Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 25 Geir Hallgrírasson grundvelli þess samkomulags gátu bæði Framsóknarmenn og Alþýðu- bandalagsmenn tryggt, að þing yrði ekki rofið, fyrr en báðar þessar til- lögur um álviðræðunefnd og sam- komudag Alþingis höfðu fengið þinglega afgreiðslu samhliða kjör- dæmabreytingu, en hvor flokkurinn um sig guggnaði á því að standa að eigin tillögum, Framsóknarmenn 1 álmálinu og Alþýðubandalagið um samkomudag Alþingis, báðir flokk- arnir sviku samkomulag, sem var fastmælum bundið við Sjálfstæðis- flokk og Alþýðuflokk af ótta við hinn og vegna löngunar að sitja í ráðherrastólum sem lengst og nýta þá aðstöðu sem framast væri kostur í kosningabaráttunni. Hundsaður var meirihlutavilji þings og þingleg afgreiðsla en hvort tveggja hefði verið unnt að virða með eins til tveggja daga lengra þinghaldi og kosningar hefðu farið fram á ráð- gerðum tíma, 23. apríl. Á flótta Allt frá því á sl. sumri, þegar starfhæfur meirihluti á Alþingi brast, hafa Framsóknarmenn og Al- þýðubandalagsmenn verið á flótta, í öðru orðinu hafa þeir sagt, að þeir vildu kosningar sem fyrst, en í hinu hafa þeir hundsað kröfu Sjálfstæð- ismanna og Alþýðuflokksmanna um kosningar, þar til nú, að þeim er ekki stætt að standa gegn kosning- um lengur, þegar þeir hafa siglt öll- um málum í strand og vandinn orð- inn þeim ofviða. — Hvenær tilkynntu þessir flokkar stjórnarandstöðuflokkunum að þeir myndu ekki standa við gerða samn- inga? — Þingmönnum var sýnd sú óvirðing, að Gunnar Thoroddsen lét þess getið í samtali við fréttamann hljóðvarps um hádegisbil á mánu- daginn, að þingið yrði rofið þá um kvöldið og gekk sú óvirðing líklega jafnt yfir þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu. Ráðherrar Al- þýðubandalags og Framsóknar- flokks gerðu hræðslusamning sín á milli um að stöðva afgreiðslu þess- ara mála og rjúfa þing án þess að segja meðflutningsmönnum sínum úr stjórnarandstöðuflokkunum frá því, að þeir væru gengnir á bak orða sinna. — Eru þetta venjuleg vinnubrögð á Alþingi? — Ég þekki fá dæmi um það á mínum þingferli, að þannig hafi verið staðið að málum, en þau dæmi, sem finnast eru einkum úr sögu þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr. — Hver tekur ákvörðun um að kalla saman þing að kosningum lokn- um? — Samkvæmt stjórnarskránni kveður forseti saman þing að frum- kvæði forsætisráðherra. Yfirlýs- ingar liggja fyrir af hálfu margra ráðherra um, að ríkisstjórnin muni segja af sér daginn eftir kosningar án tillits til kosningaúrslita. Ljóst er einnig, að meirihlutavilji Alþing- is er fyrir því, að þingið verði kallað saman hið fyrsta eftir kosningar. Bæði fulltrúar Alþýðubandalags og Framsóknarflokks hafa á orði nauð- syn efnahagsaðgerða, jafnvel viku eftir kosningar, eins og Svavar Gestsson í eldhúsdagsumræðunum. Ef þessir menn ætla ekki að stjórna með bráðabirgðalögum, sem ferill þeirra gefur að vísu nokkurt tilefni til að geti gerzt, verður að kalla Al- þingi saman hið fyrsta og með til- vísun til alls þessa verður því ekki trúað, að það verði lengi dregið að kalla Alþingi saman eftir kosn- ingar. Albert Guðmundsson: Meirihluti sjálfstæðis- manna betri en sundur- lyndi vinstri flokka „RÖKIN fyrir því að stefnt skuli að meirihluta sjálfstæð- ismanna á alþingi eru skýr og augljós þegar menn líta til þess að þær samsteypustjórnir sem setið hafa undanfarin ár kom- ast alltaf í sjálfheldu eftir til- tölulega stuttan tíma,“ sagði Albert Guðmundsson, efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins, í gær, þegar Morg- unblaðið leitaði til hans vegna yfirlýsingar hans um þetta efni í eldhúsdagsumræðunum á al- þingi á mánudagskvöldið. „Þegar ég hvet fólk til að veita Sjálfstæðisflokknum meirihluta bið ég það jafn- framt að huga að þeirri breytingu sem varð á stjórn Reykjavíkurborgar við það að sjálfstæðismenn misstu þar meirihluta í kosningunum 1978. Okkur er í fersku minni sú upplausn og stöðnun sem ríkti í stjórn borgarinnar undir samsteypustjórn þriggja vinstri flokka. Fjög- urra ára reynsla Reykvíkinga leiddi til þess að þeir veittu Sjálfstæðisflokknum að nýju traust umboð til meirihluta- stjórnar í höfuðborginni á síðasta ári. Umskiptin síðan eru á þann veg að borgarbúar sjá að þeir gerðu rétt með þessu. Ég vona að landsmenn allir taki mið af því hver munur er á samhentri stjórn Sjálfstæðisflokksins og Albert Guðmundsson stjórnleysi þriggja flokka með ólík sjónarmið. Þetta markmið um meiri- hlutastjórn næst ekki nema allir sjálfstæðismenn og aðr- ir þeir sem vilja reyna eitt- hvað nýtt í forystumálum á sviði þjóðmála taki höndum saman. Ég sé það á viðbrögðum Þjóðviljans í dag, en hann slær hvatningu minni um meirihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins upp með risafyrir- sögn yfir þvera forsíðu, að orð mín hafa haft mikil áhrif á alþýðubandalagsmenn. í sjálfu sér má fagna því að Þjóðviljinn veki þannig ræki- lega athygli á markmiði Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum, en ákafi Alþýðu- bandalagsins og viðbrögð annarra andstæðinga okkar sjálfstæðismanna sýna að þeir eru óttaslegnir. Þeir óttast einnig þann saman- burð sem fólk fengi á vinnu- brögðum og árangri sjálf- stæðismanna annars vegar og þeirri ringulreið sem vinstri menn skilja eftir sig í þjóðfélaginu nú. Samstaða og góður vilji sem ríkti á nýafstöðnum fundi sjálfstæðismanna í Borgarnesi hefur kveikt hjá mér von um að það megi tak- ast að ná hreinum meiri- hluta, svo framarlega sem við getum komið hinum réttu skilaboðum til fólksins í landinu, því að allir vilja landi og þjóð vel. Ég mun reyna af öllu afli að sameina alla sjálfstæð- ismenn í samtakaheild til að ná þessum árangri," sagði Albert Guðmundsson að lok- um. u svæði verða samtals um 390 íbúðir og koma lóðirnar til úthlutunar á þessu ári. Megin umferðargötuna í hverfinu má sjá lengst arvog. Ráðstefna um menntun og rannsóknir í sjávarútvegi: Taka skal upp menntun í sjávarútvegsfræðum var samhljóða niðurstaða VERKFRÆÐl- og raunvísindadeild Háskóla fslands stóð fyrir ráðstefnu um rannsóknir og kennslu í sjávarútvegi fóstudaginn 11. og laugardaginn 12. mars. Meðal annarra sem erindi fluttu á ráðstefnunni voru tveir Norðmenn, sem sérstaklega voru boönir hingað í tilefni hennar, þeir Arne M. Bredesen prófessor og Torbjörn Digernes fra Fiskeriteknologi.sk Forskningsinstitutt í Þrándheimi. Valdimar K. Jónsson prófessor hafði umsjón með ráðstefnunni og flutti þar einnig erindi, en hann er formaður nefndar sem mennta- málaráðherra hefur skipað til að undirbúa og kanna grundvöllinn fyrir námi í útvegsfræðum á há- skólastigi hér á landi. Valdimar var spurður um niðurstöðu ráð- stefnunnar. „Niðurstaða ráðstefnunnar var tvímælalaust sú, að það bæri að taka upp kennslu í sjávarútvegs- fræðum á háskólastigi hér á landi. Nú þegar auðlindir sjávar virðast vera mikið til fullnýttar, liggur möguleikinn á frekari þróun í auk- inni hagnýtingu og þaF kemur þekkingin — menntun og rann- sóknir — til sögunnar. Það voru einkum ræddir þrír möguleikar á fyrirkomulagi á námi í sjávarútvegsfræðum, en flestir vildu fara þá leið að byggja námið sem þverfaglegt nám ofan á sérnám í viðskiptafræðum eða verkfræði, með ríka áherslu á rannsóknaverkefni í einhverri grein sjávarútvegs. Þörfin er tvímælalaust fyrir hendi, meðal annars sökum breyttra viðhorfa í atvinnuveginum og almenns hækkaðs menntunarstigs í þjóðfé- laginu. Þessi þekking sem þarna væri aflað gæti bæði nýst sölu- samtökum og f.vrirtækjum í sjáv- arútvegi, rannsóknastofnunum og öðrum opinberum stofnunum og jafnvel verkfræðistofum við vinnslu verkefna í sjávarútvegi. í erindi mínu áætlaði ég að þarna gætu til að byrja með útskrifast 5—10 nemendur árlega, en farið fljótlega upp í 10—20 nemendur eftir að námið hlyti viðurkenningu í atvinnulífinu. Námið þarf að þróa í nánu samráði við rannsókn- ir og rannsóknastofnanir í ís- lenskum sjávarútvegi, því að rannsóknir hljóta að vera grund- völlur kennslu í sjávarútvegsfræð- um á háskólastigi og það er spurn- ing hvort ekki borgi sig að koma á fót nefnd, sem hefur bæði yfir- umsjón með rannsóknunum og menntuninni, en þannig er skipu- lagið á þessu í Noregi og hefur gefist vel. Slík yfirnefnd þyrfti að hafa fastan tekjustofn, til að veita til rannsókna, þar sem þeirra væri mest þörf hverju sinni, en svo er einmitt i Noregi og hefur það gefið mjög góða raun,“ sagði Valdimar að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.