Morgunblaðið - 12.03.1983, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983
35
Minning:
Lárus Hörður
Ólafsson vélstj.
Fæddur 19. aprfl 1936
Dáinn 5. mars 1983
Hinn 5. marz sl. andaðist á St.
Thomas-sjúkrahúsinu í London
Lárus Hörður Ólafsson, vélstjóri
frá Keflavík. Hörður var sjötti í
röðinni af tólf börnum þeirra
hjóna, Ólafs Sólimanns Lárusson-
ar, útgerðarmanns í Keflavík, og
Guðrúnar Hannesdóttur, en af
þeim komust tíu til fullorðinsára.
Eftir nám í barna- og gagn-
fræðaskóla lá leiðin á sjóinn svo
sem leið eldri bræðra og föður
höfðu einnig gert. Fljótlega fór
hann í vélstjóranám og starfaði
sem vélstjóri, lengstum á bátum
föður síns. Arnbjörn bróðir hans
var þá jafnan skipstjori og voru
þeir bræður saman i skiprúmi
langt á annan áratug. Hörður
hætti til sjós árið 1972 og starfaði
við vélgæslu í frystihúsi, sem var í
eigu fyrirtækis, sem hann og
systkini hans settu á stofn, þegar
faðir þeirra hætti atvinnurekstri.
Síðustu fimm árin rak hann
kvöldsölubúðir í Keflavík og
Reykjavík.
Hörður var tvígiftur. Fyrri kona
hans var Anna Scheving. Þeim
varð ekki brna auðið, en tóku í
fóstur systurson Önnu, Ellert
Markússon. Þau slitu samvistum.
Síðari kona hans var Aðalheiður
Árnadóttir. Þau eignuðust saman
tvö börn. Þau eru Ragna 14 ára og
Ólafur Sólimann 13 ára. Frá fyrra
hjónabandi átti Aðalheiður einn
son Einar, sem ólst upp hjá þeim.
Þau Aðalheiður skildu fyrir þrem-
ur árum. Síðustu árin bjó hann
með unnustu sinni Normu
McKleave og syni hennar, Stefáni.
Hörður starfaði allmikið að fé-
lagsmálum. Hann hafði mikinn
áhuga á sálarrannsóknum. I byrj-
un mun það hafa verið vegna
áhuga foreldra hans á þeim mál-
um. Hann vann mikið starf í þágu
Sálarrannsóknarfélags Suður-
nesja og var formaður þess um
árabil. Hann var sannfærður um
að líf væri á eftir þessu og mun sú
sannfæring hans hafa hjálpað
honum í veikindum hans.
Hann tók mikinn þátt í starfi
sjómannadagsráðsins í Keflavík í
mörg ár. Einnig var hann um tíma
í stjórn Vélstjórafélags Suður-
nesja.
Að leiðarlokum er margs að
minnast. Nær fjörutíu ára kynni
marka sín spor á lífsleiðinni.
Hörður var aðeins 8 ára gamall
drengur, þegar ég tengdist fjöl-
skyldu hans. Ég fylgdist með hon-
um í leik og námi. Eg þekkti hann
í starfi og striti hins daglega lífs.
Ég þekkti hann sem vin og félaga.
Ég þekkti hann sem heimilisföður.
Ég þekkti hann á gleðistundum og
einnig, þegar sorgin gekk í garð.
Já, það er margs að minnast. Það
eru bjartar og hugljúfar minn-
ingar, sem Hörður skilur eftir.
Ríkjandi einkenni í skapferli
Harðar mágs míns var glaðværð-
in. Það var aldrei deyfð eða drungi
í kringum hann. Hann var hrókur
alls fagnaðar, hvar sem hann var
staddur. Hann var fyndinn og orð-
heppinn svo að af bar. Lífsgleðin
var mikil og hann hreif aðra með
sér og lýsti upp umhverfi sitt.
Annað sem einkenndi Hörð var
umhyggjusemi hans og ástúð í
garð þeirra sem honum voru ná-
komnir. Hann var einn af þeim
mönnum, sem ekki var hægt að
reiðast við og það var auðvelt að
fyrirgefa honum misgerðir, ef ein-
hverjar voru.
Hörður var vinmargur. Hann
átti auðvelt með að kynnast fólki
og veitti mikið af gnægð lífsorku
sinnar og glaðværðar. Hans verð-
ur sárt saknað af mörgum. Þau
sem sárast sakna eru þó auðvitað
öldruð móðir hans, börn hans og
fósturbörn, unnusta hans og
systkini. Þessu fólki öllu flyt ég
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Ég bið góðan Guð að færa þeim
líkn með þraut og sefa sára sorg
þeirra. Minningin lifir, þótt mað-
urinn deyji og góður maður
gleymist ei. Mági mínum elsku-
legum bið ég Guðs blessunar og
þakka fyrir samfylgdina. Ég veit
að nú gengur hann á Guðs vegum.
Ég og kona mín þökkum honum
góðvildina og glaðværðina, sem
hann sýndi fjölskyldu okkar alla
tíð.
„Far þú í friði,
friður guð þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt."
Ásgeir Einarsson
í dag laugardaginn 12. marz verð-
ur jarðsunginn frá Keflavíkur-
kirkju Lárus Hörður ólafsson,
Grundarstíg 7, Reykjavík.
Hörður Sól, eins og hann var
oftast kallaður, var fæddur og
uppalinn í Keflavík, sonur hjón-
anna Guðrúnar F. Hannesdóttur
og Ólafs Sólimann Lárussonar,
skipstjora og útgerðarmanns í
Keflavík. ólafur er látinn fyrir
nokkrum árum.
Þeim hjónum Guðrúnu og ólafi
fæddust 12 börn. Tvö þeirra létust
mjög ung, en 10 barnanna komust
til fullorðinsára, og er Hörður
fyrstur þeirra að kveðja þennan
heim.
Ólafur Sólimann heitinn, rak
útgerð og frystihús i Keflavík í
áratugi. Hann var með umsvifa-
mestu atvinnurekendum hér um
langt árabil. Hann var mjög vel
látinn af öllum sem hjá honum
t
Sonur minn, unnusti og bróöir.
LÁRUS HÖRÐUR ÓLAFSSON
frá Keflavík,
veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju i dag, laugardaginn 12.
marz, kl. 3 e.h.
Fyrir hönd barna og fósturbarna,
Guörún Hanneadóttir,
Norma MacCleave,
og systkini hins látna.
störfuðu og til hans þekktu og
þótti hinn mesti drengskaparmað-
ur. Heyrt hefi ég að Ólafur Sóli-
mann hafi ekki ósjaldan rétt þurf-
andi hjálparhönd og þeim sem
minna máttu sin. Eins þótti það
jafngott skriflegum samningi ef
hann lofaði einhverju.
Hörður var alinn upp í stórum
systkinahópi á heimili þar sem
ríkti vinnusemi, andi samúðar og
hjálpsemi við þá sem minna máttu
sín, eða áttu í erfiðleikum.
Þessir eðliskostir foreldranna
áttu eftir að móta mjög viðhorf
hans til meðbræðranna, til sam-
félagsins. Hann var jafnaðarmað-
ur í þess orðs bestu merkingu.
Á þeim árum sem Hörður var að
alast upp, var mikil gróska í út-
gerð á Suðurnesjum, og var náið
fylgst með sjómönnunum og störf-
um þeirra af uppvaxandi æsku.
Var það því draumur margra
ungra manna að feta í fótspor
þessara manna sem voru ímynd
karlmennskunnar. Því varð sjó-
mennskan starfsvettvangur Harð-
ar meðan honum entist heilsa til,
að sækja sjóinn eins og faðir hans
hafði gert og elsti bróðir hans
Arnbjörn hafði valið sér sem
lífsstarf. Hörður heitinn fer fyrst
á sjóinn aðeins 14 ára gamall og
þá sem annar vélstjóri með bróður
sínum, Arnbirni, sem þá var vél-
stjóri en síðar með fengsælustu
skipstjórum á Suðurnesjum.
Eftir að Arnbjörn tekur við
skipstjórn var Hörður vélstjóri
hjá honum. Voru þeir bræður
samskipa í hartnær 17 ár, eða til
1974 að Hörður varð að hætta til
sjós vegna bakveiki sem lengi
hafði þjakað hann. Var það því í
byrjun árs 1974, sem hann hóf
störf sem vélstjóri í frystihúsi
fjölskyldunnar, sem hann síðan
starfaði við til 1978, að hann
stofnaði sitt eigin fyrirtæki í
verzlun sem hann rak til dauða-
dags.
Leiðir okkar Harðar Sól, lágu
saman haustið 1968, þegar við
ásamt nokkrum fleiri, ákváðum að
reyna að auka starfsemi innan
Vélstjórafélags Keflavíkur sem
hafði verið með minna móti í
nokkur ár, sem og tókst með góð-
um vilja og samstarfi þeirra sem
að unnu. 1972 var nafni félagsins
breytt í Vélstjórafélag Suður-
nesja, þegar vélstjorar á Suður-
nesjum sameinuðust í eitt fagfé-
lag fyrir Suðurnesin öll.
Hörður var snemma kosinn í
stjórn félagsins eða frá 1970 til
1978 sat hann í stjórn þess, eða til
þess tíma að hann hóf eigin at-
vinnurekstur.
Hann gegndi mörgum trúnað-
arstörfum fyrir félagið. Meðal
annars var hann fulltrúi þess í
Sjómannadagsráði Keflavíkur og
Njarðvíkur. Hann þótti sjálfkjör-
inn í skemmtinefndir til undir-
búnings árshátíða þess. Sem félagi
í starfi og leik var hann hrókur
alls fagnaðar. Hann var persónu-
leiki sem menn hændust að. Hann
var hreinskilinn drengskaparmað-
ur, sem gott var að ræða við um
úrlausnir á vandamálum líðandi
stundar. Hann var trúaður og sem
slíkur vann hann í Sálarrannsókn-
arfélagi Suðurnesja, og formaður
þess var hann í nokkur ár. 1 öllu
sem Hörður tók sér fyrir hendur
að vinna, var hann hamhleypa, út-
sjónarsamur skipuleggjari. Til
marks um það, langar mig til að
geta þess, að þegar endurnýja
þurfti róðrabáta Sjómannadags-
ins, leysti Hörður það með því að
fá atvinnurekendur á félagssvæð-
inu til að fjármagna kaupin. Mér
er til efs, að nokkur annar af þeim
sem standa að Sjómannadeginum
í Keflavík — Njarðvík hefði gert
það á þeim skamma tíma sem til
stefnu var, að safna öllu því fé
sem til þess þurfti, svo bátarnir
yrðu tilbúnir á tilsettum tíma.
Fyrir hönd Sjómannadagsráðs
vil ég þakka störf Harðar, með
kveðju stjórnar ráðsins.
Ég sem þessar línur rita, hefði
gjarnan viljað vera öllu persónu-
legri í þessum skrifum mínum um
látinn vin og félaga. En ég er þess
fullviss að það hefði ekki verið að
skapi hans.
Vil ég því enda þessi skrif með
kveðju frá okkur öllum í Vél-
stjórafélagi Suðurnesja. Persónu-
lega þakka ég Herði fyrir sam-
fylgdina, sem var alltof stutt. Ég
er þess viss, að nú er Hörður’ á
vegum almættisins, sem stýrir 'ífi
okkar frá vöggu til grafar.
Að endingu vil ég senda ölli m
ættingjum og öðrum vandamönn-
um mínar innilegustu samúðar-
kveðjur sem nú sakna ástvinarins.
En vonandi má minningin um góð-
an dreng milda sárasta söknuðinn.
Guð blessi ykkur öll.
Jón Kr. Olsen
„Kallió cr komið
komin er nú stundin
vinaskilnaAur viökvæm stund.
Vinirnir kveója
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síöasta blund."
V. Briem
Laugardaginn 5. marz barst sú
harmafregn um Keflavík að Lárus
Hörður Olafsson hefði andast á
sjúkrahúsi í Lundúnaborg.
Hörður eins og hann var alltaf
nefndur ólst upp í Keflavík ásamt
stórum systkinahópi.
Á Vallargötunni, sem er í
„gamla bænum" í Keflavík var oft
líf og fjör. Þá var bærinn margfalt
minni en nú. Umræðan hjá okkur
krökkunum fjallaði mest um sjó-
inn, um bátana og bryggjuna. í
fjörunni og á bryggjunum var
vettvangur leikjanna. Það var litið
upp til þeirra sem þekktu alla bát-
ana með nöfnum. Sá þótti mestur,
sem oftast fékk að fara í róður
með eða hjá sínum nánustu. Þegar
deilt var um þessa hluti naut
Hörður sín vel.
Hugur Harðar stefndi strax á
sjóinn. Hann hóf sjómennsku að-
eins 16 ára gamall. Því startl
gegndi hann mest alla ævi.
Hörður var glaðbeittur rösk-
leikamaður, vinsæll meðal vinnu-
félaga og dáður af ástvinum.
Hann var oft afskaplega stríð-
inn og þegar maður sá leiftrandi
stríðnisglampa í augum hafði
maður á tilfinningunni að betra
væri að líta I kringum sig, er bros-
ið og glampinn voru sem skærust.
En sú stríðni var góðlátleg og
meinlaus. Það hefði verið Herði
mikið áhyggjuefni ef græskulaus
gamansemi hefði skilið eftir sár.
Og víst er að undir skel glettninn-
ar var tilfinningahiti, sem þeir
nánustu þekktu einir.
Hann vildi öllum vel, var greið-
ugur og umhyggjusamur. Vina-
hópur hans var stór enda átti
hann mjög auðvelt með að kynn-
ast fólki.
í starfi reyndist hann ekki að-
eins snjall sjómaður, heldur einn-
íg svo skemmtilegur og snjall í
ýmsum tilsvörum og uppátækjum
að oft var unun að.
Hörður tók virkan þátt í félags-
störfum. Hann var um skeið í
stjórn Vélstjórafélags Suðurnesja
og átti sæti í Sjómannadagsráði
um árabil.
Hann var jafnaðarmaður að
lífsskoðun og tók virkan þátt í
starfi Alþýðuflokksins. Það i.yar
aldrei lognmolla í kringum Hörð.
Hann lagði sig allan fram í starfi
og krafðist þess sama af öðrum.
Gagnvart dauðanum eru mann-
legar verur máttlausar og við sem
nutum samvista við Hörð fáum
seint sætt okkur við að þær stund-
ir skuli ekki hafa verið lengri og
að þeim skuli ljúka svo snögglega.
Ég sendi ættingjum og ástvin-
um innilegar samúðarkveðjur og
bið þess að öllum aðstandendum
veitist sá styrkur sem þarf til að
bera þungan harm.
í þeirri fullvissu að þetta sé að-
eins tímabundinn skilnaður, þá
kveð ég Hörð nú með sömu orðum
og við kvöddumst með síðast er við
hittumst: „Við sjáumst".
Karl Steinar Guðnason
Rósa-
lundur
á Hótel Borg
sunnudaginn
13. mars 1983 kl. 3
Alþýðuflokkurinn í
Reykjavík kynnir fram-
bjóðendur í Alþingis-
kosningunum 1983.
Dagskrá:
Fundarstjóri: Bjarni Guöna-
son, prófessor.
Ávörp: Jóhanna Siguröar-
dóttir, alþingismaöur,
Maríanna Friöjónsdóttir,
Dagskrárgeröarmaöur,
Guöríöur Þorsteinsdóttir,
form. jafnréttisráðs
Ragna Bergmann, form.
Verkakv.fél. Framsókn-
ar, Jón Baldvin Hanni-
balsson, alþingismaöur.
Skemmtiatriði: Graham
Smith, fiöluleikari og
Jónas Þórir, organleik-
ari.