Morgunblaðið - 23.03.1983, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
Sameinaðir til sigurs
Auknar sigurlíkur Sjálfstæðisflokksins
— eftir Friðrik Soph-
usson, varaformann
Sjálfstœðisflokksins
Umdeildu stjórnarsamstarfi er
senn lokið. Óþarfi er að rifja upp
aðdraganda stjórnarsamstarfsins,
en þegar Steingrímur Hermanns-
son gerði orð Tryggva Þórhallsson-
ar að sínum og sagði, að allt væri
betra en íhaldið, brá hann snöru
Alþýðubandalagsins um höfuð sér
og þar situr hún enn. Steingrímur
hefur löngum þótt nokkuð lausmáll
og fljótfær og landsfræg er lýsing
Ólafs Ragnars á samstarfsmanni
sínum, þegar hann sagði, að „blaðr-
ið í Steingrími væri mesta efna-
hagsböl þjóðarinnar". Víst er, að af-
staða formanns Framsóknarflokks-
ins fækkaði möguleikum í stjórn-
armyndunartilraunum, sem í hönd
fóru, og færði Alþýðubandalaginu
miklu sterkari stöðu en atkvæða-
magn og þingfylgi ætla því. Stjórn-
armyndunin tók tvo mánuði og lauk
ekki fyrr en Gunnar Thoroddsen
myndaði ríkisstjórn með eftir-
minnilegum hætti, sem ekki verður
rakið hér.
Ætlunin var að
kljúfa „íhaldiö“
Ljóst er, að eitt meginmarkmið
andstæðinga Sjálfstæðisflokksins
með þátttöku í ríkisstjórninni var
að kljúfa flokkinn, sem frá því hann
var stofnaður hefur verið stærsta
stjórnmálaafl þjóðarinnar. Báðir
stjórnarflokkarnir, Framsóknar-
flokkurinn og Alþýðubandalagið,
þekkja af eigin raun, hve afdrifa-
ríkt það getur reynst þegar flokkar
klofna og hópar manna yfirgefa þá
og mynda nýjan flokk eða ganga til
samstarfs við aðra flokka. And-
stæðingar Sjálfstæðisflokksins
hafa hins vegar misreiknað sig illi-
lega, þegar þeir töldu sig hafa klof-
Ákvörðun Gunnars og yfiriýsingar Friðjóns og Pálma staðfesta samstöðuna í Sjálfstæðisflokknum
og auka sigurlíkur hans.
Kjósendur hafna einingu um það
neyðarástand, sem Alþýðu-
bandalagið hefur leitt yfir þjóð-
ina.
ið flokkinn, því að smám saman
hefur það skýrst, að sjálfstæðis-
menn eru einhuga um að ganga
sameinaðir til kosningabaráttunn-
ar.
Sigurlíkurnar
hafa aukist
Friðjón Þórðarson og Pálmi
Jónsson hafa báðir gefið yfirlýs-
ingar þess efnis, að núverandi
stjórnarsamstarfi ljúki strax að
kosningum loknum, og þeir hafa að
undanförnu unnið að mótun kosn-
ingastefnuskrár við hlið annarra
frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins.
Gunnar Thoroddsen forsætisráð-
herra hefur ákveðið að verða ekki í
kjöri. Hann lýsti yfir afdráttarlaus-
um stuðningi við Sjálfstæðisflokk-
inn fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar á sl. vori og undirritaður
er illa svikinn, ef hann leggur ekki
sitt af mörkum til að gera hlut
flokksins sem mestan í kosninga-
baráttunni. Þrátt fyrir atburði síð-
ustu þriggja ára er litið á Gunnar
sem eindreginn sjálfstæðismann og
hálfrar aldar stjórnmálaferill hans
er svo samslunginn sögu Sjálfstæð-
Fallkandidat í varaformanns-
kjöri Alþýðuflokksins er ekki
vænlegur kostur til að koma á
festu í íslenskum stjórnmálum.
isflokksins að ekki verður í sundur
slitið.
Yfirlýsingar Friðjóns og Pálma
og ákvörðun Gunnars hafa stórlega
styrkt Sjálfstæðisflokkinn og aukið
sigurlíkur hans í komandi kosning-
um.
Höfnum íslenskri neyð
Um þessar mundir er það í nokk-
urri tísku að gera lítið úr stjórn-
málaflokkum og stjórnmálastarfi.
Upplausnaröflin beita öllum brögð-
um til að koma ár sinni fyrir borð.
Alþýðubandalagið hefur ætíð talið
upplausn í þjóðfélaginu þjóna sín-
um málstað best, en þjóðin gerir sér
grein fyrir því, að forystumenn Al-
þýðubandalagsins eru skaparar nú-
verandi neyðarástands. Þess vegna
hefur almenningur snúist gegn
kosningaslagorði þeirra og hafnað
„einingu um fslenska neyð“.
Fyrrverandi tilvonandi varafor-
maður Alþýðuflokksins hefur yfir-
gefið flokk sinn og stofnað nýjan
flokk til að færa sér í nyt upplausn-
ina. Þótt Vilmundur hafi þegar haft
það upp úr krafsinu að skáka Al-
þýðuflokknum út af taflborði
stjórnmálabaráttunnar, sjá flestir,
að nýr stjórnmálaflokkur, sem
myndaður er utan um fallkandidat í
varaformannssæti Alþýðuflokksins,
er ekki líklegur til að koma á festu.
— Miklu fremur eykur hann á ring-
ulreiðina.
Frá upplausn
til ábyrgðar
Á undanförnum mánuðum hafa
tæplega þrjátíu þúsund manns tek-
ið þátt í að stilla upp framboðslist-
um Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað
hefur núverandi stjórnarsamstarf
sett mark sitt á flokkinn upp á síð-
kastið, en nú hefur flokkurinn fylkt
liði á ný og er staðráðinn í að stefna
á sigur í komandi kosningum.
Sjaldan hefur þjóðin þurft meira á
því að halda en nú, að Sjálfstæðis-
flokkurinn vinni sigur. Sameinaður
Sjálfstæðisflokkur er eina stjórn-
málaaflið, sem hefur þann styrk að
geta leitt þjóðina út úr ógöngum
upplausnar og ábyrgðarleysis á
flestum sviðum. Við skulum berjast
af fullri hörku gegn upplausnaröfl-
unum. Með festu og öryggi getum
við unnið okkur út úr vandanum.
Með bjartsýni og baráttuþreki tekst
okkur að snúa frá upplausn til
ábyrgðar.
Myndin er tekin á bókamarkaðnum
á Akureyri.
Bókamarkaður
á Akureyri:
Um 300 titlar
seldust upp
fyrstu helgina
Akureyri 21. mars.
BÓKAMARKAÐL'R Félags íslenskra
bókaútgefenda opnaði í Hafnarstræti
81 á Akureyri sl. Fóstudag. Bókaútgáf-
urnar Skjaldborg og Edda á Akureyri
sjá um þennan markað, en þar má
velja úr um 2 þús. titlum sem hafðir
eru á „gamla verðinu".
Um þúsund manns heimsóttu
markaðinn fyrstu helgina og má
geta þess að um þrjú hundruð titlar
seldust upp og er þegar búið að gera
pöntun á þeim að nýju. Bókamark-
aðurinn verður opinn til 31. mars,
virka daga 13—22 og á laugardögum
og sunnudögum 13—18. G.Berg
Washington-pistill
Margrét I>orvaldsdóttir:
Að eiga sér nafti
Það krefst aðlögunar að setj-
ast að í nýju landi, jafnvel þó til
skamms tíma sé. Þrátt fyrir
talsverða reynslu í þeim efnum
er margt sem kemur á óvart.
Sérhvert land hefur sínar hefðir,
lög og reglur sem þarf að virða.
Það sem í einu landi þykir eðli-
legt og sjálfsagt, er næst lög-
broti annars staðar. Þannig geta
lítil mál, næsta brosleg, orðið að
stórmálum.
í þessu landi er ekki hægt að
búa án þess að eiga bíl og bíl
verður ekki ekið nema hafa full-
gilt ökuskírteini. Það var einmitt
á skrifstofu umferðarmála sem
lítið ævintýri hófst.
Ég fyllti út umsóknareyðublað
og skrifaði nafn mitt undir á
sama hátt og það var ritað á
vegabréf mitt og íslenska öku-
skírteinið, og nákvæmlega þann-
ig ætlaúi ég að hafa það. Kona
tók við umsókn minni. Hún rak
upp stór augu. „Hvað er þetta?"
spurði hún, í litlum virðingar-
tón.
„Þetta er nafnið mitt," svaraði
ég.
„Por-val-stottir,“ las hún.
„Þorvaldsdóttir," leiðrétti ég.
„Eiginmaðurinn var hérna
rétt áðan og hann var ekki með
þetta nafn,“ segir hún og horfir
á mig rannsakandi.
„Hann hefur ekki sama nafn
og ég,“ segi ég án þess að depla
auga.
„Sjáið þér til,“ segi ég þá —
„við erum íslensk og á íslandi
taka konur ekki nöfn eigin-
manna sinna er giftast, ég ætla
ekki að breyta því, þó ég komi
hingað til þessa lands," bætti ég
við. Mér fannst bara gaman af
þessum samræðum enda upp-
blásin af stolti yfir þessari
ágætu fornu íslensku hefð.
Athugasemdin snart hana
ekki vitundarögn. Hún kallaði
nú á embættismann úr næsta
bás.
„Sérð þú þetta?“ spyr hún
hvellt.
„Sérð þú þennan staf? Hvaða
stafur er þetta?"
„Þetta er P,“ segir hann.
„Þetta er Þ,“ segi ég — „Þessi
stafur er ekki til í enska stafróf-
inu.“
„Ekki það,“ segir hún.
„í íslenska stafrófinu eru tveir
stafir til viðbótar sem þekkjast
ekki í ensku," bæti ég við.
Þar með var mælirinn fullur.
Hún spratt upp úr sæti sínu,
hóf báðar hendur á loft með
vegabréf mitt í annarri hendi og
íslenska ökuskírteinið í hinni og
næstum kallaði upp: „Oh, if I
had a crystal ball." — Raddblær-
inn sagði, ég hélt ég hefði áður
heyrt allt.
„Þetta á eftir að verða vænn
biti,“ segir hún og bætir við
„ekki veit ég hvernig við komust
fram úr þessu.“ Síðan gekk hún
snarlega inn á skrifstofu yfir-
manns sins veifandi skilríkjum
mínum yfir höfði sér.
í höfuðstöðvunum var þingað.
Menn voru kallaðir inn til ráða
en ekkert gekk.
„Hvað er eiginlega að?“ spyr
eiginmaðurinn mig.
„Það er Þ-ið,“ segi ég.
„Ég var búinn að vara þig við
eftir vandræðin í Sviss," segir
hann þá.
„Taktu það rólega," segi ég —
„ég mun áfram ferðast undir eig-
in nafni." — Nei, ég hafði ekki
gleymt Sviss. Þeir höfðu aldrei
séð neitt því Iíkt í Afoltern í Zúr-
ich. Fjögurra manna fjölskylda
Margrét Þorvaldsdóttir
og enginn með sama eftirnafnið.
Það var þeim óskiljanlegt. Eftir
2ja tíma útskýringar höfðum við
yfirgefið fógetaskrifstofuna
vegabréfslaus. Þau fengum við
ekki í hendur aftur fyrr en 4
mánuðum síðar. Þetta var stór-
mál.
Ökuskírteinislaus í 4 mánuði
get ég ekki verið, var ég að
hugsa, þegar ég fékk bendingu
um að koma. Það var komið að
mér að ræða við yfirvaldið.
Yfirmaðurinn reyndist vera
einstaklega alúðlegur maður,
sem allt vildi fyrir mig gera.
Vandamálið var þessi furðustaf-
ur Þ, sem aldrei fyrr hafði á
þeirra borð komið. Stafurinn var
ekki P — að rita hann Th var
ekki sjálfsagður hlutur, nema
hægt væri áð sýna fram á það á
löglegan hátt. Hann hafði lögum
að fylgja. Ég skildi afstöðu hans
og virti það að hann reyndi að
skilja mína. Var samkomulag
um að ég fengi bréf frá sendiráð-
inu um að íslenskt Þ væri lög-
lega ritað Th á ensku.
'tað tókst og málið leystist.
Það hefur aldrei verið vanda-
laust að vera íslendingur. Þessi
atvik hafa oft leitt hugann að
nöfnum almennt og viðhorfum
til þeirra. Nöfnin eru flestum
heilög. Menn bregðast öndverðir
við lítilsvirðingu eða breytingu á
þeim. Þau eru nær óaðskiljan-
legur hluti af okkur sjálfum.
Þeir sem knúðir eru til að afsala
sér þessum rétti sinum til nafns
síns færa stórar fórnir, stærri en
flest okkar eru tilbúin að færa.
Ástæðan er einfaldlega sú, að
það telst til grundvallamann-
réttinda að eiga sér nafn.