Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 Sigurður Stefán Bjarnason - Minning Fæddur 11. janúar 1932 Dáinn 5. marz 1983 Sigurður Stefán Bjarnason, pípulagningameistari, lést að heimili sínu laugardaginn 5. mars sl. Hann var einn af fjórum börn- um hjónanna Bjarna Kristjáns- sonar og Jónu Jónsdóttur, sem bjuggu á Suðureyri við Tálkna- fjörð. Bjarni var sonur Kristjáns Arngrímssonar og Þóreyjar Ei- ríksdóttur, sem lengst bjuggu á Sellátrum við Tálknafjörð og kennd við þann bæ. Jóna var dótt- ir Jóns Jónsen og konu hans Gróu Indriðadóttur, búandi á Suðureyri. Allt var þetta mikið dugnaðar- og atorkufólk. Bjarni lauk námi frá Verslunarskólanum í Reykja- vík, en að námi loknu sneri hann sér að sjómennsku og gerði út opna vélbáta og var sjálfur for- maður á þeim. Hann gerði alla sína útgerðartíð út frá Suðureyri, var framtakssamur og þekktur fyrir mikinn dugnað og bjartsýni á öllum sviðum. Allt sem hann gerði fórst honum vel úr hendi. í byrjun fjórða áratugarins herti mikið að fjárhag þeirra sem sjávarútveg stunduðu og mun það einnig hafa komið nokkuð við rekstur Bjarna. Bróðir hans Kristján var þá orðinn vel þekkt- urt dugandi togaraskipstjóri í Boston í Norður-Ameríku. Bjarni réðst í það að fara til hans og var með honum um tíma. Bjarni kom heim á tímabili, en hélt aftur til Boston. Mun þá hafa verið fullráðið á skipi Kristjáns, en Bjarni ásamt systursyni sínum Birni Einarssyni frá Sellátrum réðust á annan togara. Það skip fórst í október 1945 að ég held með allri áhöfn og þar með Bjarni og Björn. Þau Jóna áttu þá orðið fjögur börn, tvo syni og tvær dætur. Sig- urður var næstyngstur barnanna. Ekkjan stóð nú uppi með barna- hópinn. Elsta dóttirin Ásdís var nýgift Magnúsi Einarssyni og þau flutt til Reykjavíkur. Það varð svo úr að öll fjölskyldan var komin til Reykjavíkur í árslok 1948. Jóna byggði sér hús að Hraunteig 22, og þar bjuggu þau um margra ára bil. Sigurður tók gagnfræðapróf með mjög góðri einkunn. Hann stundaði nám í menntaskólanum þrjá vetur og fór svo í skólann á Hvanneyri. Mágur Jónu, Helgi Guðmunds- son frá „Steinhúsi" við Sveinseyri í Tálknafirði, þekktur pípulagn- ingameistari í Reykjavík, mun hafa haft fullan vilja til þess að létta mágkonu sinni lífsstarfið. Hjá honum var í námi fyrr- nefndur tengdasonur Jónu, Magn- ús. Til hans fór í nám Þórir Bjarnason og svo síðar Sigurður. Þeir Magnús og Þórir unnu að námi loknu í pípulögnum áfram með Helga og tóku að Helga látn- um við rekstri hans. En Sigurður stundaði sína iðngrein sér og stundaði hana, sem pípulagningameistari, í Reykjavík og Kópavogi meðan heilsa hans entist. Árið 1957, 19. janúar, giftist Sigurður Ruth Sigurhannesdóttur. Þau eignuðust fjögur börn, og dóttur Ruth frá fyrra hjónabandi, Sigrúnu Eddu, gekk Sigurður í föðurstað. Börnin eru: Birna Björk, gift Guðmundi Rúnar Heiðarssyni, Bjarni Þór, heitbundinn Ásgerði Katrínu Hafstein, Ingibjörg Ragna og Ásdís Guðrún. Kynni mín af Sigurði og fjöl- skyldu hans urðu fyrir skyldleika eiginkonu minnar, Magneu, en þau Sigurður voru systkinabörn. Bjarni og Halldóra móðir Magneu voru systkini. Frændsystkini afkomenda Kristjáns Arngrímssonar og Þór- eyjar Eiríksdóttur hafa ræktað með sér sterk vináttubönd. Sig- urður var einlægur í allri fram- komu og gerði sér far um að gleðja aðra og naut sín vel meðal fólks. Hann var heilsteyptur vinur vina sinna, ráðþæginn og ráðhollur og hafði gleði af að gera öðrum greiða. Á gleðistundum var honum tamt að láta öllum líða vel, sem með honum voru. Hann var prúð- ur í allri framkomu og kunni sig vel meðal fólks. Dugnaður hans var mikill, vinnugleði hans bar hann hálfa leið að settu marki og ég hygg að hann hafi verið sjálf- um sér um of ósérhlífinn. Heimili sínu var hann allt og börn þeirra hjóna eru félögum sín- um til fyrirmyndar. Fyrir um átta árum fann Sig- urður til heilsubrests og varð hann aldrei eftir það heill heilsu. Námsvilji hans var enn í fullu fjöri og hann stundaði um tíma nám í Öldungadeildinni, ef það kynni að hjálpa honum til þess að létta lífsstarfið. Síðustu tvö árin sem hann lifði átti hann við mikla vanheilsu að stríða. Hann var um tíma á heilsuhæli. Hann varð að hætta að starfa í iðngrein sinni. Dugnaður- inn dreif hann áfram og honum tókst fyrir vináttu að fá starf við kertagerð í verksmiðjunum Nóa, t Móöir okkar, GUONÝ BERENTSOÓTTIR, Hringbraut 44, Kellavlk, lést aðfaranótt mánudagsins 14. mars í sjúkrahúsi Keflavíkur. Kolbrún Leffel, Sigríður Kristmundsdóttir, Kristín Kristmundsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför ÓSKARS ÓLAFSSONAR, Sólhliö 5, Vestmannaeyjum. Rut Ágústsdóttir, Ágúst Óskarsson, Oddfríöur Guöjónsdóttir, Ólöf Óskarsdóttir, Haraldur Gíslason, Edda Óskarsdóttir, Siguröur Jónsson, Eygló Óskarsdóttir, Ragnar Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, TORFI SIGGEIRSSON, Kirkjuvegi 13, Keflavík, andaöist á heimili sínu 14. þessa mánaöar. Anna Vilmundardóttir. t Móöir okkar, VALGERDUR PÁLSDÓTTIR, lézt mánudaginn 14. marz. Sveinn Skúlason, Gunnlaugur Skúlason, Páll Skúlason. t Útför eiginmanns míns, JÓHANNESAR HALLDÓRSSONAR, trésmiös, Skipasundi 10, veröur gerö frá Fossvogskapellu, fimmtudaginn 17. mars kl. 13.30. Fyrir hönd dætra, tengdasona og barnabarna. Margrét Ingólfsdóttir. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóöur, VILBORGAR JÓNSDÓTTUR, Grænumörk 1, Selfossi. Þórmundur Guömundsson, Gunnhildur Þórmundsdóttir, Bjarni Eyvindsson, Þórmundur Þórmundsson, Unnur Jónsdóttir. t Flugheilar þakkir færum viö ættingjum, vinum og öllum þeim, er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdafööur, afa og bróöur, ÓLA SIGURJÓNS BARÐDAL. Sesselja Guönadóttir, Jón A. Barödal, Björk Björgvinsdóttir, Höröur Barödal, Soffía K. Hjartardóttir, Reynir Barödal, Helena Svafarsdóttir, Þórir Barödal, Sigrún Pálsdóttir, Ragnheiöur Erlendsdóttir, Pétur B. Björnsson, barnabörn og bróöir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og útför GUÐRÚNAR HELGADÓTTUR frá Heggsstööum, Vogatungu 34, Kópavogi. Einnig þökkum viö læknum og hjúkrunarlið! gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir góöa umönnun. Siguröur Tómasson, Helgi Sigurösson, Helgi Hauksson, Elín S. Sigurðardóttir, Ástríður H. Siguröardóttir, Tómas Sigurösson, systkini og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og jarðar- för eiginkonu minnar, móöur, systur, tengdamóöur og ömmu, ÓLAFAR MAGNÚSDÓTTUR, Digranesvegi 74, Kópavogi. Höröur Sigurjónsson, Magnús Haröarson, Sigurdís Haraldsdóttir, Kristján Haröarson, Helga Jóhannesdóttir, Sigríöur Haröardóttir, Magnús Magnússon, Elísabet Haröardóttir, Einar Tómasson, Höröur Haröarson, María Davíðsdóttir, Skúli Magnússon, Jean Magnússon, Guömundur Á. Magnússon, Svava Scheving Jónsdóttir og barnabörn. Hreini og Siríus og vann við það um tíma seinustu stundir ævi sinnar. Ég er honum alúðlega þakklátur fyrir þau kynni, sem við hjónin og fjölskylda okkar áttum við hann. Ég votta konu hans og börnum og öllum öðrum ættingjum hans innilega samúð okkar. Algóður Guð veri með honum og leiði hann á nýjum vegum. Baldur Guðmundsson Hann Siggi frændi er látinn. Nú er hann horfinn yfir móðuna miklu og kannski hefur það verið honum kærkomið að fá hvíld, frið og ró. Nú fer sól að nálgast æginn nú er gott að hvíla sig og vakna ungur einhvern daginn með eilífð glaða kringum sig. (l»orst. Erk) Sigurður var fæddur á Suður- eyri í Tálknafirði 11. janúar 1932. Foreldrar hans voru Jóna Þ. Jóns- dóttir frá Suðureyri og Bjarni E. Kristjánsson frá Sellátrum, Tálknafirði. Þau voru mikið sæmdar- og gæðafólk enda bar Sigurður það besta frá þeim báð- um. Minningar frá bernsku okkar frændsystkinanna á eyrinni eru mér hugstæðar. Við áttum svo margt sameiginlegt. Þar var leikið sér saman að legg og skel og oft var farið í berjamó í litla dalinn. Mikil hátíð var hjá okkur þegar við fengum að fara í sundprófin á Sveinseyri. Þá var glatt á hjalla. Oft fórum við í kirkjuferðir á litl- um trillum yfir fjörðinn. Stundum vorum við pínulítið hrædd þegar brim og úfinn sjór blasti við þegar út í bátinn var komið og sæta varð lagi að lenda í vör. Nú þegar minn kæri frændi er horfinn, er mér efst í huga allir hans góðu mannkostir og hlýja sem hann hafði í svo ríkum mæli. Við hjónin vottum ástvinum Sigurðar hlýja samúð. Ema R. Jónsdóttir Vesalingarnir í Regnboganum Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise sýnir í E-sal Regnbogans í kvöld og annað kvöld fyrri hluta myndarinnar „Les Miserables" eða Vesalingana, sem byggð er á sam- nefndri skáldsögu Victor Hugo. Þessi kvikmynd var gerð af Ra- ymond Bernard árið 1934 og fram koma frægustu leikarar þess tíma: Harry Baur (Jean Valjean), Charl- es Vanel (Javert), Charles Dullin (Thenardier), Florelle (Fantine), Marguerite Moreno (la Thenardi- er) og fleiri. Kvikmyndin er í tveim hlutum. Fyrri hlutinn er nefnist „Jean Valjean" verður sýndur 16. og 17. mars. Seinni hlutinn „Cosette" verður síðan á dagskrá miðviku- daginn 23. og fimmtudaginn 24. mars. esió reglulega af ölhim fjöldanum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.