Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 15 kr. eintakið. Svik í þinglok Matthías Bjarnason, þing- maður Sjálfstæðis- flokksins, lét orð falla á þann veg í umræðum á alþingi í fyrradag, að núverandi ríkis- stjórn hefði verið mynduð með svikum og hún hefði verið að svíkja fyrirheit stjórnar- sáttmálans allar götur síðan, það væri því í góðu samræmi við lífdaga ríkisstjórnarinnar, þegar burðarásar hennar svikju gerða samninga. Með þessu var Matthías að vísa til þess annars vegar að fram- sóknarmenn sáu til þess á þingi að tillaga sem þeir fluttu með alþýðuflokksmönnum og sjálfstæðismönnum um að taka álmálið úr höndum Hjörleifs Guttormssonar náði ekki fram og hins vegar sáu alþýðubandalagsmenn um að tillaga um þinghald ekki síðar en 18 dögum eftir kosningar sem þeir fluttu með alþýðu- flokksmönnum og sjálfstæðis- mönnum náði ekki fram. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að þing yrði ekki rofið nema með samþykki allra stjórnar- aðila og því léku framsókn- armenn og alþýðubandalags- menn tveim skjöldum þegar þeir samþykktu að til þingrofs kæmi áður en mál, sem þeir létu í veðri vaka að þeim þætti mikilvæg, næðu fram. Eins og kunnugt er höfðu framsókn- armenn sagt að þeir færu úr stjórninni ef tillagan um sam- komudag alþingis næði fram en kommúnistar sögðust fara ef Hjörleifur missti álmálið. Af þeirri lýsingu sem hér hefur verið birt sést að svik Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks í þinglokin voru gerð í þágu áframhaldandi stjórnarsetu þessara flokka. Það var því sfður en svo að ástæðulausu sem einn ræðu- manna Sjálfstæðisflokksins í eldhúsdagsumræðunum, Birg- ir ísl. Gunnarsson, sagði að svikin á þinglokadaginn sýndu ekki síst vilja framsóknar- manna til að sitja í þeirri rík- isstjórn sem enn lafir fram að venjulegum samkomudegi al- þingis 10. október næstkom- andi. Birgir benti einnig á að reynslan sýndi að varlegt væri að treysta yfirlýsingum Steingríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokks- ins, og hefði hann getað rifjað upp óteljandi dæmi því til staðfestu. En í eldhúsdags- umræðunum lýsti Steingrímur því fjálglega að ríkisstjórnin myndi segja af sér á kjördag- inn sjálfan, 23. apríl. Menn eiga eftir að sjá þá yfirlýsingu rætast og einnig hitt að afsögn stjórnarinnar þýði að þeir Gunnar, Steingrímur og Svav- ar hverfi úr ráðherrastólunum strax við afsögn. Þeir hafa set- ið í þeim í þrjú ár án úrræða, eftir afsögn breytist formleg staða þeirra en áfram geta þeir streist við að sitja af al- kunnu ábyrgðarleysi svo lengi sem þeim tekst að koma í veg fyrir að önnur stjórn sé mynd- uð. Or því að framsóknarmenn fengu því framgengt við kommúnista að ekki var álykt- að um samkomudag alþingis strax í maí hvílir engin skylda á þeirri starfsstjórn sem þessi ríkisstjórn breytist í við af- sögn sína 23. apríl til að kalla saman þing fyrr en 10. október næstkomandi. Framsóknar- menn stefna greinilega að því að sitja áfram með kommún- istum í umboðslausri ríkis- stjórn eins lengi og frekast er kostur og enginn þarf að efast um vilja Gunnars Thorodd- sens til hins sama hvort sem hann situr á þingi eftir kosn- ingar eða ekki. „Þetta er valdníðsla,“ sagði Matthías Bjarnason réttilega. Gunnar forðast spennufall _r Aþað hefur verið bent hér á þessum stað að Gunnar Thoroddsen myndi reyna að halda pólitískri spennu í kringum nafn sitt eins lengi og kostur væri og ekki gefa end- anlega yfirlýsingu um póli- tíska framtíð sína fyrr en á síðustu stundu fyrir komandi kosningar. Þessa dagana geng- ur Benedikt Bogason, verk- fræðingur, starfsmaður Fram- kvæmdastofnunar og „arki- tekt“ þessarar ríkisstjórnar, manna á meðal með lista og mælist til þess að menn skrifi nöfn sín á þá og skori á Gunn- ar Thoroddsen að gefa kost á sér á einkalista í næstu kosn- ingum. Á meðan Benedikt safnar nöfnum flytur Gunnar enn eina véfréttarræðuna á al- þingi þar sem helsti ásteyt- ingarsteinn hans er Sjálfstæð- isflokkurinn. Var þetta póli- tískur svanasöngur eða fram- boðsræða? spyrja menn að ræðunni lokinni. Gunnar svar- ar engu en leitar fregna hjá Benedikt Bogasyni um áhrif ræðunnar á undirskriftasöfn- unina. Spennufalli hefur að minnsta kosti verið afstýrt. Geir Hallgrímsson í samtali við Morgunblaðið: Ráðherrar Alþýðubanda- lags og Framsóknar gerðu hræðslusamning sín á milli — þaö verður ekki lengi dregið að kalla þing saman eftir kosningar „Ráðherrar Alþýðubandalags og Framsóknarflokks gerðu hræðslu- samning sín á milli um að stöðva af- greiðslu þessara mála og rjúfa þing án þess að segja meðflutningsmönnum sínum úr stjórnarandstöðuflokkunum frá því, að þeir væru gengnir á bak orða sinna,“ segir Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins í stuttu fréttasamtali, sem hér fer á eftir, er hann var spurður um svik þessara tveggja flokka á samningum við stjórnarandstöðuflokkana, sem Matthías Bjarnason kallaði valdnfðslu á Alþingi í fyrradag. Geir Hallgríms- soa segir ennfremur í þessu samtali, að ekki verði lengi dregið að kalla Alþingi saman eftir kosningar, nema núverandi ríkisstjórn hyggist stjórna með bráðabirgðalögum fram á haust- ið. Formaður Sjálfstæðisflokksins var í upphafi spurður, hvort hér hefði ekki verið um fastbundið samkomulag að ræða milli viðkomandi flokka um af- greiðslu þessara mála: — Jú, fulltrúar Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks í atvinnumálanefnd Sameinaðs þings lögðu sameigin- lega fram tillögu um skipun nýrrar viðræðunefndar við fulltrúa Alu- suisse um málefni ÍSAL, raforku- verð o.fl. Sú tillaga gerði ráð fyrir því, að forræði málsins væri tekið úr höndum Hjörleifs Guttormsson- ar og var tillagan því beint van- traust á hann. Ekki var vitað annað en allir þingmenn þessara flokka fylgdu þessu samkomulagi eða 48—49 þingmenn af 60. Á hinn bóginn var samkomulag gert milli fulltrúa Sjálfstæðis- flokks, Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks í stjórnarskrárnefnd um að flytja þingsályktunartillögu í báð- um deildum um samkomudag Al- þingis, eigi síðar en 18 dögum eftir kosningar. Ekki var vitað annað en allir þingmenn þessara flokka eða 42—43 þingmenn fylgdu þessari til- lögu og raunar var hún samþykkt í efri deild með þeim hætti. Það lá því ljóst fyrir, að mikill þingmeirihluti var fyrir samþykkt þessara tillagna beggja. Furðuleg viðbrögð Framsóknarmanna Viðbrögð Framsóknarflokksins við tillögunum um samkomulag Al- þingis voru hin furðulegustu. Áður höfðu þeir að vísu neitað því að setja ákvæði til bráðabirgða í stjórnarskrá um að rjúfa skyldi þing að afloknum kosningum, þegar búið væri að staðfesta stjórnar- skrárbreytingu, með þeim rökstuðn- ingi, að það þyrfti að snúa sér að lausn efnahagsmála áður en gengið yrði til annarra kosninga. En tillög- urnar um samkomudag Alþingis eftir fyrri kosningar fjölluðu ekki um það, að aðrar kosningar þyrftu nauðsynlega að fylgja í kjölfarið, heldur einungis, að Alþingi skyldi kallað saman til að fjalla um efna- hagsmál og gæti þá tekið ákvörðun um það, hvort efnt skyldi til nýrra kosninga. Öðrum þræði héldu Framsóknarmenn því fram, að til- lagan um samkomudag Alþingis væri svo ómerkileg, að hún hefði enga þýðingu, þar sem ekki væri skylt að fara eftir henni, en hins vegar töldu þeir samþykkt hennar vera fráfararatriði. Steingrímur Hermannsson lýsti því beinlínis yf- ir, að Framsóknarmenn myndu segja af sér, ef tillagan yrði sam- þykkt og Steingrímur Hermannsson bætti því við, að Framsóknarmenn hefði lengi langað til að losna úr þessari ríkisstjórn. Ömurlegri eftir- mæli ríkisstjórnar fyrirfinnast tæp- ast. Málþóf Alþýðubandalags Alþýðubandalagsmenn snerust harkalega á móti tillögunni um við- ræðunefnd um álmálið og höfðu uppi mikið málþóf. Þannig töluðu aílir ráðherrar Álþýðubandalagsins marga klukkutíma um málið. Með sama hætti og Framsóknarmenn, hótuðu Alþýðubandalagsmenn einn- ig, að yrði tillagan samþykkt, myndu þeir segja sig úr ríkisstjórn. Nú hafa slíkar hótanir heyrzt áður frá Alþýðubandalagi og Framsókn- arflokki og engin alvara gerð úr þeim, en því nær, sem dregur kosn- ingum, þeim mun alvarlegri verður staðan. Gagnkvæmur ótti Á tímabili þorði hvorugur að fara úr stjórn af ótta við hinn, einkum var það óttinn við að þingrofsvaldið yrði notað með óheppilegum hætti til þess, ef til vill, að stöðva fram- gang kjördæmamálsins. Lágu sumir Framsóknarmenn undir grun að þessu leyti. En svo háttaði til við myndun þessarar ríkisstjórnar eins og annarra samsteypustjórna, að gerðir voru samningar um að for- sætisráðherra hefði ekki einn vald til að rjúfa þing, heldur væri það þeim skilyrðum bundið, að allir að- ilar ríkisstjórnar samþykktu það. Á Fyrsti hluti byggingarsvæðis við Grafarvog; Deiliskipulag verður afgreitt í borgarstjórn á fimmtudag — breyting á landnotkun samþykkt í borgarráði BORGARRÁÐ samþykkti í gær breytingu á landnotkun aðalskipu- lags austursvæða, með 3 atkvæðum gegn 1, en það er gert til samræmis við samning Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneyt- is um land Keldna. Jafnframt var á fundinum lagt fram deiliskipu- lag að fyrri hluta af fyrsta áfanga byggingarsvæðis við norðanverðan Grafarvog, en því máli var vísað til borgarstjórnar, og verður það afgreitt á fundi borgarstjórnar nk. fimmtudag. I þessum hluta eru um 200 íbúðir, en 160 #f þeim eru í ein- býlishúsum, en 40 eru í raðhús- um. Þessar íbúðir eru á austasta hluta Grafarvogssvæðisins, en á næstu vikum verður afgreitt deiliskipulag að síðari hluta fyrsta áfanga, en í þeim hluta verða um 190 íbúðir. Af þeim eru 90 í einbýli, 50 í raðhúsum og 50 í fjölbýlishúsum. Allur þessi áfangi kemur til úthlutun- ar á þessu ári og eru í áfangan- um 250 lóðir fyrir einbýlishús, 90 fyrir raðhús og 50 fyrir fjöl- býlishús. Breytingin á landnotkunar- tillögunni sem samþykkt var í borgarráði hlaut 3 atkvæði sjálfstæðismanna, fulltrúi Al- þýðubandalagsins greiddi at- kvæði gegn en fulltrúi Kvenna- framboðs sat hjá. í forsögn að Grafarvogsskipu- laginu er kveðið á um að 55% íbúða verði í einbýli, 30% í rað- húsum og 15% í fjölbýli. Einbýl- ishúsalóðirnar verði 600—700 fermetrar að stærð og raðhúsa- lóðirnar 300—400 fermetrar. Gert er ráð fyrir að íbúðagötur verði almennt botnlangagötur og opin svæði ætluð undir leiksvæði verði nokkur og af stærðinni 1.000—1.500 fermetr- ar, en önnur opin svæði verði stærri. Líkan að deiliskipulaginu við Grafarvog, en á þess til vinstri á myndinni, en þar kemur brú yfir Grafi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.