Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 18 Guðm. Páll Arnarson AFINNLENDUM VETTVANGI Er alkóhólismi sjúkdómur, aumingjaskapur, hvort tveggja eða hvorugt? A .sunnudaginn var endursýndur í sjónvarpinu þáttur um alkóhólisma, sem sjónvarpió lct gera fyrir tveimur árum. í þættinum var fólk á förnum vegi spurt þeirrar spurningar hvort alkóhólismi væri sjúkdómur eða ekki. Margir töldu að svo væri, en aðrir kváðu nei við og sögðu að alkóhólismi væri ekkert annað en aumingjaskapur. Ég held að þessi svör endurspegli réttilega afstöðu þerra manna til alkóhólisma; alki er annaðhvort sjúkur eða aumingi — annað kemur ekki til greina. I»að er að vísu til það sjónarmið að það skipti í rauninni engu máli hvort alkóhólismi sé kallaður sjúkdómur eða ekki. Aðalatriðið sé það að alkóhólismi sé randamál sem þurfi að bregðast við. I*að er nokkuð til í þessu. I»að skiptir auðvitað engu máli fyrir mann sem fær botnlangakast hvort hann er sagður veikur, eða bara að hann eigi við ákveðið vandamál að stríða, svo lengi sem brugðist er við vandanum, t.d. með því að skera hann upp og nema botnlangann á brott. En málið er þó ekki svona einfalt. l»að skiptir máli af margríslegum ástæðum — félagslegum, sálfræðilegum, læknisfræðilegum o.fl. — hvort litið er á alkóhólisma sem sjúkdóm eða ekki. Ég fer ekki nánar út í þá sálma. að sem ég ætla að gera að um- ræðuefni hér er þetta ann- aðhvort-eða sjónarmið. Mér finnst það dálítið ruglað. Því skyldi alkó- hólismi vera annaðhvort sjúk- dómur eða aumingjaskapur? Því ekki hvort tveggja? Eða hvorugt? Menn virðast halda að takist þeim að sýna fram á að alkóhólismi sé ekki sjúkdómur, þá séu þeir þar með búnir að sanna að alkóhól- ismi sé aumingjaskapur. Og öfugt. Ég held að þetta sjónarmið sé rugl og ætla að gera tilraun til að rök- styðjá mál mitt hér á eftir. En fyrst þarf að hafa það á hreinu hvað átt er við með því að segja að maður sé alkóhólisti. Ég held að það sé ríkjandi samkomu- lag um það að telja mann alkóhól- ista þegar hann er orðinn háður víni. Það skiptir ekki máli í þessu samhengi nákvæmlega hvenær maður telst vera orðinn háður víni; þegar hann er farinn að drekka daglega, vikulega, farinn að hugsa um vín á miðvikudegi, allan sólarhringinn, þegar ákveðn- ar breytingar hafa átt sér stað í taugakerfinu, lifrinni o.s.frv. Menn deila um það nákvæmlega hvar eigi að draga mörkin. En það þýðir alls ekki að merking orðsins „alkóhólisti" sé óljós og ruglings- leg. Það er fjöldinn allur af full- komlega skýrum og skiljanlegum orðum í daglegu tali á sama báti. Við getum nefnt orð eins og „klám“ og „list“. Menn geta deilt um það hvort eitthvað sé listaverk eða ekki. Og það geta þeir einmitt vegna þess að þeir vita hvað orðið „list“ merkir, þ.e.a.s. kunna að nota orðið. Helstu rök þeirra sem segja að alkóhólismi sé ekki sjúkdóm- ur eru þessi: sjúkdómur er eitt- hvað sem kemur yfir menn, eitthvað sem menn lenda í og geta ekkert gert aó. Menn fá flensu, krabbamein, æðabólgu, hjarta- áfall o.s.frv. Hins vegar fá menn ekki alkóhólisma, þeir verða alkó- hólistar. Og hvernig verða menn alkóhólistar? Með því að drekka eins og svín árum saman. Þeir bera fulla ábyrgð á því hvernig þeir eru orðnir, því þeir lyfta glas- inu sjálfir. Þetta er rétt svo langt sem það nær. En þetta nær stutt. Maður sem fer út í 15 stiga gadd á skyrt- unni einni saman og fær lungna- bólgu fyrir bragðið, hann ber einnig að vissu leyti ábyrgð á því að hann veikist. Hann gat búist við að svona færi. Einnig: Það er vel hugsanlegt að menn séu gerðir að alkóhólistum. T.d. ef þeir eru neyddir á einn eða annan hátt til að drekka. Þá verða menn alkar án þess að bera ábyrgð á því. En það eru til fleiri rök gegn því að alkóhólismi sé sjúk- dómur. Alki er sá sem er háður víni. Reykingamaður er sá sem er háður tóbaki. Ef alki er sjúkur, því ekki reykingamaður einnig? Til að svara þessu verðum við aðeins að huga að sjúkdómshug- takinu. Ég held að skilgreining Platóns gamla sé enn í fullu gildi: Maður er sjúkur ef hann — líkami hans eða persóna — starfar ekki eins og vera ber, þ.e.a.s. starfar ekki eðlilega. Heilbrigður líkami er sá þar sem hvert líffæri starfar eðlilega, vinnur sitt verk innan líkamsheildarinnar. Aðeins með því móti ríkir nauðsynlegt sam- ræmi í líkamsheildinni. Það er náttúran sjálf sem leggur til fyrir- myndina um eðlilega líkams- starfsemi; það er sú líkamsstarf- semi sem stuðlar að vellíðan og langlífi. Hin, sem stuðlar að van- líðan og dauða, er til marks um að eitthvað er að. Nú er alkóhólismi í grófum dráttum „það að vera háður víni“. Og það er vitað mál að taugakerf- ið, lifrin og fleiri líffæri breytast til hins verra — sýkjast — við svo langvarandi drykkju sem þarf til þess að gera líkamann háðan víni. En það verður að gera greinarmun á afleiðingum víndrykkju og sjálfri vínhneigðinni. Skemmd líffæri af völdum víndrykkju er ekki alkó- hólismi. Ekki frekar en lungna- krabbi er það að vera háður tób- aki. Svo það virðist sem alkóhól- ismi sé ekki frekar líkamlegur sjúkdómur en tóbaksávani. En hér gleymum við e.t.v. einum punkti. Líkami sem er orðinn háð- ur víni getur illa án þess verið. Drykkjumaður sem snögghættir að drekka verður yfirleitt veikari en reykingamaður sem hættir skyndilega að reykja. Við getum orðað það svo að líkamlegur ávani drykkjunnar sé sterkari, áhrifa- meiri. Og líkami sem þarf nauðsynlega á ákveðnu áunnu efni að halda til að halda sér í viðun- andi ástandi starfar varla eins og vera ber. Við sjáum þetta betur ef við hugsum um eiturlyfjaneytend- ur, heróínneytendur t.d. Þeir geta beinlínis dáið drottni sínum ef þeir eru sviptir eitrinu of snöggt. Svo kannski á reglan hér við um stigsmuninn sem verður að eðl- ismun. En hvort sem það er rétt eða ekki að alkóhólismi sé líkam- legur sjúkdómur, þá held ég að það leiki enginn vafi á því að alkó- hólismi geti verið sálrænn og/eða félagslegur sjúkdómur. Allt tal um sálræna og félagslega sjúk- dóma byggir á vissri samlíkingu við líkamlega sjúkdóma, sem sagt, heilbrigð sál er sú sem starfar eð- lilega, rétt, og einstaklingur er fé- lagslega heilbrigður ef hann starf- ar eins og vera ber. Og öfugt. En þó er tvennt ólíkt: (1) þegar um sálrænan eða félagslegan sjúkdóm er að ræða er ekki alltaf náttúru- leg viðmiðun, heldur er fyrirmynd heilbrigðis að nokkru leyti gefin af samfélaginu sjálfu; (2) hin heil- brigða eða sjúka heild er ekki lík- ami mannsins, heldur stærri ein- ing, nánasta umhverfi hans eða jafnvel samfélagið allt. Sumir geð- rænir og félagslegir sjúkdómar stuðla nefnilega ekki sem slíkir að vanlíðan eða dauða einstaklings- ins. Og þá getur mælikvarðinn á sjúkdóminn verið þessi: Sá ein- staklingur er sjúkur, félagslega eða sálarlega, sem starfar ekki eins og vera ber innan samfé- lagsheildarinnar, gegnir ekki sínu hlutverki. Hann er samfélaginu til ills, því hann stuðlar að ósamræmi þess, vinnur gegn hagsmunum þess — svo við tökum samlíkingu: er krabbamein í þjóðarlíkaman- um. Platón gekk svo langt að halda því fram að glæpamenn væru sjúkir, og við vitum hvernig Sovétmenn taka á mönnum sem sýna kommúnismanum ekki til- hlýðilega virðingu: setja þá í „sjúkrahús" í lyfjameðferð. Þessi tvö dæmi falla ekki undir það viðmið sem tíðkast í okkar samfélagi. En hins vegar hikum við ekki við að líta á ýmsa óæski- lega hegðun sem sjúklega, t.d. ríka ofbeldishneigð o.fl. En þetta var hálfgerður útúr- dúr. Aðalatriðið er það að til eru sálrænir og félagslegir sjúkdómar, sem eru ekki skilgreindir ein- göngu út frá því að vera einstakl- ingnum sem er haldinn þeim til baga, heldur einnig, og jafnvel eingöngu, samfélaginu. Nú er sagt að sumir alkóhólistar verði sálsjúkir í þeim skilningi að raunveruleikaskyn þeirra brengl- Þrjár efstu stúlkurnar í þyngri kvennaflokkinum að tjaldabaki. Steinunn Agnarsdóttir (t.v.) varð í öðru sæti, sigurvegarinn Hrafnhildur Valbjörns og Aldís Arnardóttir, sem varð þriðja, brosa hér sínu fegursta brosi. Brúnir kroppar og stæltir vöðvar í líflegri Islandsmeistarakeppni vaxtarræktarmanna „Þetta er spurning um að ná fram góðu hlutfalli milli líkams- byggingar efri og neðri hluta Ifk- amans,“ sagði Sveinbjörn Guð- johnscn formaður Vaxtarræktar- sambands íslands er Morgunblað- ið spurði hann hver galdurinn væri við að sigra í vaxtarræktarkcppni. Kin slík keppni fór fram sl. laug- ardag í Gamla Bíói og var til ís- landsmeistaratitils. Keppt var í sjö þyngdarflokkum, en einnig um nafnbótina íslandsmeistari vaxt- arræktarmanna og kvenna 1983. f kvennaflokki hlaut titilinn Hrafnhildur Valbjörns, en Guð- mundur Sigurðsson í karlaflokki. íslandsmeistarakeppni í vaxt- arrækt fór fram hérlendis í fyrsta skipti á sl. ári. Segja má að vaxtarrækt sé angi af al- mennri líkamsrækt, sem mikið er stunduð. Vaxtarrækt er fyrir þá sem vilja gera meira en að koma sér í gott líkamlegt ástand. Með vaxtarrækt er vöðvaupp- bygging líkamans stóraukin og á í rauninni ekki mikið skylt við líkamsrækt, en fólk hefur oft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.