Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 Afganistan: Forseti flug- félags myrtur Nýju-Delhi, 22. mars. AP. FORSETI afganska flugfélagsins var myrtur á heimili sínu í Kabúl um síAastliðna helgi, að því er segir í fregnum vestrænna stjórnarerindreka í dag. Ekki reyndist unnt að fá frekari fregnir um dauða yfirmannsins, Baba, en hann mun hafa verið skotinn til bana í íbúð sinni og jarðsunginn degi síðar. íbúð yfir- mannsins er á svæði í Kabúl sem vandlega er gætt, en þar búa einn- ig margir Sovétmenn. Fjöldi sögusagna gekk um Kab- úl eftir að morðið var framið, en Baba var dyggur meðlimur þess hluta afganska kommúnista- flokksins sem er í stjórn og sumir halda því fram, að hann hafi verið fórnarlamb langvarandi deilna innan flokksins. Einnig var tilkynnt á sama tíma um aukna bardaga á Shomali- svæðinu norður af Kabúl, að því er segir í fregnum stjórnarerindreka. Saudi-Arabar vara við olíuverðstríði Kuwait, 22. mars. AP. SAUDI-ARABÍA er „alveg í stakk búin til að vinna olíuverðstríð“ ef samkomulag olíuútflutningsríkja um verð og framleiðslumagn á hvert ríki fer út um þúfur, var haft eftir krónprinsi Saudi-Arabíu í dag. „Við viljum ekki að til þess komi,“ sagði Abdullah Ibn Alxiel- Az í viðtali við Kuwait-blaðið Al- Seyassa. Hann varaði við því að ef til verðstríðs kæmi myndi það ekki síður bitna á olíuútflutn- ingsríkjum, sem ekki eru aðilar að OPEC. Abdullah viðurkenndi að tekjur Saudi-Arabíu af olíusölu myndu minnka til muna eftir samkomu- lagið en hann bætti því við að þeir hefðu jafnt innlendar sem alþjóð- legar skuldbindingar, sem ekki yrðu sviknar eða gengið frá. Nkomo kveðst snúa aftur til Zimbabwe Ltindúnum, 22. mars. AP. JOSHUA NKOMO, stjórnarand stöóuleiðtogi í Zimbabwe, sem ný- lega flúði land sitt, sagði í gær í sjónvarpsþætti, að Robert Mugabe, forsætisráðherra, gæti ekki komið stjórnmálaflokki sínum fyrir katt- arnef með ofbeldi. í þættinum, sem var tæprar klukkustundar langur sagði Nkomo, að hann myndi hverfa aft- ur til Zimbabwe, en tók ekki fram hvenær það yrði. „Ef Mugabe vill ná fram eins flokks ríki er ofbeldi ekki rétta leiðin. Besta leiðin til að ná slíku fram er með því að vinna hugi og hjörtu landsmanna og sýna þeim hvað upp á er boðið," sagði Nkomo í viðtalinu. Hitar angra prinsessuna Alice Springs, Ástralíu, 22. mars. AP. DÍANA prinsessa og Karl Breta- prins, sem um Jiessar mundir eru á ferðalagi um Astralíu, hafa fengið að kenna á miklum hitum sem þar geisa og mikla athygli vakti í dag þegar prinsessan viðurkenndi, rauð og þrútin vegna sólarinnar, að sér gengi illa að venjast hitan- um, sem er um 36 gráður á Celsíus. Prinsessan var eins fáklædd og velsæmið leyfði þegar hún gegndi embættisskyldum sínum í dag, en innfæddir bentu henni á að hattur gerði mikið gagn gegn sólinni. Karl prins hefur heldur ekki farið varhluta af hitanum og var nef hans rautt og húðin byrjuð að flagna af í dag. Hins vegar er læknir stöðugt með þeim hjón- um í förum, ef eitthvað skyldi bera útaf. Tólf Pólverjar flýðu til Svíþjóðar í eins hreyfils flugvél: Hrópuðu „Swezia, Swezia“ í gleði sinni yfír frelsinu Siokkhólmi 22. mars. Frá Cuðfínnu Hagnars- dóttur, frétUriUra Mbl. TRÚLEGA bjargaði slæmt veður pólsku flóttamönnunum 12, sem nauðlentu á akri í Suður-Svíþjóð í gær, frá því að verða teknir á flótt- anum. En stuttu eftir að þeir lögðu af stað í lítilli eins hreyfils áburðar- vél frá Gdansk heyrðu þeir í talstöð- inni, að pólsk og rússnesk lögregla hafði séð til þeirra á ratsjánni. Til- kynning var fyrst lesin upp á pólsku, síðan rússnesku. En flóttamennirnir urðu ekki varir við neinar flugvélar á eftir sér, trúlega vegna slæms veð- urs. Af ótta við að finnast flugu Pólverjarnir mjög lágt, oft aðeins nokkra metra yfir sjávarmáli. Þegar vélin kom á móts við Borg- undarhólm ruglaðist flugmaður- inn sem er vélsmiður og ekki með flugmannspróf, á áttunum í þok- unni og rigningunni og neyddist til að fljúga blindflug í ókunna átt. Allt í einu slóst annar vængur vélarinnar í sjóinn og flugmannin- um tókst með naumindum að rétta vélina af og nauðlenda henni á akri við ströndina, án þess að vita hvar hann var niðurkominn. Þá voru Pólverjarnir búnir að vera á flugi í tvær klukkustundir. Bens- ínið var alveg á þrotum og skyggn- ið aðeins um 50 metrar. I fyrstu óttuðust Pólverjarnir, að þeir hefðu lent í A-Þýskalandi, og gleði þeirra var mikil er þeir komust að því að þeir væru í Sví- þjóð. Fyrsta spurning flugmanns- ins þegar hann kom út úr vélinni var: „Hvar erum við?“ Þegar hann heyrði að þau hefðu lent í Svíþjóð hljóp hann aftur að vélinni og hrópaði „Swezia, Swezia", en þannig er Svíþjóð skrifað á pólsku. Við þessi tíðindi þustu allir far- þegarnir út og föðmuðu hver ann- an. Þeir voru allir þreyttir og kaldir eftir ferðina, þar sem þeir höfðu setið á gólfinu, auk þess sem sum barnanna voru flugveik. Flóttafólkið er þrjár fjölskyldur með fjögur börn á aldrinum 2—10 ára, auk tveggja einstaklinga. Þetta fólk fær allt dvalarleyfi í Svíþjóð. Þetta er í annað sinn í vetur sem Pólveriar flýja í flugvél til Svíþjóðar. I haust komu 18 Pól- verjar í lítilli eins hreyfils vél, en þá voru vanir flugmenn við stýrið og vélin flaug að nóttu til. Menntaskólakennari með vafasama fortíð Marri.sburg, l’ennsylvania, 22. mars. AP. í EINUM menntaskóla gekk hann undir nafninu Peter H. Pearse, hag- fræöikennari, í öörum var hann tölvufræöikennarinn John Byron Hext. Þar sem hann leigði húsnæöi vissi enginn betur en hann héti Anthony S. Williams. Á handtöku- skýrslunni var hann kallaður John. Lögreglan, sem meira að segja var í vandræðum með að ná fingraförum mannsins þar sem þau voru svo dauf, var enn að reyna að komast að hinu sanna um uppruna þessa manns í dag, þar sem hann sat í fangelsi ákærður fyrir svik, skjalafals og fleira. Sjálfur bað hann um að vera kallaður Anthony S. Williams við réttarhöldin, sem haldin voru í rnáli hans á mánudag. Maðurinn hóf kennslu við báða menntaskólana síðastliðið haust, en farið var að kanna mál hans þegar nemendur tóku að kvarta yfir honum á öðrum staðnum og babb kom í bátinn með nafngift- ina sem hann hafði valið sér þar. Ijögreglan segir manninn mjög einlægan og samvinnuþýðan, en hann er á sextugsaldri. Enn langt í samkomulag Peking, 22. mars. AP. QIAN QICHEN, aöstoðarforsætis- ráðherra Kínverja, sneri í dag heim frá Moskvu eftir viðræður við þar- lenda ráðamenn um bætt samskipti þjóðanna. Hann sagði við komuna heim, að ekkert nýtt hefði komið fram í viðræðunum og enn ríkti verulegur ágreiningur á milli við- ræðuaðila. Qichen sagði fréttamönnum á flugvellinum í Peking, að and- rúmsloftið á fundunum hefði verið mjög þægilegt og allar viðræður gagnlegar. Hann ræddi við Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, í rúma klukkustund í gær og var eftir atvikum ánægður með útkomuna, en sagði enn tals- vert langt í land með samkomulag á milli þjóðanna. Reyndi að bjarga hundi og drukknaði Shelling, Knglandi, 22. mars. AP. ROSKINN biskup, sem gerði tilraun til að bjarga hundi nágrannans úr stórum vatnsgeymi, féll sjálfur í vatnið og drukknaði, að því er segir í fregnum lögreglunnar í dag. „Svo virðist sem þessi hugrakki maður hafi fórnað lífi sínu til að bjarga hundinum," sagði talsmað- ur lögreglunnar. Lík biskupsins, Kenneth Warn- er, sem var 92 ára gamall, fyrrum biskup yfir Edinborg í Skotlandi, fannst í vatnsgeyminum nálægt heimili hans í Kent. Hundurinn komst hins vegar lífs af. ■ ■■ ’ ERLENT, Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlin BrUssel Chicago Dublin Feneyjar Frankfurt Faareyjar Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kaupmannahöfn Kairó Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Mallorca Malaga Mexikóborg Miami Moskva Nýja Delhí New York Osló París Peking Perth Reykjavik Rio de Janeiro Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg +6 alskýjaó 9 skýjað 21 heióskírt 17 léttskýjaö 6 skýjaö vantar +2 skýjaó 10 skýjaö 16 skýjaö 12 skýjaö 6 skýjaö vantar 2 heióskírt 25 skýjaó 11 rigning 23 skýjað 8 skýjaó 21 heióskírt 19 alskýjað 20 heióskirt 8 heiöskirt 19 skýjaö 23 heiðskírt 16 hálfskýjaó 18 súld 27 heióskírl 29 heiöskírt 3 skýjaö 24 heióskirt 14 skýjaó 4 skýjaó 12 skýjaö 11 skýjaó 25 heíðskírt +4 léttskýjaö 26 skýjaö 16 skýjaö 14 skýjaó 2 snjókoma 17 rigning 17 heiðskírt 10 skýjaó 13 skýjaö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.