Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 21 GESTALT-NÁNISKEIÐ meö Dr. Michael Krigsfield í fræðslumiðstöðinni Miðgarður verður haldiö 18, —19. mars Gestalt-námskeið leitt af Michael Krigsfield Ph.D. I námskeiðinu verður unnið með aöferðir úr Gestalt-sálfræöinni eins og þær voru settar fram af Fritz Perls. Námskeiðiö stuðlar að meiri: • Sjálfsábyrgö — Ert þú höf- undur þíns eigin lífs? • Sjálfsuppgötvun — Eru gloppur í þinni sjálfsmynd? • Sjálfsviöurkenningu — Ertu sáttur viö sjálfan þig? Þátttökugjald er 1.800 kr. Upplýsingar og skráning er í síma: (91) 12980 kl. 10—16 og 19—21. /WÐG/1RÐUR Fulltrúaráö sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík Ákvörðun um fram- boðslista Boöaö er til fundar í Fulltrúaráði sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík miövikudaginn 16. marz nk. aö Hótel Sögu, Súlnasal. Fundurinn hefst kl. 20.30. Tekin veröur ákvöröun um framboðslista Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík vegna næstu alþingiskosn- inga. Stjórn Fulltrúaráös Blaóburðarfólk óskast! Vesturbær Austurbær Granaskjól Grettisgata 36—98 Hverfisgata 63—120 Blönduhlíð AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MAGNÚS SIGURÐSSON Rússneskir sjóliðar í Tallin Eistland: Rússneskum mönnum fer ört fjölgandi Þótt undarlegt megi virðast, eru þeir sovézkir þegnar til, sem fylgzt geta með sjónvarps- og útvarpssendingum frá Vesturlöndum. Þeir geta t.d. deilt um frammistöðu JR í Dallas-þáttunum og horft öfundaraugum á vöniframboðið í sjónvarpsauglýsingunum, sem þeir vita, að þeir munu aldrei eiga völ á sjálfir. Þessir Sovétþegnar eru íbúar Eistlands, sem eru um 1,5 millj. að tölu, en land þeirra er hið minnsta af 15 löndum Sovétríkjanna. Þeir geta séð og heyrt sjónvarpsútsendingar frá Vestur- Þýzkalandi en þó einkum og sér í lagi frá landi nágranna þeirra og frænda, Finnlandi, og vegna skyldleika þjóðanna geta Eistlendingar skilið mest af því, sem þar fer fram. Utsendingar finnska sjón- varpsins eru líka í hávegum hafðar hjá almenningi í Eist- landi og það svo, að stjórnvöld- um þar þykir meira en nóg um. Þau hafa samt ekki enn gripið til þess ráðs að trufla þessar út- sendingar, því að það yrði naum- ast gert án þess að trufla þær innanlands í Finnlandi sjálfu. Þær eru að sjálfsögðu ætlaðar Finnum en ekki Eistlendingum, og það er ekki sök Finna, að þær skuli nást sunnan megin við Kirjálabotn. Truflanir á þessum útsendingum myndu því strax valda árekstrum við Finna. Af þessum sökum fá íbúar Eist- lands áfram að sjá og heyra þessar útsendingar, sem aðrir þegnar Sovétríkjanna hafa eng- an aðgang að, þar sem þær ná ekki til þeirra. Málgagn kommúnistaflokks- ins í Tallin, höfuðborg Eistlands, varaði þó við þessum útsending- um sl. haust og hélt því fram, að bandarískt auðvald hefði gert bandalag við finnska áróðurs- menn um að hafa áhrif á eistn- eska menntamenn og skólanem- endur, sem kynnu að vera mót- tækilegir fyrir skaðsamlegum áróðri. Valið á popptónlist hjá Finnum væri engin tilviljun og sjónvarpsútsendingar þeirra á guðsþjónustum á sunnudögum væru hrein ögrun. Eistnesk stjórnvöld geta þó ekki borið það fyrir sig, að al- menningur eigi ekki kost á öðru sjónvarpsefni. Fólk getur nefni- lega líka horft á sjónvarpsút- sendingarnar frá Moskvu, sem að sjálfsögðu eru algerlega í samræmi við viðurkenndar skoð- anir stjórnvalda. Ekki ósjaldan fjalla þessar útsendingar um nýjan metárangur í uppskerunni eða frá umsvifum gagnbylting- armanna í Póllandi eða Afgan- ist.an. En flestir eru fyrir löngu búnir að fá sig fullsadda af slíku efni og vilja því ekki missa af útsendingunum frá Finnlandi fyrir nokkurn mun. Gömul tengsl við Vesturlönd Frá sjónarhóli sögunnar hefur eistneska þjóðin verið í miklu meiri tengslum við Vesturlanda- búa, einkum Svía og Þjóðverja, en Rússa. Einræðisherrarnir Stalín og Hitler gerðu hins vegar með sér samning um Eystra- saltslöndin þrjú, en þau eru auk Eistlands Lettland og Lithauen. Samkvæmt þessum samningi urðu þessi lönd áhrifasvæði Sov- étríkjanna. Stuttu fyrir innrás Þjóðverja í Sovétríkin 1941 lét Stalín flytja á brott frá Eist- landi og hinum Eystrasaltslönd- unum mörg þúsund mennta- menn í útlegð. Er heimsstyrjöld- inni var lokið, komu Rússar aft- ur og tóku í sínar hendur öll völd í þessum löndum. Síðan hafa íbúar Eistlands orðið að aðlaga sig stjórnar- háttum kommúnista, enda þótt þeir líti áfram til Vesturlanda og þá fyrst og fremst til Finnlands. Áhrifin frá Vesturlöndum eru einnig sögð talsverð á sumum sviðum, eins og klæðaburði og popptónlist, og þar má finna ný- listarstefnu í málaralist, sem minnir meira á Salvador Dali en sovézka raunsæisstefnu, sem annars er hin viðurkennda lista- stefna ríkisvaldsins. Vinsælasta popphljómsveitin, sem heitir því ágæta nafni „Vitamin", leikur ekki aðeins vinsælustu popplögin frá Bretlandi og Bandaríkjun- um, heldur klæðast meðlimir hennar eftir beztu getu eins og starfsbræður þeirra á Vestur- löndum, það er gallabuxum og körfuboltaskyrtum. Þá hafa bókmenntamenn í Tallin orð á sér fyrir að vera mun meiri framúrstefnumenn en starfsbræður þeirra í Moskvu. Eistneskir vísindamenn og hag- fræðingar hafa líka þótt full- framfarasinnaðir fyrir hið íhaldsama skrifstofuvald í Moskvu, því að þeir hafa með nokkrum árangri reynt að láta einkaframtakið njóta sín í sam- yrkjubúunum með því að gefa stjórnendum þeirra meiri mögu- leika en áður til þess að ákveða, hvað skuli framleitt. í iðnaði hafa Eistlendingar tekið upp launauppbætur, sem fara ekki eingöngu eftir framleiðslumagni heldur ekki síður eftir fram- leiðslugæðum. Af þessum sökum er efnahags- líf með meiri blóma í þessu litla landi en annars staðar í Sovét- ríkjunum. Eistlendingar fram- leiða hlutfallslega meira af kjöti og mjólkurvörum og búa betur en aðrir íbúar Sovétríkjanna, enda er talið, að þeir hafi um fimmtungi hærri laun. Þjóðtungan í hættu Samt verður ekki sagt, að framtíðarhorfur Eistlendinga séu bjartar. Margir þeirra bera mikinn kvíðboga fyrir, hve mjög rússneskum mönnum hefur fjölgað í landi þeirra. Þessi fjölgun hefur orðið fyrir atbeina stjórnvalda í Moskvu, sem bera fyrir sig skort á vinnuafli í sam- yrkjubúum í Eistlandi. Framtíð Eistlendinga sem þjóðar með eigin tungu og menningu er í bráðri hættu. Ibúar landsins eru um 1,5 millj. en af þeim voru árið 1979 ekki nema 64,7% Eist- lendingar en hinir Rússar og Úkraínumenn. Á flokksþingi eistneska kommúnistaflokksins í janúar 1981 voru alls kjörnir 131 full- trúi í miðstjórn hans, en af þeim voru 25 rússneskir, það er um 20%. Verst er ástandið að þessu leyti í höfuðborginni sjálfri, Tallin. Af 449.000 íbúum hennar eru 250.000 rússneskir eða ann- ars staðar að í Sovétríkjunum. Þetta hlutfall kann enn að versna til mikilla muna, því að fyrirhugaðar eru miklar breyt- ingar og stækkanir á höfninni í Tallin og til þess að vinna að þessum framkvæmdum og standa undir rekstri hafnarinn- ar síðan er ráðgert að fá um 200.000 aðkomumenn til borgar- innar. Eistlendingar eru því á góðri leið með að verða ekki bara minni hluti í höfuðborg sinni heldur mikill minnihluti íbú- anna þar. Þetta varð til þess, að 40 eistn- eskir rithöfundar, vísindamenn og listamenn sendu bréf til flokksstjórnarinnar í Moskvu, þar sem bent var á, að þessi neikvæða þróun ætti auk annars eftir að verða tilefni mikilla árekstra milli manna af mis- munandi þjóðerni í Eistlandi. Þá var jafnframt kvartað yfir vax- andi skorti á eistneskum bókum og tímaritum en samtímis yfir „ýktri og fráleitri áróðursher- ferð stjórnvalda“ til þess að þvinga skóla í landinu til þess að taka upp rússneskukennslu í meira mæli en þegar væri orðið. (Heimild: Der Spiegel.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.