Morgunblaðið - 23.03.1983, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.03.1983, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 Náttúruverndarsamtök og ferða- félög mótmæla alþjóða rallinu MORGUNBLAÐINU hefur borizt til birtingar álvktanir náttúruverndar- samtaka og ferðafélaga, þar sem fyrirhugaðri alþjóðlegri rallkeppni um hálendi íslands er mótmælt. Fara þær hér á eftir: Landvernd Á aðalfundi Landvérndar, sem haldinn var 13. og 14. nóvember sl., var eftirfarandi tillaga um fyrirhugaða alþjóðlega rallý- keppni á íslandi samþykkt: „Áðalfundur Landverndar 1982 varar eindregið við hugmyndum um alþjóðlega rallýkeppni á ís- landi og felur stjórn Landverndar að berjast gegn því að hún verði að veruleika. Jafnframt skorar fundurinn á dómsmálaráðherra að setja nú þegar ákveðnar reglur um rallýakstur á íslandi, þar sem til- lit verði tekið til landverndar, eignarhalds á landi og almennrar umferðar." Nú er ljóst að ákveðnir aðilar vinna markvisst að því að þessi keppni verði haldin hér á landi í ágústmánuði næstkomandi. Af því tilefni vill stjórn Landverndar vekja athygli á nokkrum atriðum varðandi þetta mál. 1. Stjórnandi keppninnar, sem er franskur, hefur þegar sent kynn- ingarbækling til 2.500 aðila víðs- vegar um heim. Þar kynnir hann reglur og fyrirkomulag keppninn- ar án þess að hafa fengið tilskilin leyfi fyrir henni hjá íslenskum stjórnvöldum. 2. Skipuleggjendur fullyrða í bæklingi sínum að starfsmenn Náttúruverndarráðs, sýslumenn og lögreglulið landsins muni ann- ast eftirlit og löggæslu með keppninni. Samkvæmt viðtölum við forsvarsmenn Náttúruvernd- arráðs og sýslumenn á viðkomandi svæðum eru þetta beinar rang- færslur og hefur slíkt aldrei verið ámálgað við þá, enda segjast þeir ekki hafa starfslið til slíks. 3. Gert er ráð fyrir að fjöldi bif- reiða verði allt að 100 og bifhjóla 50. Um gerð þeirra er lítið til- greint annað en það, að ekki skuli vera fleiri en 10 hjól á hverju far- artæki. 4. Leiðir eru þannig valdar að úti- lokað er að fara þær á öðru en torfæruökutækjum. Sumar þeirra liggja um viðkvæmustu gróður- lönd hálendisins. Má þar nefna Friðland að Fjallabaki en þar á að aka um Fjallabaksleiðir nyrðri og syðri og þar með um afar viðkvæm gróðurlönd á afrétt Skaftár- tungna. Einnig á að aka um efri hluta Þjórsárvera og um Herðu- breiðarlindir er þeyst fram og til baka, en hvort tveggja eru þetta viðkvæm náttúruverndarsvæði. Mörg önnur svæði sem fara á um, þola einnig mjög takmarkaða um- ferð. Virðist val skipuleggjenda á akstursleiðum bera lítinn vott um þekkingu á umhverfisvernd. 5. Miðað við fjölda farartækja keppenda, aðstoðarfólks, eftir- litsmanna, áhorfenda og áhuga- samra fulltrúa fjölmiðla, en hann hlýtur að skipta hundruðum, verð- ur vart séð að hjá því verði komist að ekið verði utan vega og slóða. Af því getur hlotist mikið jarð- rask og stórfelldar gróður- skemmdir, enda er þessi keppni af allt öðru tagi en áður hefur tíðk- ast og miklu hættulegri gróðri og umhverfi. Telja verður að allur undirbún- ingur keppninnar sé gerður af dæmalausri vanþekkingu á ís- lenskum aðstæðum og tillitsleysi við gróður og náttúru landsins. Það er álit Landverndar að ekki komi til greina að leyfa rallýkeppni af þessu tagi á viðkvæmu hálendi landsins og skorar Landvernd á viðkomandi að vernda land og þjóð gegn þessum ófögnuði. Ferðafélag íslands Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundi stjórnar Ferðafélags ís- lands 9. mars sl.: „Vegna fyrirætlana um alþjóð- legt „rall“ á öræfaslóðum Islands og umsóknir um leyfi til slíks vill stjórn Ferðafélags íslands taka fram eftirfarandi: Vegna viðkvæmra gróðursvæða á hálendi landsins verður að gæta ýtrustu varfærni svo að umferð valdi ekki tjóni á gróðri og ber því að forðast aðgerðir, sem leiða til aukinnar umferðar á hálendinu umfram venjulega umferð ferða- fólks. Verður því að telja mjög óráð- legt að leyfa slíka ökukeppni á þeim svæðum á hálendinu, þar sem hætta getur verið á gróður- skemmdum. Treystir stjórn Ferðafélagsins því, að við umfjöllum þessa máls láti stjórnvöld þessi sjónarmið ráða.“ Vestfirzk náttúru- verndarsamtök Á fundi sínum 8. mars 1983 samþykkti stjórn Vestfirzkra náttúruverndarsamtaka eftirfar- andi ályktun: „Svo sem ljóst er af fréttum, hyggst Frakkinn Jean-Claude Bertrand standa fyrir alþjóðlegri rallkeppni á íslandi í ágústmánuði næstkomandi. Alian undirbúning að keppninni hefur Frakkinn Bertrand, ásamt þeim íslendingum, sem með hon- um starfa, unnið án þess að hafa undir höndum tilskilin leyfi ís- lenskra stjórnvalda til slíkrar keppni I upplýsingabæklingi um rallið — Ralley d’Islande — er m.a. kort, sem sýnir helstu akstursleiðir. Þar kemur í ljós, að áformað er að aka bæði Kjalveg og Sprengisandsleið, afréttarvegi á Austurlandi og á Mistúlkun náttúruverndar- 0■ manna á Rallye d’Islande LÍA, Landssamband íslenskra akstursíþróttafélaga, er lands- samtök allra þeirra klúbba og fé- laga er akstursíþróttir stunda á íslandi. Þessi samtök eru nú þriggja ára gömul. LÍA, sem og akstursíþróttafélög landsins, er áhugamannafélag sem ekki fær styrk frá ríki eða sveitarfélögum eins og mörg íþróttafélög í land- inu. LIA er aðili að FISA, Federa- tion International Sport de l’Automobil, sem hefur yfirum- sjón með öllum akstursíþróttum í heiminum. Landssamband hvers aðildarlands um sig hefur alræð- isvald í öllum málum er varða akstursíþróttir í hverju landi, þannig að LÍA hefur yfirumsjón með öllum akstursíþróttum, reglu- setningum og framkvæmd þeirra á Islandi. Einnig er LÍA í nánu sambandi við hinar Norðurlanda- þjóðirnar, en þær halda sameig- inlegan fund um akstursíþróttir tvisvar á ári. Síðast var Norður- landaþing haidið hérlendis árið 1980. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum undanfarið, að rall- akstur sé einungis stundaður í vanþróuðum Afríkuríkjum. Lítum nú nánar á staðreyndir þessarar fullyrðingar: Rallakstur hefur verið stundaður í Evrópu frá því fyrir aldamót og í Svíþjóð, sem við fslendingar berum okkur gjarnan saman við, eru haldin yfir 400 inn- anlandsröll árlega og með góðum árangri. Rúmlega 80.000 manns hafa réttindi til að stunda rall- akstur í Svíþjóð og er þessi íþrótt talin með öruggustu íþróttagrein- um, sem þar eru stundaðar. Al- þjóðlega keppni í rallakstri þarf að skrá sérstaklega hjá FISA með árs fyrirvara, en í þess konar keppni er keppendum af öllum þjóðernum heimil þátttaka. Röll af þessu tagi verða um 300 á þessu ári og verða haldin í 51 þjóðlandi, í öllum heimsálfum nema á Suður- skautinu, allt frá Bandaríkjunum til Rússlands og Islandi til Ástr- alíu. „Kynntum okkur málið vel og erum fullvissir um hæfni Bertrand“ Hugmyndin um að halda Rallye d’Islande barst okkur hjá LÍA til eyrna síðastliðið vor frá Ferða- skrifstofu ríkisins og frá ferða- málaráði. Þegar keppnislbeiðandi, Jean Claude Bertrand, hafði sam- band við LÍA í upphafi, þá tók sambandið hugmyndum hans með mikilli varúð. LÍA ákvað að kynna sér málið vel og vandlega og í dag, eftir að hafa fundað með Bertrand hér heima og erlendis og þá sér- staklega eftir að sérfræðingur LÍA fór til Alsír og fylgdist með skipulagningu hans á stórri keppni þar, þá erum við sannfærð- Mikið hefur verið rætt og rit- að um hið svonefnda ís- landsrall, Rallye d’Islande Frakkans Jean-Claude Bert- rand. Er það viðamikil keppni sem hann hefur mik- inn áhuga á að halda í lok ágúst á þessu ári. Hefur um- ræða um þetta mál oftar en ekki verið byggð á misskiln- ingi, rangtúlkun og þekking- arleysi. Eitt er vfst, og það er að skiptar skoðanir eru um ágæti þessarar keppni, en fyrir stuttu sendu sam- starfsmenn Jean-Claude Bertrands hérlendis Morg- unblaðinu álit sitt á málinu, en það er Landsamband ís- lenskra akstursíþróttafélaga. ir um hæfni hans til að setja upp slíka keppni hér heima. Við höfum frá upphafi og stofn- un samtaka okkar lagt mikla áherslu á náttúruverndarmál og gerum okkur grein fyrir að það er skilyrði fyrir slíkri keppni hér, og reyndar öliu því sem fram fer á okkar vegum, að ekki verði spjöll á náttúru landsins. Umsókn um leyfi til að halda rallkeppni fer þannig fram, að ákveðinn aðili, oftast bifreiðaíþróttaklúbbur, sækir um leyfi til LÍA, sem síðan formlega sækir um leyfið fyrir keppninni til yfirvalda. Það er dómsmálaráðuneytis, Vegagerðar ríkisins, sýslumanna svæðanna, sem rallið nær yfir og í sumum tilfellum til sveitarstjórnar ákveð- ins svæðis og veghaldara, ef hann er annar en Vegagerðin. LÍA hefur síðan eftirlit með keppnishaldara og keppendum og sér til þess að keppnin fari fram samkvæmt reglum og skilyrðum eða takmörkum opinberra aðila, svo sem um akstursleiðir. Við telj- um okkur því hafa öðlast næga reynslu til þess að takast á við verkefni eins og hið svokallaða ís- landsrall. Jafnframt því að fylgja eftir reglum um keppnina, landslögum, sem okkar eigin reglum, munum við stuðla að aukinni náttúru- vernd með eða án náttúruvernd- armanna. I þeim 40 röllum sem haldin hafa verið til þessa á veg- um LÍA í samvinnu við bifreiða- íþróttaklúbbana frá árinu 1975 hefur ekki verið hægt að benda á náttúruspjöll, sem rekja mætti til slíkrar keppni, og geri aðrir betur. Eins og fram hefur komið í fréttaflutningi um þetta fyrirhug- aða Islandsrall, hefur því verið haldið stöðugt á loft að búið sé að auglýsa keppnina um allan heim. Þetta mun ekki vera allskostar rétt. Það er búið að dreifa kynn- ingarbæklingi um rallið til hugs- anlegra keppenda og einnig er bú- ið að prenta auglýsingaspjöld, sem dreift verður um leið og leyfi fæst fyrir keppninni. Strax í upphafi, þ.e. á sl. ári, var hlutaðeigandi að- ilum kynnt málið og má þar nefna dómsmálaráðuneyti, vegamála- stjóra, samgöngumálaráðherra, flugfélög, Farskip, Ferðaskrif- stofu ríkisins o.fl. I öllum röllum, sem haldin hafa verið hérlendis, hefur verið haft fullt samstarf við yfirvöld og hlutaðeigandi aðila án stórárekstra. Auðvitað eru menn ekki alltaf sammála um alla hluti og upp koma vandamál sem þá er reynt að leysa, en þeim ekki kast- að frá án þess að þau séu skoðuð til hlítar, með öll sjónarmið í huga. Andstæðingar þessarar rall- keppni, sem mest hefur heyrst í, eru Náttúruverndarráð, landverð- ir og félag leiðsögumanna. Þeir tala um náttúruspjöll, lélega land- kynningu og aukið álag á ferða- mannastaði. Hvað varðar gróð- urskemmdir og náttúruspjöll vilj- um við segja þetta: Keppnin fer fram á vegum sem merktir eru af Vegagerð ríkisins og tilheyra alfarið undir vegagerð- ina. I reglum keppninnar segir að keppendur skuli aka á veginum, en ekki utan hans, að viðlagðri brottvísun úr keppni. Þeir hjá náttúruverndarráði hafa mistúlk- að reglu sem segir að aka megi stystu leið framhjá ef hindrun er í veginum. Þessi regla á við um ferjuleiðir (ferjuleiðir eru leiðir á almennum opnum vegum þar sem keppendur aka á milli sérleiða, þar sem hin raunverulega keppni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.