Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR
62. tbl. 70. árg.
MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hægri sigur
í Finnlandi?
Frá Flenry Granberg í Helsingfors.
HÆGRI menn munu vinna mikið á í þingkosningunum í Finnlandi
á sunnudaginn og mánudaginn ef trúa má skoðanakönnunum.
Styrkleiki þeirra og jafnaðarmanna er svipaður, og þeir munu heyja
tvísýnt einvígi, sem gæti orðið til þess að flokkur hægri manna yrði
stærsti stjórnmálaflokkurinn. Smáflokkarnir í miðju, fólkdemókrat-
ar (kommúnistar) og jafnaðarmenn munu tapa fylgi.
Kosningarnar geta orðið upp-
reisn gegn þeirri miðvinstri-
Fékk austur-
evrópskan
kafbát í
vörpuna
kaupmannahöfn, 15. marz. AP.
VESTUR-þýzki togarinn „Ger-
traud“ fékk sovézkan eða
pólskan kafbát í vörpuna um
15 mílur suður af Borgundar-
hólmi í dag. Skipstjórinn kall-
aði á hjálp í ofboði þegar
herskip austantjaldsríkja um-
kringdu togarann að sögn
danska sjóhersins.
Danskur þyrluflugmaður
sá kafbát af „Whisky“-gerð,
sem eru aðeins í eigu Rússa
og Pólverja, flækjast í vörp-
unni. Áhöfninni var skipað
upp á dekk og henni tókst að
losa kafbátinn úr vörpunni
eftir um það bil hálftíma.
Danskur togari fékk kaf-
bát í vörpuna á svipuðum
slóðum á laugardaginn, en sá
var danskur.
Pólskt varðskip reyndi í
dag að taka fiskibátinn „Er-
ika West“ frá Rönne á Borg-
undarhólmi fyrir meintar
ólöglegar veiðar. Skipstjór-
inn kvaðst vera í sænskri
landhelgi.
Annað hvort hefur skip-
stjórinn dáleitt Pólverjana
með syngjandi borgundar-
hólmsku eða að Pólverjarnir
hafa óttazt sænska þyrlu,
sem kom á vettvang. Þeir
gáfust upp og leyfðu skipinu
að sigla sinn sjó.
Þokast nær
samkomulagi
Washington, 15. marz. AP.
YITZHAK SIIAMIK, utanríkisráð-
herra ísraels, sagði í dag að
samkomulag um brottflutning ísra-
elska herliðsins frá l.íbanon hefði
„færzt nær“ eftir 12 tíma viðræður við
George Schultz utanríkisráðherra.
Hann sagði að „nokkrar nýjar
hugmyndir hefðu komið fram“ og
þær yrðu athugaðar þegar hann
kæmi heim. Elie Salem, utanríkis-
ráðherra Líbanons, talaði einnig
um „nýjar hugmyndir" á fundum
með Schultz. En báðir töluðu um
ágreining um öryggisgæzlu í Suð-
ur-Líbanon.
stefnu og því stjórnarmynztri,
sem hefur verið við lýði síðasta
áratug. Einingarflokkur hægri-
manna mun safna til sín
óánægjufylgi, sem hefur venju-
lega farið til Dreifbýlisflokks
Veikko Vennamos.
Þetta eru fyrstu þingkosn-
ingarnar síðan Urho Kekkonen
lézt og jafnaðarmaðurinn
Mauno Koivisto var kjörinn eft-
irmaður hans. „Græningjar"
bjóða fram í fyrsta skipti. Koiv-
isto fékk fylgi úr öllum flokkum
og sigur hans var talinn mót-
mæli gegn hinum langa valda-
tíma Kekkonens.
Skoðanakannanirnar sýna að
jafnaðarmenn munu fá 26,5% og
bæta við sig 1% miðað við þing-
kosningarnar 1979, en tapa
miklu fylgi síðan Koivisto var
kjörinn forseti með 43,1%.
Hægri menn munu auka fylgi
sitt úr 21,7% í 26%. Staða ann-
arra flokka er sem hér segir:
Miðflokkurinn 17,9 (17,3),
Fólkdemókratar (kommúnistar)
15.2 (17,9), Sænski þjóðarflokk-
urinn 4,5 (4,5), Frjálslyndir (sem
hafa sameinazt Miðflokknum)
1.2 (3,7), Dreifbýlisflokkurinn
4,6 (4,6), Kristilegir 2,9 (4,8),
Stjórnarskrárflokkurinn 0,0
(1,2), aðrir 1,2 (0,4).
Dreifbýlisflokkurinn hefur
aukið fylgi sitt úr 2,7% síðan í
janúar.
Kasparov vann
Moskvu, 15. marz. AP.
GARRI KASPAROV sigraði Alex-
ander Belyavsky í 8. einvígisskák-
inni og er með 5 v.
Kasparov sigraði i 47. leik, Bely-
avsky hafði hvítt. Níunda skákin
verður tefld á fimmtudag.
Inngangurinn að aðalstöðvum bandaríska sjóhersins eftir sprenginguna í gær.
Sprengja til Thatchers
London, 15. marz. AP.
BRÉFSPRENGJA til Margaret Thatchers forsætisráðherra var gerð óvirk í dag, nokkrum klukkustundum eftir að
bréfsprengja til aðalstöðva bandaríska sjóhersins sprakk og undirforingi særðist lítilsháttar.
Sérfræðingar kanna hvort þetta er sams konar sprengja og aðrar sem sprungið hafa í Bretlandi á síðustu
mánuðum.
Frú Thatcher fékk síðast bréfsprengju 30. nóvember frá dýravinum. Sprengja var gerð óvirk í bandaríska
sendiráðinu í febrúar. I janúar voru sams konar sprengjur sendar sovézka sendiráðinu og skrifstofum sovézks
vikublaðs, Aeroflot og Intourist.
Lögreglan efast um að sprengjurnar hafi komið frá Varnarsambandi Gyðinga eins og haldið hefur verið fram.
Stjórn Thatchers
boðar skattalækkun
London, 15. marz. AP.
SIR GEOFFREY HOWE, fjármálaráðherra Breta, boðaði í dag „verulega"
lækkun á sköttum fyrirtækja og einstaklinga til þess að ýta undir efnahags-
bata í Bretlandi, en hækkaði skatta á áfengi, vindlingum og benzíni. Þetta
kom fram í fimmta fjárlagafrumvarpi hans, e.t.v. hinu síðasta fyrir kosn-
ingar.
Howe sagði að skattalækkanirn-
ar næmu 1,5 milljörðum punda og
miðuðu að því að auka efnahags-
bata, sem grundvöllur hefði verið
lagður að. Tekjumörk hækka um
14% og skattlagning hefst við
tekjur að upphæð 15.490 pund.
Frádráttarbærar tekjur ein-
hleypra hækka úr 1.565 pundum í
1.785 pund og hjóna úr 2.445 pund-
um í 2.795 pund.
Verð á vindlingapakka hækkar
um 3 pens, skattur á einu galloni
af'benzíni um 4 pens og bifreiða-
Annað olíuverðstríð
eftir lækkun Rússa?
New York, 15. marz. AP.
LÍKUR á nýju olíuverðstríði jukust í dag þegar þær fréttir bárust að
Rússar hefðu lækkað verð sitt á olíu í 28 dollara í kjölfar ákvörðunar
OPEC um 29 dollara viðmiðunarverð.
Rússar lækkuðu verðið úr 29,25
dollurum og lækkunin er miðuð
við 1. marz sl. Rússar framleiða
rúmlega 12 milljón tunnur á dag
og eru mestu olíuframleiðendur
heims.
Mexíkanar hafa tilkynnt að þeir
muni lækka verð sitt í 29 dollara
tunnuna, en hingað til hafa þeir
selt tunnuna á 32,50 dollara. Áður
en verðlækkun OPEC var ákveðin
seldu flest olíusöluríki tunnuna á
29—30 dollara og á skyndimarkaði
fór verðið niður í 27,50 dollara.
Bandarískir sérfræðingar segja
að OPEC-lækkunin muni ekki
lækka benzínverð í Bandaríkjun-
um. Ef lækkunin dregur úr
offramboði má vera að benzín
hætti að lækka í verði og fari að
hækka aftur í haust.
Ahmed Yamani, olíuráðherra
Saudi-Arabíu, spáir því að verð á
olíu fari að hækka aftur eftir hálf-
an mánuð.
Fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna, Donald T. Regan, fagnaði
verðlækkun OPEC og kvað hana
„góðar fréttir fyrir Bandaríkin og
efnahagslífið í heiminum“. Hann
spáði þvi einnig að lækkunin
mundi ýta undir efnahagsbatann í
heiminum.
Nokkur blöð í Persaflóaríkjum
kalla lækkunina sigur vestrænna
ríkja og efnahagslegan ósigur
arabískra olíusöluríkja. Tass sagði
að Bandaríkjamenn vildu upp-
lausn OPEC og lét í ljós vonbrigði
með lækkunina.
skattur um 5 pund í 85 pund.
Viskýflaska, sem kostar 7,30
pund, hækkar um 25 pens, flaska
af léttu víni, sem kostar 2 pund,
hækkar um 5 pens og hálflítri af
bjór hækkar um 1 pens.
Howe hét olíuiðnaðinum 800
milljóna punda aðstoð næstu fjög-
ur ár við olíuleit í Norðursjó.
Skattur af hagnaði fyrirtækja í
iðnaði verður 52% eins og áður.
Skattur smáfyrirtækja, þar sem
skattskyldur hagnaður er innan
við 90.000 pund, verður lækkaður
um 38%.
Howe sagði að engin breyting
yrði á þeirri stefnu að skera niður
útgjöld stjórnarinnar hvar sem
því yrði við komið til að draga úr
verðbólgu. Hann sagði að svipaðar
ráðstafanir Ronald Reagans for-
seta í Bandaríkjunum væru lífs-
nauðsynlegar til þess að rétta við
efnahag Vesturlanda.
„Margt bendir til þess að farið
sé að draga úr mestu vandamálun-
um í efnahagslífi heimsins," sagði
hann. „Olíuverðið hefur lækkað.
Þess sjást enn greinilega merki að
heimurinn er að venja sig af verð-
bólguhugsunarhætti síðásta ára-
tugar.“
Áður hafði brezka viðskipta-
ráðuneytið tilkynnt að iðnfram-
leiðsla Breta hefði aukizt um 0,2%
og hefði ekki verið meiri síðan í
ágúst 1980. Jafnframt boðuðu
fjórir stærstu bankar Bretlands
lækkun vaxta í 10V4% úr 11%.
Lækkunin mun ásamt lækkun
olíuverðs treysta stöðu iðnaðarins.