Morgunblaðið - 12.03.1983, Síða 30

Morgunblaðið - 12.03.1983, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 Gagnkvæm tillitssemi allra vegfarenda Hraðatakmarkanir „Sálfræðileg hraðahindrun“ — „Psychobremse“ í Austurríki. og umferðaröryggi Gatnakerfi gamalla bæjarhluta og þorpa hér á landi er víða að stofni til frá þeim tímum er hestar og kerrur voru helstu flutninga- tækin. Með tilkomu vélknúinna farartækja hefur svipmót þessara gatna tekið algerum stakkaskipt- um. Bflum og vélhjólum er nú ætl- að að halda sig á akbrautunum, en gangandi vegfarendur eiga að halda sig á gangstéttum. Því miður er ökuhraðinn, þar sem svona háttar til, oft alltof hár. Húsagötur og safngötur eru víða það breiðar að ökuhraðinn verður of mikill, því gangandi vegfarendur eiga þar einnig leið um. f íbúðarhverfum virðast börn og aldraðir vera í sérstak- lega mikilli hættu, enda sýna at- huganir að mestur hluti alvar- legra slysa á börnum í umferð- inni verður í grennd við heimili þeirra. í skipulagi nýrra hverfa og við endurskipulagningu hinna eldri, er reynt að ýta undir aðskilnað umferðar gangandi mannna og hjólreiðamanna frá umferð vélknúinna farartækja. Reynt er að draga úr gegnumakstri í íbúð- arhverfum og jafnframt að koma í veg fyrir að gangandi vegfarendur þurfi að fara yfir akbrautir þar sem umferð er mikil. Því miður hefur þessi að- skilnaður reynst erfiður í raun. Það þekkja líklega flestir vegfar- endur af eigin reynslu. Undanfarin ár hefur víða ver- ið gripið tii sérstakra ráðstafana til þess að draga úr hraða um- ferðarinnar, einkum í íbúðar- hverfum. Til þess hefur m.a. ver- ið notast við upphækkanir á ak- brautum, hliðarhindranir og mjókkanir á akstursleiðum. Auk þess hefur verið gripið til þess að gera „þvottabretti" á akbrautir, eða þá að mála þverrendur á yf- irborð þeirra, með millibili sem smátt og smátt þrengist og virk- m UMFEROM ar sem nokkurs konar sálfræði- leg hraðahindrun. Ástæður þess að grípa hefur þurft til slíkra ráðstafana eru m.a. þær, að það hefur sýnt sig að ekki nægir að setja upp skilti með áletrun um hámarkshraða. Boðskapur þeirra er ekki virtur af nærri öllum. í Noregi hefur m.a. komið í ljós í rannsóknum, að það var ekki fyrr en löggæsla hafði verið hert til muna, að árangur varð af hámarkshraða- merkingum. Það hefur hinsvegar komið í ljós að upphækkanir eru yfirleitt ódýrar aðgerðir til þess að draga úr umferðarhraða og auka um- ferðaröryggi. Rannsóknir í fimm borgum í Bretlandi, þar sem upphækkanir voru settar á safngötur í gegnum íbúðar- hverfi, sýndu, að slysum með meiðslum fækkaði að meðaltali um 60%. Svipaða sögu er að segja frá Svíþjóð og Noregi. Þar sem langir og beinir götu- kaflar bjóða upp á hraðakstur er stundum gripið til hliðar- hindrana, eða hliðrana, til þess að draga úr hraða. Samkvæmt þýskri rannsókn er talið að slík- ar aðgerðir hafi fækkað slysum með meiðslum um allt að 40%. Einkum fækkaði banaslysum. Mjókkanir akbrauta henta vel þar sem göngu- eða hjólreiða- stígar liggja yfir þær. Göngu- leiðin styttist og ökumaðurinn verður frekar var við þann sem ætlar yfir. Ein sér er mjókkun hins vegar talin hafa lítil áhrif á umferðarhraða og sama er að segja um „þvottabrettin". Aftur á móti geta þessar aðgerðir verið mjög góðar með einhverjum öðr- um ráðstöfunum. f Reykjavík var fyrsta hraða- hindrunin tekin í notkun árið 1975 á Norðurfelli við Fellaskóla. Síðan hafa hraðahindranir verið settar upp á 13 stöðum í borg- inni. Reynslan hefur orðið sú að íbúar einstakra gatna, og í heil- um skólahverfum, hafa óskað eftir svipuðum aðgerðum hjá sér, einkum á ieiðum skólabarna yfir safngötur. Það sem hér er kallað sál- fræðileg hraðahindrun felst í því að á yfirborð akbrautar eru mál- aðar þverrendur, u.þ.b. eins metra breiðar en með sífellt þrengra bili á milli, eftir því sem nær dregur þeim stað sem hraðalækkunin á að beinast að. Samkvæmt þýskri athugun er talið að slíkar aðgerðir geti lækkað meðalhraða um allt að 10 km/klst., t.d. við gangbrautir í íbúðarhverfum. Loks er hér að geta mjög at- hyglisverðrar nýjungar í um- ferðarskipulagi og skipulagi þéttbýlis. Það eru svonefndar vistgötur. Hugmyndir um vist- götur komu fyrst fram í Hol- iandi fyrir rúmum 10 árum og hafa þaðan borist til annarra landa. ' Dæmi um góða útfærslu á vistgötu, stuttir og beinir vegkaflar og fjölbreytt efnisval. Hindranir eru lágar og yfirsýn góð. Á vistgötum ganga íbúar svæðisins fyrir umferð hvers- konar ökutækja. Umferð gang- andi fólks og vélknúinna öku- tækja er þó blandað saman, t.d. á húsagötum, en tálmunum kom- ið fyrir sem gera hraðakstur úti- lokaðan. Hámarkshraði er víðast 15—20 km/klst. Öryggi íbúanna er látið ganga fyrir öðru við gerð þessara gatna. Umhverfið er gert aðlaðandi fyrir gangandi fólk og bílastæði eru sérstaklega valin og auðkennd. Leiksvæðum er komið fyrir, þar sem vélknúin farartæki komast ekki að, en að öðru leyti er umferðin ekki að- greind eftir tegundum. Krappar beygjur eru m.a. notaðar til þess að draga úr umferðarhraða. Tal- ið er að ef slíkt skipulag á að heppnast megi umferð á anna- tíma ekki vera meiri en 200 bílar á klst. Helstu kostir vistgatna eru taldir: — Aukið öryggi íbúa þeirra. — Aukið frjálsræði barna til leikja og þroskandi umhverfi. — Dregið er ur hlutverki göt- unnar sem umferðaræðar. — Svæðið nýtist til fjölbreyttra almennra athafna. Meðal helstu galla vistgatna eru: — Erfið framkvæmd, sem allir verða að vera sammála um. — Nokkuð dýrt í framkvæmd. — Erfitt reynist að draga úr hraða léttra bifhjóla. — Bent hefur verið á slysa- hættu af völdum bifreiða sem bakkað er út úr bílastæðum. Þá hefur það sjónarmið komið fram að börn alist þarna upp í vernduðu umhverfi, sem þýði aukna hættu fyrir þau þegar út fyrir svæðið er komið. Þegar á allt er litið verður engu að síður að telja að kostir vistgatna bendi til að hér sé á ferðinni merk skipulagsnýjung, einkum þar sem landrými er lít- ið. Við skulum a.m.k. gefa þessu gaum í viðleitni okkar til að auka umferðaröryggi hér á landi. Notaðir í sérf lokki Skoda 120 L. árg. 78 Sérlega vel með fariö eintak og lítur vel út. Er á góðum nagladekkjum. 6 1 O /H*H4Ðk 4BYRGÐ < > THRYSI.FR Mitsubishi Sapporo GLS árg.’82 Svo að segja nýr bíll með sjálfskipt- ingu, vökvastýri, veltistýri, rafdrif- inn, góð stereotæki o.fl. Jæja strákar, þetta er rétti bíllinn á næsta sveita- ball. Rambler árg ’66 i sæmilegu standi og á góðum dekkjum. Mjög ódýr. Skoda 120 GLS árg. ’81 Sérlega fallegur rauður bíll og auð- vitað í toppstandi, útvarp fylgir. Volvo 66 GL árg. 77 Frúarbíllinn frá Volvo, sjalfskiptur og þægilegur. SK®DA crrzcc' Opíð f dag 1—5. JOFUR HF. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.