Morgunblaðið - 12.03.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.03.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 37 Andrés Bjarnason - Minningarorð Fæddur 3. október 1912 Dáinn 4. marz 1983 „Ég gref andlit mitt í hár þitt og ég hugsa: Þú ert gull, þú ert reyk- elsi og myrra. Ég hvísla einhverj- um óskiljanlegum orðum í eyra þér. Þú hristir höfuðið og þykist ekki skilja. — Samt skilur þú. Mig langar að kveðja þig. Að hafa hitt þig, að hafa unnað þér er þess virði." (RHH). í þessum línum þekkjum við Andrés. Hann kom og hann fór. Það er mikilleiki að þekkja sitt hlutverk og uppfylla það þrátt fyrir mótlæti likama og sálar. Andrés var sannur og heill vinur vina sinna og deildi með þeim gleði og sorg á þann sérstæða máta sem einkenndi einbúann. Návist hans veitti okkur fjölmörg tækifæri til að íhuga hversu mis- vel veraldlegi hlutir eru mótaðir af höndum verkamannsins. Virð- ing hans fyrir vandvirkni og hag- nýtum vinnubrögðum er til eftir- breytni. Á yfirborði var hann oft óvæg- inn og dómharður, einkum ef kast- að var höndum til verka eða um slæleg afköst var að ræða. Undir Minning: Guðbjörg Þ. Gunnlaugs- dóttir frá Gjábakka Fædd 21. aprfl 1919 Dáin 1. mars 1983 í dag er elskuleg móðir okkar, Guðbjörg Þ. Gunnlaugsdóttir frá Gjábakka, til moldar borin. And- látsfregn hennar kom sem reið- arslag yfir okkur öll. Þó svo við hefðum átt að vera betur undir kallið búin en margur annar, vor- um við samt ekki tilbúin að kveðja hana. Hún tók þann sjúkdóm fyrir fjórum árum sem nú varð lífinu yfirsterkari. Fyrir rúmum tveim árum gekkst hún undir hjartaað- gerð, sem tókst það vel að okkur fannst að við fengjum að hafa hana miklu lengur. A það ekki síst við um föður okkar, sem gætti hennar eins og hann gat til síð- ustu stundar. A milli þeirra hafði alla tíð verið mjög kært, er því missir hans mikill. Einnig er mikil eftirsjá hjá börnum okkar, sem syrgja nú ömmu sína sem alltaf var tilbúin að taka þau til sín og gæta þeirra hvenær sem var. Skipti þá ekki máli hvaða tími sólarhringsins var eða hvernig á stóð. Þau kveðja nú öll ömmu og þakka henni fyrir allt. Ekki getum við látið gleymast hvað hún var mikið með hugann við sjóinn. Ef veður var óhagstætt og tengdasynirnir ókomnir að landi, átti hún oft svefnlitlar næt- ur. Átti þar stóran þátt sú sorg, er hún og faðir okkar urðu fyrir, að sjá á eftir einkasyni sínum í hafið. Það sár greri aldrei. Guð gefi föð- ur okkar styrk til að yfirstíga þessa sorg. Við kveðjum hana öll, og minn- ingin um góða eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu mun aldrei gleymast. Fyrir hönd okkar allra. Dætur hinnar látnu. yfirborðinu var hinsvegar sann- girnin, kankvís og skilningsrík, og ófáir nutu hjálpsemi hans og til- sagnar. Andrés ólst upp hjá foreldrum sínum, Bjarna Jónssyni og Þór- unni Friðriksdóttur ljósmóður, í Þorkelsgerði í Selvogi ásamt stór- um systkinahóp. Ungur gerðist hann góður smiður á tré og hag- nýtir smíðisgripir hans fóru víða. Andrés var fróðleiksfús og fylgd- ist vel með þróun tækninnar í byrjun aldarinnar. Gaman þótti honum að fylgjast með örum breytingum í samgöngum og varð vel liðtækur viðgerðarmaður á bíla. Það er dýrlegt að mega eiga sjálfan sig og kynnast innra sviði. Hvers virði er allt heimsins gull ef hugur manns og sál njóta ekki ávaxtanna? Við minnumst Andrésar með virðingu og þakklæti fyrir alla viðkynningu. „Ég kveð þig og um leið kveð ég hluta af sjálfum mér. Að kveðja er að deyja agnar ögn.“ (R.H.H.) Fjölskyldan Köldukinn 2, Hafnarfirði. Föstuvaka í Hafnar- fjaröarkirkju SUNNUDAGINN 13. marz verður hin árlega föstuvaka haldin í Ilafn- arfjarðarkirkju og hefst hún kl. 20.30. Nú sem áður er mjög til henn- ar vandað. Ræðumaður verður herra Sigur- björn Einarsson biskup, Guðni Franzson leikur á klarinettu og sópraniniflautu, Sigrún Gests- dóttir syngur einsöng og Páll Kr. Pálsson leikur á orgel kirkjunnar og stjórnar söng kirkjukórsins á völdum kórverkum. Fa3tan er sá tími kirkjuársins er kirkjan fylgir frelsara sínum. eftir á þjáningargöngu hans. íhugun þess fórnandi kærleika Krits sem sigrað fær öfl myrkurs og dauða og að lyktum endurskap- að heiminn færir okkur nær sönnum lífstilgangi, glæðir trú og von og hvetur til kærleiksríkrar þjónustu. Megi nú sem áður fjölmargir eiga uppbyggilega og endurnær- andi stund á föstuvöku í Hafnar- fjarðarkirkju. Sóknarprestur og sóknarnefnd. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Fræðsluþættir frá Geðhjálp Hvar er hægt að leita hjálpar? Þættinum hefur borist bréf frá konu sem ég mun nefna Jónu, þó það sé ekki hennar rétta nafn. Jóna hefur áður skrifað okkur, en telur sig ekki hafa fengið fullnægjandi svör. í síð- ara bréfi Jónu spyr hún hvort Geðhjálp sé mannúðarfélag, svarið er já, eins og segir í lögum félagsins. Geðhjálp er félag geðsjúkra, aðstandenda þeirra og velunn- ara. Megintilgangur félagsins er að bæta hag geðsjúkra með fræðslu um hagi þeirra og þarf- ir, því við teljum að fordómar gagnvart geðsjúkum stafi fyrst og fremst af þekkingarskorti. Við viljum einnig þrýsta á stjórnvöld til aðgerða, þar sem við álítum okkur hafa reynslu og þekkingu, sem skipt gæti sköp- um við ákvarðanir og lagasetn- ingu. Við ölum með okkur vonir um að verða jákvætt afl í heil- brigðismálum. Geðhjálp er vettvangur um- ræðna fyrir geðsjúka og að- standendur þeirra, þar sem fólk með sameiginleg vandamál get- ur rætt reynslu sína. Geðhjálp vill stuðla að því, að geðsjúkum veitist eðlileg skil- yrði til að njóta hæfileika sinna, menntunar og starfsorku. Svo þú sérð á þessu, Jóna, að það er ým- islegt sem félagið er að vinna að. Geðhjálp rekur félagsmiðstöð á Bárugötu 11, Rvík. Þar er opið á laugardögum og sunnudögum frá 14 til 18. Þar kemur fólk til að tala saman, fara í leikhús, bíó eða á skemmtistaði, á virkum dögum hittast þeir sem eru í sjálfshjálparhópum. Ekki má ég gleyma konunum sem hittast annað hvert fimmtudagskvöld með handavinnu. Einu sinni í mánuði erum við með fræðslu- fundi á Geðdeild Landspítalans 3. hæð. Næsti fundur er 24. marz kl. 20, þá mun Jónas Gústafsson, sálfræðingur, tala um nýjar að- ferðir í geðlækningum, spenn- andi það. Nú er ég búin að svara þér eins vel og ég get í þessum þætti um félagið. Okkur þætti gaman, Jóna mín, ef þú kæmir í heimsókn til okkar vestur á Bárugötu 11. Jóna mín, svör í þessum þætti geta ekki verið mjög löng né ítarleg, þeim er ætlað að fræða og leiðbeina í geðheilbrigðismálum, ef við get- um. Þú spyrð hver sé K.M.? Það er Karl Marinósson fé- lagsráðgjafi, og svaraði hann fyrra bréfi þínu, en það skal við- urkennt að það urðu smá mistök þar, sem ekki eru Karli að kenna. Ég mun því birta svar hans aftur. Eins og við töluðum um mun ég birta hluta úr bréfi þínu. Þú talar um að þú hafir unnið við starfsemi sem er í tengslum við geðsjúkrahús og að þú hafir sagt vinnuveitanda sjúkrasögu þína. Eftir mánuð ferð þú og talar um að þú hafir ekki þrek til að vinna, þú segist hafa verið hvött til að reyna lengur og jafnframt er þér boðið að ræða við sálfræðing, sem þú svo gengur til í 5 ár einu sinni í viku. Síðan er þér sagt upp vinnu, þar sem samstarf gekk ekki nógu vel. Þér er bent á að tala við félagsráðgjafa. Hann út- vegar þér vinnu, en þar finnst þér starfsfólk koma illa fram við þig, og að nú hefjist eitt mesta niðurlægingartímabil þitt. Þú spyrð: Hvert geta þeir leitað hjálpar sem dvalist hafa sem geðsjúklingar á geðsjúkrahúsum og hefja síðar störf á geðsjúkra- húsum og finnast þeir órétti beittir af sérmenntuðu starfs- fólki (þá væntanlega samstarfs- fólki). Hér kveð ég þig. Andrea. Svar Karls Marinóssonar félags- ráðgjafa. Allir geta leitað aðstoðar göngudeildanna, annað hvort á Landspítalanum eða Borgarspít- alanum. Þar er vissulega sér- menntað starfsfólk, en einmitt það á að tryggja að sú hjálp sé góð. Þessi spurning gefur tilefni til stuttrar umfjöllunar um þá erfiðleika sem skapast þegar fyrrverandi sjúklingur ræður sig í vinnu á þeim geðspítala sem hann eða hún hefur verið sjúkl- ingur á. Þeirri reglu ber að fylgja, að ráða sig ekki til starfa á sama sjúkrahúsi og maður hefur legið á eða verið til meðferðar fyrr en nokkrum árum eftir útskrift. Til álita kemur, hvort það sé yfir- leitt ráðlegt að ráðast til starfa á sama sjúkrahúsi þótt langt sé liðið frá útskriftinni. Margar ástæður eru fyrir því að þetta er óheppilegt. Til dæmis getur sjúklingur þurft að vinna með því fólki sem áður önnuðust viðkomandi í veikindum hans/- hennar, þótt e.t.v. sé langt um liðið. Samstarfsmenn vita þá um persónuleg atriði í lífi mann- eskjunnar, sem oft kemur sér illa. Vitneskjan ein um að sam- starfsmaður sé fv. geðsjúklingur getur litað afstöðu samstarfs- manna, jafnvel þótt þeir séu allir að vilja gerðir að horfa framhjá vitneskju sinni. Því miður getur það tímabil sem sjúklingur dvelst á geð- sjúkrahúsi verið tímabil sárinda, beiskju og niðurlægingar sem vont er að minnast. Þessar minningar brjótast oft fram við að hefja störf í því umhverfi, eða við svipaðar aðstæður og minn- ingarnar tengjast. Hætt er þó við að ósjálfráð viðbrögð og hugsanir sem hvorki er sjúkl- ingnum né starfsmanninum til góðs komi fram í daglegri vinnu. Eitt af stærstu vandamálum fólks sem eiga við geðræn vanda- mál að stríða eru einmitt erfið- leikar í samskiptum við aðra, bæði á vinnustað og heima fyrir og þarf þó ekki ofangreindar vinnuástæður til að skapa erfið- leika. Ógjörningur er að benda á aðrar leiðir til að leysa sam- skiptaörðugleika en að leita sér hjálpar og þá helst hjá sér- menntuðu fólki sem starfar við meðferð geðsjúkra t.d. á göngu- deildum spítalanna. Sama kona spyr hver sé mun- urinn á félögunum Geðverndar- félagi íslands og Geðhjálp? Geðverndarfélag íslands er áhugamannafélag um geðvernd- armál. Helstu markmið félags- ins er að vinna að bættum að- búnaði geðsjúkra m.a. með fjárframlögum til menntunar starfsfólks, fræðslustarfsemi við útgáfustarfsemi og leiðbein- ingarstarfsemi við almenning. Geðverndarfélagið hefur byggt verndaðan vinnustað, Bjargið, og er nú að reisa hús sem áfanga- stað fyrir sjúklinga á leið sinni frá sjúkrahúsi út í atvinnulífið. Ég bendi á svar Andreu Þórð- ardóttur hér að framan hvað varðar starfsemi og markmið Geðhjálpar. Lesandi skrifar og bendir á að sjúklingar sem leita með geðræn og/eða líkamleg vandamál til heilsugæslustöðva fái oft lyfja- meðferð sem einu lausnina á vanda sínum, þótt samtalsmeð- ferð væri heppilegri í mörgum tilvikum. Bendir lesandi á dæmi um að sjúklingar ánetjist lyfjum þess- um og lendi inn á stofnunum af þeim orsökum. Spurt er hvers vegna sé ekki gert ráð fyrir að á heilsugæslustöðvum starfi sál- fræðingur eða félagsráðgjafi. í lögum um heilbrigðisþjón- ustu nr. 57/1978 sem fjalla um heilsugæslustöðvar og skipulag þeirra, kemur fram að undir heilsuvernd flokkast m.a. geð- vernd, áfengis- og fíkniefnavarn- ir, svo og félagsráðgjöf, þ.m.t. fjölskyldu- og foreldraráðgjöf. Áf þessu mætti ráða að löggjaf- inn skilji þörf þá sem bréfritari bendir á. Sá hængur er hins veg- ar á þessu máli að þjónusta þessi skal greidd af sveitarfélaginu en ekki ríkinu, sem greiðir læknum og hjúkrunarfræðingum laun. Það fer því eftir efnahag og vilja sveitarfélagsins hvort þeir ráða til sín félagsráðgjafa til slíkra starfa. Spurt er hvort hægt sé að fá hjálp frá geðlæknum eða sálfræðingum á stofu út í bæ. Svarið er játandi — geðlæknar taka sjúklinga á stofu, svo og nokkrir sálfræðingar. Heimilis- læknum er kunnugt um nöfn þeirra og hvert skal leita. Karl Marinósson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.