Morgunblaðið - 23.03.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 29
Alyktun sambandsráðsfundar ungra sjálfstæðismanna:
Mikilvægt að sjálfstæðismenn gangi sam-
einaðir til kosninga gegn vinstri mönnum
Örlagaríkar Alþingiskosningar
eru framundan á íslandi. Gengið
er til þessara kosninga við aðstæð-
ur sem vart eiga sér hliðstæðu í
stjórnarfarslegu og efnahagslegu
tilliti. Stjórnarfarslegt upplausn-
arástand hefur ríkt í landinu und-
anfarið og landið í raun verið
stjórnlaust um langa hríð. Efna-
hagslegt öngþveiti blasir við og út-
lit í atvinnumálum hefur sjaldan
verið dekkra. Skuldastaða þjóðar-
búsins út á við hefur aldrei áður
verið jafnalvarleg, verðbólga aldr-
ei meiri og fjárhagsstaða fyrir-
tækja og heimila bví afar ótraust.
Allt fram yfir mitt síðara ár
hafa þeir aðilar sem nú stjórna
landinu, notið góðs af óvenju-
hagstæðum ytri skily-rðum þjóðar-
búsins. Þetta góðæri var því miður
ekki notað sem skyldi til að búa í
haginn fyrir framtíðina, treysta
rótgróna atvinnuvegi og byggja
upp nýja. Á sumum sviðum, t.d. í
iðnaðar- og orkumálum, er engu
líkara en skipulega hafi verið að
því stefnt að grafa undan framtíð-
aratvinnutækifærum ungs fólks í
landinu. I þessu efni er knýjandi
þörf fyrir stefnubreytingu. Ungir
sjálfstæðismenn fagna samstöðu
þriggja flokka i álmálinu, en með
því að taka það mál úr höndum
iðnaðarráðherra má loks vænta
alvarlegra tilrauna til að fá hækk-
að raforkuverð til álversins í
Straumsvík.
Húsnæðismálin brýnt
hagsmunamál
Ungir sjálfstæðismenn telja að
eitt brýnasta hagsmunamál ungs
fólks á Íslandi og raunar þjóðar-
innar allrar sé að treysta atvinnu-
lífið og skapa framtíðaratvinnu-
tækifæri við hæfi allra lands-
manna, ekki sízt þeirra sem vegna
fötlunar eða af öðrum orsökum
búa við skerta starfsgetu.
Ungir sjálfstæðismenn eru jafn-
framt þeirrar skoðunar, að eitt
helzta úrlausnarefni sem bíður
nýrrar ríkisstjórnar og varðar
ungt fólk sérstaklega, sé á sviði
húsnæðismála. Á þeim vettvangi
sjást nú hvarvetna fingraför sósí-
alistanna í Alþýðubandalaginu
með þeim afleiðingum að ungu
fólki hefur verið gert nær ókleift
að koma sér upp þaki yfir höfuðið
með sómasamlegum hætti. Sú
stefna Alþýðubandalagsins að
beina húsbyggjendum inn í hið
svokallaða félagslega bygginga-
kerfi er mjög varhugaverð og býð-
ur upp á póiitíska misnotkun, auk
þess sem ungu fólki er að verulegu
leyti úthýst. Mjög brýnt er að
bæta úr þessu og vísast til fyrri
tillagna SUS og Sjálfstæðisflokks-
ins í því sambandi.
Mörg fleiri brýn mál bíða úr-
lausnar, sem núverandi valdhafar
hafa ekki haft dug til að koma í
framkvæmd eða ekki náð sam-
stöðu um. Má þar nefna byggingu
flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli,
lög um frjálsa útvarpsstarfsemi,
lög um framhaldsskóla og mörg
fleiri framfaramál, sem sjálfstæð-
ismenn munu beita sér fyrir.
Viðunandi áfangasigur
Ungir sjálfstæðismenn fagna
þeirri samstöðu sem náðst hefur í
kjördæmamálinu á Alþingi og
telja þær breytingar sem nú verða
gerðar, viðunandi áfangasigur í
baráttunni fyrir því að allir lands-
menn njóti jafns atkvæðisréttar
óháð búsetu. Á það skal sérstak-
lega bent, að ef stjórnarskrármál-
ið verður til heildarafgreiðslu á
næsta kjörtímabili eins og vænta
má, gefst að sjálfsögðu tækifæri
til að taka kjördæmamálið upp að
nýju og ná fram frekari leiðrétt-
ingu.
Eins og vænta má á tímum upp-
lausnar og ólgu, fiska pólitískir
ævintýramenn nú í gruggugu
vatni og reyna að gera sér mat úr
ástandinu. Upp er sprottinn
fimmti stjórnmátaflokkurinn,
byggður í kringum einn mann og
grundvallaður á ruglingslegu sam-
safni hugmynda, þar sem ekki er
gerður einfaldasti greinarmunur á
stjórnkerfi og stjórnarstefnu.
Ungir sjálfstæðismenn vara ein-
dregið við því að slíkum aðilum
sem nærast á ringulreiðinni einni
verði veittur stuðningur í komandi
kosningum.
Sameinaðir
sjálfstæðismenn
I þeim kosningum sem nú fara í
hönd er afar mikilvægt að sjálf-
stæðismenn gangi sameinaðir til
baráttu gegn þeim vinstri öflum,
sem lamað hafa efnahags- og at-
vinnulíf í landinu á undanförnum
árum. Sjálfstæðisflokkurinn er sú
kjölfesta, sem almenningur i land-
inu getur treyst, á þeim miklu um-
brotatímum sem nú ganga yfir.
Við þær sérstöku aðstæður sem nú
eru fyrir hendi í landsmálum,
hlýtur að verða að telja að hugs-
anleg sérframboð sjálfstæð-
ismanna verði Sjálfstæðisflokkn-
um og stefnumálum hans til
óþurftar. Ungir sjálfstæðismenn
skora á sjálfstæðisfólk um land
allt að fylkja sér um flokk sinn og
á þá, sem leitt hafa hugann að
sérframboðum, að sýna þá ábyrgð
að láta hina minni hagsmuni víkja
fyrir heildarhagsmunum flokks og
þjóðar.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar •
Ódýr og gód
fermingjargjöf.
Ljóömæli Ólínu og Herdísar á
Hagamel 42.
Tökum aö okkur alls
konar viðgerðir
Skiptum um glugga, huröir, setj-
um upp sólbekki, viögerölr á
skólp- og hitalögn, alhliöa vlö-
geröir á bööum og flísalögnum,
vanir menn. Uppl. í síma 72273.
Fasteignaþjónusta Suð-
urnesja Grindavík:
Viöiagasjóöshús viö Suöurvör.
Verö 1.150 þús.
Raöhús viö Efstahraun 122 fm
m/bilskúr. Verð 1.250 þús.
Parhús viö Austurveg. Verö 700
þús.
Garður:
Einbýlishús 110 fm viö Sunnu-
braut m/tvöf. bílskúr. Verö 1,3
millj.
Einbýlishús viö Heiöarbraut.
Verö 1,4 millj.
Sandgerði:
Einbýlishús viö Austurgötu.
Endaraðhús viö Heiöarbraut.
Skipti á 2ja herb. ibúö í Keflavík.
Vallargata neöri hæö m/bílskúr.
Verö 850 þús.
Hafnir:
Einbýlishús 120 fm viö Djúpa-
vog m/57 fm bílskúr. Verö 850
þús.
Fasteignaþjónusta Suöurnesja,
Hafnargötu 31.2. hæö. Sími
3722.
I.O.O.F. — 9 = 16403238 'h =
□ Helgafell 59833237 VI-2
□ Glitnir 59833237 = Frl.
Kristniboðssambandið
Almennu samkomurnar meö
norska prédikaranum, Gunnari
Hamnöy, halda áfram i kristni-
boöshúsinu Betaniu, Laufásvegi
13 í kvöld og annaö kvöld kl.
20.30. Allir hjartanlega velkomn-
ir.
Nefndin.
I.O.G.T.
St. Veröandi og Frón nr. 227
fundur í kvöld kl. 8.30. Stúku-
heimsókn.
Æt.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR 11798 og 19533.
Frá Ferðafélagi íslands
Fimmtudaginn 24. mars kl.
20.30 efnir Feröafélag Islands til
kynningar og myndakvölds i
nýju Félags- og menningarmiö-
stööinni viö Geröuberg 3 og 5 í
Hólahverfi, Breiöholti
1) Guörún Þóröardóttir kynnir •
máli og myndum nokkrar feröir
Fl, tilhögun feröanna og fleira
sem nauösynlegt er aö vita fyrir
væntanlega þátttakendur í ferð-
um félagsins.
2) Björn Rúriksson sýnir myndir
frá Hornströndum, teknar úr lofti
og á landi.
Komiö í hina nýju Menningar-
miöstöö i Breiöholti á fimmtu-
daginn nk. og kynnist starfl
Feröafélagsins. Allir velkomnir
meöan húsrúm leyfir.
Feröafélag íslands
=R£GLA MliSrtRISRIODARA:
A RMH
/7VV\ 23 —
RMHekla
3 - SAR — EH
UTIVISTARFERÐIR
sérkennilegir staðir sem vert er
að sjá, gengiö á jökulinn. Far-
arstj. Kristján M. Baldursson.
2. Óræfasveit. Þjóögaröurinn í
Skaftafelli. tindar. jöklar og heit-
ir lækir. Fararstj. Ingibjörg Ás-
geirsdóttir og Styrkár Svein-
bjarnarson.
3. Þórsmörk. Mörkin skartar oft
sínu fegursta aö vetrarlagi. Far-
arstj. Ágúst Björnsson.
4. Fimmvöröuháls. Fyrir áhuga-
sama fjallamenn, reynda eöa
óreynda, en takið gönguskiði
meö. Fararstj. Hermann Valsson.
3ja daga ferö, 2. apríl.
Þórsmörk. Velkomin i hópinn
sem fyrir er.
Skemmtum hvert ööru á kvöld-
vökum í öllum ferðum. Enn er
timi til aö rifja upp gömlu goöu
lögin Sjáumstt
Páskaferðir
5 daga ferðir, 31. mars:
1. Snæfellsnes. Ovenju margir
Hörgshlíð 12
Samkoma í kvöld kl. 8.
radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
til sölu
ísvél til sölu
Af sérstökum ástæöum er lítið notuð, vel
meö farin, Taylor-ísvél til sölu. Umbúöir geta
fy!gt.
Upplýsingar gefur Oskar í síma 22366 á
skrifstofutíma.
’sstarf
Út úr kreppunni
Félag Sjálfstæðismanna í Langholti
heldur rabbfund meö Albert
Guömundssyni í Félagsheim-
ili sjálfstæöismanna aö
Langholtsvegi 124 fimmtu-
daginn 24. marz nk.
Fundurinn hefst kl. 20.30.
Félagar fjölmenniö og takið
með ykkur gesti.
Stjórnin.
Akureyri
Almennur stjórnmálafundur
Sjálfstæðisflokkurinn heldur almennan
stjórnmálafund á Akureyri fimmtdaginn 24.
mars kl. 20.30 í Sjallanum.
Ræöa Geirs Hallgrímssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins: Frá upplausn til
ábyrgðar.
Stutt ávörp: Lárus Jónsson, alþm., Halldór
BLöndal, alþm., og Björn Dagbjartsson, for-
stjóri.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Sjálfstæöisflokkurinn.
Kosningaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins
Fulltrúaráö Sjálfstæöisfélaganna í Kópavogi
hefur opnaö kosningaskrifstofu í Sjálfstæö-
ishúsinu aö Hamraborg 1, 3. hæö. Skrifstof-
an er opin kl. 16—19 virka daga og laugar-
daga.
Út úr kreppunni
Félag sjálfstæö-
ismanna í Smáíbúða-,
Bústaða og Fossvogs-
hverfi
heldur rabbfund með Bessí
Jóhannsdóttur og Friörik
Zophussyni í Valhöll Háaleit-
isbraut 1, fimmtudaginn 24.
marz nk.
Fundurinn hefst kl. 20.30.
Félagar fjölmenniö og takið
meö ykkur gesti.
Stjórnin