Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983
Tvö skólafrumvörp á síðasta degi þings:
Framhaldsskólar
skólakostnaöur
Sama dag og forsætisráðherra
rauf þing, svo að segja í miðri ræðu
Birgis ísleifs Gunnarssonar (S) um
þingkjörna viðræðunefnd við Alu-
suisse m.a. um hækkun orkuverðs,
lagði menntamálaráðherra fram tvö
frumvörp um skólamál:
1) Frumvarp um framhaldsskóla:
Það frumvarp er þó naumast „lagt
fram til kynningar", eins og
stundum er um viðamikil laga-
frumvörp, enda er það „lagt fyrir
Alþingi enn á ný“, eins og segir í
greinargerð „en það er að stofni til
reist á frumvarpi því, sem fram-
haldsskólanefndin frá 1974
samdi ... “ .
2) Fruravarp um skólakostnað:
Þetta er nýtt frumvarp, en um það
segir í greinargerð: „Ekki hefur
náðst samkomulag um að flytja
þetta frumvarp sem stjórnar-
frumvarp, en ég taldi rétt að
leggja það fram til kynningar.
t greinargerð segir svo um þau
efni er varða grunnskóla:
1. Stofnkostnaðarákvæði laga
nr. 49/1967 um skólakostnað hald-
ast óbreytt að mestu. Þó er gerð
lítils háttar breyting á hlutdeild
ríkis í byggingu heimavista og
kennaraíbúða.
2. Gert er ráð fyrir að ríkið
greiði kennslulaun en felld eru
niður hámarksákvæði um kenndar
stundir á nemanda. í stað þeirra
koma ákvæði um stundafjölda
sem er miðaður við námskrá og þá
skipun í bekkjardeildir sem kveðið
er á um í lögum um grunnskóla.
3. Ríkið greiði laun skólastjóra
og annarra stjórnenda sem það
ræður að skólunum og ákveður
það kennsluskyldu þeirra.
4. Ríkið greiði allan kostnað við
fræðsluskrifstofur og sálfræði- og
ráðgjafarþjónustu. Er hér um þá
breytingu að ræða að hingað til
hefur verið gert ráð fyrir því að
sveitarfélög greiddu heiming
kostnaðar við mestan hluta þess-
arar starfsemi.
5. Gert er ráð fyrir að ríkið ráði
starfsfólk að skólasöfnum og
greiði laun þeirra.
6. Ríkið greiði ákveðið framlag
á nemanda í grunnskóla er komi
m.a. í stað þess framlags sem ríkið
hafði áður greitt til starfa á
skrifstofu og vegna félagsstarfa.
7. Ríkið greiði eins og áður um-
sjón með nemendum í heimavist
og launakostnað í mötuneytum
skyldunámsnemenda í heimavist-
um og heimanakstri.
8. Þátttaka ríkissjóðs í aksturs-
kostnaði nemenda lækki úr 85% í
80% í dreifbýli og úr 50% í 40% í
þéttbýli.
9. Ríkið greiði hluta viðhalds-
kostnaðar, sem það greiðir ekki
nú, og húsaleigu.
10. Annan rekstrarkostnað en
þann sem sérstaklega er tilgreind-
ur greiði sveitarfélög án þátttöku
ríkissjóðs.
11. Veigamestu breytingarnar
varðandi grunnskólann eru þær að
aftur er tekin upp þátttaka ríkis í
viðhaldskostnaði og að rekstur
fræðsluskrifstofa og sálfræði- og
ráðgjafarþjónustu er alveg tekinn
á ríkið. Á móti er þátttaka ríkis-
sjóðs í aksturskostnaði lækkuð lít-
ið eitt. Aðrar breytingar skipta
litlu eða engu fjárhagslega en eru
til einföldunar og hagræðingar.
Um hlutdcild ríkisins í rekstri
framhaldskóla segir:
1. Af stofnkostnaði vegna nem-
enda á fyrsta og öðru ári greiði
ríkissjóður 60% nema þegar um er
að ræða kennsluverkstæði fyrir
verknámsskóla iðngreina þar sem
gert er ráð fyrir að hluti ríkissjóðs
verði 80% af stofnkostnaði. Vegna
þriðja og fjórða námsárs er gert
ráð fyrir að ríkissjóður greiði all-
an stofnkostnað. Þar sem rekinn
er framhaldsskóli sem er fyrir allt
skólastigið, þ.e. 1.—4. námsár, er
gert ráð fyrir jafnaðarprósentu í
stofnkostnaði, 70%, sem gildir þá
fyrir allan stofnkostnað slíks
skóla.
2. Gert er ráð fyrir að ríkissjóð-
ur greiði öll kennslulaun, laun
skólastjórnenda og laun bóka-
varða með sama hætti og í
grunnskólum.
3. Gert er ráð fyrir að viðhald
og húsaleiga greiðist í sömu hlut-
föllum og stofnkostnaður.
4. Hluti ríkis í öðrum rekstr-
arkostnaði þeirra skóla, sem sveit-
arfélög veita forstöðu, verði með
þeim hætti að ríkið greiði ákveðin
framlög á hvern nemanda, mishá
eftir því hvort um væri að ræða
nemanda á fyrsta og öðru ári eða á
síðari árum. Um nemendur á
fyrsta og öðru ári mundu gilda
hliðstæð ákvæði og um nemendur
í grunnskóla en framlög vegna
nemenda á síðari námsárum yrðu
miðuð við að þau stæðu að fullu
undir rekstrarkostnaði vegna
þessara nemenda.
5. Þá er gert ráð fyrir að með
sérstökum framlögum jafni ríkis-
sjóður kostnað sveitarfélaga
vegna nemenda sem dvelja í
heimavistum og nemenda sem eru
á skólaverkstæðum. Gert er ráð
fyrri heimild til að ákveða í reglu-
gerð jöfnunarframlag vegna mjög
mismunandi orkukostnaðar eftir
því hvort um er að ræða jarðhita-
svæði eða ekki.
Kveðjustund á Alþingi. Þingmennirnir Matthfas Bjarnason og Ólafur
G. Einarsson takast í hendur. Á milli þeirra má sjá Lárus Jónsson.
Ljósm. Mbl. Kristján.
Kosið í stjórn-
ir, ráð og nefnd-
ir á Alþingi
KOSIÐ VAR í sjö nefndir, stjórnir og ráð á síðasta fundi sameinaðs
Alþingis á þessu þingi sl. mánudag og einnig voru kosnir endurskoðend-
ur tveggja banka. Þessir voru kosnir í eftirtaldar stöður.
Orkuráð, fimm menn til fjög-
urra ára: Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, Þóroddur Th. Sig-
urðsson, Daníel Ágústínusson,
Aage Steinsson og Ingólfur Árna-
son.
Fulltrúar ríkisins í stjórn Kísil-
iðjunnar hf., þrír aðal- og þrír
varafulltrúar kosnir til fjögurra
ára. Aðalfulltrúar voru kosnir:
Lárus Jónsson, Jón Illugason og
Sigurður Rúnar Ragnarsson.
Varafulltrúar: Ingvar Þórarins-
son, Tryggvi Finnsson og Stefán
Jónsson.
Fjórir aðalmenn og fjórir vara-
menn í stjórn Landsvirkjunar,
kosnir til fjögurra ára. Aðal-
fulltrúar eru: Arni Grétar Finns-
son, Böðvar Bragason, Ólafur
Ragnar Grímsson og Baldvin
Jónsson. Varafulltrúar eru: Stein-
þór Gestsson, Páll Pétursson,
Finnbogi Jónsson og Erling Garð-
ar Jónasson.
Stjórn Viðlagatryggingar ís-
lands, fjórir aðalmenn og fjórir
Varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum:
Ríkisstjórnin fylgir ekki
fram ályktun Alþingis
— sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson
Á þingi 1980/81 var samþykkt
þingsályktun þess efnis, að fela
ríkisstjórninni að undirbúa og
leggja fram á Alþingi frumvarp um
skipulag varna gegn tjóni af völd-
um snjóflóða og skriðufalla. Af því
tilefni og náttúruhamfara af völd-
um snjóflóða og skriðufalla í Pat-
reksfirði, með hörmulegum afleið-
ingum, bar Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, alþingismaður, fram
fyrirspurn til viðkomandi ráðherra,
Svavars Gestssonar, hvað liði
framkvæmd þessarar þingsálykt-
unar, sem menn úr öllum þing-
flokkum fluttu og stóðu að sam-
þykkt á.
Svavar Gestsson, félagsmála-
ráðherra, sagði ekki hafa verið
nægilega ljóst, hvar í kerfinu
þetta mál eigi heima. „Þegar
kemur að máli eins.og snjóflóða-
vörnum, þá eru margir aðilar,
sem telja sig sjálfkjörna til að
hafa þar nokkra forystu," sagði
ráðherra, „ ... ég vil nefna t.d.
Almannavarnir ríkisins, skipu-
lag ríkisins, Viðlagatryggingu
íslands, Veðurstofu íslands,
Raunvísindastofnun Háskólans,
Vegagerð ríkisins og Rannsókn-
arstofnun byggingariðnaðarins."
Þrátt fyrir þessa óvissu hafi
ráðuneytisstjóri sinn tekið sam-
an skýrslu (dags. 21.12. ’82) um
málið. Ennfremur hafi forstjóri
Rannsóknarráðs ríkisins tekið
saman yfirlit um vinnubrögð til
að bæta varnir gegn snjóflóðum
og skriðuföllum.
Ráðherra sagði ekki skorta lög
heldur skipulag um þetta efni.
Niðurstaðan hafi verið að skipa
starfshóp til að efla þessar varn-
ir. Hún á að skila „fyrstu yfir-
litstillögum fyrir septemberlok
1983“. Það er fjárveitingavaldið
sem hefur úrslitaáhrif á fram-
vindu málsins, sagði félagsmála-
ráðherra að lokum.
0
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S) taldi ýmislegt athugavert í
svörum ráðherra:
• 1) Fyrirmæli Alþingis til rík-
isstjórnar hljóðuðu upp á gerð
heildstæðs frumvarps um varnir
gegn snjóflóðum og skriðu-
föllum. Svar ráðherra gekk fyrst
og fremst út á að afsaka þær
tafir, sem þetta mál hafi sætt í
meðförum hans og ríkisstjórnar-
innar.
• 2) Meginafsökunin hafi verið
sú, að ekki hafi verið ljóst, hvar í
hinu margfræga „kerfi" stjórn-
sýslunnar þetta mál hafi átt
lögheimili!
• 3) Skýrslugerð og skipun
starfshóps kunni að vera af hinu
góða, en kjarni málsins sé þó sá,
að hyggileggt og óhjákvæmilegt
sé að setja heildarlöggjöf um
þetta efni, eins og Alþingi hafi
tjáð sig um.
• 6) Auðvitað er þetta mál fjár-
hagsmál, en í ríkisstjórn situr og
ráðherra þeirra mála, flokks-
bróðir félagsmálaráðherra. En
það er ekki sízt skipulagsmál,
hvern veg haldið er á þessum
málum og þar munu liggja fyrir
skýr fyrirmæli Alþingis til ríkis-
stjórnarinnar, sem grautað hef-
ur í málinu, en ekki fylgt fram
vilja Alþingis; þó aðstæður víða
um land séu með þeim hætti, að
ekki sé verjandi að láta málið
velkjast um „kerfið" árum sam-
an án marktækrar niðurstöðu.
varamenn kosnir til fjögurra ára,
Þessir voru kosnir aðalmenn: Jó-
hannes Árnason, Friðjón Guðröð-
arson og Ólafur Jónsson. Vara-
menn eru: Úlfar Thoroddsen,
Benedikt Sigurðsson og Erlingur
Viggósson.
Endurskoðendur reikninga
Landsbanka íslands, kosnir til
tveggja ára: Ragnar Jónsson og
Sveinn Aðalsteinsson.
Endurskoðendur reikninga Út-
vegsbanka íslands, kosnir til
tveggja ára: Ingi R. Jóhannsson og
Haukur Harðarson.
Einn maður kosinn í yfirkjör-
stjórn Vestfjarðakjördæmis í stað
Jóns Ólafs Þórðarsonar lögfræð-
ings: Guðmundur Sigurjónsson
lögfræðingur.
Einn inaður í stjórn Landshafn-
arinnar í Keflavíkurkaupstað,
kosinn til ársloka 1985, í stað Páls
Jónssonar sparisjóðsstjóra: Mar-
geir Jónsson.
Fjórir menn í nefnd til að
endurskoða lög um Verðlagsráð
sjávarútvegsins. Eftirtaldir voru
kosnir: Matthías Bjarnason, Mar-
teinn Friðriksson, Garðar Sig-
urðsson og Sighvatur Björgvins-
son.
Alþingi:
Ríkisábyrgð
vegna
Het Wapen
samþykkt
FRUMVARP til laga um heimild til
ríkisstjórnarinnar um að ábyrgjast
lán vegna björgunar skipsins Het
Wapen, var samþykkt í efri deild
Alþingis með 8 atkvæðum gegn 7 í
gær.
Frumvarpið felur það í sér að
lánsábyrgðin verði ekki veitt,
nema fyrir lánsupphæðinni séu
þær tryggingar sem fjármála-
ráðuneytið telur fullnægjandi,
enda liggi fyrir samþykki fjárveit-
inganefndar.
Þá varð að lögum frumvarp til
lánsfjárlaga, en það var síðasta
málið sem þetta þing afgreiddi.
Frumvarpið var samþykkt í efri
deild með 10 atkvæðum gegn 2.
Loks var í neðri deild samþykkt
frumvarp um bann við ofbeldis-
kvikmyndum, en það var síðasta
lagafrumvarpið sem sú þingdeild
afgreiddi frá sér.