Morgunblaðið - 23.03.1983, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
33
Verðbólguhjólið snýst
— eftir Björn Páls-
son, Löngumýri
í grein sem dr. Jóhannes Nordal
skrifar í Fjármálatíðindi í des-
ember sl. spyr hann hvort eigi sé
lífsnauðsyn að brjótast út úr víta-
hring verðbólgunnar með því að
afnema hið vélgenga verðbóta-
kerfi launa og verðlags.
Vafalítið er það rétt hjá banka-
stjóranum, að æskilegt sé að rjúfa
þennan vítahring, en til þess að
það takist þarf að eyð» verðbólg-
unni að mestu, en það tekst eigi
með því að lækka kaupmátt gjald-
miðilsins um 50—100% á ári.
Ástæðan fyrir því að launþegar
krefjast þess að vísitöluhækkanir
launa komi til framkvæmda fjór-
um sinnum á ári eru hinar öru
hækkanir á vöru og þjónustu í
krónutölu. Það sem einkum veldur
þessum verðbreytingum er geng-
issig og gengislækkanir og hinir
háu vextir, sem eru afleiðing
gengislækkananna. Það er ástæða
fyrir launþega að íhuga hvaða
áhrif gengislækkanir hafa á af-
komu þeirra og hvort eigi væri
ástæða til að þeir notuðu áhrif sín
og samtakamátt til að stöðva
þessa óviturlegu þróun. Meðan
verið var að brenna upp fjármuni
sparifjáreigenda græddu ýmsir á
verðbólgunni. Nú er það breytt.
Flest lán eru verðtryggð. Fyrir-
tæki, sem þurfti eina milljón í
rekstrarfé í ársbyrjun 1982, þarf
1800 þúsund í rekstrarfé í ársbyrj-
un 1983. Það viðbótarfé er engan
veginn auðfengið. Bankar lána
eigi nema 70% út á útflutningsaf-
urðir. Verðbólgan skapar því
rekstrarfjárskort. Fyrirtæki söfn-
uðu lausaskuldum á árinu 1982.
Verðbólgan mun hafa átt meiri
þátt í því en að um beinan tap-
rekstur hafi verið að ræða. Vextir
og verðbætur á lánsfé nálgast nú
70% á ári. Þetta veldur því að
verðbólgan vex með meiri hraða
en nokkru sinni áður. Ríkisstjórn-
in ætlaði í byrjun árs 1982 að
lækka verðbólguna í 35% miðað
við ársgrundvöll. Hún er nú tvö-
falt hærri. Ríkisstjórnin hefur
gnægð af mönnum til að ráðfæra
sig við og er vel birg af tölvum en
ekkert dugar, áætlanir standast
ekki. Eitthvað hlýtur að vera að,
því flestar helztu viðskiptaþjóðir
okkar hafa ýmist lækkað verð-
bólgu eða a.m.k. haldið verðbólgu-
stigi lítið breyttu. Fiskverð hefur
eigi lækkað í viðskiptalöndum
okkar. Skreiðin er raunar óseld að
mestu og loðnuveiði var nær eng-
in. Það hefur haft neikvæð áhrif á
viðskiptajöfnuð, en eigi aukið
verðbólgu, enda eru bankalán út á
skreiðina ógreidd.
fslenzkur gjaldmiðill lækkaði að
verðgildi 1982 um rúmlega 80%,
en verðbólgan varð rúmlega 60%.
Ástæðan fyrir því að verðbólgu-
prósentan varð heldur lægri var
sú, að kaupgjaldsvísitalan var
margsinnis skert. Þegar almennir
launþegar fá kauphækkun í krón-
utölu vegna þess að kaupgjalds-
vísitalan hækkar, krefjast sjó-
menn hliðstæðrar hækkunar á
fiskverði. Fiskverðið hækkaði á sl.
ári í krónutölu næstum um jafn-
mörg prósent og krónan lækkaði.
Kaupmáttur launa sjómanna hef-
ur eigi aukizt á sl. ári, þó krónun-
um hafi fjölgað, frekar hið gagn-
stæða. Sama má segja um aðra
launþega. I ágúst fengu sjómenn
15% hækkun á fiskverði. Fáum
dögum síðar var gengið lækkað
hliðstætt. í árslok fengu sjómenn
14% hækkun á fiskverði í krónu-
tölu, 4% fóru í olíusjóð en 10%
fengu þeir. Fáum dögum síðar var
gengið lækkað um 10%. Eyjólfur
Isfeld forstjóri lét þess getið í
Morgunblaðinu, að gengið þyrfti
að lækka meira. Hann á þá vafa-
laust við að það þyrfti að lækka
vegna þeirra 4% sem fóru í olíu-
sjóðinn. Eigi er ólíklegt að orðið
verði við þeirri ósk Eyjólfs, gengið
verði látið síga. Hafa þá sjómenn
beinan skaða af öllu samningsþóf-
inu. Með því er þó eigi öll sagan
sögð. Vörur og þjónusta hækka
sem nemur gengislækkuninni
a.m.k. og verðbólgan hliðstætt.
Það fá aðrir launþegar eigi bætt
fyrr en vísitölubætur verða næst
greiddar. Vextir hækka hliðstætt,
ef eigi á að ræna sparifjáreigend-
ur. Rekstrarvöruskortur eykst og
er þó nægur fyrir. Vegna gengis-
lækkana æðir verðbólgan nú
áfram og stefnir í 80%. Það vitur-
legasta og bezta sem sjómenn gátu
gert um áramótin var að sættast á
óbreytt fiskverð gegn því að geng-
ið yrði eigi lækkað frekar, en
samningar lausir væri eigi við það
staðið. Það væri sjómannastétt-
inni til verðugs hróss að hafa
frumkvæði að því að stöðva geng-
islækkunarvitleysuna. Þeir hafa
að vissu leyti betri aðstöðu til þess
en aðrir. Það er til tjóns og óhag-
ræðis fyrir þá að fá 10—20%
launaviðbót í krónutölu, ef gengið
er lækkað jafnmikið eða meira
strax á eftir. Útvegsmenn græða
eigi á gengislækkun. Olía, veiðar-
færi og varahlutir hækka jafn-
hliða. Lán eru verðtryggð, afleið-
ing hærri vextir og aukinn skortur
á rekstrarfé. Eigendur fisk-
vinnslustöðva hagnast lítillega
eða þangað til næsta kauphækk-
unaralda ríður yfir. Sá hagnaður
er tekinn af launþegum. Sé aukin
krónutala sem fæst fyrir birgðir
tekin í gengismunasjóð, er um
eignaupptöku að ræða fyrir eig-
endur fiskvinnslustöðvanna.
Kristinn Pétursson, Bakkafirði,
hótar málsókn og telur að ein'
milljón krónur sé tekin af Bakk-
firðingum í gengismunasjóð.
Hann teiur einnig ranglátt að
bátasjómenn greiði sömu prósentu
í olíusjóð og togarar, þegar þeir
eyði 40% minni olíu. Vissulega
sýnir það þrek og kjark Bakkfirð-
inga að sætta sig eigi við ranglæti,
þó óvist sé hver úrskurður dóm-
stóla verður. Ranglæti og gengis-
lækkanir fylgjast jafnan að.
80% fiskiskipa eru rekin af
sömu fyrirtækjum og eiga fisk-
Björn Pálsson
„Verðbólgan æöir áfram og
verður eigi stöðvuð nema
hætt verði þessum endalausu
gengislækkunum. Jafnhliða
þarf að stórlækka vexti og
afnema ýmsa útgjaldaliði,
sem hvíla þungt á atvinnu-
vegunum. Vera má, að tíma-
bundin verðstöðvun sé nauð-
synleg.“
vinnslustöðvarnar. Það er því ljóst
að slík fyrirtæki hagnast eigi á því
að hráefnið hækki í verði í krónu-
tölu. Þrefið um fiskverðið er því
nær eingöngu milli sjómanna og
fiskvinnslustöðva. Það er mann-
legt og og eðlilegt að sjómenn vilji
fá sem mest fyrir vinnu sína. Það
vilja víst flestir. Hitt er óviturlegt
.af sjómönnum að heimta 50%
hækkun á fiskverði í krónutölu, ef
verðgildi hverrar krónu er lækkað
jafnmikið eða meira strax á eftir.
Það sama á raunar við um alla
launþega. Ég hef fjölyrt hér um
sjómertn og útvegsmenn vegna
þess að gengislækkanir eru jafnan
rökstuddar með því að þeirra sé
þörf vegna sjávarútvegsins. Það er
þess vegna nær ógerlegt að eyða
verðbólgunni nema hafa aðstoð og
samstarf við þá sem við sjávarút-
veg vinna. Þeir þurfa að stíga
fyrsta skrefið.
Um sl. áramót var togurum
Bæjarútgerðar Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar lagt vegna fjár-
skorts. Eitthvað heyrðist um erf-
iðleika á Seyðisfirði og víðar. Það
einkennilega er að bæjarútgerðir
voru fyrstar til að stöðva togar-
ana. Nú geta sumir eigendur
frystihúsa á Suðurnesjum að sögn
eigi unnið fiskinn og láta skipin
sigla vegna fjárskorts. Flest fyrir-
tæki eru í vandræðum fjárhags-
lega. Aðeins þeir sem lítið skulda
eða eru skuldlausir standa réttir.
Samt er búið að lækka gengið um
meira en 80% á einu ári. Stjórn-
völd hafa unnið að því að leysa
vanda ýmissa fyrirtækja með lán-
um úr bönkum og Byggðasjóði.
Hvað dugir það lengi og fleiri
fyrirtæki bætast við. Vandinn
verður aldrei leystur með enda-
lausum gengislækkunum, því þær
eru öruggasta eldsneyti fyrir verð-
bólguna, einkum þegar 70% verð-
bólguvextir eru henni samferða
ásamt verulegri vangetu banka til
útlána.
Ríkisstjórnin hefur verið að
draga úr verðbólguhraðanum með
því að skerða vísitölu öðru hvoru.
Takmarkað gagn hefur verið að
þessu m.a. vegna þess að stjórnin
hefur verið að reyna að endur-
greiða vísitöluskerðinguna með
ýmisskonar aukapinklum sem
koma launþegum að litlum notum
en kosta sitt. Nú síðast var
orlofsdögum fjölgað og 50 milljón-
um skipt milli nokkurra þúsunda
einstaklinga eftir skattframtölum
1981. Tölva var notuð til að reikna
út hverjir skyldu fá þessar krónur.
Miklar deilur hafa orðið út af
þessari úthlutun, enda óviturlega
að öllu staðið. Eigi veit ég hvort
þessari úthlutunarstarfsemi verð-
ur haldið áfram, en ólíklegt er að
stjórnin auki vinsældir sínar á
því. Þetta er svipuð óvizka og að
greiða fólki fjármuni fyrir að
borga ekki skatt. Réttara væri að
haga löggjöf þannig að þeir tekju-
lægstu kæmust hjá að greiða út-
svar og skatt.
Forsætisráðherra hefur lagt
fram frumvarp til laga um nýtt
viðmiðunarkerfi fyrir laun. Talið
er að gildandi viðmiðunarkerfi sé
óraunhæft. Vera má að svo sé.
Hitt dreg ég í efa að viðmiðunar-
kerfi það, sem í frumvarpinu felst,
sé réttlátt. Gert er ráð fyrir því að
matvöruliður lækki úr 29% í 20%,
en bifreið og ferðir hækki úr 14%
í 19%. Hiti og rafmagn er talið
4,9% af útgjöldum. Er þá miðað
við útgjöld á Reykjavíkursvæðinu.
Vitað er að hiti og rafmagn kostar
álíka mikið úti á landsbyggðinni
og matvæli. Eigi er tekið tillit til
þessara útgjalda við álagningu út-
svars og tekjuskatts. Þurfa því
mörg heimili utan Reykjavíkur-
svæðisins að greiða verulegar upp-
hæðir í útgjöld af óraunhæfum
tekjum. Lágmarkskrafa er að leyft
væri að draga þennan útgjalda-
mismun frá skatttekjum. Haldi
rafmagnsverð til húshitunar
áfram að hækka sé ég eigi annað
en leita verði annarra leiða til að
hita íbúðarhúsin.
Látið er að því liggja að sam-
þykkt þessa frumvarps þýði allt að
5% lækkun vísitölu. Eg dreg það
mjög í efa. 5% skipta líka litlu í
75% verðbólgu. Það kann að
lækka vísitölu örlítið, ef vísitölu-
bætur koma til framkvæmda
þrisvar á ári í stað fjórum sinnum,
en miklu skiptir það eigi. Áhrifa-
meira væri að afnema vísitölu-
kerfið eins og það er nú, en greiða
í þess stað aðeins dýrtíðaruppbót
á laun, sem talin væru hæfilega há
til að lifa á. Þá mundu hálauna-
menn hætta að græða á vísitölu-
kerfinu. Ljóst er að þessari ríkis-
stjórn hefur eigi tekizt að ráða við
verðbólguna. Hvort ástæðan er sú
að stjórnin hafi eigi séð hvað
þurfti að gera til þess að það tæk-
ist eða hvort kjark eða aðstöðu
hefur vantað. Það skiptir eigi öllu
úr því sem komið er, því það kem-
ur í hlut næstu ríkisstjórnar að
fást við verðbólguvandann. Hitt er
víst að vísitölufrumvarp það sem
lagt hefur verið fram á Alþingi
hefur sáralítil áhrif á verðbólguna
og tekur því ekki að deila um það.
Víðtækari og meiri ráðstafanir
þarf að gera og til þess þarf örugg-
an þingmeirihluta. Verðbólgan
æðir áfram og verður eigi stöðvuð
nema hætt verði þessum enda-
lausu gengislækkunum. Jafnhliða
þarf að stórlækka vexti og afnema
ýmsa útgjaldaliði, sem hvíla þungt
á atvinnuvegunum. Vera má, að
tímabundin verðstöðvun sé nauð-
synleg. Sé þetta gert hjaðnar verð-
bólgan fljótlega. Það hefur litla
þýðingu að vera einhliða að fikta
við nokkur vísitölustig. Alla þætti
verðbólgunnar þarf að stöðva
- samhliða, ef árangur á að nást.
Það er ástæðulaust að vera að
hræða fólk á því að rauntekjur
lækki og atvinnuleysi aukist þó
verðbólgumálin séu tekin föstum
tökum. Þjóðin er fámenn, en at-
vinnumöguleikar miklir þannig að
ástæðulítið er að óttast varanlegt
atvinnuleysi sé rétt að málum
staðið. Sé hins vegar haldið sömu
stefnu í verðbólgu- og lánamálum
leiðir það til gjaldþrots einstakl-
inga og fyrirtækja og atvinnuleys-
is. Við megum eigi gleyma því að
hægt er að gera ótrúlega hluti sé
rétt að málum staðið og allir
hjálpast að. Ég hef trú á að laun-
þegar reynist vel, sannfærist þeir
um að rétt leið sé valin. En það
hefur eigi verið gert hingað til í
þessum málum.
Alþjóðlegt rall jákvæð kynning
— segir Samband veitinga- og gistihúsa
A HAIISTI komanda er fyrirhugað að
halda hér á landi alþjóðlega rall-
keppni. Slík keppni og það umtal sem
henni fylgir, verður sterk og jákvæð
kynning fyrir fsland sem ferðamanna-
land.
Úrtöluraddir hafa látið hátt um
hugsanleg náttúruspjöll af völdum
keppenda, og vilja á þeim forsend-
um láta banna keppnina.
Með slíkri afstöðu er öfugt að
hlutunum farið. Fráleitt er, að
banna skipulagðan hópakstur um
vegi hálendisins á sama tíma og
torfærutröll í tugatali vaða vegleys-
ur eftirlitslaust. Væri með því einu
sinni enn verið að hengja bakara
fyrir smið.
Skorar stjórn Sambands veit-
inga- og gistihúsa því á yfirvöld að
heimila rall-keppnina. Jafnframt
væntir hún þess að sú umræða, sem
upp er komin, verði til þess að loks
verði settar reglur um umgengni og
ferðalög innlendra manna sem er-
lendra um landið. (Frétlatilkynning)
Lægsta verð á landinu!
ir;: il;
I':V "" '
URVALS INNIHURDI
Útsölustaöir:
IÐNVERK H.F.Nóatúni 17sími: 25930 Rvík
AXEL EYJÓLFSSON Smiðjuvegi 9 Kóp.S:43577
TRÉ-X
Trésmiöja Þorvaldar Ólafssonar h.f. löavöllum 6 sími:92-3320 Keflavík