Morgunblaðið - 12.03.1983, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.03.1983, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 Spjallað um útvarp og sjónvarp ... „Pilturinn haldinn frumlegu ofstæki" Engin ástæða er til að kvarta yfir að þjóðin fái ekki góðar frétt- ir utan úr heimi. Á vegum Ríkis- útvarpsins er einvalalið fréttarit- ara næstum í hverri heimsálfu sem senda reglulega fréttir af því sem efst er á baugi hverju sinni. Helgi Pétursson í Washington sendir stundum fréttir tvisvar á dag, í hádegi og á kvöldin, og til- efnið er kannski ekki merkilegra en hanastélskokteill í bandaríska utanríkisráðuneytinu í tilefni af komu nýs sendiherra frá Evrópu eða Asíu til höfuðborgarinnar. Helgi Skúli Kjartansson í Lond- on er þegar búinn að segja okkur fréttir af hækkandi verðlagi á lambakjöti, kjúklingum og grænmeti í höfuðborg Bretlands og Kristján Guðlaugsson í Peking sagði nýlega frá lagningu járn- brautarteina í Kína og þeim sið Kínverja að fá sér blund í lestum. Guðni Bragason í Bonn var kominn með fréttir af gangi mála á kjördag í þingkosningunum í Vestur-Þýskalandi um kvöldmat- arleytið á sunnudag og úrslit lágu ekki fyrir. Hann tók síðan tali Helmut Kohl, sigurvegara kosn- inganna og útvarpshlustendur á tslandi fengu glögga yfirsýn yfir atburðarásina. Eiríkur Jónsson í Kaupmanna- höfn er búinn að senda marga fréttapistla síðustu mánuði sem fjalla um allt mögulegt og ómögu- legt, svo sem kjarabaráttu verka- lýðs og stöðugt minnkandi tekjur danskra gleðikvenna. Þegar mikið er um að vera í heimsmálum er gott að fá greinargóðar fréttir af gangi mála og fyrrnefndir frétta- ritarar hafa staðið sig vel. Fimmtudagur 3. mars: „Fimmtudagsstúdíóið — útvarp unga fólksins frá Akureyri er vikulega á dagskrá klukkan átta að kvöldi. Stjórnandinn, Helgi Már Bárðarson, spjallaði við gagnfræðaskólakennara á Akur- eyri sem sagði frá kennslunni og samskiptum við nemendur. Þátt- urinn er byggður upp á popptón- list og fastir liðir eru lesendabréf oggetraunir. í þættinum er fjallað um margvísleg áhugamál unga fólksins og lesendabréfin eru greinilega undarlegur samsetn- ingur þar sem minnst er á and- litsbólur, naglalakk, varalit, konur og karlmenn. Ágúst Guðmundsson Föstudagur 4. mars Þáttur Jónasar Jónassonar, „Kvöldgestir", var að þessu sinni sendur út frá Reykjavík. Gestir voru Hjördís B. Hákonardóttir, sýslumaður í Strandasýslu, og Ág- úst Guðmundsson, kvikmynda- leikstjóri. Þegar slíkir gestir eru mættir í útvarpssal er hlustað af athygli og hvorki svarað í síma né dyrabjöllu. Ágúst Guðmundsson Iljördís B. Hákonardóttir hefur unnið merkilegt braut- ryðjandastarf við íslenska kvik- myndagerð og hefur þegar sýnt hvers hann er megnugur. Hann sagði frá námi í þekktum kvik- myndaskóla í Bretlandi, þar sem hann var í fjögur ár áður en ís- lensk kvikmyndagerð fór að blómstra og við urðum vitni að í Landi og sonum, Útlaganum, Með allt á hreinu, Óðali feðranna og öðrum íslenskum meistaraverk- um. Hjördís B. Hákonardóttir er sýslumaður í Strandasýslu og nýskipaður borgardómari í Reykjavík og fyrsta konan sem skipuð er í embætti sýslumanns á íslandi. Hún er eins og Ágúst á besta aldri og má segja að frami hennar sé skjótur. Hver veit nema hún verði forseti hæstaréttar fyrr en nokkurn grunar. Hún skýrði frá embættisstörfum fyrir vestan og sagði einnig fréttir af starfi leikfélagsins á Hólmavík þar sem sýslumaður hefur aðsetur. Fyrsta embættisverk Hjördísar á Hólma- vík var að flagga 1. maí á alþjóða- degi verkalýðsins og ólíklegt er að hún hafi þá flaggað í hálfa stöng. Ágúst Guðmundsson sagði frá fjármögnun varðandi kvikmyndir sem hann hefur stjórnað og allt lét það kunnuglega í eyrum þeirra sem fengist hafa við bóka- og tímaritaútgáfu enda kannski ekki óskylt að mörgu leyti. Ágúst las í lok þáttarins ljóð eftir Guðmund Böðvarsson. Ég hef áður í þessu spjalli, í janúarmánuði, farið vin- samlegum orðum um þætti Jónas- ar Jónassonar og segi nú takk fyrir, takk fyrir ljúfar stundir, þættirnir eru frábærir. Laugardagur 5. mars: „Ein á báti“, kanadísk sjón- varpsmynd frá 1980, var á dagskrá sjónvarpsins klukkan níu að lokn- um kvöidfréttum, auglýsingum og „Þriggjamannavist", breska gam- anmyndaflokknum sem nýlega hóf göngu sína. Kanadískar sjón- varpsmyndir eru fremur sjald- séðar og það var því með nokkurri eftirvæntingu að ég ákvað að fylgjast með ungu konunni í myndinni, sem er virkilega snotur, og í dagskrárkynningu segir að Willy Doyel hafi nýlokið doktors- Stúdentakosningar á þriðjudag 15. mars Ásgeir Jónsson, lögfræði. Gerdur Thoroddsen, læknisfræði. Framboðslisti Vöku til háskóiaráðs Um hvað er kosið? Kosningar til stúdenta- og há- skólaráðs fara fram þriðjudaginn 15. mars næstkomandi. Þrír listar eru í framboði, A-listi Vöku, fé- lags lýðræðissinnaðra stúdenta, B-listi Félags vinstri manna og C-listi Félags umbótasinna. Kosn- ir verða 15 fulltrúar í stúdentaráð, þar af 2 kosnir sérstaklega til há- skólaráðs. í stúdentaráði sitja 30 fulltrúar og er helmingur ráðsins kosinn hverju sinni til tveggja ára. Styrkleiki hinna pólitísku fé- laga í stúdentaráði er nú þannig að Vaka hefur 10 ráðsliða, þar af 2 sem sitja jafnframt í háskólaráði, Félag vinstri manna hefur 13 ráðsliða, þar af einnig 2 sem sitja í háskólaráði og Félag umbóta- sinna hefur 7 ráðsliða en engan háskólaráðsfulltrúa. Síðustu tvö ár hafa Vaka og Félag umbóta- sinna farið með meirihlutavald í stúdentaráði. Öflugt starf í stúdentaráði Núverandi meirihluti tók við fyrir 2 árum þegar vinstri menn höfðu haft tögl og hagldir í stúd- entaráði ú rúm 10 ár. Á þeim tíma höfðu hagsmunamál stúdenta ver- ið vanrækt og vinstri menn hugs- uðu meira um að nota stúdentaráð til framdráttar sínum pólitísku skoðunum en að vinna að hags- munum stúdenta. Núverandi meirihluti hafði því verk að vinna því gera þurfti stórátak í hagsmunamálum stúdenta til að koma þeim á réttan kjöl. Vinstri menn töldu t.d. aldrei nauðsynlegt að færa bókhald hvort heldur í stúdentaráði né Félagsstofnun stúdenta svo enginn vissi hver raunverulegur kostnaður var á nokkrum sköpuðum hlut. Félags- stofnun stefndi í greiðsluþrot og lánamálabaráttan var máttlaus og Stúdentablaðið í ruslakörfu stúd- enta. Á síðustu 2 árum hefur náðst mikilsverður árangur á mörgum sviðum hagsmunabarátt- unnar. Rekstur Félagsstofnunar hefur verið lagfærður og skilar stofnunin hlutverki sínu betur nú en nokkru sinni fyrr. í lánamála- baráttu stúdenta hafa einnig náðst mikilsverðir áfangar. Með samþykkt nýrra laga um námslán hefur lánamálum námsmanna verið komið á traustan grundvöll og tryggð krafa námsmanna um lán samkvæmt fullu framfærslu- mati Lánasjóðsins auk þess sem námsmönnum hefur verið tryggð aðild að lífeyrissjóði. Stúdenta- blaðið hefur á þessum tveimur ár- um verið rifið upp úr þeirri niður- lægingu sem vinstri menn komu því í. Blaðið fjallar nú nær alfarið um hagsmunamál stúdenta og er verðugur málssvari stúdenta- hreyfingarinnar. Byggjum nýja garða Eitt stærsta mál þessa meiri- hluta hefur verið undirbúningur að byggingu nýrra hjónagarða. Málið er komið á góðan rekspöl og undirbúningi að mestu lokið. Verði frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum um Húsnæðisstofn- un ríkisins afgreitt nú á þessu þingi, þá getur Félagsstofnun tek- ið lán úr Byggingarsjóði verka- manna til byggingar leiguíbúða fyrir námsmenn. Lán þetta verður meginuppistaðan í fjármögnun nýrra hjónagarða. Vaka leggur ríka áherslu á að þessu máli verði fylgt vel eftir því húsnæðiserfið- leikar stúdenta eru miklir. Um 40% stúdenta leigja á almennum leigumarkaði, en Félagsstofnun hefur aðeins til umráða 55 stúd- entaíbúðir og 100 herbergi. Talið er að um 5.500 leiguíbúðir séu í Reykjavík. í Háskóla íslands eru um 4.000 stúdentar og enn fleiri námsmenn í öðrum sérskólum og framhaldsskólum. Fólk á aldrin- um 18—25 ára eru stærstu ár- gangar íslandssögunnar. Sjaldan eða aldrei hefur verið erfiðara fyrir ungt fólk að koma sér upp eigin húsnæði. Það er því ljóst, að ástandið á leigumarkaðnum á eft- ir að versna til muna. Hugmyndir Vöku snúast um það að byggðar verði 150 leiguíbúðir á næstu 3 ár- um. Fjármögnun mun eins og áður sagði byggjast á láni úr Bygg- ingarsjóði verkamanna auk þess sem leitað verður til ýmissa lána- stofnana og sjóða. Samkvæmt út- reikningum F.S. er hægt að byggja ódýrar 70 fermetra íbúðir þar sem leiguverðið yrði á bilinu 2.000—3.000 kr. á mánuði. En jafnframt byggingarframkvæmd- um verður að endurskoða fram- færslumat Lánasjóðsins, þ.e. að tryKKt sé að allir stúdentar geti notfært sér fyrirhugaðar stúd- entaíbúðir. Afstaða vinstri manna Vinstri menn hafa harðlega gagnrýnt þessa stefnu og er það ekki nema von þar sem þeir sátu í meirihluta í stúdentaráði í 10 ár án þess að nokkuð gerðist í hús- næðismálum stúdenta. Þeir vilja að ríkið sjái alfarið um byggingu nýrra garða. En menn þurfa ekki annað en líta í kringum sig til að sjá hvað þessi stefna þýðir í raun. Ríkið getur ekki einu sinni byggt kennsluhúsnæði við Háskólann og væri því Ijóst ef Háskólinn fylgdi stefnu vinstri manna, færi kennsla fram undir berum himni. Afstaða stúdenta skiptir máli Vaka leggur á það áherslu í þessum kosningum að stúdentar kynni sér vel stefnur þeirra félaga sem bjóða fram og beri saman störf núverandi meirihluta og meirihluta vinstri manna. Menn mega ekki gleyma þeirri óstjórn og óreiðu sem mergsaug stúdenta- hreyfinguna á 10 ára valdaferli vinstri manna. Mikilvægt er að stúdentar geri upp hug sinn og takj afstöðu í þessum kosningum svo ljóst sé hvort þeir kunna að meta það sem hefur verið gert á síðustu 2 árum og vilji halda áfram á þeirri braut eða færa vinstri mönnum aftur völdin í stúdentahreyfingunni. Sigurbjörn Magnússon Gunnar J. Birgisson Baráttan með eða móti nýjum stúdentagörðum verður aðalmál kosninganna að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.