Morgunblaðið - 23.03.1983, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
Hafa skal það, sem
sannara reynist
— eftir Lúðvíg
Hjálmtýsson
ferðamál astjóra
Að undanförnu hefur farið fram
allmikil umræða í blöðum, útvarpi
og á mannamótum vegna hug-
mynda sem uppi hafa verið um að
efna til svonefndrar rallý-keppni
hér á landi, þ.e. „Rallye Internat-
ional D’Islande". Hér er um að
ræða mikið mál, sem af því er ráða
má af umræðum og skrifum,
skiptir mönnum í tvo andstæða
flokka með og á móti rallý-
keppninni. Segja má að slík skipt-
ing sé skiljanleg þar sem annars
vegar eru sterkar tilfinningar sem
niðurstöðu virðast ráða, hins veg-
ar miklir fjármunir sem lagðir eru
undir til að koma hugmyndum í
framkvæmd. Þegar svo er komið
málum, er venjulega þýðingar-
laust að fá fram skynsamlega um-
ræðu, þung orð falla á báða bóga,
en sá sem nær að koma sínum
málstað á það stig að snerti til-
finningalíf manna, fer oft með sig-
ur af hólmi. Á það ekki síst við ef
málið snertir landið, náttúru þess
og gæði. Það þarf ekki um að efast
að allir íslendingar með sæmilega
geðheilsu elska land sitt og nátt-
úru þess og Iáta ekki afskiptalaust
hvernig með það er farið. Fram-
anritað tek ég fram vegna þess, að
svo virðist sem fámennur hópur
manna eigi einn innra með sér þá
sjálfsögðu dyggð að vilja vernda
landið og hina viðkvæmu náttúru
þess.
Fyrir nokkru kallaði þessi hóp-
ur, þ.e. landverðir og leiðsögu-
menn, á blaðamenn til fundar við
sig, en af viðræðum þessa fólks og
ályktunum gætu menn haldið að
Íessi hópur væru hinir einu sönnu
slendingar og landverndarmenn.
Á framangreindum blaðamanna-
fundi er m.a. fullyrt að Ferða-
málaráð íslands hafi í frammi
neikvæða landkynningu og gefi út
með ærnum kostnaði bækling, þar
sem látið er að því liggja að ísland
sé ævintýraland, ákjósanlegt fyrir
glæfraferðir. Síðan berja þessir
sjálfumglöðu landverndarmenn
sér á brjóst og þakka fyrir að þeir
eru ekki eins og annað fólk, þeir
ginni ekki fáfróða til ævintýra-
landsins á fölskum forsendum.
Síðan er því bætt við, að sterk
peningaöfl í landinu virðast hugsa
meira um skjótfenginn stundar-
gróða en langtíma skynsamlega
ferðastefnu.
Ég hefði ekki séð ástæðu til að
gera athugasemd við þennan
blaðamannafund ef ekki hefði ver-
ið farið með ósannar fullyrðingar
og dylgjur um þá stofnun sem ég
veiti forstöðu. A nefndum blaða-
mannafundi er reitt hátt til
högga, ekki skal um það dæmt
hvað ræður slíkum fullyrðingum
sem þar komu fram. Sá grunur
læðist að manni, að draga megi
ályktun af slíkum sleggjudómum,
að annað tveggja hafi ráðið niður-
stöðu sefjun í ætt við það sem ger-
ist hjá ofstækismönnum en slíkar
samkomur enda venjulega í óráði,
eða þá að til grundvallar liggi
þekkingarleysi eða ómótstæðileg
löngun til að fara með rangt mál.
í lögum um skipulag ferðamála
nr. 60/1976 segir m.a. að tilgangur
laganna sé að stuðla að þjónustu
við íslenskt og erlent ferðafólk
bæði með hliðsjón af þjóðhags-
legri hagkvæmni og umhverfis-
vernd. Þessi megin verkefni hefur
Ferðamálaráð rækt eftir bestu
getu og eftir því sem fjárhagur
hefur frekast leyft. Til þess að
skýra það nánar skal fyrst bent á
aðgerðir að því er snertir um-
hverfisverndina. L'tt af fyrstu
verkefnum Ferðam'laráðs eftir
stofnun þess var ao senda tvo
menn um byggðir landsins til að
gera úttekt á ástandi hinna fjöl-
mörgu svokölluðu ferðamanna-
staða.
Á árinu 1977 skipaði Ferða-
málaráð umhverfisnefnd. f þessari
nefnd voru menn sem hafa mikla
þekkingu og reynslu á útivist og
ferðamálum, auk góðrar þekk-
ingar á hálendi og óbyggðum
landsins. Þessi nefnd sendi frá sér
mikla skýrslu sem er 173 blaðsíður
í stóru broti ásamt kortum, línu-
ritum og töflum. Þá hefur Ferða-
málaráð í samvinnu við Náttúru-
verndarráð fslands gefið út bækl-
ing á fjórum tungumálum, þar
sem á Ijósan hátt er gerð grein
fyrir hinni viðkvæmu náttúru
landsins og gefnar upplýsingar og
leiðbeiningar um náttúruvernd.
Þá er lýst fyrir mönnum hver
nauðsyn er á að vernda og virða
vel umhverfi sitt.
Á árinu 1981 var skipuð nefnd
til að kanna ferðaútgerð erlendra
manna hér á landi í atvinnuskyni.
Formaður þeirrar nefndar var
Gunnar Sveinsson, en auk hans
sátu í nefndinni Birna G. Bjarn-
leifsdóttir og Skarphéðinn D. Ey-
þórsson, allt fólk með þekkingu og
skilning á því hvar skóinn kreppir
í ferða- og umhverfismálum. Þessi
nefnd vann mikið starf og skilaði
eftir tiltölulega stuttan tíma
merkilegu og lærdómsríku áliti.
Báðar þessar yfirgripsmiklu
skýrslur sem ég hef nú nefnt-hafa
verið gefnar út í stórum upplögum
og farið víða, þar á meðal til
stjórnvalda landsins, alþing-
ismanna og þeirra sem ættu að
láta sig málið skipta og þá að
Ludvig Hjálmtýsson.
„Síðan berja þessir
sjálfumglöðu land-
verndarmenn sér á
brjóst og þakka fyrir að
þeir eru ekki eins og
annað fólk, sem ginni
ekki fáfróða til
ævintýralandsins á
fölskum forsendum.“
sjálfsögðu ætti hún að vera í
höndum landvarða og annarra
sem staðið hafa að aðför að Ferða-
málaráði. í þessum tveimur
Skýrslum er að finna meiri fróð-
leik en sennilega er til á einum
stað um ástand á hálendi og í
óbyggðum landsins, og hvað gera
þurfi til úrbóta. Ef þessar skýrslur
eru lesnar vel og með réttu hug-
arfari, vita menn meira um
óbyggðir landsins, hina viðkvæmu
náttúru þar og með hverjum hætti
beri að haga ferðum en fólk sem
setið hefur á hundrað fundum í
svipuðum anda og nefndur blaða-
mannafundur.
Þá skal og þess getið, að á árinu
1979 var Birnu G. Bjarnleifsdóttur
falið mikið og vandasamt verk af
Ferðamálaráði. Þess var óskað að
hún kynnti sér álit hinna ýmsu
starfsgreina innan ferðamanna-
þjónustunnar um allt það sem
verða mætti atvinnugreininni til
framdráttar. Birna G. Bjarnleifs-
dóttir vann þetta verkefni með
ágætum, hún sendi út tæplega 200
bréf til aðila í ferðamannaþjón-
ustunni og ætlaðist tii að fá svör
við þeim. Það gekk að sjálfsögðu
misjafnlega, en að lokinni könnun
gerði Birna skýrslu um störf sín,
mikla að vöxtum og merkilega,
enda er þar víða komið við á sviði
ferðaþjónustunnar.
Þá skal þess getið að Ferða-
málaráð hefur efnt til hringborðs-
umræðna til að fá fram álit og
hugmyndir þeirra sem að ferða-
þjónustunni starfa, um hin ýmsu
vandamál sem að steðja og hverjir
möguleikar væru á að leysa úr
vandanum.
Þá má ekki gleyma því að
Ferðamálaráð hefur eftir mætti
styrkt fjárhagslega hið merka
framtak Ferðafélags íslands
vegna rekstrar sæluhúsa félags-
ins. Hér er að sjálfsögðu ekki um
stórfé að ræða en sýnir þó hug
Ferðamálaráðs til að bæta að-
stöðu fyrir íslenska og erlenda
ferðamenn á þeim leiðum þar sem
mest er hætta á átroðningi og
landsspjöllum.
Þá skal þess getið, að Ferða-
málaráð hefur gefið út bækljnga í
sambandi við tjaldsvæðin vítt um
landið, þar sem er að finna upplýs-
ingar um ásigkomulag tjald-
svæðanna og fleira sem að gagni
má koma fyrir þá sem slá upp
tjöldum á ferðum sínum. Auk þess
hefur Ferðamálaráð sent menn út
af örkinni til að kynna sér ástand
tjaldsvæðanna og leiðbeina um
endurbætur.
Að lokum skal á það bent sem
verður að teljast til umhverfis-
verndar, en það er námskeiðin
sem Ferðamálaráð hefur staðið
fyrir til að mennta og þjálfa
leiðsögumenn. Sú fræðsla og
kynning sem þar hefur verið veitt,
hefur sannarlega miðað að því, að
halda uppi jafn góðri náttúru- og
landvernd og kostur er, enda má
segja að enginn verði góður leið-
sögumaður ferðamanna nema
hann kunni full skil á náttúru
landsins og með hverjum hætti
skuli um hana gengið og hún
vernduð.
Eftir þessa upptalningu sem þó
er ekki nærri tæmandi um störf
Ferðamálaráðs að umhverfis- og
náttúruvernd, kynni einhver að
spyrja þess, hvað komið væri á
framkvæmdastig af öllum þessum
athugunum, rannsóknum og
skýrslugerðum. Þau ár sem Ferða-
málaráð hefur starfað, hefur
margt verið fært til betri vegar
frá því sem áður var, þar er sjón
sögu ríkari ásamt ummælum
sanngjarnra manna sem þekkja til
mála. Ég fullyrði að ekki vantar
vilja, hvorki hjá meðlimum Ferða-
málaráðs eða starfsliði þess að
gera þær úrbætur sem nauðsyn-
legar eru til að bæta svo aðstöðu
fyrir íslenska og erlenda ferða-
menn sem um landið fara, að telj-
ast megi a.m.k. viðunandi. Hins
vegar er sá hængur á hér eins og á
flestum sviðum að fé er nauðsyn-
legt til þeirra hluta sem gera skal.
Þegar Ferðamálaráð var stofn-
að var ákveðið í lögum, að 10% af
brúttósölu Fríhafnarinnar í
Keflavík skyldu renna til Ferða-
málaráðs til framkvæmda ýmissa
verkefna, svo og til styrkveitinga.
Því miður hefur reynslan orðið sú
að þessi lög hafa ekki verið fram-
kvæmd svo sem Alþingi ákvað á
sínum tíma. í stað 10% af brúttó-
sölu Fríhafnarinnar hefur Ferða-
málaráði verið skammtað sem
svarar 30% af því fé sem Fríhöfn-
in skilar til ríkissj'óðs, þetta þýðir
í raun, að Ferðamálaráð hefur til
framkvæmda helming þess fjár
sem löggjöfin ákveður. Til nátt-
úru- og umhverfisverndar á ís-
landi dugir ekkert minna en stór-
fé, það er ekki fyrir hendi og þess
vegna hefur ekki verið hægt að
framkvæma hugmyndir og athug-
anir sem framan greindar skýrsl-
ur gefa tilefni til, þar af leiðandi
hafa þær vonir sem menn gerðu
sér um framtíðina brugðist að
verulegu leyti. Hins vegar hefur
heldur miðað fram á leið, en það
er von Ferðamálaráðs og þeirra
sem hjá því starfa, að sá dagur
renni brátt upp að hægt verði að
framkvæma til fulls þann óska-
lista sem Ferðamálaráð hefur sett
fram um bætta umhverfis- og
náttúruvernd til að auka á gæði
landsins, sem gera íslenskum og
erlendum ferðamönnum mögulegt
að njóta dásemda þess, án þess að
valda spjöllum.
Það hefði verið full ástæða til að
rekja hér önnur mikilvæg störf
Ferðamálaráðs, sem því miður
virðast almenningi ekki nægjan-
lega kunn, svo sem hin mikla út-
gáfustarfsemi til landkynningar.
Gerð landkynningarkvikmynda og
litskyggna, ásamt hinu mikla
starfi sem felst í því, að svara ár-
lega þúsundum fyrirspurna sem
berast frá öllum heimshornum um
landið, þjóðhætti, menningu
o.s.frv. Þó ekki verði gerð nákvæm
grein fyrir þessum þáttum starf-
seminnar, skal þess þó getið, að
hvergi er að finna í bæklingum
eða auglýsingaritum Ferðamála-
ráðs íslands neitt í átt við það sem
leiðsögumenn og landverðir gerðu
að umræðuefni á margnefndum
blaðamannafundi.
Ég leyfi mér að vænta þess, að í
framanrituðu máli hafi mér tekist
að hrekja fullyrðingar landvarða
og leiðsögumanna sem stóðu að
ályktun blaðamannafundarins.
Það eru hæg heimatök hjá þessu
fólki, að fá upplýsingar um gang
mála í Ferðamálaráði. Félag
leiðsögumanna hefur fulltrúa í
Ferðamálaráði, auk þess hafa
þessir aðilar ekki svo vitað sé,
komið hér í stofnunina til að leita
upplýsinga áður en þeir setja fram
fullyrðingar m.a. um útgáfu-
starfsemi ráðsins. Þetta ágæta
fólk hefur aldrei, svo mér sé kunn-
ugt, leitað eftir upplýsingum hér í
stofnuninni sem þó eru að sjálf-
sögðu veittar öllum sem eftir þeim
óska og er það gert eftir bestu
getu og samvisku.
Frá barnakórsmótinu í íþróttahúsinu á Akranesi. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson.
Vel heppnað barna-
kóramót á Akranesi
Akranesi, 17. mars.
UM SL. HLLGI fór fram í íþróttahúsinu á Akranesi barnakóramót á vegum
Tónmenntakennarafélags íslands. f þessu móti tóku þátt 18 barnakórar
ýmissa grunnskóla víða af landinu eða um 700 börn og unglingar.
Á laugardeginum voru æfingar
einstakra kóra og kvöldvaka að
því loknu. Á sunnudeginum var
kórunum skipt í tvo hópa og fóru
þá fram tvær söngskemmtanir þar
sem hver kór söng og f lok þeirra
sungu allir saman. Fjöldi fólks
fylgdist með söng barnanna og
þótti frammistaða þeirra mjög
góð. Bæjarstjórn Akraness veitti
mótshöldurunum ýmsan stuðning
til þess að mótið gæti farið fram.
Farmkvæmd þess tókst mjög vel
og var Tónmenntakennarafélagi
ístands til sóma.
J.G.