Morgunblaðið - 16.03.1983, Síða 47

Morgunblaðið - 16.03.1983, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 47 Frábær leikur bestu liðanna hér á landi: Valsmenn í úrslit bikarsins — hnefarnir látnir tala hjá áhorfendum eftir leikinn í stórskemmtilegum og æsi- spennandi leik sigruöu Valsmenn Keflvíkinga í bikarkeppninni í körfu í Laugardalshöll í gær- kvöldi og tryggöu sér þar með rétt til að leika í úrslitum keppn- innar gegn ÍR eða ÍS, en þau liö leika á fimmtudaginn. Valur vann í gærkvöldi 95:88 og haföi liðið yfir 45:43 í hálfleik. í upphafi leit út fyrir að Vals- menn myndu kafsigla andstæö- inga sína, og náöu þeir þegar góöu forskoti. Þegar þrjár mín. voru búnar var staöan oröin 12:2 þeim í hag, og Keflvíkingar voru greini- lega mjög slakir á taugum og mis- tókst flest sem þeir reyndu aö gera. Valsmenn héldu góöri forystu fyrstu minúturnar en þegar dró nær miöjum hálfleik fóru Keflvík- ingar loksins t gang og minnkuöu muninn jafnt og þétt. Munurinn var aöeins örfá stig lokakaflann og ÍBK tókst loks aö jafna er ein og hálf mín. var eftir, 43:43. Valur skoraöi LJótm. KÖE. • Torfi Magnússon í baráttu við Þorstein Bjarnason og Jón Kr. Gísla- son í leiknum í gær. Þorsteinn átti frábæran leik meö Keflvíkingum en Jón var óvenju daufur. Staðan í yngri flokkunum í blaki ÍSLANDSMÓT yngri flokka í blaki stendur nú yfir. Keppni hófst í janúar og lýkur í maí. Staöa efstu liöa í hinum ýmsu flokkum er nú þannig: 2. fl. pilta: Stig 1. HK 7 7 0 14—2 14 2. Völsungur 6 4 2 9—4 8 3. Efling 4 3 1 7—4 6 Hér er HK í sérflokki, en Völs- ungur á Húsavík og UMF Efling, S-Þing. (nemendur frá Laugaskóla) keppa um silfrið. islandsmeistari 1982 í 2. fl. pilta er Þróttur, Rvík. 2. fl. stúlkna: Stig 1. Þróttur 4 4 0 8—2 8 2. HK 4 13 5—6 2 3. Víkingur 4 1 3 3—7 2 Hér er Þróttur, Rvík, aö verja sinn meistaratitil frá því í fyrra. HK getur ekki ógnaö Þrótti meö sitt unga lið, en Víkingur, Rvík, og UBK, Kópavogi, eiga meiri mögu- leika. 3. fl. pilta: Stig 1. Þróttur 7 7 0 14—0 14 2. HK 7 5 2 10—4 10 3. Fram 6 2 4 4—8 4 Hér er Þróttur, Rvik, í sérflokki. Bjarni í Fnjóskadal er eina liöiö sem getur ennþá ógnaö HK í ööru sætinu, en Bjarni hefur einungis leikið einn leik í mótinu, tapaöi fyrir Þrótti á heimavelli. Islandsmeistari 1982 í 3. fl. pilta er Völsungur, Húsavík. 3. fl. stúlkna: Hér er keppni skammt á veg komin. Ljóst er aö HK í Kópavogi hefur alla möguleika á aö endur- heimta meistaratitilinn úr höndum Bjarma í Fnjóskadal. 4. fl. pilta: Stig 1. Þróttur 4 4 0 8—1 8 2. Stjarnan 4 3 1 7—3 6 3. HK 4 13 3—6 2 Þróttur, Rvík, og Stjarnan, Garðabæ, berjast hér um meistaratitilinn. Stjarnan á hér möguleika á aö vinna sinn fyrsta Islandsmeistaratitil í blaki. is- landsmeistari 1982 í 4. fl. pilta er Víkingur, Rvík. 4. fl. stúlkna: Keppni í þessum flokki er ekki hafin, en vonir standa til aö hún geti farið fram í apríl-maí. ís- landsmeistari 1982 í 4. fl. stúlkna er HK í Kópavogi. svo síðustu körfuna og staðan því 45:43 í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mjög hraöur og skemmtilegur og hart var barist á báöa bóga. Sá seinni var ekki síöri. Hann var hnífjafn lengi vel en Valur haföi forystu í fyrstunni. Keflvikingar komust svo yfir í fyrsta sinn er ellefu og hálf mín. var til leiksloka — 63:62 — er Þorsteinn Bjarnason skoraöi, en hann átti sérstaklega góöan leik í gærkvöldi. Sú dýrö stóö þó ekki lengi. Valur náöi yfirhöndinni á ný 66:65 og eftir það hleyptu þeir Keflvíkingum ekki fram úr aftur. Valsarar settu aftur á fullt upp úr miöjum hálfleiknum en leikmenn ÍBK virtust eitthvaö miöur sín um tíma. Úr því rættist þó en engu aö síður náöu þeir ekki aö ógna sigr- inum. Fögnuður þeirra var mikill í leikslok, svo og áhangenda þeirra. Áhorfendur frá Keflavík voru þó mun fjölmennari á leiknum — a.m.k. ef marka mátti hvatningar- óp þeirra. Þar höfðu Keflvíkingar yfirhöndina, en sætaferöir voru farnar þaöan á leikinn. Eitthvaö hitnaöi í kolunum eftir leikinn meöal áhorfenda — og voru hnefarnir látnir tala. Rak einn þeirra öörum bylmingshögg í and- litiö og síöustu fréttir hermdu aö sá óheppni væri nefbrotinn, enda varö hann strax stokkbólginn í andliti. Leiöinlegt er svona lagað kemur fyrir. Bæöi liö lóku ágætlega i þessum leik. Nokkur tröppugangur var þó á báöa bóga, en leikurinn var engu aö síöur mikil skemmtun — stemmningin góö og spenna mikil. Hjá Val voru Dwyer, Ríkharöur og Kristján bestir, en hjá Keflvíking- um stóö Þorsteinn Bjarnason upp úr. Átti hann stórgóöan leik, en einnig var Miley sterkur. Sérstak- lega í vörninni, og þar átti Björn Víkingur góöan leik að vanda. Aör- ir náðu sér ekki verulega á strik. Stigin. Valur: Dwyer 23, Rikharður 21, Kriatjin 1», Torti 17, Laitur 11 og Jón Steingrímaaon S. fBK: Þorateinn Bjarna 32, Miley 20. Axel 15, Jón Kr. 12, Bjórn Víkingur 7, Einar Steinaaon 2. Dómarar voru Gunnar Guömundaaon og Siguröur Valur Halldóra- aon. — SH. Stórsigur Sheff. Wed. SHEfflELD Wednesday vann stór- sigur yfir Burnley í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær- kvöldi, 5:0. Staöan í hálfleik var 3:0. Sheffield mætir Brighton í 4-liöa úrslitum keppninnar. Leikur liöanna í Burniey á laug- ardaginn fór 1:1 og mættust liöin að nýju í Sheffield i gærkvöldi. Tæplega 42 þúsund áhorfendur sáu Sheffield vinna yfirburöasigur. Mörkin skoruöu Gary Shelton 2, Andy McCullough 2 og Gary Megson eitt. Tveir leikir fóru fram í 1. deild í gærkvöldi og urðu úrslit þessi: Birmingham — Arsenal 2:1 Everton — Southampton 2:0 Broddi og Kristín urðu þrefaldir Reykjavíkur- meistarar í badminton BRODDI Kristjánsson TBR og Kristín Magnúsdóttir TBR uröu þrefaldir Reykjavíkurmeistarar ( badminton nú um helgina. Broddi sigraði Guömund Adolfsson TBR í úrslitum 15/11 og 15/4, en haföi áöur unnið Þorstein Pál Hængss. TBR 15/7 og 15/9 í undanúrslit- um. Guömundur sigraöi Víöi Bragason ÍA í undanúrslitum 15/10 og 15/8. Kristín Magnúsdóttir TBR sigr- aöi Þórdísi Edwald TBR í úrslitum 11/6, 8/11 og 11/7, eftir mikla og haröa baráttu. í tvíliöaleik kvenna sigraöi Kristín meö nöfnu sinni Kristínu Berglind TBR þær Þórdísi og Ingu Kjartansdóttur TBR 15/10 og 15/2. í tvílióaleik karla sigruöu Guö- mundur og Broddi þá Sigfús Ægi Árnason TBR og Víöi Bragason ÍA 10/15, 15/7 og 15/1. í tvenndarleik uröu mörg óvænt úrslit í undankeppninni og þrjú af fjórum sterkustu liöunum féllu út í átta liða úrslitum. i undanúrslitum sigruöu Broddi Kristjánsson og Kristín Magnúsdóttir þau Víöi Bragason iA og Sif Friöleifsdóttur KR 15/14 og 15/13. Þá sigruöu Sigurður Haraldsson Val og Elísa- bet Þórðardóttir TBR þau Þorstein Pál Hængsson TBR og Ingu Kjart- ansdóttur TBR 15/4, 12/15 og 15/9. í úrslitum unnu Broddi og Kristín svo Elísabetu og Sigurö 17/14, 16/17 og 15/1. í A-flokki karla sigraöi Árni Þór Hallgrímsson lA í einliöaleik. Árni Þór og Ingólfur Helgason ÍA sigr- uöu i tvíliöaleik karla í A-flokki. í A-flokki kvenna sigraöi Guörún Sæmundsdóttir Val og í tvíliðaleik • Broddi Kristjánsson þær Guörún Sæmundsdóttir og Birna Hallsdóttir Val. I tvenndar- keppninni í A-flokki sigruöu Snorri Þ. Ingvarsson TBR og Guörún Júli- usdóttir TBR. í öölingaflokki 40—50 ára sigr- aöi Eysteinn Björnsson TBR Friö- leif Stefánsson KR i úrslitum 15/9 og 15/9. Friðleifur Stefánsson og Reynir Þorsteinsson KR sigruöu Garöar Alfonsson og Kjartan Magnússon TBR í tvíliðaleiknum 15/12 og 15/6. í æósta flokki 50 ára og eldri, sigraöi Bragi Jakobsson KR Ragn- ar Haraldsson TBR 15/3 og 15/2. í tvíliöaleiknum lék Bragi ásamt Rafni Viggóssyni form. BSÍ og aö sjálfsögðu sigruðu þeir. Mótherj- arnir voru Ragnar Haraldsson og Högni isleifsson TBR og úrslitin voru 15/13 og 15/8. Coe setti heimsmet innanhuss ENSKI hlauparinn Sebastian Coe setti heimsmet innan- húss um helgina í 800 metra hlaupi í landskeppni Englend- inga og Bandaríkjamanna í Cosford á Englandi. Hljóp hann vegalengdina á 1:44.91. Hann átti sjálfur gamla metiö, 1:46.00, sem hann setti 1981. Þetta var i tíunda sinn sem Coe setur heimsmet. „Ég bjóst eiginlega ekki vió aö standa mig svona vel, en óg hef alltaf gaman af þvi aö hlaupa innanhúss," sagöi hann við AP eftir mótiö. „Eg hef æft mig í vetur og aðeins tapað þremur dögum úr æfingum vegna flensu." Þess má geta aö Englendingar sigr- uöu mjög óvænt í landskeppn- inni, 72:70. Þórarinn til KA? MIKLAR líkur eru á því aö Þórarinn Þórhallsson, bróöir þeirra knattspyrnukappa Einars og Hinriks, sem lék meö Breiöabliki á síöasta keppnistímabili, gangi til liös við 2. deildar liö KA frá Akureyri. Hinrik leikur einmitt meö KA og Einar geröi þaö fyrir nokkrum árum. Þórarinn lék sem miðvöröur með Blikun- um í fyrra og stóö sig mjög vel. Hann mun fara í nám til Akureyrar i haust og hefur áhuga á aö flytja norður strax. Það sem helst strandar á er aö útvega honum atvinnu á Akureyri. Stúlkan var íslensk MÉR verð þaö á í messunni í blaöinu í gær aö segja aö stúlkan sem hélt á spjaldinu með nafni íslands við lokaat- höfnina í B-keppninni í Hol- landi væri hollensk. Raunar vissi ég ekki betur. I gær fékk ég síöan þær upp- lýsingar frá Akranesi aö stúlkan væri þaóan, og þar af leiðandi islensk. Heitir hún Áslaug Fin- sen og er gift Hollendingi. Leiö- réttist þetta hér meö. — SH Staðan í körfu- boltanum UNDANFARID hafa farið fram nokkrlr laikir {1. daild kvenna í körfubolta: UMFN — ÍS 41—53 Haukar — KR 37—54 ÍS — KR 40—55 ÍR — UMFN 51—45 ÍR — UMFN 56—32 Staðan í 1. deild kvenna: KR 15 15—0 973—581 30 ÍR 15 8—7 665—663 16 ÍS 15 6—9 626—696 12 UMFN 15 6—9 641—826 12 Haukar 14 2—12 587—723 4 Staðan í 1. deild karla í körfu: Haukar 15 13— 2 1444—1082 26 ÍS 16 11— 5 1408—1132 22 Þór 14 10— 4 1176—1084 20 UMFG 14 3—11 966—1181 6 UMFS 15 0—15 945—1461 0 Staðan í úrvalsdeildinni: Valur 19 14 5 1708—1532 26 Keflavík 19 14 5 1586—1578 26 ÍR 19 8 11 1481—1511 16 Njarðvík 19 8 11 1556—1592 16 KR 19 7 12 1596—1691 14 Fram 19 6 13 1625—1640 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.