Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 15 glæsilegt met í spjótkasti fyrir nokkrum dögum. Þá var Þráinn Hafsteinsson að setja glæsilegt met í tugþraut. Allt er þetta íþróttafólk í fremstu röð sem við getum verið stolt af. Þeir íþróttamenn sem skara fram úr öðrum, verða þekktir í heimalandi sínu. Þeir eru æskunni hvatning og hún hefur þá að leið- arljósi í líkamsrækt og heilbrigð- um leik. Æskan tekur sér afreks- mennina til fyrirmyndar. Nú eru innan vébanda íþróttahreyfingar- innar um 75 þúsund manns, eða tæplega þriðjungur þjóðarinnar. Og víst má telja að íþróttir tengist svo til hverju heimili í landi voru. Gildi íþrótta er ekki allt fólgið í sigrum. í íþróttum öðlast ungt fólk féiagsþroska og einbeitingu, lærir að temja skap sitt og taka mótlæti sem meðbyr. Þar verður hver einstaklingur að leggja sig fram í þágu liðsheildar, en jafn- framt að treysta á samherja og samstarf. íþróttamaðurinn, æsku- maðurinn, stælir líkama sinn, skapgerð og andlegan þroska og fátt er ungu fólki heilbrigðara en ástundun íþrótta, hvort sem það er fyrir ánægjuna eða keppnina. Hvort tveggja fer þetta þó oftast saman, sem betur fer. Iþróttir snúast mikið um sigra og ósigra. Keppnin er hvatn- ingin en sigurinn uppskeran. Þeg- ar á allt er litið á þjóðfélagið íþróttunum mikið að þakka. Þær örva æskuna til líkamsræktar, efla félagskennd og skyldur við aðra en sjálfa sig og þær setja svip sinn á lífið og tilveruna. Þeim sem ekki fylgjast með íþróttum kann að þykja með ólík- indum hvílíkt erfiði og ástundun íþróttamenn og -konur leggja á sig, og jafnframt þeir sem starfa með íþróttafólkinu. íþróttafólkið æfir oft sex sinnum í viku og oft tvisvar á dag. Stjórnarmenn í íþróttafélögunum leggja nótt við dag til að undirbúningur, fjárhag- ur og starfsemin öll geti verið í sem bestu lagi. í íþróttafélögunum þykir þetta sjálfsagður hlutur. Þar er starfað af lífi og sál, og sú ræktarsemi og sá áhugi sem þúsundir manna sýna félögum sínum er til mikillar fyrirmyndar. Og hvað er æski- legra en að beina starfsorku sinni að æskulýðsmálum, heilbrigðu íþróttalífi, þar sem menn blanda saman geði í metnaðarfullum leik. Á því er enginn vafi, að áhugi á íþróttum og útilífi vex með ári hverju og er það vel. Það er ekki aðeins í keppnisgreinum sem iðk- endum fjölgar, heldur leynir sér ekki að fjöldinn allur stundar íþróttir og útilíf sér til heilsubótar og ánægju og því ber að fagna. En um leið og skynsamlega iðk- aðar íþróttir eru hverjum manni hollar og heilbrigðar, eiga þær líka að vera mannbætandi. íþrótt- ir og íþróttafélög eiga að vera æskulýðnum og íþróttafólki öllu sú aflstöð sem ekki aðeins veitir þjálfun og góðan líkamsþroska, heldur kennir jafnframt dreng- skap og góðar dyggðir, svo að íþróttafólkið megi verða sem nýt- astir þjóðfélagsþegnar. Við meg- um aldrei gleyma gildi íþrótta fyrir æskuna og óvaxna kynslóð. Fjórar helstu sprauturnar í uppsetningunni á Guðrúnu. Frá vinstri: Messíana Tómasdóttir, sem gerir leikmynd og búninga, Þórunn Sigurðardóttir, höfund- ur og leikstjóri, Jón Ásgeirsson, höfundur tónlistar, og Davíð Walters, sem annast lýsingu. kvikmyndatónlist, ætluð til þess að undirstrika tilfinningaleg samskipti sögupersónanna." Það er David Walters sem ann- ast lýsingu í Guðrúnu, en David starfar nú í fyrsta skipti hjá Leikfélagi Reykjavíkur. David hefur á undanförnum árum getið sér gott orð sem ljósahönnuður í ýmsum sýningum í Þjóðleikhús- inu, hjá Leikfélagi Akureyrar, Nemendaleikhúsinu og víðar. Sjálft sviðið er það sama leikrit- ið út í gegn svo lýsingin gegnir því hlutverki að túlka umhverf- isbreytingar. Sem fyrr segir er frumsýning- in á Guðrúnu annað kvöld, en önnur sýning er á föstudags- kvöld og þriðja sýning á sunnu- dagskvöld. Stykkíshólmur: Stórhríð hamlar umferð Stykkishólmi, 21. mars. UM SÍÐUSTU helgi geysaði hér stórhríð á Snæfellsnesi. Áætlunar- bifreiðin til Stykkishólms, sem fór klukkan eitt úr Reykjavík, komst á mitt Kerlingarfjall, en varð þar að snúa við. Sagði bílstjórinn að hríðin hefði verið þar svo svört, að hann hefði ekki gert sér grein fyrir hvað langt hann hefði komist á fjallið, né heldur hvernig hann hefði komist til byggða, en það tók hann um 5 klukkutíma. Um nóttina var svo gist í Lauga- gerðisskóla, en áætlunarbifreiðin til Ólafsvíkur komst að Bláfeldi í Staðarsveit, en þar gisti fólkið um nóttina. í gær lagði svo bíllinn af stað frá Laugagerði og fór Heydal. Var þá veðrið orðið skaplegra, en á miðjum Heydal bilaði bifreiðin og varð því að senda aðra bifreið til þess að koma farþegunum á leið- arenda. Þegar þeir komu í Stykk- ishólm höfðu þeir verið rúman sól- arhring á ferðinni og er langt síð- an slíkt hefur komið fyrir hér á Nesinu. Ferðin frá Reykjavík til Stykk- ishólms í dag féll svo niður vegna veðurofsa. — Fréttaritari Þúsund lestir af lakki til Rússlands NÝLEGA hefur veriö gerður samn- ingur við Sovétmenn, fyrir milli- göngu herra Boris L. Radivilov viðskiptafulltrúa þeirra hér, um sölu á 1000 tonnum af hvítu lakki. Afhending skal fara fram á næstu þrem mánuðum. Máln- ingarverksmiðjurnar Harpa hf. og Sjöfn skipta þessum samningi á rnilli sín að jöfnu. KrélUtilkynnin* 'vÁ'Síll m Plmrgi Tk nfrlnttfr S Metsölublad ( 00 á hverjwn degi! Eldra steinhús meö tveimur íbúðum hs Kjallari og 2 hæöir, ca. 70 fm grunnflötur á rólegum stað viö 'i Bjarnarstíg. Laust eftir samkomulagi. Ekkert áhvílandi. Til sýnis 5 eftir samkomulagi. Benedikt Halldórsson sölustj. Hjalti Steinþórsson hdl. Gústaf Þór Tryggvason hdl. I Stekkjarhvammur Hafnarfirði raðhús Til sölu tvö glæsileg raöhús ásamt innbyggöum bíl- skúr. 150 og 160 fm. Húsin afhendast fokheld, frá- gengin aö utan, meö gleri í gluggum. Einnig mögu- leiki á aö skila húsunum tilbúnum undir tréverk Ákveöin sala. Verð 1500 þús.fokhelt. Huginn fasteignamiðlun Templarasundi 3 sími 25722, 15522. Steinhús við Fjólugötu Húsið er vel byggt og viðhald hefur verið eölilegt. . Grunnflötur hússins ca. 95 fm. Á 1. hæðinni eru 3 > stofur, eldhús, wc og inngangur. Á efstu hæöinni eru 4 til 5 herb., baðherb. og svalir. Gott geymslu- ris er í íbúöinni. í kjallaranum er þvottahús, geymslur og íþúð. Stór ræktuð lóö. Bílskúrsréttur. Ath.: Frábær staösetning. Mögulegt að lækka útb. ef eftirstöðvar verða verðtryggöar. Teikn- ingar á skrifstofunni. s 85009 — 85988 f Dan V.S. Wiium, lögfraaóingur. Ármúia 21. Ólafur Guðmundsson sölum. Xa^^mmmm—^^mmmmm—mamm—mi^ Vesturbær glæsileg hæð Til sölu er glæsileg efri hæö ásamt herb. í risi og sameiginlegri snyrtingu, samt. ca. 170 fm í þríbýli. Nýtt gler í gluggum. Nýtt eldhús. Mjög vönduð og falleg eign í toþþstandi. Bílskúrsréttur. Suður svalir. Upplýsingar aöeins á skrifstofu. Huginn fasteignamiðlun, Templarasundi 3, sími 25722, 15522. 28444 28444 Austurbær Hólmgarður 3ja herb. um 80 fm íbúö á 2. hæö í nýju fjölbýlishúsi. Suöursvalir. Sameign í sérflokki. Vönduö íbúð. Verö 1200—1250 þús. Vesturbær Hagar Neðri hæö í þríbýlishúsi um 130 fm auk einst.íbúöar i kjallara. Hæðin sk. í 3 sv.herb., 2 stofur o.fl. Endur.nýjuö eign, m.a. gler og gluggar, teppi o.fl. Vönduö eign á besta staö í Vesturbænum. Kárastígur 4ra herb. um 90 fm íbúö i risi. Steinhús. Góö íbúö lítið undir súö. Verö aðeins 1 millj. Tjarnarbraut Hf. 3ja herb. um 90 fm íbuö á 1. hæö í þríbýlishusi. Nýtt gler, teppi o.fl. Góð íbúð á besta staö. Verö 1100—1150 þús. Þessar eignir eru allar í beinni sölu. Vantar m.a. 3ja—4ra herb. íbúð i Fossvogi eða nágr. Góðar gr. í boði og rúmur afh.tími. Einbýli eöa raöhús í Hafnarfirði eöa Garöabæ. Æskilegt aö hafa tvöf. bílskúr. Þarf ekki aö vera fullgerð eign. Höfum kaupendur að öllum geröum fasteigna. HÚSEIGNIR 28444 r“£“ & skip

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.