er ekki slík að hann axli þá byrði án nýrrar tekjuöflunar. • Alexander Stefánsson (F) sagði enga samninga í gildi milli Almannatrygginga og tann- lækna. Slíkur samningur er for- senda þess að hægt sé að gera sér grein fyrir framkvæmd og kostn- aði. Hér er því verið að vinna í meiri og minni blindni að málum. • Svavar Gestsson, heilbrigðis- ráðherra, taldi kostnað af fram- kvæmdinni aðeins 20—30 m.kr., enda yrðu ýmsar tannaðgerðir, s.s. gullfylling og brýr undan- þegnar kostnaðarþátttöku trygg- inganna. Sá kostnaður, sem stjórnarákvörðunin leiddi af sér, rúmaðist því innan fjárlaga. Tryggingastofnunin hefur verið svifasein til samninga við tann- lækna. Það verður hinsvegar ekki liðið, að þeir hækki einhliða taxta til að hagnast á þessum ákvæð- um. • Birgir ísleifur Gunnarsson (S) hvað varkárni Halldórs As- grímssonar lofsverða. Fjármála- ráðherra hafi hinsvegar upplýst að fullyrðingar heilbrigðisráð- herra, þess efnis, að fjármagn væri til staðar til að mæta þess- um viðbótarkostnaði, væru kór- réttar. Hinsvegar skorti laga- heimildina. Flutningur þessa frumvarps væri því eðlilegur. • Matthías Bjarnason (S) sagði börn, ellilífeyrisþega og örykja þegar njóta kostnaðarþátttöku trygginganna. Eftir að ríkis- stjórnin hefur tekið ákvörðun um og kunngert, að breytt verði reglugerð í þá átt, að 20% kostn- aðarþátttaka nái til almennings, sé eðlilegt, að þeirri ákvörðun verði fengin lagastoð. • Halldór Ásgrímsson (F) sagði m.a., að látið væri að því liggja, að þessi leið myndi tryggja betri skatttíund tannlækna. Ef rétt væri, sem hann vildi ekkert um fullyrða, að þar skorti á full skil, þá á að ganga í það mál af fullri hörku, lögum samkvæmt. • Pétur Sigurðsson (S) sagði gagnrýni Halldórs Ásgrímssonar (F) og Alexanders Stefánssonar (F) ekki snúast gegn flutnings- mönnum frumvarpsins, sem vildu tryggja lagagrundvöll málsins, heldur bitnaði hún á ríkisstjórn- inni, þ.á m. ráðherrum Fram- sóknarflokksins, sem hefðu ákvarðað 20% kostnaðarþátt tryggingakerfisins, án nægilegr- ar gaumgæfni um framkvæmd og kostnað, að mati þessara gagn- rýnenda. • Guðrún Helgadóttir (Abl.) sagði „ábyrgð" Halldórs Ás- grímssonar hafa verið fjarri góðu gamni þegar hann samþykkti 50 m.kr. ábyrgðarheimild til að „grafa upp handónýtt skip“ aust- ur á söndum. „Máske hann hyggi þar á gullfund til að setja upp i landsmenn!" Guðrún kvaðst sam- þykk frumvarpinu þótt flutt væri af stjórnarandstöðuþing- mönnum. Frumvarpið var síðan sam- þykkt, að viðhöfðu nafnakalii, með 18:14 atkvæðum, 7 sátu hjá en 1 var fjarverandi. Það gengur síðan til þriðju umræðu og þá til síðari þingdeildar. Hvort það nær fullnaðarafgreiðslu í önnum þingsins skal ósagt látið. Skrifstofa bæjarfógeta í Olafsvíkurkaupstað „Olafsvíkurhreppur skal vera kaupstaður og sérstakt lögsagnar- umdæmi. Nær umdæmið um allan núverandi Ólafsvíkurhrepp og heitir Ólafsvíkurkaupstaöur. Heyr- ir umdæmið til Vesturlandskjör- dæmi.“ — Þannig hljóðar fyrsta grein nýrra laga um Ólafsvíkur- kaupstað. „Sýslumaður Snæfells- og Hnappadalssýslu skal jafnframt vera bæjarfógeti kaupstaðar- ins.“ Þannig hljóðar önnur grein laganna. Frumvarpið var samþykkt samhljóða í báðum deildum þingsins. Sérstök skrifstofa bæj- arfógeta — með löglærðum full- trúa — mun verða opnuð í Ólafsvík, hvar dagleg þjónusta verður veitt. Hér verður því sami háttur á og t.d. í Grindavíkur- kaupstað. Alexander Stefánsson (F) var fyrsti flutningsmaður frum- varpsins en meðflutningsmenn aðrir þingmenn Vesturlands- kjördæmis. Deilt um samkomudag Alþingis: Alþýðubandalagið komið í eina sæng með Sjálfstæðisflokki — sagði Steingrímur Hermannsson Matthías Bjarnason (S) mælti í neðri deild Alþingis í gær — og Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.) í efri deild — fyrir samhljóða tillögum til þingsályktunar: „Alþingi lýsir yfir þeim vilja sínum, að þing verði kvatt saman eigi síðar en 18 dögum eftir að næstu kosningar hafa farið fram.“ Flutningsmenn eru úr þingflokkum Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks. Matthías Bjarnason sagði m.a. að í samræmi við sam- komulag fjögurra flokka yrði þing senn rofið og efnt til nýrra kosninga. Þess vegna sé nauð- synlegt að Alþingi lýsi yfir þeim vilja sínum, að þing verði kvatt saman eigi síðar en 18 dögum eftir kosningar, enda verkefni næg. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, mælti hart gegn tillögunni, sem hann kvað efnislega þýða það, að verið væri að ákveða tvennar kosningar á líðandi ári og leggja grundvöllinn að stjórnarmynd- Svavar Gestsson: un þríflokka, er að tillögunni stæðu. Nær væri að snúa sér að viðblasandi vanda í þjóðarbú- skapnum en ana út í tvennar kosningar. Steingrímur hélt því og fram, að það væri fo'rseta lýð- veldisins, að tillögu forsætis- ráðherra, að taka ákvörðun um hvenær þing væri kallað saman — og bar fyrir sig stjórnarskrá. Magnús H. Magnússon (A) sagði tillöguna einvörðungu fjalla um samkomudag Alþing- is, og væntanlega vildu Fram- sóknarmenn að þing kæmi sam- an að kosningum loknum. Al- þýðuflokkurinn hefur hinsvegar hvorki tekið afstöðu til tvennra kosninga árinu né hugsanlegrar stjórnarmyndunar af einu eða öðru tagi, allt slík tal Stein- gríms væri hreinn tilbúningur. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, tók undir það, að tillagan væri einvörð- ungu viljayfirlýsing um sam- komudag þingsins. Það sem Steingrímur Hermannsson les út úr tillögunni er út í hött. Ég gæti allt eins óskað formanni Framsóknarflokksins til ham- ingju með hinn nýja álmeiri- hluta, sem myndast hefur hér í þinginu! Matthías Bjarnason kvað skörina færast upp í bekkinn ef meirihluti Alþingis mætti ekki lýsa vilja sínum um, hvenær nýtt þing yrði kvatt saman með þinglegum hætti. Á meirhluti þings, þrír þigflokkar, að láta minni hlutann, í þessu máli Framsóknarflokkinn, varða veg- inn — og láta þann flokk og Gunnar Thoroddsen stjórna landinu með bráðabrigðalögum fram á síðsumar, eins og þau vinnubrögð hafa nú gefist? Matthías sagði að flutningur þessarar tillögu þýddi hinsvegar hvorki eitt eða neitt varðandi samstarf eða stjórnarmyndun að kosningum loknum, en um þau efni hefði Sjálfstæðisflokk- urinn óbundnar hendur. Þar um myndi nýtt þing fjalla. Getsakir Steingríms væru orða- og áróð- ursleikur. Fráfarandi ríkis- stjórn bæri hinsvegar afrakstur sinn undir dóm kjósenda í næstu þingkosningum. Svipuð orðaskipti áttu sér stað í efri deild. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) vakti þar athygli á ákvæðum 35. greinar stjórnarskrárinnar, sem réttlætti alfarið, að hans dómi, ályktun af því tagi, sem hér væri lagt til að Alþingi sam- þykkti. Steingrímur Hermannsson Svavar Gestsson Óska Framsóknarflokknum til hamingju með nýjan álmeirihluta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.