Morgunblaðið - 12.03.1983, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983
Guðrún Pálsdótt-
ir - Minningarorð
Fædd 20. ágúst 1924
Dáin 1. marz 1983
Hverfleika hins mannlega ber
að á margan hátt, en aldrei eins og
þegar dauðinn bregður ljá sínum
bráðlega og fyrirvaralaust. En at-
hvarf og vitund lifenda er fest í
tryggð og söknuði, langt af ætlun
og vegi hins hverfandi hvels. Lífið
á sína töfrasprota í vitund þess er
var, minningar og góðar vonir.
Öllu, sem er gengið, verður aldrei
svift á braut. Ef til vill verður það
aftur í endurfundum og endurnýj-
un, þar nær skilningur okkar ekki
til.
Mér er þetta sannarlega í huga,
þegar ég minnist æskuvinkoru
minnar, Guðrúnar Pálsdóttur fiá
Litlureykjum í Flóa. Við ólunnt
upp í nágrenni, bæirnir eru skildir
að af mjórri mýri, einkennd af
rimum og dælum, sérkennum
landsins á Þjórsárhrauninu. Sam-
týni var ekki, en styttra á milli
bæjanna, en margra er svo eru
settir í sveit. Æskan er á stundum
fjarlægur draumur hins fullorðna,
og ef til vill er svo fyrir mér. En
samt finn ég margt frá æskuárum,
er seður hugann, þegar aldurinn
færist yfir í vissum hvörfum. Við
leik og starf var gott að skipta við
Litlureykjasystkinin. Þau voru
sex, nú eru tvær systurnar horfn-
ar yfir landamæri þess ókomna.
En minningin lifir í vitund minn-
inganna, fest og ívafin síglaðlegri
mynd æskunnar. En í lífi sveita-
æskunnar á þriðja og fjórða ára-
tug 20. aldarinnar brá sól brátt
birtu í dvalarstöðum og atvinnu.
Við urðum að leita á nýjar slóðir,
þar sem við festum rætur í nýjum
jarðvegi, ólíkum þeim er var í
æskusveitinni. Frá því urðu kynni
strjál og leiðir ólíkar. Ég fluttist
til Reykjavíkur, en Guðrún Páls-
dóttir festi ráð sitt og bjó á Sel-
fossi. Á stundum hitti ég hana hjá
systrum mínum þar, og var
ánægjulegt að ræða við hana. Hún
bar einkenni ættar sinnar í
skemmtilegum samræðum, heill-
andi fróðleik og sagnaskemmtun
eins og títt er um margt fólk af
Keldnaætt.
Guðrún Pálsdóttir var fædd 20.
ágúst 1924 á Litlureykjum. For-
eldrar hennar voru hjónin Vilborg
Þórarinsdóttir Öfjörð og Páll
Árnason. Vilborg er af þekktum
ættum, Thorarensenum og Öfjörð-
um, en lengra fram af frægum
höfðingja- og gáfuættum norð-
lenzkum. En Páll var frá Hurðar-
baki í Ásum af þekktum rangæsk-
um ættum, Keldnamönnum og
Víkingslækjarætt. Hann bar ein-
kenni ættar sinnar glögg og skír.
Rangæskir frændur hans voru
honum kærir í minningum og tali
og byggð þeirra var land drauma
og fegurðar, en landkostir Flóans
og ánægjan af því að njóta þeirra
í búskap og lífsnautn allri, voru
honum í raun réttri langtum
meira.
Guðrún Pálsdóttir ólst upp við
öll venjuleg störf sveitastúlkunnar
í fjölmennum systkinahópi og
grennd góðra nágranna. Ung fór
hún til vinnu frá heimili sínu, því
hún var með afbrigðum dugleg. Ég
minnist þess, að Pálmi rektor
Hannesson dáðist mikið að dugn-
aði hennar og hugulsemi, en hún
var í vist hjá honum um skeið. Það
var heldur ekki að ástæðulausu.
Guðrún var atkvæðamikil að
hverju sem hún gekk, og voru
mannkostir hennar sannir og
miklir, einkenni af erfð frá sterk-
um og föstum stofnum mikilla
róta í ættum landsins. Hún þurfti
líka á slíku að halda í lífsbarátt-
unni, og nýttist henni það af full-
um vilja í verkum og heimilis-
ánægju. Hún gaf börnum sínum
hið bezta veganesti í góðu uppeldi
og föstu ráði. Lífsbaráttan er þeim
heil og sönn í unaði hamingju af
störfum sínum, sem voru fest og
tryggð í fyrirmynd góðrar móður.
Árið 1945 festi Guðrún ráð sitt
og gekk að eiga Egil Guðjónsson,
bifreiðastjóra frá Berjanesi í
Landeyjum. Þau hófu búskap á
Selfossi og áttu þar ávallt heima
síðan. Foreldrar Egils eru Guðjón
bóndi á Fornusöndum undir Eyja-
fjöllum og síðar í Berjanesi í sömu
sveit, Einarsson, Pálssonar og
kona hans, Guðríður Jónsdóttir
frá Reynishólum í Mýrdal. Hann
er mikill dugnaðarmaður, vel fróð-
ur um rangæskar ættir og sögu,
mikill gæðadrengur og mann-
kostamaður. Þau eiga 9 börn.
1. Svanborg ljósmóðir gift Sig-
fúsi ólafssyni tónlistarkennara.
Þau eiga eitt barn. 2. Páll bifreiða-
stjóri kvæntur Hönnu Birnu
Bjarnadóttur. Þau eiga þrjú börn.
3. Guðjón vélstjóri kvæntur ólínu
Jónsdóttur. Þau eiga þrjú börn. 4.
Stefán sjómaður kvæntur Katrfnu
Ríkharðsdóttur. Þau eiga eitt
barn. 5. Pálmi vélstjóri,. unnusta
hans Heiðdís Þorsteinsdóttir. 6.
Gunnar skipstjóri kvæntur Sæ-
unni Lúðvíksdóttur. Þau eiga eitt
barn. 7. Guðríður gift Guðmundi
Sigurðssyni vélamanni. Þau eiga
eitt barn. 8. Sigrún í fjölbrauta-
skóla í Reykjavík. 9. Sigríður í
heimahúsum. Öll börn Guðrúnar
og Egils eiga heima á Selfossi,
nema Stefán, sem býr í ólafsvík.
Þegar Guðrún hafði komið
börnum sínum upp, hóf hún vinnu
hjá póstinum á Selfossi og vann
þar af mkilli atorku til hinztu
stundar. í starfinu þar naut hún
sín vel, eignaðist marga góða og
trygga vini.
A liðnu hausti hitti ég Guðrúnu
Pálsdóttur í hinzta sinni í afmæli
mágs hennar. Það var gleðistund
og lék hún á als oddi að venju.
Svipmót hennar og framkoma er
mér í ljósu minni, gleði hennar og
skemmtilegar frásagnir í hópi
systkina og vina.
Að leiðarlokum er mikil ánægja
að hafa átt vináttu Guðrúnar
Pálsdóttur. Hryggð setur að huga
mínum, að vita, að hún er horfin.
En stundin er hröð, en hið ókomna
er meira. Þar kann enginn leiðir.
Ég votta eiginmanni hennar,
Agli Guðjónssyni, börnum þeirra
og öðrum ástvinum og vinum,
mína fyllstu samúð.
Jón Gíslason
Kveöja frá systur
„Hve oft hef ég ekki siglt með
ykkur í draumum mínum.
Og nú siglið þið inn í vöku
mína.sem er enn dýpri draumur.
Ég er ferðbúinn, og segl langana
minna bíða byrjar.
Aðeins örskotsstund mun ég
anda að mér þessu kyrra lofti, ör-
skamma stund mun ég líta um öxl
með trega í augum.
Síðan mun ég halda á fund ykk-
ar, væringi rneðal væringja.
Og þú mikla haf, andvaka móð-
ir, sem ein ert frelsi og friður
hinna fallandi vatna, eftir
skamma stund fell ég til þín,
ógrynnisdropi í sæ hins eilífa.“
(Spámaðurinn)
Kalt var í veðri og snjór yfir
öllu, þegar systir mín veiktist. Það
voru dimmir dagar. Svo hlýnaði
skyndilega í veðri, og blá stjúpa
fór að blómstra í garðinum mín-
um. Mér fannst það bending um
batnandi heilsu systur minnar. Og
enginn var hughraustari né glað-
ari en hún sjálf, hún miðlaði
okkur öljum, sem næst henni
stóðu af sinni ótæmandi lífsgleði.
Hún var máttarstólpi, sem aldrei
brotnaði. Skyndilega, þriðjudag-
inn 1. mars, kólnaði í veðri á ný og
stjúpan í garðinum mínum dó. Ég
heimsótti systur mína og sat hjá
henni til kl. 8 um kvöldið, á Borg-
arspítalanum.
Við glöddumst saman, hvoruga
grunaði að það væri í síðasta sinn
í þessum heimi. Hún veifaði mér
glaðlega, þegar ég gekk út. Klukk-
an 10 um kvöldið hvarf hún á
braut, á annað tilverustig. Ég er
sannfærð um að nú dvelur hún
með foreldrum okkar, og elsku-
legri systur Ingibjörgu, sem fór
frá okkur 1967, í blóma lffsins og
allir syrgðu mikið. Ekki síst Guð-
rún.
Skömmu eftir andlát Ingibjarg-
ar, dreymdi Guðrúnu að henni
fannst hún heimsækja systur sína
í annan heim. Glöddust þær sam-
an og ferðuðust á hestum í fögru
landslagi. Blasti við þeim dýrlegt
fjall. Gunna sagðist hafa spurt
Imbu hvort allstaðar væri svona
fallegt þama? Þá sagði Ingibjörg:
„Þetta er nú ekki mikið, ég vildi að
ég gæti sýnt þér á bak við fjallið,
þar er fallegt, ég má bara ekki
sýna þér þangað strax."
Nú hefur hún séð á bak við fjall-
ið.
Kæri Egill mágur og börn, megi
sorg ykkar sefast, og ljósið fylla
hugi ykkar. Þið hafið átt góða
daga saman. Og alltaf var jafn
gott að heimsækja ykkur. öllum
var tekið opnum örmum.
Guðrún reyndist foreldrum
okkar mjög góð dóttir, var þeim
stoð og stytta á elliárum þeirra.
Til dæmis, þegar mamma gat ekki
lengur séð um þvotta, bætti Guð-
í dag fer fram á Prestsbakka-
kirkju á Síðu útför Ingibjargar
Ásgeirsdóttur, húsfreyju á
Kirkjubæjarklaustri, sem lést 4.
þessa mánaðar.
Foreldrar hennar voru þau Þóra
Jónsdóttir og Ásgeir Stefánsson,
bæði fædd á Vatnsleysuströnd, en
fluttust til Austfjarða þar sem at-
vinnuvon var mikil á fyrstu ára-
tugum aldarinnar. Og þar eystra,
á Þórarinsstaðaeyrum við Seyð-
isfjörð, var Ingibjörg fædd 20.
nóvember 1916. Hún átti tvö
systkini, sem enn eru á lífi, bæði
eldri en hún, Margréti, húsfreyju í
Traðarkoti á Vatnsleysuströnd,
konu Sigurjóns bónda þar, og
Gunnar, fyrrum verkstjóra í
Hafnarfirði. Hann er ekkjumaður.
Kona hans var Margrét Björns-
dóttir.
Ingibjörg Ásgeirsdóttir kom
austur á Síðu fyrst í vist til Lárus-
ar á Klaustri árið 1937. Tveim ár-
um síðar giftist hún Jóni Björns-
syni (yngri) frá Svínadal í Skaft-
ártungu (f. 29.6. 1914). Stofnuðu
þau heimili á Klaustri og áttu þar
heima upp frá því. Fyrstu tvö árin
stundaði Jón bifreiðaakstur og ók
áætlunarbílnum milli Klausturs
og Reykjavíkur. En árið 1942, þeg-
ar Sláturfélag Suðurlands hóf
starfsemi sína á Klaustri og reisti
þar frystihús, tók Jón við stjórn
þess og rekstri og hefur haft það
starf á hendi síðan og stundað það
af mikilli skyldurækni og við al-
mennar vinsældir.
Fyrstu árin bjuggu þau Ingi-
björg og Jón í leiguhúsnæði. En
árið 1950 reistu þau sér hús aust-
an við bæjarlækinn á Klaustri og
hafa búið þar síðan. í því húsi og
umhverfis það munu lengi sjást
merki um verk hinna myndarlegu
húsbænda, Jóns og Ingibjargar.
Háttvísi og híbýlaprýði einkenndu
heimili þeirra bæði innan veggja
og utan dyra, ekki sízt einkar fag-
ur og smekklegur trjálundur og
blómagarður, til augnayndis öll-
um, sem um veginn fara, en þó
fyrst og fremst sjálfum þeim sem
sköpuðu þennan fagra reit með
iðni og umönnun.
Þau Ingibjörg og Jón eignuðust
rún því við sinn stóra þvott, þó
hún væri sjálf sárþjáð af exemi á
höndum. Heyrði ég hana aldrei
kvarta, fannst þetta sjálfsagt.
Þetta gat ég aldrei full þakkað.
Guðrún gaf mér hlutdeild í sinni
fyrstu móðurgleði og trúði mér
fyrir Svanborgu á fyrsta ári
stundum viku eða meira. Þetta var
mér dýrmæt reynsla. Ég vil kveðja
Guðrúnu systur með virðingu og
þökk með stefi úr fegursta vöggu-
ljóði sem ég kann:
„Þú munt vakna með sól,
(íuð mun vitja um þitt ból.“ „ . #
Stefanía
Það koma fyrir atvik I lífi okkar
sem við eigum erfitt með að trúa
eða sætta okkur við. Svo var með
mig þegar ég heyrði lát mágkonu
minnar Guðrúnar Pálsdóttur.
Hún var búin að vera mikið veik
viku áður, en virtist á góðum bata-
vegi, en svo kom kallið snögglega.
Þetta er nokkuð sem við ráðum
ekki, hennar tími var kominn, þó
okkur þætti það of fljótt.
Guðrún var fædd að Litlu
Reykjum, dóttir hjónanna Vil-
borgar Þórarinsdóttur fædd
Ófjörð, bónda í Fossnesti og Páls
Árnasonar, bónda á Hurðarbaki.
Hún ólst upp á glaðværu mynd-
arheimili, ásamt 5 systkinum,
þeim Guðnýju, sem býr á Akur-
eyri, Gunnari, búsettum í Reykja-
vík, Þórarni bónda á Litlu Reykj-
um, Ingibjörgu sem látin er fyrir
nokkrum árum og Stefaníu
Ragnheiði, húsfrú í Kópavogi.
Arið 1945 hefja þau búskap á
Selfossi, Guðrún og bróðir minn,
Egill Guðjónsson frá Berjanesi,
Landeyjum og bjuggu þar æ síðan,
fyrst í leiguhúsnæði en byggðu sér
síðar stórt og fallegt einbýlishús
að Rauðholti 11.
fjóra syni. Þeir eru, taldir í ald-
ursröð: Björn Vignir, flugvirki,
Reykjavík, Ásgeir, bifreiðastjóri,
Hafnarfirði, Birgir, bifreiðastjóri,
Klaustri, og Gunnar, rafvirki,
Klaustri. Allir eru þeir bræður
giftir og hafa stofnað sín eigin
heimili. Kona Björns Vignis er
Oddný Sen. Hann á 2 börn frá
fyrra hjónabandi. Ásgeir er giftur
Drífu Ingimundardóttur, eiga þau
2 börn. Birgir er giftur Bryndísi
Guðgeirsdóttur og eru börn þeirra
tvö. Kona Gunnars er Sveinbjörg
Pálsdóttir og hefur þeim orðið
þriggja barna auðið.
Jón Björnsson hefur lengi gegnt
erilsömu ábyrgðarstarfi. Hann er
líka mikill fyrirgreiðslumaður,
sem margir hafa leitað til á ýms-
um sviðum og hann leysir margra
vanda. Á heimili þeirra Ingibjarg-
ar hefur því jafnan verið mjög
gestkvæmt bæði af innansveitar-
mönnum og lengra að komnum.
Hefur það ekki sízt mætt á hús-
freyjunni svo sem eðlilegt er. En
það er almannarómur og öllum
kunnugt, sem til þekkja, með hví-
líkum ágætum Ingibjörg stóð í
þeirri stöðu. Gestrisni hennar var
innileg og eðlislæg. Glaðlyndi
hennar smitaði út frá sér, því að
lífsgleði og létt lund voru henni
meðfædd. Hún var félagslynd og
átti mjög hægt með að blanda geði
við aðra og setja sig inn í aðstæð-
ur þeirra. Þessvegna var hún
einkar vinsæl af öllum, sem þeim
hjónum kynntust.
Sonum sínum var Ingibjörg
hjartfólgin móðir, og barnabörnin
áttu ást hennar og umönnun. For-
eldrum sínum reyndist hún rækt-
arsöm dóttir. Þau dvöldu hjá
henni síðustu æviárin. Allir vinir
og kunningjar, sveitungar og
nágrannar þeirra Jóns og Ingi-
bjargar munu sakna hennar sárt
og geyma í huga sínum bjarta
minningu um mæta konu, ekki slzt
við sem nutum þess að vera sam-
býlisfólk þeirra hjóna og næstu
nágrannar í aldarfjórðung. En
mestur er missir þeirra, sem
næstir henni stóðu. Við sendum
þeim innilegar samúðarkveðjur í
söknuði þeirra. G.Br.
Ingibjörg J. Asgeirs-
dóttir, Kirkjubœjar-
klaustri - Minning
Þau eignuðust 9 börn sem öll
eru uppkomin en þau eru Svan-
borg, ljósmóðir, gift Sigfúsi ólafs-
syni, Páll Guðni, bílasmiður, gift-
ur Hönnu Birnu Björnsdóttur,
Guðjón, vélstjóri, giftur ólínu
Maríu Jónsdóttur, Stefán Ragnar,
sjómaður, giftur Katrínu Rík-
harðsdóttur, Pálmi, vélstjóri, unn-
usta hans er Heiðdís Þor-
steinsdóttir, Gunnar, skipstjóri,
giftur Sæunni Lúðvíksdóttur,
Guðríður, gift Guðmundi Sigurðs-
syni, Sigrún og Sigríður eru enn í
heimahúsum.
Það er mikið starf að ala upp 9
börn og það tókst þeim með mikilli
prýði, því börnin eru mikið mynd-
ar- og dugnaðarfólk, hvert á sínu
sviði. Þau eru öll búsett á Selfossi,
nema Stefán Ragnar, sem býr I
Ólafsvík. Þó manni finnist ærið
starf að vera húsmóðir með 11
manns í heimili, þá var Guðrún
alltaf tilbúin að taka á móti gest-
um með höfðingsskap. Þegar
börnin fóru hvert af öðru til að
stofna sín heimili, fór Guðrún út á
vinnumarkaðinn, því ekki undi
hún því að hafa lítið fyrir stafni.
Hún var mjög félagslynd, ræðin
og skemmtileg.
Guðrún var falleg kona með
leiftrandi bros. Börnum sínum var
hún góð móðir, svo og tengdabörn-
um. Barnabörnunum 10 var hún
elskuleg amma. Agli var hún
traust og ástrík eiginkona og með
sameiginlegu átaki tókst þeim að
ala börnin sín vel upp og byggja
sér yndislegt heimili, sem hún var
kölluð of fljótt frá.
Ég er þakklát fyrir hartnær 40
ára kynni af mætri konu.
Ástvinum votta ég samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Sigríður Guðjónsdóttir
Mér er ljúft að líta til baka og
hugsa til bernskuáranna, þegar
ég, lítil hnáta, var öll sumur á
Klaustri með foreldrum mínum.
Þá bjuggum við oftast í litla sælu-
húsinu við lækinn, en steinsnar
þaðan var Jónskot þar sem Imba
bjó. Með sínu stóra hjarta og sinni
glaðværð laðaði hún alla að sér,
enda lék ég mér öllum stundum í
garðinum hjá henni.
Tímar liðu og tæplega hefði ég
trúað því að þetta hefðu verið
fyrstu kynni mín af tilvonandi
tengdamóður minni.
Mikil vinátta og kærleikur tókst
með okkur. Hún tók mér opnum
örmum og ófáar voru þær stund-
irnar sem við hlógum og mösuðum
um heima og geima.
Allt er þó hverfult og gleði og
kátína breytast í áhyggjur og
sorgir á svipstundu.
Hún kom í bæinn 5 dögum áður
til að fara í skoðun hjá lækni sín-
um og fékk þá góðar niðurstöður.
Henni leið vel og hún hlakkaði til
að fara heim á ný en enginn fær
ráðið sínum næturstað. Eitt er
víst að nú var hennar tími kom-
inn.
Við, sem áttum því láni að fagna
að kynnast henni, sjáum á eftir
góðri konu. Við lifum áfram með
góðar minningar um þann tíma,
sem við áttum saman.
Algóðan Guð bið ég að umsveipa
hana þeim sama kærleik og hún
gaf öðrum og styrkja hana í orðn-
um hlut.
Með þessum fátæklegu línum
kveð ég tengdamóður mína að
sinni og þakka henni fyrir það sem
hún gaf mér.
Þóra Sen