Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 Ferðir um óbyggðirnar Nokkrar fyrirspurnir til ráðherra eftir Birnu Bjarnl eifsdóttur Þær fréttir hafa borist að dómsmálaráðherra vilji helst banna alþjóðarallið, þar sem út- lendingur sýnir fslendingum þá óvirðingu að ráðskast með íslensk landgæði leyfislaust. f því spili voru þá þau loforð sett að viðhaft yrði fullt eftirlit, svo að íslensk náttúra yrði ekki fyrir skemmd- um. Vonandi hefur dómsmálaráð- herra og aðrir ráðherrar sem ferðamálin falla undir þor til að takast á við annað mál sem þó er skylt og snertir einnig íslenska náttúru. Það eru ferðir þeirra út- lendinga sem ferðast um landið á eigin vegum. Þar er ekkert eftirlit og engar tryggingar settar. Á sl. árum hafa birst í dagblöð- um nokkrir tugir blaðagreina þar sem varað hefur verið við þeirri þróun að vaxandi fjöldi erlendra ferðamanna ferðist á eigin vegum um óbyggðir landsins. Þrátt fyrir þessi varnaðarorð fjölda manna, hefur ekkert verið gert af hálfu þeirra sem hafa vald til að hafa stjórn á þessum ferðum. Til að koma í veg fyrir misskilning í upp- hafi vil ég taka fram að ég er ekki að amast við því að útlendingar geti feröast um landið. Ég tel hins vegar — og það virðast margir fleiri gera — að reynslan hafi sýnt að þeir sem ferðast á eigin vegum þurfi ákveðið aðhald. Við þurfum í fyrsta lagi skýrari reglur, í öðru lagi betri leiðbeiningar og í þriðja lagi meira eftirlit. Veturinn 1981—’82 starfaði nefnd á vegum Ferðamálaráðs til að gera úttekt á ferðaútgerð er- lendra manna á íslandi. Kannað var hvort hér væri um óþarfa hræðslu að ræða eða hvort ástæða væri til aðgerða. Eftir mikla gagnasöfnun skilaði nefndin 70 þlaðsíðna skýrslu í ársbyrjun 1982. Ekkert gerðist í málinu sumarið 1982, en sl. haust sá sam- gönguráðuneytið ástæðu til að skipa nýja nefnd í málið. Hún hef- ur upplýst að í viðkomandi ráðu- neytum sé ekki talin ástæða til að- gerða. Þetta kemur eins og reiðarslag yfir áhugafólk um ferðamál, sér- staklega nú þegar tvær bílferjur eru eftir nokkrar vikur að hefja ferðir til fslands og búast má við að næsta sumar verði enn fleiri útlendingar á ferð um óbyggðir landsins á fjallatrukkum og tor- færuhjólum með matar- og bens- ínbirgðir til allrar ferðarinnar í farangrinum. Ástæðan fyrir því að ég leyfi mér að senda fyrirspurn til ráð- herra á þessum vettvangi er sú að þetta mál kemur ekki mér einni við eða þeim, heldur þjóðinni allri, almenningi í landinu. Fyrirspurn- irnar eru sendar í fullri vinsemd og alvöru, í von um svar á sama vettvangi. Rétt er að skilgreina hvað ég á við með útlendingum sem ferðast á eigin vegum. Það eru: 1) Ferjufar- þegar sem koma með eigin farar- tæki (fólksbíla, jeppa, fjalla- trukka, torfæruhjól og hópferða- bíla) og ferðast ekki í skipulögðum ferðum íslenskra ferðaskrifstofa. Sumarið 1981 komu 1.262 farar- tæki til landsins með Smyrli, 747 fólksbílar, 131 jeppi, 137 VW-minibus 8 manna, 81 torfæru- bíll, 11 rútur og 155 mótorhjól. Ferjufarþegar voru 4.844. Erlend- ir ferðamenn alls 78.117. 2) Flug- farþegar sem taka hér á leigu jeppa eða hópferðabíla og ferðast eftirlits- laust. (Bílaleigujeppa þarf að panta með löngum fyrirvara, þótt þeir skipti hundruðum. Ein bíla- leiga hefur t.d. 100 jeppa.) Spurningar 1 a) Innfiutningur á bensfni. Smyrilsfarþegar hafa komið með aukabirgðir af bensíni í hinum margvíslegustu ílátum (brúsum og sívalningum) sem stundum hafa gefið sig í sjógangi og veltingi. SP.: Er það eingöngu undir viðkom- andi skipafélagi komið hve mikið magn af bensíni má hafa með inn í landið? Ef svo er, ætlar Farskip að leyfa sínum farþegum ótakmarkað- an innflutning á bensíni? Ráða ís- lensk tollayfirvöld engu í þessu efni? Ég má ekki hafa bensín á aukabrúsa úti í bílskúr hjá mér, en útlendingur má hafa tugi lítra Birna Bjarnleifsdóttir á aukabrúsum á þaki jeppans síns, láta hann standa á bflastæðinu hjá mér svo mánuðum skiptir og leggja honum á tjaldsvæði þar sem tugir eða jafnvel hundruð ferðamanna sofa í tjöldum. SP.: Hvað réttlætir þetta? (Inn í Dan- mörku má hafa 10 lítra á vara- tanki af varanlegri gerð.) 1 b) Innflutningur á matvælum. Skv. reglugerð 335/1981 mega út- lendingar hafa með sér matvæli til allrar ferðarinnar og nota þeir sér það óspart. Sumir senda heilu gámana á undan sér til landsins og selja íslendingum afganginn við lok ferðar. Við munum líka eftir Frkkanum sem hafði með sér 100 flöskur af rauðvíni! Á sama tíma er ein lítil skinkudós eða 1 spægipylsa gerð upptæk hjá Is- lendingum sem eru að koma til landsins. Varnarliðsmenn á Kefla- víkurflugvelli sem fara hér í skoð- unarferðir eru varla frjálsir að hafa með sér nesti út af vellinum. Þótt við viljum e.t.v. ekki vera strangari við okkar ferðamenn en gerist í öðrum löndum, þá má full- yrða að Island hefur hér sérstöðu eins og f mörgu öðru. Ætli nokkr- um sem ferðast milli Evrópulanda detti í hugað hafa með sér annað eins magn af matvælum og ákveðnir hópar koma með hingað. „Þetta kemur eins og reiðarslag yfir áhuga- fólk um ferðamál, sér- staklega nú þegar tvær bflferjur eru eftir nokkrar vikur að hefja ferðir til íslands og bú- ast má við að næsta sumar verði enn fleiri útlendingar á ferð um óbyggðir landsins á fjallatrukkum og tor- færubflum meða matar- og bensínbirgðir til allr- ar ferðarinnar í farangr- inum.“ Inn í hin Norðurlöndin má hafa með sér 15 kg af mat. íslendingar sem ferðast hafa milli landa í Mið-Evrópu upplýsa að þar megi hafa með sér mat til eins dags. SP.: Hvaða munur er á neyslu útlendinga og íslendinga á erlendum mat með tilliti til smitsjúkdóma? Eru ein- hverjir milliríkjasamningar sem ís- land á aðild að sem koma í veg fyrir að við getum takmarkað innftutning útlendinga á erlendum mat? 1 c) Vegaeftirlit. Á vorin eru hér þungatakmarkanir á mörgum leiðum í byggð vegna aurbleytu og háar fjársektir koma til, ef brotn- ar eru. Vitað er að oft er brotist eftir óbyggðavegum og þeir skemmdir löngu áður en þeir eru orðnir færir. Við skulum ekki karpa um það, hvort íslendingar eru sekari um það en útlendingar, heldur spyrja: Er ekki hægt að hafa sams konar þungatakmarkanir á óbyggðavegum og vegum í byggð og beita sektum, ef brotnar eru? íslendingar fá upplýsingar í fjöl- miðlum eða hjá Vegagerðinni um þungatakmarkanir á ákveðnum leið- um vegna aurbleytu á vorin og einn- ig hvenær ákveðnir fjallvegir opnast. Þessar upplýsingar ná ekki til út- lendinga og sumir þeirra, sem koma á fólksbílum og ætla sér að aka á venjulegum vegum, leggja óvart á ófæra vegi og skemma bæöi farar- tæki sín og veginn. SP.: Er ekki hægt að merkja leiðir betur og loka þeim sem eru ófærar? Hvers vegna var hætt að útvarpa orðsendingum til erlendra ferðamanna á ensku? 1 d) Innflutningur á torfærubíl- um. Aðrir útlendingar koma með sérútbúna fjallatrukka og tor- færuhjól og bendir útbúnaður þeirra ótvírætt til þess að þeir ætla sér að aka í óbyggðum og lenda í svaðilförum. SP.: Er eitt- hvað sem mælir á móti því að út- lendingum sé gert óheimilt að koma með slíka bíla til landsins á þeim tíma árs sem vitað er að óbyggðaveg- ir eru ófærir og landið ekki tilbúið til að taka við umferð af þessu tagi (t.d. fyrir 1. júlí)? í rauninni er vitað mál að alls staðar er óheim- ilt að aka utan vega, þótt engar sektir séu við því. Ef við treystum okkur með engu móti til að hefta frelsi ferðamanna með því að setja ferðum þeirra skorður eða beita sektum fyrir náttúruspjöll, kemur í hugann hvort fara eigi þá leið að merkja ákveðna torfæruleið, þar sem náttúran er ekki sett í hættu og leyfa mönnum þar að fá útrás í torfæruakstri. 1 e) Hópferðabílar. íslenskir hóp- ferðabílar mega ekki fara yfir ákveðna breidd og þyngd og mega heldur ekki hafa aftaníkerrur. SP.: Hvers vegna gilda þessi ákvæði ekki fyrir hópferðabfla sem útlend- ingar koma með og aka á hér á sömu vegum og við íslendingar? 1 f) Aukið vald landvarða. Land- verðir sem eru við landgæslu á friðuðum svæðum í óbyggðum hafa í vaxandi mæli lent í útistöð- um við ferðamenn sem ekki virða umgengnisreglur á svæðunum. Stundum hefur verið reynt að leita aðstoðar sýslumanna, en án árangurs. SP.: Er ekki hægt að auka vald landvarða, svo að þeir geti t.d. beitt þá ferðamenn sektum sem vinna spjöll á náttúrunni? 2 a) Lengdir jeppar. í hópferða- lögunum segir að bílar sem taka 8 farþega eða fleiri þurfi hópferða- leyfi og kosta þau háar fjárhæðir árlega. SP.: Hvers vegna falla lengdir jeppar sem taka 8 farþega eða fleiri ekki undir þessi ákvæði? 2 b) Atvinnuleyfi útlendinga. ís- lensk lög kveða svo á að útlend- ingar sem hér stunda atvinnu þurfi að sækja um atvinnuleyfi. Á hverju ári koma hingað margir erlendir ferðamannahópar sem hafa með sér erlenda leiðsögu- menn. Víða í S-Evrópu er erlend- um (og þar með íslenskum) ferða- „Vinur er sá sem til vamms segir“ eftir Guðbrand Þór Jónsson, Saurbæ í Fljótum Maðkur í mysunni segir Morg- unblaðið um fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi vestra, meiri var ekki hrifning Morgunblaðsins á mér og öðrum endurheimtum kjósendum Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra Það var hins vegar samkvæmt sömu heimild, enginn maðkur í mysunni í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, nei þar var ekki einu sinni vía til að skíra sömu niður- stöðu beggja þessara prófkjöra. Forustulið Sjálfstæðisflokksins var hirt af hinum almenna kjós- anda Sjálfstæðisflokksins svo um munaði, og við hverju var öðru að búast þar sem flokksforustan hef- ur búið við vaxandi andúð hins al- menna kjósanda allt frá stjórn- armyndun Geirs Hallgrímssonar árið 1974. Þetta er staðreynd sem flokksforustunni og Mbl. ætti nú að vera orðin ljós. Sömuleiðis ætti flokksforustunni og Mbl. að vera orðið það ljóst, að hinn almenni kjósandi Sjálfstæðisflokksins hef- ur meira en getað liðið þrístirnið úr þingliði Sjálfstæðisflokksins innan núverandi ríkisstjórnar. öll prófkjör Sjálfstæðisflokksins und- anfarið hafa gengið gegn forustu flokksins og sanna betur en nokk- uð annað þessar augljósu stað- reyndir. Samt virðast forystu- menn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum, þá undrar útkoman úr prófkjörunum og Elín Pálmadótt- ir blaðakona af sjálfri Mbl.-press- unni talar jafnvel um geðklofa í misvægi dýrlegs sigurs Geirs „Þaö sem við Kári Jóns- son og allir aðrir ósáttir stuðningsmenn Sjálfstæð- isflokksins, háir sem lágir, þurfum að gera, er að taka höndum saman og ræða ósættismál okkar persónu- lega af hreinskilni og vilja til að eyða þeim eins og sjálfstæðum mönnum sæmir.“ Hallgrímssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og slæmri út- reið hans í prófkjörinu. En hér er ekki um neinn geð- klofning að ræða, heldur það mikla djúp sem orðið er á milli flokksforustunnar og hins al- menna kjósanda Sjálfstæðis- flokksins. Undiralda óánægjunnar skolaði fyrir borð fimm þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins árið 1974 og vaxandi kvika óánægjunn- ar hefur trúlega skolað fyrir borð 5—7 þingmannsefnum Sjálfstæð- isflokksins í kosningunum 1978, og aldrei hefur kvikan risið hærra innan Sjálfstæðisflokksins en ein- mitt nú og samt virðist forusta Sjálfstæðisflokksins með Mbl. í broddi fylkingar enn ætla að ganga til alþingiskosninga án sáttatilrauna innan flokksins og í andstöðu við hinn almenna kjós- anda Sjálfstæðisflokksins. Þó vopnin hafi, í prófkjörum Sjálf- stæðisflokksins, snúist svo gjör- samlega í höndum hennar að þrístirni Sjálfstæðisfiokksins inn- an núverandi rikisstjórnar stend- ur eftir í sviðsljósinu með pálm- ann í höndunum, ber flokks- forustan og Mbl. enn höfðinu við steininn og heldur áfram óþörfum og óskynsamlegum árásum á þessa menn og ríkisstjórnina eins og þörfu og skynsamlegu aðhaldi að þeirra gjörðum. Og Mbl. kallar það „Kröfu um þögn“ ef á þetta þarflausa, heimskulega og hættu- lega athæfi er bent, sýnist þá sveitamanninum eins og fram- boðsmálum formanns Sjálfstæðis- flokksins, Geirs Hallgrímssonar, er nú komið, að ekki væri það óskynsamlegt af Sjálfstæðis- flokknum og Mbl. að sleppa óþörfu árásunum á Gunnar Thoroddsen, og að gefnu tilefni Mbl., ekki Gunnars vegna né ríkisstjórnar hans heldur vegna Geirs Hall- grímssonar og Sjálfstæðisflokks- ins sem þarna verður að treysta á drengskapar- og sjálfstæðismann- inn Gunnar Thoroddsen, til að fara ekki í utanflokka framboð gegn Sjálfstæðisflokknum. Eng- inn má skilja orð mín svo að ég fagni ósigri formanns Sjálfstæðis- flokksins, Geirs Hallgrímssonar, í prófkjörinu, og ég fagna því að hann skyldi hafna hugmyndum um „trygga sætið" og ákveða af sjálfstæðri reisn, „að berjast til sigurs úr því sæti er hann hlaut," því með því óx hann í augum hins almenna kjósanda Sjálfstæðis- flokksins, mín og annarra, með því byrjaði hann að snúa ofanaf and- úðarsnældunni og þyrfti áfram- hald á að verða. Innan veggja al- þingis hefur þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins í stjórnarand- stöðu undanfarið verið að berjast við að tefja afgreiðslu bráða- birgðalaga ríkisstjórnarinnar, sem þessi sami þingflokkur vildi láta kalla saman aukaþing á síð- astliðnu sumri, til að fella en hef- ur nú samþykkt með lágkúrulegri hjásetu og lítilli reisn. Svona vinnubrögð eru þingflokki sjálf- stæðismanna ekki sæmandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.