Morgunblaðið - 23.03.1983, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
21
unnar 17/1 1975, 250 lítrar (eðlisþyngd
0,72) 397 lbs.
Samtals 7.245 lbs.*
Frá dregst eyðsla í uppkeyrslu og
vegna flugs að slysstað 75 lbs.
7.179 lbs.
Þótt gengið sé út frá því, að
eitthvert eldsneyti hafi verið í
geymum þyrlunnar fyrir áfyll-
ingu 17. janúar 1975, er ekki vitað
hversu mikið það var og ekki
unnt að reikna það út samkvæmt
þeim gögnum, sem fyrir liggja í
máli þessu. Verður niðurstaða
um þetta atriði ekki byggð á
ágiskunum. Þó að ég telji senni-
legt, að heildarþungi þyrlunnar
kunni að hafa farið eitthvað fram
úr 7.200 enskum pundum, þá get
ég ekki fallist á það með meiri-
hluta dómenda, að staðfesta eigi
niðurstöðu héraðsdóms um elds-
neytisþáttinn í hleðslu þyrlunn-
ar. Fellst ég þvi heldur ekki á það
með meirihluta dómenda, að
sannað sé að þyrluflugmaðurinn,
Lúðvík Karlsson, hafi sýnt af sér
það gáleysi eða vangá, sem í dómi
greinir.
Sú staðhæfing að þyrlan hafi
verið ranglega hlaðin er byggð á
ofhleðslu og staðsetningu farþega
í henni er slysið varð. Hvorugt er
sannað og verður ætlað gáleysi
flugmannsins því ekki heldur
tengt rangri hleðslu.
Þá get ég ekki heldur fallist á
það með meirihluta dómenda að
sannað sé, að ofhleðsla og ókyrrð
í lofti séu samvirkar orsakir þess
að þyrlan fórst. Ég tel orsök
slyssins ókunna. f skýrslu rann-
sóknarnefndar flugslysa segir
m.a.: „Ekkert hefur komið fram
sem bent getur til, að hreyfillinn
hafi ekki verið í gangi þegar þyrl-
an kom til jarðar." Ekki verður
séð af skýrslunni, að nefndin hafi
leitt frekari huga að hugsanlegri
bilum í aflvél þyrlunnar eða öðr-
um bilunum í henni, heldur beint
þunga rannsóknarinnar að
hleðslu þyrlunnar og veðurfari á
slysstað.
f gögnum rannsóknarnefndar
flugslysa eru skráðir framburðir
nokkurra vitna, sem næst voru
slysstað. Tveir menn í olíuflutn-
ingabifreið, sem nærstödd var,
fylgdust með aðdraganda slyss-
ins. Hvorugur þeirra heyrði vél-
arhljóð. Gluggi bifreiðar er sneri
að þyrlunni, var opinn en vél bif-
reiðarinnar i gangi. Kona, sem
var úti við nálægt slysstað og
fylgdist með aðdraganda slyssins
kvaðst ekki geta fullyrt, að hún
hefði heyrt vélarhljóð í þyrlunni.
Bóndi á næsta bæ vaknaði við
sprengingu, en hafði ekki heyrt
vélarhljóð. Hann kvaðst ýmist
vakna eða ekki þegar flugvélar
flygju yfir í námunda við bæ
hans.
f skjali sem vitnað var til við
flutning málsins fyrir Hæsta-
rétti, þar sem gerð er grein fyrir
afdrifum 12 þyrla í íslenskri eigu
i sambandi við fyrirspurn til ráð-
herra um öryggismál varðandi
þyrlurekstur, kemur fram að 9
þyrlur höfðu farist, 3 vegna
hreyfilbilunar, 2 vegna bilana í
stélskrúfu eða drifkassa, 1 vegna
árekstrar á loftlínu, 1 vegna þess
að flogið var á jörð i dimmviðri
og ein vegna misvindis og svipti-
vinds, auk þyrlu þeirrar sem mál
þetta fjallar um. Bilun í tækinu
sjálfu er því lang algengasta
ástæða þyrluslysa hér á landi.
Með þessum athugasemdum er
ég sammála niðurstöðu meiri
hluta dómenda Hæstaréttar, svo
og rökstuðningi þeirra um önnur
atriði, sem ekki snerta það sem
ég hef rakið hér að framan.
Ferill flugmannsins
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins, voru m.a. eftirfarandi
gögn lögð fyrir Hæstarétt í mál-
inu, en þar er fjallað um náms-
feril flugmanns þyrlunnar:
Lúðvík Karlsson, fæddur 11.
maí 1943, sem stundað hafði flug
frá því á árinu 1964, hóf nám í
þyrluflugi hjá Orlando Helicopt-
er Airways, Inc., Sanford, Flor-
ida, haustið 1974. Hann er talinn
hafa lokið prófi hinn 29. nóvem-
ber 1974, „the FAA Commercial
R/H flight test on November 29
with FAA examiner Mr. H.
Wiese". FAA virðist vera skamm-
stöfun fyrir Federal Aviation
Administration. Samkvæmt flug-
dagbók hafði hann þá flogið þyrlu
af gerðinni S-55B, skrásetn. N-
15187, með kennara og einn síns
liðs 55,4 klst. Lúðvík Karlsson
kom síðan heim til íslands í önd-
verðum desember 1974 „með skír-
teini atvinnuflugmanns, áritað
réttindum til þess að stjórna
þyrlu af gerðinni Sikorsky
S-55B".
Hinn 6. desember 1974 ritaði
loftferðaeftirlit íslands Orlando
Helicopter Airways Inc. bréf
dags. 6. desember 1974. Skýrir
loftferðaeftirlitið þar svo frá, að
Lúðvík Karlsson hafi samkvæmt
leiðarbók þyrlu þeirrar, sem í
málinu getur, flogið henni einn
síns liðs eftir próftökuna 29. nóv-
ember 1974 dagana 29. nóvember
til og með 2. desember 1974, alls
29,3 klst. Biður loftferðaeftirlitið
um staðfestingu á þessu. I
svarbréfi Orlando Helicopter
Airways, Inc. til loftferðaeftirlits
fslands, dags. 10. desember 1974,
segir:
„Með vísan til bréfs yðar, dags.
6. desember 1974, virðast flugtim-
ar hr. L. Karlssonar, sem skráðir
eru í bréfi yðar frá 6. desember
1974, vera réttir. Bækur flugvél-
arinnar eru í henni, en hún er
ekki í heimahöfn og bækurnar
því ekki fáanlegar nú þegar. En
hr. Karlsson flaug vélinni einn
alla dagana, sem skráðir eru, og
tímasetningar virðast vera rétt-
ar.
Hr. Karlsson var vissulega ein-
stakur nemandi og eflaust sá
besti, sem við höfum nokkurn
tíma þjálfað. Þekking hans á
þyrlunni og framkvæmd á allri
flugstjórn var með ágætum, og
staðfesti hr. Wiese, eftirlitsflug-
maður FAA, það persónulega við
mig. FAA samþykkti þjálfun þá,
sem hr. Karlssyni var veitt.
Ég er þess fullviss, að þegar hr.
Karlsson fær þyrlu sína, mun
hann vinna einstakt verk sem
þyrluflugmaður og rekstrar-
stjóri."
Bréf þetta erundirritað af Fred
P. Clark forstjóra. Eftir viðtöku
bréfs þessa færði „loftferðaeftir-
litið hinn 20. desember inn rétt-
indi til að stjórna Sikorsky S-55B
þyrilvængju í skírteini Lúðvíks".
Þeir Lúðvík Karlsson og Krist-
ján Helgason framkvæmdastjóri
keyptu þyrlu þá, sem í málinu
greinir, í Bandaríkjunum í nóv-
ember 1974, og kom þyrlan til ís-
lands um áramótin 1974—1975.
Hugðust þeir stofna hlutafélag
með nafninu „Þyrluflug hf.“ sem
yrði eigandi og rekstrarhafi þyrl-
unnar. Hinn 17. desember 1974
veitti loftferðaeftirlit Bandaríkj-
anna, „Federal Aviation Admini-
stration", þyrlunni lofthæfis-
skírteini. Með bréfi, dags. 27. des-
ember 1974, sótti Lúðvík Karls-
son um lofthæfisskírteini fyrir
þyrluna. Segir þar, að þungi alls
farms (farþega og flutnings), er
eldsneytis- og olíugeymar eru
fullir, sé 95 lbs. og mestur leyfður
þungi loftfarsins 7.200 lbs. Ahöfn
er talin vera 1—2 og tala farþega-
sæta alls 11. Hinn 6. janúar 1975
gaf samgöngumálaráðuneytið út
lofthæfisskírteini handa þyrlunni
til „farþega-, póst- og vöruflutn-
inga“ undir þjóðernis- og skrá-
setningarmerkinu TF-LKH. Þyrl-
an er talin hafa verið skrásett
hér á landi af ráðuneytinu sem
eign Þyrluflugs hf., Dugguvogi 2,
Reykjavík. Ósamræmi milli há-
marksþunga þyrlunnar og far-
þega sæta sinntu flugyfirvöld
ekki, hafa þau því ekki talið, að
slíkt ósamræmi væri fyrir hendi,
að það stæði í vegi fyrir löggild-
ingu.“
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ED BLANCHE
Njósnarar KGB ágirnast
vestræna tækniþekkingu
Fjöldi sovéskra njósnara hefur verið staðinn að verki í Vestur-Evrópu á
undanförnum vikura og segja sérfræðingar í þessum málum, að um sé að
ræða sönnun þess að yfirvöld í Kreml leggi mikið í sölurnar til að afla
vestrænna tæknileyndarmála og atriða varðandi byggingar nýrra orustu-
flugvéla.
Að minnsta kosti tíu sovéskir njósnarar hafa veriö staðnir að verki og
vísað úr landi á jafnmörgum vikum á þessu ári, og á síðastliðnu ári var
a.m.k. þrettán njósnurum vísað til síns heima frá Vestur-Evrópu. Talan
gæti verið hærri þar sem nokkrum sovéskum njósnurum hefur hljóðlega
verið kippt úr starfi og þeir sendir heim, eftir að upp komst ura njósna-
starf þeirra.
að sem mest aðdráttarafl
hefur fyrir njósnarana,
virðist vera tækniþekking og
leyndarmál þau sem umlykja
byggingu og framleiðslu á full-
komnustu orustuflugvélum, svo
sem Panavia Tornado sem fram-
leiddar eru í Bretlandi, Vestur-
Þýskalandi og ftalíu og F-16 Fal-
kon.
Sovétmenn hófu að leita
tækninýjunga á þennan hátt í
auknum mæli eftir að Ronald
Reagan, Bandaríkjaforseti, sagði
að Sovétríkin bæru ábyrgð á
kúguninni í Póllandi og hætti út-
flutningi tækninýjunga til Sov-
étríkjanna 29. desember 1981.
Þrátt fyrir að banni þessu við
útflutningi á tækninýjungum til
Sovétríkjanna hafi verið aflétt í
nóvember 1982 er enn ekki um að
ræða að Sovétríkin hafi aðgang
að upplýsingum sem sovéskur
herafli gæti nýtt sér í sína þágu.
Flestir yfirmenn stjórnvalda
telja, að allt að 40 prósent allra
sovéskra stjórnar og verslunar-
erindreka á Vesturlöndum vinni
á laun fyrir sovésku leyniþjón-
ustuna KGB eða leyniþjónustu
sovéska hersins, GRU.
Starfsemi sovésku leyniþjón-
ustunnar í Bandaríkjunum mið-
ast mikið við Silicon-Walley í
norðurhluta Kaliforníu, en svo
virðist sem Sovétmenn séu nú
einbeittari en áður í öflun frek-
ari upplýsinga um alla banda-
menn Bandaríkjanna í þessum
efnum í Vestur-Evrópu.
Danmörk er einmitt slíkt að-
dráttarafl fyrir sovéska njósn-
ara. Háttsettur starfsmaður
lögreglunnar i Kaupmannahöfn
telur sovéska njósnara hafa
greinilega meiri umsvif nú en
áður og hafi þau orðið „alvar-
legri“ nú á síðustu mánuðum.
Hann sagði að meðal aðgerða
þeirra væru „stjórnmálalegar
mútur“, þar sem njósnarar
reyndu að afla upplýsinga sinna
um ríkisleyndarmál hjá yfir-
mönnum þjóðfélagsins í stjórn-
málum og iðnaði.
Dönsk stjórnvöld ráku nýverið
sovéskan ráðgjafa, Evgueni
Leonidovich Motorv, úr landi
vegna njósna sem voru „sér-
staklega alvarlegs eðlis“. Hann
starfaði sem vísinda- og tækni-
ráðgjafi við sendiráð Sovétríkj-
anna í Kaupmannahöfn. Stjórn-
völd neituðu að gefa nokkuð
frekar upp um starfa Motorov,
en dönsk dagblöð sögðu hann
vera háttsettan starfsmann
KGB, sem hefði það starf að
safna dönskum rafeinda- og
tölvuupplýsingum fyrir sam-
svarandi kerfi í Sovétríkjunum.
Tveimur sovéskum sendi-
ráðsstarfsmönnum var vísað frá
Svíþjóð í desember síðastliðnum
vegna „njósna í iðnaði", sérstak-
lega í skipasmíðastöðvum í
Gautaborg. Þessi brottvísun dró
nokkurn dilk á eftir sér, þ.á m.
mikla umferð sovéskra kafbáta
við austurströnd Svíþjóðar.
Lögreglumenn í Vestur-
Þýskalandi handtóku fulltrúa
sovésku verslunarmiðstöðvar-
innar í Köln, 18. febrúar síðast-
liðinn, en hann var þá á leið til
fundar við vestur-þýskan við-
skiptajöfur til að festa kaup á
leyniskýrslum varðandi tækni-
búnað.
Réttur í Hamborg dæmdi ný-
lega í fangelsi einn yfirmann í
verkalýðsfélagi málmiðnaðar-
manna (IG), en hann var ákærð-
ur fyrir njósnir í þágu Austur-
Þýskalands og Sovétríkjanna í
aldarfjórðung. Dómurinn komst
að þeirri niðurstöðu að hann
hefði látið þeim í té gífurlega
mikilvægar og viðkvæmar upp-
lýsingar.
Tveir sovéskir njósnarar voru
handteknir á Ítalíu fyrr í þess-
um mánuði. Victor Pronine, 38
ára gamall, yfirmaður sovéska
flugfélagsins Aeroflot, var
ákærður fyrir njósnir í þágu
hernaðar. Italskur viðskiptajöf-
ur var handtekinn sama dag og
Pronine, með úttroðna skjala-
tösku af míkrófilmum, sem
höfðu að geyma hernaðarlega
mikilvæg NATO-skjöl og upplýs-
ingar um Tornado-orustuflug-
vélar, en allar þessar upplýs-
ingar voru ætlaðar Pronine.
Hinn sovétmaðurinn, Viktor
Konaiev, 38 ára gamall, varafor-
maður sovésk-ítalska olíufyrir-
tækisins Nafta-ltalía, var hand-
tekinn níu dögum síðar og vísað
úr landi. Álitið er að hann hafi
séð um útborganir til
KGB-njósnara.
Tveir yfirmenn Aeroflot á
Spáni voru reknir úr landi á sl.
ári vegna ótilgreindra njósna-
mála, en alls hafa tólf sovéskir
embættismenn verið gerðir
brottrækir frá Spáni vegna
njósna frá því stjórnmálatengsl-
um milli Madrid og Moskvu var
komið á, árið 1977.
Hollenska utanríkisráðuneytið
tilkynnti 25. febrúar sl., að það
hefði vísað sovéska sendiráðs-
starfsmanninum Alexander F.
Konoval á laun úr landi vegna
njósna. Síðastliðið sumar var
síðan tveimur sovéskum starfs-
mönnum verslunarráðsins vísað
úr landi vegna njósna um hol-
lenska hernaðarstarfsemi sem
og málefni NATO.
Norðmenn vísuðu tveimur sov-
éskum starfsmönnum úr landi á
síðastliðnu ári, en stjórnvöld
gáfu ekki upp ákærur þær sem á
hendur þeim voru lagðar. Dag-
blöð og aðrir fjölmiðlar þar í
landi sögðu þá hafa verið að
reyna að afla upplýsinga um raf-
eindabúnað F-16 orustuflugvél-
Sovéski hernaðarráðgjafinn Anat-
oly Zotov, sem gerður var brott-
rækur frá Bretlandi í desember
síðastliðnum vegna njósna.
anna, en ekki haft árangur sem
erfiði.
Svissnesk stjórnvöld hafa rek-
ið þrjá sovéska stjórnarerind-
reka úr landi á þessu ári fyrir að
reyna að safna upplýsingum úr
leyniskjölum. Talið var að tveir
þeirra hefðu verið að kanna
skýrslur ríkisborgara austan-
tjaldsríkjanna, sem sótt hafa um
hæli í Sviss og hafi einnig átt
þátt í fölsunum á skilríkjum
fyrir njósnara Sovétríkjanna
þar í landi.
Fjórum útsendurum sovésku
leyniþjónustunnar hefur verið
vísað úr landi í Bretlandi á und-
anförnum fimmtán mánuðum,
en breska leyniþjónustan hefur
beðið mörg skipbrot frá lokum
síðari heimstyrjaldarinnar.
Einn þeirra sem rekinn var
frá Bretlandi, var hernaðarráð-
gjafi sendiráðs Sovétmanna, An-
atoly Zotov, en talið var að hann
hefði reynt að fá menn til liðs
við sig til að njósna um nýjan
rafeindabúnað um borð í bresk-
um herskipum.
(Þýð. — EJ. Heimild: AP.)