Morgunblaðið - 23.03.1983, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 23.03.1983, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 27 Yngstu borgararnir standa þétt við hlið forsetans er hann ritar í gestabók Hérðasbókasafnsins á Hvolsvelli. Sýslumannshjónin og forseti íslands ganga í gegnum fánaborg skólabarna við Héraðsbókasafnið á Hvolsvelli. „Við emm hetjur af konungakyni“ sagði forseti íslands er Rangœingar tóku á móti henni við Þjórsárbrú „Við erum hetjur af konungakyni og kippum okkur ekki upp við það þó kalt sé í veðri,“ sagði frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, á sunnudagsmorgun, er hún hitti Böðvar Bragason, sýslumann Rangæinga, við Þjórsárbrú í upphafi opinberrar heimsóknar um Rangárvallasýslu. Sýslumaður og kona hans, frú Gígja Haraldsdóttir, tóku á móti forsetanum og fylgdarliði hans við sýslumörkin, í kalsaveðri, eins og ráða mátti af orðum forseta hér að framan. Sérstaða Rangárþings Frá Þjórsárbrú var ekið rak- leitt að elliheimilinu Lundi á Hellu, sem þar er til húsa í nýju og glæislegu húsi. Þar heilsaði forsetinn upp á vistmenn, sem og aðra Hellubúa, sem þar voru komnir til að hylla Vigdísi. Boðið var upp á kaffi og með því, og frú Vigdís gaf sér góðan tíma til að ræða við fólk á öllum aldri, ekki síst yngstu borgarana. Það var hreppsnefnd Rangár- vallahrepps, sem fyrir boðinu stóð, og Jón Þorgilsson, sveitar- stjóri á Hellu, mælti nokkur orð til forsetans. Kvað hann sér það mikið ánægjuefni að taka á móti forsetanum á Rangárvöllum, og hefði forseti vonandi nokkra ánægju af heimsókn til sýslu- nnar, sem Rangæingar a.m.k. sjálfir teldu hafa nokkra sér- stöðu á landinu. Hér væri nátt- úran oft óblíð og erfið, stríðandi eldfjöll í næsta nágrenni og skaðar af völdum sandfoks mikl- ir. Um leið væri svo Rangár- vallasýsla kunn fyrir glæsta for- tíð, þar sem margir merkustu menn íslandssögunnar hefðu bú- ið í sýslunni áður fyrr. Jón færði frú Vigdísi síðan að gjöf Rang- vellingabók í tveimur bindum, þar sem rakin er saga byggðar á Rangárvöllum og taldar upp all- ar jarðir þar. Vigdís Finnbogadóttir þakkaði hlý orð í sinn garð, kvaðst fagna því að koma á Rangárvelli, þar sem nútímamenn byggju mynd- arlega með glæsta fortíð að baki. Hún sagði sér ánægju að veita viðtöku Rangvellingabók, sem hefði að geyma mikinn sögu- legan fróðleik um héraðið. Bókin var árituð af hrepps- nefndarmönnum Rangárvalla- hrepps, sem bókina gaf. Sögustaðurinn Oddi heimsóttur Að lokinni dvöl á Hellu var síðan ekið að hinu fornfræga setri Odda á Rangárvöllum, sem á sínum tíma byggðu ekki minni menn en Sæmundur Sigfússon hinn fróði, sonur hans Loftur og sonarsonur, Jón Loftsson, og á staðnum var upp fóstraður Snorri Sturluson. I Odda tóku á móti forseta og fylgdarliði pró- fasturinn í Rangárþingi og fleiri prestar. Inni í kirkjunni hélt séra Stef- án Lárusson, sóknarprestur í Odda, stutta ræðu um hið forna höfðingjasetur, gat ábúenda jarðarinnar að fornu, og minnt- ist sérstaklega séra Matthíasar Jochumssonar, sem þar var prestur á síðustu öld. Síðan var stutt helgistund, þar sem Sváfnir Sveinbjörnsson, prófastur, prédikaði, en séra Stefán Lárusson þjónaði fyrir altari. Frá Odda var síðan ekið eftir skamma viðdvöl að Hvolsvelli, og byrjað á því að heimsækja Héraðsbókasafnið. Sýning Árnýjar Filippusdóttur t Hérðsbókasafninu, sem er í húsi tengdu skólunum á Hvols- velli, stendur nú yfir í sambandi við Hérðasvöku Rangæinga, sýn- ing á verkum Árnýjar heitinnar Filippusdóttur frá Hellum í Landssveit, sem lengi rak kvennaskóla á Hverabökkum í Hveragerði. Skoðaði forsetinn sýninguna í fylgd heimamanna, en meðal gripa á sýningunni eru listvefnaður af fjölbreytilegum toga, útskornir munir, myndlist og margt fleira. Að lokinni viðkomu í Héraðs- bókasafninu ræddi Vigdis við skólabörn og hljóp stuttan sprett með þeim utan dyra, en að því loknu beið hádegisverðaborð í félagsheimilinu Hvoli, þar sem snætt var kalt borð í boði sýslu- nefndar. Héraðsvaka undir Vestur-Eyjafjöllum Um klukkan hálf þrjú var síð- an ekið Iengra í austurátt, að nýju félagsheimili Vestur-Ey- fellinga, þar sem frú Vigdís var viðstödd einn lið Héraðsvökunn- ar. Fyrst talaði Böðvar Braga- Fjöldasöngur á Hérðasvöku Rangæinga: Forsetinn, sýslumannshjónin, Halldór Reynisson, forsetaritari, og frú, í fremstu röð. son, sýslumaður, bauð forseta velkominn og ræddi stuttlega um sögu Rangárvallasýslu. Þá söng Barnakór Tónlist- arskóla Rangæinga undir stjórn Sigríðar Sigurðardóttur fjögur lög, og að því búnu flutti séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli ávarp, en hann er gamall skóla- bróðir forsetans og minntist hann kynna þeirra i skóla og ræddi um foreldra Vigdísar. Þá stjórnaði Friðrik Guðni Þorleifsson Kammersveit Tón- listarskóla Rangæinga er lék nokkur lög, og að því loknu flutti Friðrik Guðni frumort ljóð, er hann færði forseta. Þá söng Elín Ósk Óskarsdóttir sópransöngkona nokkur lög við undirleik Láru Rafnsdóttur. Að því loknu las Edda Karls- dóttir ljóð eftir Þorstein Erlingsson og Sigurður Har- aldsson í Kirkjubæ las ljóð eftir Sigurð Einarsson í Holti. Að ljóðalestrinum loknum stjórnaði Sigríður Sigurðardóttir fjölda- söng samkomugesta, og því næst flutti Þórður Tómasson, safn- vörður á Skógum, ræðu. í ræðu sinni fór Þórður ekki hefð- bundna leið í ávarpi til þjóðhöfð- ingja, heldur rakti hann ættir frú Vigdísar um Rangárþing allt frá því forfeður hennar fluttust þangað á 18. öld. Kvað hann Rangæinga hreykna af heim- sókn forsetans, ekki síst í ljósi þessara tengsla hennar við hér- aðsmenn. Frú Vigdís þakkaði mörg og hlý orð í sinn garð, og minnti á, að allt það sem sagt væri henni til hróss, væri í raun þakklæti til allrar þjóðarinnar er hún stæði fyrir. Því vildi hún snúa þökkun- um og hrósinu við, vísa því aftur til fundarmanna, sem ekki ættu síður hrós skilið en hún. Hún vék einnig að fornri frægð Rangár- þings, minntist á Njálssögu sér- staklega, sem hún kvað hafa ver- ið sér holla og lærdómsríka lesn- ingu allt frá unga aldri. Hún sagðist ekki hika við að segja að svo mikil og góð áhrif hefði Njála haft á sig, að hún stæði tæpast í þessum sporum sem forseti, hefði hún ekki lært af Njálu. Kynnir á hátíðasamkomunni var Sigríður Theodóra Sæ- mundsdóttir. Kvöldverður í Fljótshlíð Að lokinni samkomunni undir Eyjafjöllum, sem lauk með kaffidrykkju, hélt frú Vigdís með fylgdarliði sínu að bænum Lambey í Fljótshlíð, þar sem snæddur var léttur kvöldverður í boði hjónanna þar. Þar með var lokið fyrstu heim- sókn Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta um Rangárþing. Hlaðborð beið gestanna á Hvoli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.