Morgunblaðið - 23.03.1983, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
19
Konur eru
líka menn
Bryndís Schram svarar Einari Braga
Nýtt íþróttahús við Seljaskóla:
Mikil bót fyrir
börnin og skólann
— segir Hjalti Jónasson, skólastjóri
Fyrst langar mig til að byrja á
þvi að þakka þér tilskrifin hér í
blaðinu um helgina. Það er alltaf
ánægjulegt að finna einhver
viðbrögð við því, sem maður segir
eða gerir og tala ekki fyrir daufum
eyrum. Ekki er það síðra að fá
heila síðu í útbreiddasta blaði
landsins undir bréf til sín. Ekki
hefði það hvarflað að mér forðum
daga, að við ættum eftir að skrif-
ast á í Morgunblaðinu. En tímarn-
ir eru breyttir og við sjálfsagt
líka.
Mér finnst ég verða að svara
bréfi þínu og reyna að bera hönd
fyrir höfuð mér, þar sem ég sætti
mig ekki við það að vera dæmdur
svikari við málstað kynsystra
minna. Ég ætla mér hins vegar
ekki, eins og þú gerir á svo
smekklegan hátt, að vera með
skæting í garð maka þíns, enda er
maki þinn væntanlega ein úr hinni
kúguðu stétt íslenzkra kvenna, og
ekki er vert að ráðast gegn lítil-
magnanum.
Þú segir í bréfi þínu, að ég hafi
notað þennan ræðustól þjóðarinn-
ar (í erindi um daginn og veginn),
til að „ráðast gegn kynsystrum
mínum, sem í nauðvörn eru að
undurbúa sérstaka kvennalista
..." Þú segir, „að okkar réttur
hafi reynzt lítið annað en réttur
til að kjósa karlmenn á þing.“ Þú
gefur í skyn, að „konur séu beittar
yfirgengilegri rangsleitni." Þú
segir, að „þeir sem ferðinni ráði,
hafi stillt málum þannig, að réttur
kvenna er fyrir borð borinn." Þú
talar um, að karlar séu andstæð-
ingar okkar kvenna. Þú segir, að
„konur séu hin kúgaða stétt í ís-
ienzku þjóðfélagi," og þess vegna
eigi „að kjósa konur á þing.“
Heyr á endemi! Ef þetta væri
allt satt, þá þyrftirðu ekki að efast
um afstöðu mína. Þú ert með stór-
ar fullyrðingar, en þú nefnir engin
rök. Auðvitað eru margar konur
beittar rangsleitni, en það eru
karlar líka. Heilu stéttirnar búa
við léleg kjör, slæman húsakost,
og algert vonleysi. En ætla að
segja, „að konur séu hin kúgaða
stétt í íslenzku þjóðfélagi" er alger
firra. Og ætla, að þessi ímyndaða
kúgun réttlæti baráttu kvenna
gegn „andstæðingum" sínum er
jafn fáránlegt.
Ekki er laust við, að það gæti
ofurlítillar samúðar í skrifum þín-
um. Þú hefur meðaumkvun með
lítilmagnanum, sem í „nauðvörn"
undirbýr sérstakan lista. En í
samúð þinni leynist líka yfirlæti,
sem kemur stundum óvart fram í
afstöðu karla til kvenna. Slíkir
kariar hafa verið nefndir á góðri
íslenzku karlrembusvín. Það eru
þeir, sem eru svo vissir um yfir-
burði sína, að þeir geta ekki leynt
því.
En ég frábið mér samúð þína,
Einar Bragi, eða ykkur karlmanna
yfirleitt. Við konur erum ekki hin
kúgaða stétt, og réttur okkar er
ekki fyrir borð borinn á nokkurn
hátt. Við erum jafnréttháar og
hver annar þegn þessa þjóðfélags
(auk þess sem við erum bæði gáf-
aðri og fallegri), og við getum allt,
sem við viljum.
Mín persónulega kvenfrelsis-
barátta hefur verið fólgin í því frá
því að ég man eftir mér, að viður-
kenna aldrei, að ég væri kúguð og
lifa samkvæmt því. Ég hafði sömu
réttindi og tækifæri og bræður
mínir, og ég hef aldrei lotið vilja
nokkurs manns, nema af því að ég
vildi það sjálf. Ef ég lýsti stuðn-
ingi við kvennaframboð, væri ég
um leið búin að viðurkenna, að ég
væri kúguð, minni máttar. Og það
get ég ekki samvizku minnar
vegna.
Konur ætla að bjóða fram sér-
staklega. Auðvitað er það allt í
lagi. Það er meira að segja mjög
spennandi og skemmtilegt. En þá
hljótum við líka að spyrja, hver er
þeirra málefnagrundvöllur? Get-
um við sætt okkur við hann? í
landsmálum er ekki kosið um
menn eða konur, heldur málefni.
Þú getur varla ætlazt til þess, Ein-
ar Bragi, að við konur séum allar á
sömu skoðun. Þú gerir varla aðrar
kröfur til okkar en ykkar karl-
mannanna. Það eru ekki allar kon-
ur herstöðvarandstæðingar, það
eru ekki allar konur á móti stór-
iðju, það eru ekki allar konur með
því að kaupa fleiri togara, o.s.frv.
o.s.frv. Okkar hagsmunir og
áhugamál fara saman við ykkar
Múrarameistarafélag Reykjavíkur
var stofnað hinn 18. mars árið 1933
og er því 50 ára um þessar mundir.
Fyrir 1933 var múrarafélagið aðeins
eitt, og áttu bæði meistarar og svein-
ar aðild að því. Sýnt þótti við upphaf
heimskreppunnar, að til atvinnuleys-
is kynni að koma í stéttinni. Margir
meistarar voru þá þeirrar skoðunar,
að hamla mætti gegn slíku með auk-
inni verkaskiptingu innan stéttar-
innar.
Þessir menn ákváðu að stofna
sérstakt meistarafélag, og skyldu
meðlimir þess aðeins vinna sem
verkstjórar í eigin verkum, en ekki
skyldu þeir vinna venjuleg störf
múrara. Þeir skyldu ennfremur
gerast verktakar og annast hina
verklegu kennslu nema í iðninni.
Fjórtán múrarameistarar undir-
rituðu lögin á stofnfundi, en á
miðju ári 1933 voru félagsmenn
orðnir nítján. Kristinn Sigurðsson
var kosinn fyrsti formaður félags-
ins en auk hans sátu þeir Jón
Bryndís Schram
karlanna, þó svo að við séum bara
konur. Og hvernig á þá að leysa
málin? Bjóða fram marga kvenna-
lista? Það hefði mér litizt betur á.
Ekki stendur á mér að styðja
kynsystur mínar til valda, svo
framarlega sem ég finn hljóm-
grunn í þeim málefnum, sem þær
berjast fyrir.
Einar Bragi, samkvæmt stjórn-
arskránni höfum við konur rétt-
indi til jafns við aðra þegna þjóð-
félagsins. Við höfum ekki við
neinn að sakast nema okkur sjálf-
ar, ef við notfærum okkur ekki
þessi réttindi. Það sem konur
skortir fyrst og fremst er trú á
sjálfar okkur. Það kúgar okkur
enginn, nema við viijum það sjálf-
ar. Andstæðingar okkar erum við
sjálfar. Við þurfum að rísa upp
gegn sjálfum okkur, hrista af
okkur slenið, vera virkari og
áhugasamari um alla hluti, þar á
meðal stjórnun þjóðfélagsins. Við
berum ábyrgð á þessu þjóðfélagi
til jafns við alla aðra, og þess
vegna er kominn tími til að við
förum að hugsa sjálfar en ekki
láta aðra gera það fyrir okkur. Því
að konur eru menn, og hagsmunir
okkar eru hagsmunir allrar þjóð-
arinnar.
Bergsteinsson og Kjartan Ólafs-
son í fyrstu stjórninni.
Félagið hefur frá öndverðu ver-
ið málsvari verkaskiptingar innan
múrarastéttarinnar. Nokkuð dofn-
aði yfir starfseminni á stríðsárun-
um og ollu því annir félagsmanna,
en á síðari hluta 6. áratugarins
lifnaði yfir félagsstarfinu á nýjan
leik. Samningar við sveina um
kaup og kjör og við verðlagsyfir-
völd um álagningarprósentu
meistara hafa verið meginvið-
fangsefni félagsins, en fleira hefur
verið á döfinni. Félagið opnaði
skrifstofu að Suðurlandsbraut 12
árið 1964, en ári síðar flutti hún í
eigin húsnæði að Skipholti 70 og
starfar þar enn.
Skrifstofan annast marghátt-
aða fyrirgreiðslu fyrir meistara og
hefur með höndum endurskoðun
mælinga. Þá festi félagið ásamt
Múrarafélagi Reykjavíkur kaup á
jörðinni Öndverðarnesi í Gríms-
nesi árið 1968. Þar er sumardval-
„ÞAÐ ER óhætt að segja að það hafi
verið kraftaverk hve fljótt íþrótta-
húsið hefur risið. Krakkarnir eiga
það svo sannarlega skilið að fá
íþróttakennslu hér við skólann, en
frá því að skólinn tók til starfa hefur
kennsla í leikfimi annaðhvort legið
niðri eða þurft hefur að sækja hana
um langan veg. Þetta er því mjög
ánægjulegur áfangi, sem nú hefur
náðst,“ sagði Hjalti Jónasson, skóla-
stjóri Seljaskóla, er Morgunblaðið
ræddi við hann um nýtt íþróttahús
við skólann, sem nú er að verða full-
búið.
Sagði Hjalti að bygging hússins
hefði hafist síðastliðið sumar og
hefði það ekki verið fokhelt fyrr
en rétt fyrir jól. Húsið væri um
2.000 fermetrar að stærð og salur-
inn væri 28 sinnum 45 metrar að
stærð eða löglegur keppnisvöllur.
Auk þess væri í húsinu allur sá
útbúnaður annar, sem til þyrfti.
Sagði hann, að skólinn hefði nú
starfað í 4 ár, fyrsta árið hefðu
aðeins ung börn stundað þar nám
arsvæði múrara og hafa á annað
hundrað sumarbústaðir risið á
svæðinu. Félögin hafa kostað ýms-
ar framkvæmdir í Öndverðarnesi,
t.d. vatns- og hitaveitu, vegagerð,
sundlaug og golfvöll. Núverandi
stjórn Múrarameistarafélags
Reykjavíkur skipa þeir Þórður
Þórðarson formaður, Friðrik
og hefðu þau fengið smá úrlausn í
Austurbæjarskóla. Tvö næstu ár
hefðu Seljaskóli og Ölduselsskóli
fengið aðstöðu til leikfimikennslu
í Vals- og Ármannsheimilinu og
hefði börnunum þá verið ekið
þangað. Á þessum vetri hefði eng-
in íþróttakennsla verið. Tilkoma
nýja íþróttahússins hefði því það í
för með sér, að hægt væri að halda
uppi löglegri íþróttakennslu, bæði
fyrir Seljaskóla og Ölduselsskóla,
og væri fyrirhugað að, að þann 6.
næsta mánaðar hæfist kennsla í
húsinu samkvæmt stundaskrá og
yrðu þá þrír flokkar frá Seljaskóla
og Ölduselsskóla samtímis í hús-
inu.
Hjalti sagði ennfremur, að þol-
inmæði nemenda hefði verið með
eindæmum hvað þetta varðaði og
því hefði fengist leyfi fyrir
íþróttahátið í húsinu, þó það væri
ekki fullfrágengið.
Eftirlit með byggingu íþrótta-
hússins hafði Ágúst Þór Jónsson,
verkfræðingur,.
Andrésson varaformaður, Páll
Þorsteinsson ritari, Björn Krist-
jánsson gjaldkeri og Hafsteinn
Júlíusson meðstjórnandi.
Lengst hefur Jón Bergsteinsson
átt sæti í stjórn félagsins eða alls
í 27 ár og er hann heiðursfélagi.
Félagsmenn voru 86 í febrúarbyrj-
un. (Fréttatilkynning)
Íþróttahátíð í nýju íþróttahúsi í Seljaskóla.
Morgunblaðið/KÖE.
Múrarameistara-
félag Reykjavíkur
k,
Stjórn Múrarameistarafélags Reykjavíkur.
SUBSTRAL SUBSTRAL SUBSTRAL SUBSTRAL SUBSTRAL SUBSTRAL SUBSTRAL SUBSTRAL SUBSTRAL SUBSTRAL
ef blómin gætu talað, bædu þau
um SUBSTRAL.