Morgunblaðið - 23.03.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
7
AÐAL-
FUNDUR
félagsins verður haldinn í Átthagasal, Hótel Sögu,
mánudaginn 28. marz kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Tekin ákvörðun um byggingaframkvæmdir aö félags-
miðstöö viö Víðivöllum.
Lagabreytingar vegna íþróttadeildar.
Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félags-
ins dagana 21.—25. marz kl. 13—18.
Félagar eru minntir á að greiöa ársgjöld fyrir aöal-
fund.
Árshátíð félagsins veröur að Hótel Sögu, föstudaginn
25. marz.
Hestamannafélagiö Fákur.
Nýkomið
Úrval af dömuhúfum.
Feldskerinn
Skólavörðustíg 18,
sími 10840.
Skrifborð
Efni: Furufilma
Stærð: 120x55, hæð 188 cm.
Hillur — Ljós — Korktafla.
Verð: Afborgun Kr. 3.596.-
Staögreitt Kr. 3.417.-
Sendum um land allt.
fp árumarkaðurinn hf.
múla 1 A. Sími 86112.
mwm
Framkvæmdastjori
Skrifstotustjori: Jóha
Ritstjórar: Pórarinn t
V. Ólafsson. I
Umojónarmaóur I
Þriðjudagur 22. mars 1983
67. tölublað - 67. árgangur
forsætisrAðherra
FER EKKI FRAM
■ „Að uiulanfömu hefur mér
þeim ákvörðun sína i fvrradae.
Enn allra veðra von
■ Sú ákvörðun Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra.
að gefa ekki kost á sér til framboðs til alhinaiviívsninon
Steingrímur Hermannsson:
„Hefur áhrif á kosn-
ingabaráttuna”
■ „Ég hélt af ýmsum ásfæd-
um ad Gunnar Tboroddsen
gerði við Sjálfstædisflokkinn í
sjónvarpsumræðum ffá Al-
Tíminn setur upp hundshaus
Fýlan bókstaflega lekur af forsíðu og forystugrein Tímans í
gær vegna ákvörðunar Gunnar Thoroddssen, forsætisráðherra,
að fara ekki í framboð gegn sínum gamla flokki, Sjálfstæðis-
flokknum. „Ég hélt af ýmsum ástæðum að Gunnar Thoroddsen
ætlaði fram,“ sagði Steingrímur Hermannsson í forsíðuviðtali, og
bætti við: „Þessi ákvörðun forsætisráðherra hefur aö sjálfsögðu
veruleg áhrif á kosningabaráttuna. Mér finnst alveg Ijóst að
ríkisstjórn sú sem nú situr hljóti að segja af sér strax að loknum
kosningum.“
Hálmstrá eða
hugarfóstur
Vonbrigöi framsóknar-
manna vegna ákvörðunar
forsætisráðherra, sem
skvja himinn Tímans í gær,
eru fyrirferðamikil á síðum
blaðsins. Engu aö síður
tekst leiðarahöfundi Tím-
ans að finna sér huggun
harmi gegn. Hann vitnar til
yfirljsingar, sem „fylgis-
menn Gunnars hafa sent
frá sér,“ hvar líta megi
gagnrýni á „flokksræðið" í
Sjálfstæðisflokknum, sem
vantanlega kemur fram í
ákvörðunum framboðslista
með prófkjörum og þátt-
töku tuga þúsunda fólks á
hcildina litið.
Og leiðarahöfundur
Tímans kemst að eftirfar-
andi niöurstöðu, sér til
óblandinnar ánægju, að því
er virðist:
„Þrátt fyrir ákvörðun
forsætisráðherra virðist
samt allra veðra von innan
Sjálfstæðisflokksins og
sættir ekki tekizt, hvað
sem síðar kann að verða."
I»eir eiga samleið í því,
Tíminn og l'jóðviljinn, að
byggja framavonir flokka
sinna í komandi kosning-
um fremur á hugsanlegum
ágreiningi eða átökum inn-
an Sjálfstæðisflokksins en
„ágæti" eigin flokka, fram-
boðslista eða stefnumála!
I*eir reiða sig fremur á
hugsanlegan óvinafagnaö
innan Sjálfsta'ðisflokksins
en aðdráttarafl eigin
kennisetninga og stcfnum-
iða. hetta er eftirtektar-
vcrt, bæði fyrir sjálfstæðis-
fólk og aðra kjósendur í
landinu.
Vonarglæta
Þjóðvilja-
ritstjórans
Vesturland, blað vest-
flrzks sjálfstæðisfólks,
fjallar í nýlcgum leiðara
um „sérframboð" í Vest-
fjarðakjördæmi, sem kepp-
ir um svipað fylgi og fram-
boðsllsti Sjálfstæðisflokks-
ins. Blaðið leiðir að því Ifk-
ur að Kjartan Ólafsson, rit-
stjóri Þjóðviljans, sem
skipar efsta sæti á fram-
boöslista Alþýðubandalags-
ins í Vestfjarðakjördæmi,
byggi vonir sínar um kjör-
dæmakosningu einkum á
þessu sérframboði, sem
kunni að dreifa atkvæðum
borgaralega sinnaðs fólks
eitthvað — með þeim af-
leiðingum, að Þjóðviljarit-
stjórinn smjúgi inn á Ak
þingi.
Hér er aftur komið að
þeim meinta óvinafagnaði í
Sjálfstæðisflokknum, sem
bæði Tíminn og Þjóðviljinn
hafa lengi séð fyrir hug-
arsjónum sínum, sem
bjarghring viðkomandi
flokka í komandi þing-
kosningum. Þeir óttast
ekkert meir en að kosn-
ingarnar snúizt um þá arf-
leifð fráfarandi ríkisstjórn-
ar, sem vísað hefur verið í
dóm þjóóarinnar með þing-
rofl og þingkosningum. Sá
valkostur er þeim litlu
hugstæðari að kosningarn-
ar snúizt um stefnumið
þeirra sjálfra. Þess vegna
er mergurinn málsins í
hugarheimi þeirra, að blása
að sundrungu í sterkasta
stjórnmálaafli þjóöarinnar,
Sjálfstæöisflokknum, sem
þjóðarhagsmunir krefja að
komi sterkur og samstilltur
út úr væntanlegum þing-
kosningum í endaðan
næsta mánuð.
Tapið á rík-
isfyrirtækjum
Hjörleifur Guttormsson,
iðnaðarráðherra, upplýsti á
Alþingi. I. marz sl„ að
rekstrartap járnblendiverk-
smiöjunnar á Grundar-
tanga hafl verið 64.4 m.kr.
1981 og að áætlað tap 1982
væri 170 m.kr. Tapið var
ekki sízt fjármagnað með
erlendum lántökum. Sama
máli gengdi um ýmis fyrir-
tæki, sem ríkið á: áburðar-
verksmiðju, sementsverk-
smiðju, kísiliöju o.fl. Ríkis-
útgerðin var öll á erlend
skuldamið.
l>essi tapútgerð öll hlýt-
ur að vekja ýmsar spurn-
ingar. m.a. þá, hvern veg
væri komið við atvinnuör-
yggi starfsmanna ÍSAL (og
skattheimtu á almenning),
ef álverið hefði alfarið ver-
iö eign íslenzka ríkisins 1
ráðherratið Hjörleifs Gutt-
ormssonar?
„Okkur blöskrar hvernig unnið
er að stjórnarskrármálinu
Samtök um jafnrétti milli landshluta stofnuð:
— segir Pétur Valdimarsson
STEFNT er að því að stofna lands-
samtök áhugamanna um jafnrétti
milli landshluta í öllum kjördæmum
landsins í lok mánaðarins, en slík-
um félögum hefur þegar verið komið
á fót á Akureyri, Selfossi, Hvamm-
stanga og víðar.
Þetta kom fram hjá Pétri Vald-
imarssyni, forsvarsmanni samtak-
anna á Akureyri, í samtali við
Mbl. „Ástæðan til stofnunar þess-
ara félaga er sú, að okkur blöskrar
hvernig unnið er að kjördæma-
málinu eða kosningarétti manna,
en einnig viljum við vekja athygli
á misskiptingu þjóiiustu milli
landshluta. T.a.m. er hitakostnað-
ur í Reykjavík hlægilegur miðað
við upphitunarkostnað annars
staðar á landinu," sagði Pétur, er
hann var spurður um tildrögin að
stofnsetningu samtakanna.
„Okkur ofbýður einnig hvernig
staðið hefur verið að stjórnar-
skrármálinu. Það er út í hött þeg-
ar um stjórnarskrárbreytingar er
að ræða að þingmenn setji lög um
sjálfa sig án nokkurs samráðs við
þjóðina,“ sagði Pétur. Hann sagði
ennfremur að það kæmi mörgum
spánskt fyrir sjónir að stjórn-
arskrárnefnd gæti ekki gefið upp-
lýsingar um þau lönd sem hún
helst miðar við um jöfnun kosn-
ingaréttar hér. Pétur kvað t.d. allt
aðrar reglur gilda um kosninga-
rétt í Danmörku en hér á landi. I
Svíþjóð væri t.d. ekki um jafnan
kosningarétt að ræða, og svo væri
einnig um Noreg, enda þótt byggð-
arstefna væri þar ráðandi og mikil
vaiddreifing. Pétur var næst
spurður að því hvort félögin um
jafnrétti milli landshluta ætluðu
að vinna mikið saman. „Já, að
sjálfsögðu. Við stöndum að þessu
til að gera þjóðinni kleift að starfa
sameiginlega að þessum málum og
við vonumst einnig til þess að eiga
samstarf við bæði Reykvíkinga og
Reyknesinga. En við leggjum á
það áherslu að þetta er ekki
flokkspólitískt mál heldur vænt-
um við stuðnings úr öllum flokk-
um. Enda verður þjóðin að læra að
taka tillit til hvers annars, en ekki
aðeins að taka til greina ákvarð-
anir og kröfur meirihlutans,"
sagði Pétur að lokum.